Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Síða 5
FÖSTUDAGUR 27. NÖVEMBER 1987. 27 JISA vSDÓTQR 8. DESEMBER1987 Borg en það er hennar fyrsta einkasýning sýnir í í Borg sem hún hefur verið búsett lengst af síð- an. Hún vinnur jöfnum höndum á vinnu- stofum sínum í New York og Reykjavík. Samhliða sýningu Louisu kemur út hjá Máli og menningu bókin „Louisa Matthí- asdóttir, smærri málverk'' sem var gefin út í Bandaríkjunum á síðasta ári. Sigurður A. Magnússon þýddi bókina og skrifar formála. Sýning Louisu verður opin til 8. desemb- er klukkan 10-18 virka daga en klukkan 14-18 um helgar. Franskur leik- ari heldur námskeið Franskur leikari og leikstjóri, Maurice Benichou, kemur til landsins um helgina og mun halda námskeið fyrir íslenskt leikhúsfólk á vegum Leiklistarskóla íslands. Benichou hefur starfað með leik- stjóranum Peter Brook frá árinu 1974, bæði sem leikari og aðstoðar- leikstjóri. Sem fyrr segir kemur Benichou til íslands til að halda námskeið fyrir íslenskt leikhúsfólk og stend- ur það frá 30. nóvember til 5. desember. Þá mun hann halda fyr- irlestur um starf sitt og samstarf við Peter Brook. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 30. nóvember klukkan 20.30 í Lind- arbæ og verður öllum opinn. Óperutón- leikar í Bæjarsveit Sigurður Pétur Bragason óperu- söngvari og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari halda tónleika í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit á morgun, laugardag, klukkan 15. Á efnisskránni verða bæði erlend og innlend verk. Sigurður Pétur lauk 8. stigs prófi úr Söngskólanum í Reykjavík 1981 og stundaði framhaldssöngnám í Mílanó í þrjú ár. Hann hefur farið með hlutverk í íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu og vorið 1986 söng hann hlutverk Jesú Krists í verkinu „Sjö orð Krists á krossin- um" eftir Allori á mikilli sönghátíð í Mílanó. Halldór Björnsson og Guðný Ragnarsdóttir í hlutverkum sinum í Brúðar- myndinni eftir Guðmund Steinsson. Þjóðleikhúsið: Sýrúngum að ljúka fyrir jól Brúðarmyndin eftir Guðmund Steinsson verður sýnd á föstudags- og laugardagskvöld og veröa það síöustu sýningar á verkinu fyrir jól. Leikstjóri er Stefán Baldursson en í helstu hlutverkum eru Erling- ur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Guðný Ragnarsdóttir, Halldór Björnsson og Guðrún Gísladóttir. Um helgina verður síðasta tæki- færið að sjá sýningu íslenska dansflokksins, Flaksandi faldar. í sýningunni eru tvö dansverk, Á milli þagna, eftir Hlíf Svavarsdótt- ur, og Kvennahjal eftir Hollending- inn Angelu Linssen. Gestur sýningarinnar er María Gísladóttir sem verið hefur sólódansari í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þá verða fjórar sýningar á hinu vinsæla verki Ólafs Hauks Símon- arsonar, Bílaverkstæöi Badda, um helgina og er uppselt á þær allar. Verkið hefur hlotið svo mikla að- sókn að'þegar er farið að selja miða á sýningar í janúar. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson en í helstu hlutverkum eru Bessi Bjarnason. Arnar Jónsson, Jóhann Sigurðs- son, Sigurður Sigurjónsson. Guðlaug María Bjarnadóttir og Árni Tryggvason. Ný verk í Glugganum Helgi Vilberg opnar sýningu á nýjum málverkum í Glugganum. Glerár- götu 34 á Akureyri, um helgina. Helgi er Akureyringur. fæddur 1951 og lauk hann prófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1973. Á sýningunni eru rúmlega tuttugu akrýlmálverk. flest máluð á þessu ári. Sýningin stendur til 6. desember og verður Glugginn opinn klukkan 14-22 alla daga nema mánudaga. Jarðarvitund í Ásmundarsal Tryggvi Gunnar Hanzen og Sigríður Eyþórsdóttir opna sýningu í Ás- mundarsal á morgun, laugardag, klukkan 14. Sýninguna nefna þau Jarðarvitund en eins og margir vita hafa þau Tryggvi og Sigríður unnið úr efni jarðarinnar í fjölda ára. Á sýningunni verða þau með torfskúlptúra. skúlptúrljósmvndir. olíu- málverk, pastelmyndir, torfarkitektúrmyndir og rúnatrommur. Þessi sýning er afrakstur sjö ára vinnu með hefðbundin íslensk byggingarefni og menningararfleifð. Sýningin veröur opin klukkan 18-22 virka daga og klukkan 14-22 um helgar. Djöflaeyjan, sýnd í kvöld og laugardags- kvöld kl. 20 í Leikskemmu LR við Meistaravelli. Hremming,10. sýning sunnudagskvöld kl. 20.30. Faðirinn, sýning fóstudagskvöld kl. 20.30 í Iðnó. Aukasýning - allra síðasta sinn. Þjóðleikhúsið Brúðarmyndin, sýningar á fóstudags- og sunnudagskvöld. Bílaverkstæði Badda.Fjórar sýningar eru á þessu vinsæla verki um helgina og er uppselt á þær allar eins og fyrri sýn- ingar. Nú er byrjað að selja á sýningar á Bílaverkstæðinu í janúar. Flaksandi faldar. íslenski dansflokkur- inn frumsýndi um síöustu helgi tvö ballettverk eftir Hlíf Svavarsdóttur og Angelu Linsen frá Hollandi. Síðasta sýn- ing á verkinu verður á laugardag. Eih-leikhúsið frumsýndi tvo einþáttunga á sunnudag- inn, „Bónorðið" eftir A. Tsjékhov í þýðingu Vals Gíslasonar og „Um skað- semi tóbaksins" í þýðingu Geirs Kristj- ánssonar. Sýningar Eih-leikhússins eru i Djúpinu, kjallara veitingastaðarins Hornsins. Hafnarstræti 15, Reykjavík, og er boðið upp á veitingar ef sýningargestir óska þess. Alþýðuleikhúsið Eru tígrisdýr í Kongó? - sýning á laugar- dag og sunnudag kl. 13. Ennfremur sýnir Alþýðuleikhúsiö tvo einþáttunga eftir Harold Pinter í Hlaövarpanum. Einskon- ar Alaska og Kveðjuskál. „Gaman leikhúsið“ sýnir Gúmmí-Tarsan eftir danska rit- höfundinn Ole Lund Kirkegaard á laugardag og sunnudag. Leikritið verð- ur sýnt á Galdraloftinu, Hafnarsti'æti 9. Leikfélag Akureyrar Lokaæfing, sýningar fóstudag og laugar- dag kl. 20.30. Síðasta sýningarhelgi. Ferðalög Dagsferðir sunnudaginn 29. nóvember: Kl. 13: Æsustaðafjall - Reykjaborg - Þormóðsdalur. Ekið um Mosfellsdal og gengið þaðan á Æsustaðafiall og síðan áfram á Reykja- borg og komið niður hjá Þormóðsdal. Þetta er létt ganga og er gengið í tæplega 300 m hæð þar sem hæst er farið. Verð kr. 500. Brottfor frá Umferðarmiðstöðinni. austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Útivist Aðventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóv. Gist í Útivistarskálunum Básum. Það verður sannkölluð aðventustemning í Mörkinni. Gönguferðir. Aðventukvöld- vaka. Takmarkað pláss. Pantið strax. Áramótafcrð i Þórsmörk 30. des.-2. jan., 4 dagar. Fagnið nýju ári í Þórsmörk með Útivist. Gönguferðir. Áramóta- brenna. Kvöldvökur. Uppl. og farm. á skrifst., Grófmni 1, símar 14606 og 23732. Ath. Útívist notar allt gistirými í Bás- um vegna þessara ferða. Dagsferð sunnudaginn 29. nóv. Kl. 13. Helgafell-Valaból. Ekið í Kaldár- sel og gengið þaðan. Verð 600 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu. Ferð fyrir alla. Sýningar Árbæjarsafn Árbæjarsafn er opið eftir samkomulagi. Sími 84412. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið sunnudaga..þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Tryggvi Gunnar Hanzen og Sigríður Ey- þórsdóttir opna sýningu í Asmundarsai á laugardaginn kl. 14. Sýninguna r.efna bau •Jarðarvitund en sem kunnugt er hafa bau unnið úr iarðarefnum í flölda ára. Sýninu- in stendur frá 28. nóv. til 7. desembér. Opið verður frá kl. 18 .til 22 dagiega og um helgar frá kl. 14 22. FÍM-salurinn, Garðastræti 6. Bjarni Ragnar er þar með sýningu á verkum sínum. Sýningin verður opin virka daga kl. 16-21 og um helgar kl. 14-22. Sýningunni lýkur 6. desember. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Sýning á verkum hinnar merku listekonu. Louisu Matthíasdóttur. verður opnuð laugardaginn 28. nóvember og stendur sýningin til 8. desember. Þetta er fyrsta einkasýning Louisu hér á landi en hún hefur tekið þátt í tveimur samsýningum. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg Samsýning í tilefni 4 ára starfsafmælis gallerísins stendur yfir. A sýningunni eru skúlptúrar. málverk og grafík. Þeir sem að sýningunni standa eru Jónína Guðna- dóttir. Magnús Tómasson. Ófeigur Biörns- son. Ragnheiður Jónsdóttir. Steinunn Þórarinsdóttir. Þorbiörg Hösku’.dsdóttir og Örn Þorsteinsson. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18. Gallerí Gangskör Jólasýning verður opnuð laugardaginn 28. nóvember kl. 14. Sýninear í Gallerí Gang- skör eru opnar virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Galierí Gangurinn Um þessar mundir sýnir fmnski listamað- urinn -Jussi Kivi verk sin í Gaileri Ganginum. Hann er einn af þekktusn; ungu listamönnum Finnlands og hefur sýnt nokkuð víða fyrir hönd Finnlantis. Verkin i Ganginum eru 16 liósmyndir 'par sem leikföng og tilbúin náttúra koma vtð sögu. Gallerí íslensk list Einar G. Baldvinsson sýnir 30 oliumálverk í Gallerí List. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17 og 14-lS um helgar. Þetta er sölu- sýning. Gallerí List, Skipholti 50. Opið frá 10 18 virka daga en sunnudaga frá 14 til 18. Kauptu jolagjafimar hjá okkur Cartier, YSL Estee Lauder, I Santi, Galimberti, Gucci, módelskart- gripir frá Pétri Tryggva og fleira og fleira. ■ Fœst tollfrjálst um borð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.