Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Page 13
f ■■ ■ ■ ■ ■ ■ '
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
13
Neytendur
Laufabrauð
Laufabrauðsbaksturinn er yfirvof-
andi eins og annar jólaundirbúning-
ur. Svanfríður Hagvaag, sem skrifar
vikulega matarþætti á neytendasíðu,
sendir okkur þessa uppskrift að
laufabrauði. Þetta er gömid uppskrift
úr Mývatnssveitinni sem Svanfríður
segir að geti ekki brugðist.
7 1/2 dl ipjólk
50 g smjör
1/2 bolli sykur
1/2 tsk. salt
1 tsk. Jyftiduft
1/2 tsk. hjartarsalt.
Hveiti, eftir þörfum
Mjólkin er hituð með smjörinu og
síðan kæld aftur og svo blandað út í
einum bolla af hveitinu með salti,
sykri, lyftidufti og hjartarsalti. Þá er
hrært saman við deigið eins miklu
hveiti og deigið þohr, það hnoðað
þangað til það er orðið mátulegta
stíft. Deigið má ekki vera of stíft því
þá er svo erfitt að breiða það út. Fletj-
ið út þunnar kökur, alls ekki of
þunnar, og skerið undan diski. Ske-
rið kökumar með laufabrauðsjámi
og steikið í heitri feiti. Um leið og
kökurnar eru teknar úr pottinum er
gott að láta svolítið farg á þær, t.d.
flatan potthlemm. Þannig er sléttað
úr þeim því annars verða þær svo
ósléttar. Svanfríður sagðist einu
sinni hafa keypt tilbúnar kökur sem
átti eftir að skera og steikja eins og
víða er nú farið að selja. Hún hafði
hins vegar ekki góða reynslu af þeim
Svanfríður
Hagvaag
skrifar
því þær vom ahtof þunnt útflattar
og molnuðu ahar þegar komið var
við þær.
Þá benti Svanfríður á að þessi upp-
skrift er mjög stór þannig að gott
gæti verið að helminga hana. -A.Bj.
gluggar
Við sérsmíðum glugga eftir
þínum óskum. Hér eru
aðeins smásýnisliorn af
gluggunum okkar. Við
gerum föst verðtilöoð i alla
sérsmíði.
Vönduð íslensk framleiðsla.
Góðir greiðsluskilmálar —
Sendum í póstkröfu.
AUK hf. 10.64/SÍA
laufabrauðsjám á Akureyri
TRÉSMIDJA
BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf.
V/REYKJANESBRAUT, HAFNARFIRÐI,
SlMAR: 54444, 54495
Við lýstum á dögunum eftir góðum
laufabrauðsjárnum. Nú höfum við
upplýsingar um að ágætislaufa-
brauðsjárn fáist í Kristjánsbakaríi á
Akureyri. Vonandi les S.S. í Grinda-
vík þessar hnur svo hann geti fengið
sent shkt jám að norðan í tæka tíð
fyrir laufabrauðsbaksturinn.
Það hlaut að vera að Norðlendingar
stæðu klárir á svona tæki því laufa-
brauðssiðurinn er upprunninn á
Norðurlandi og mjög útbreiddur þar.
-A.Bj.
ÁRATUGA REYNSLA f GLUGGASMIÐI
vkr. nottm
mcó morgunverói
Einstakt hátídartilboö fyriralla landsbyggdina
Aðeins 750 kr. nóttin á mann í 2ja manna herbergi með morgunverði 1. des til lO.jan. miðað við gistingu í 2 nœtur.
<
w
S«
<
Komið til okkar og njótib I (■IJI^IEÍ
jólannaíhöfuðborginni. LiUfl I LíEhIVIK
heill heimur út af fyrir sig
FLUGLEIÐA
HÓTEL