Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Síða 3
FÖSÍUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987.
21
Stjarnan gefur há]fa milljón
Útvarpsstöðin Stjarnan efnir nú
til spurningaleiks sem hefur hlotið
nafnið Jólaleikur Stjörnunnar.
Leikurinn hefst í dag, föstudag, og
stendur til 15. desember. Vinningar
eru ekki af verri endanum, vöruút-
tekt fyrir hálfa milljón króna sem
skiptist í tvennt.
Tveir heppnir hiustendur Stjörn-
unnar fá því hálfa milljón króna
jólagjöf frá Stjörnunni, eða 250 þús-
und krónur hvor, í vöruúttektum
frá fyrirtækjunum Vatnsrúmi,
Hagkaupi, Jens gullsmið, Skæðum,
Stefanel, Ferðaskrifstofu Reykja-
víkur, Pelsinum, Sævari Karli og
sonum og Heimilistækjum. Þá fá
vinningshafarnir myndlykil og
ársáskrift að Stöð 2 og kampavíns-
kvöldverð á Arnarhóli.
Sem fyrr sagði hefst leikurinn í
dag með spurningu í morgunþætti
Þorgeirs Astvaldssonar og Gunn-
laugs Helgasonar og verður hún
endurtekin í eftirmiðdagsþætti
Helga Rúnars Óskarssonar. Þannig
verður ein spurning lögð fyrir
hlustendur á dag í þrettán daga og
af þrettán svörum þurfa ellefu að
vera rétt til að tryggja þátttöku í
drætti sem fram fer 20. desember.
Sérstakur svarseöill verður birtur
í blöðum með svarreitum sem
hlustendur geta fyllt út ásamt
nafni, heimilisfangi og símanúm-
eri.
Svava Jakobsdóttir, rithöfundur og
fyrrverandi þingmaður.
Sjónvarp sunnudag kl. 21.15:
Afbrags skemmtun
Spurningaþættir Ómars Ragn-
arssonar, Hvað heldurðu?, eru
sífellt að vinna á og vinsældir þátt-
anna að aukast. Þarna fer líka
saman spennandi keppni og létt
spaug sem Ómar á sjálfur drjúgan
þátt í.
Það er vel til fundið hjá sjón-
varpinu að leggja land undir fót,
taka þættina upp í héraði og fá inn-
ansveitarfólk til að sjá um
skemmtiatriði. Með því kemur
sjónvarpið á framfæri hinum ágæt-
ustu skemmtikröftum sem þjóðin
hefði annars aldrei kynnst. Þetta
eru einfaldir þættir en afbragðs
skemmtiiegir.
í þættinum á sunnudaginn leiða
saman hesta sína sveitir Héraðs-
búa og Fjarðabúa og fer keppnin
fram á Hótel Valaskjálf á Egilsstöð-
um.
Ómar Ragnarsson er óviðjafnan-
legur í spurningaþáttunum Hvað
heldurðu? Hann er óþvingaður og
skemmtilegur, virðist skemmta sér
betur en nokkur annar og yrkir
smellnar vísur á meðan hann spyr
spurninga.
Jennifer O’Neil og James Coburn á góðri stundu i myndinni Neyöarúrræði (The Carey Treatment).
Sjónvarp laugardag kl. 23.20:
Neyðarúrræði
Tónlistarkrossgátan nr.93
Stöð 2 sunnudag kl. 20.50:
Svava í Nærmynd
Jón Óttar Ragnarsson sjónvarps-
stjóri tekur á móti Svövu Jakobs-
dóttur, rithöfundi og fyrrverandi
þingmanni, í þætti sínum, Nær-
myndum, á sunnudagskvöld.
Svava er forvitnileg kona. Hún
var um árabil framarlega í stjórn-
málavafstrinu og þingmaður
Alþýðubandalagsins um skeið. Þá
hefur hún lengi verið í hópi eftir-
tektarverðari rithöfunda ísiend-
inga og sent frá sér skáldsögur og
leikrit sem vakið hafa athygli og
umtal. -
Svava Jakobsdóttir kemur úr
ijölskyldu þar sem annar hver
maður er ritsnillingur og verður
eflaust gaman að heyra hvaö hún
hefur að segja við Jón Óttar.
Stöð 2 laugardag kl. 9.00:
Amma í garðinum
Spennumyndin Neyðarúrræði
(The Carey Treatment) er á dag-
skrá sjónvarpsins seint á laugar-
dagskvöldið. Myndin er talin
nokkuð vel gerð og reynt er að
koma vissum boðskap tii skila á
milli blóðbaða.
Meinafræðingur. sem vinnur á
sjúkrahúsi í Boston. stefnir lífi sinu
i hættu er hann hyggst rannsaka
lát ungrar konu vegna ólöglegrar
fóstureyðingar.
Neyðarúrræði er bandarísk
mynd frá árinu 1972. Leikstjóri er
Blake Edwards sem kannski hefur
orðið frægastur fyrir gerð mynd-
anna um Bleika pardusinn. Með
aðalhlutverk fara James Coburn.
Jennifer O'Neif. Pat Hingle og Skye
Aubrey.
Þátturinn Með afa hefst á Stöð 2
klukkan níu á laugardagsmorgun.
Þetta er þáttur með blönduðu efni
fyrir yngstu bömin. í þættinum á
laugardag gefst yngstu áhorfend-
unum kostur á að fara með afa í
heimsókn til ömmu í garðinum.
Amma á heima í skrýtnu húsi
með skrýtnum garði þar sem ýmis-
legt óvænt getur gerst. Brúðurnar
eru eftir franska stúlku, Dom-
inique Poulin, en leikmynd er eftir
Steingrím Eyfjörð. Saga Jónsdóttir
leikur ömmu en leikstjóri er Guðr-
ún Þórðardóttir.
Þessi skemmtilega brúða er engin önnur en amma i garóinum.
Séra Rögnvaldur Finnbogason.
Rás 1 sunnudagkl. 13.30:
ÁdegiPalestínu-
þjóðarinnar
Alþjóðadagur gyðinga er tilefni
þáttar sem séra Rögnvaldur Finn-
bogason hefur tekið saman og
nefnist Á degi Palestínuþjóðarinn-
ar. Elías Davíðsson valdi tónlistina
í þáttinn sem verður fluttur á Rás
1 á sunnudag.
Þátturinn ijallar fyrst og fremst
um samskipti ísraelsmanna og Pa-
lestínuaraba, séð með augum
hinna síðarnefndu. Sagt verður frá
tildraganda að stofnun Ísraelsríkis,
frá síonisma sem pólitískri hreyf-
ingu og lögð áhersla á að i Palestínu
búi þjóð sem á sína sérstöku menn-
ingararfleifö og sögu.
Rás 1 laugardag kl. 9.10:
Davíð Copperfield
Barnaleikritið um Davíð Cop-
perfield eftir Charles Dickens
verður flutt á Rás 1 á laugardags-
morgun klukkan tíu mínútur yfir
níu. Höfundur útvarpsleikgerðar
er Anthony Brown en þýðandi og
leikstjóri er Ævar Kvaran. Þetta
er endurflutningur verksins en
leikritið var áður á dagskrá árið
1964. Á laugardaginn verður fluttur
fimmti þáttur.
Með helstu hlutverk fara Gísli
Alfreðsson, Þorsteinn Ö. Stephens-
en, Helga Valtýsdóttir, Erlingur
Gíslason, Valdimar Lárusson og
Borgar Garðarsson.
Ævar Kvaran er þýðandi og lelk-
stjóri barnaleikritsins Davíð
Copperfield eftir Charles Dickens.