Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Qupperneq 24
24
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
DAGVIST BARNA
Dagh./leiksk. Fálkaborg
Fóstrur og aðstoðarfók með reynslu í uppeldisstörf-
um vantar eftir hádegi nú þegar.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 78230 og
umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma
27277.
SANDGERÐI
DV óskar eftir að ráða umboðsmann í Sandgerði frá
1. janúar 1988. Uppl. gefa Þóra í síma 92-37684 og
afgreiðslan í síma 91-27022.
^ Húsnæðisstoí'nun ríkisins
____________7'ÆKNIDEILD___________
Sími 696900
Útboó
Borgarnes
Stjórn Verkamannabústaða, Borgarnesi, óskar eftir
tilboðum í byggingu tveggja íbúða í einnar hæðar
parhúsi, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. U.05.01.
úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar
ríkisins.
Brúttóflatarmál húss 195 m2
Brúttórúmmál húss 673 m3
Húsið verður byggt við götuna Arnarklett 12-14,
Borgarnesi, og skal skila fullfrágengnu sbr. útboðs-
gögn.
Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Borgarness-
bæjar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, og hjá
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Laugavegi
77, 101 Reykjavík, frá þriðjudeginum 8. des. 1987
gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á
sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 5. jan. 1988
kl. 11.00 f.h. og verða þau þá opnuð að viðstöddum
bjóðendum.
F.h. stjórnar Verkamannabústaða, Borgarnesi
Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins
c^Húsnæðisstofmin ríkisins
STÆ RÐIR
11
CL 0G
17 CL
DART
-------■"®
EINFALDUR KAFFIBAR
DRYKKJARMÁL ÚR
EINANGRUNARPLASTI
ENGIN Þ0RF
FYRIR HÖLDUR
MAL MEÐ
JÓLAGREIN, 17 CL
SNYRTILEGUR MALSKAMMTARI
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
ISTIEX «/f
Skúlagötu 26, 101 Reykjavík
Sími 623720, p.o. box 9081.
í
Fréttir
Um sextán þúsund tonn af úigangstimbri urðuð áriega:
Er hægt að nýta það
á hagkvæman hátt?
Um sextán þúsund tonn af timbri
eru uröuð á sorphaugum höfuðborg-
arsvæðisins ár hvert. Athugun hefur
verið gerð á því hvort hægt sé að
nýta þaö á hagkvæman hátt.
Skúli Þór Ingimundarson við-
skiptafræðingur gerði athugun á því
fyrir Járnblendiverksmiðjuna og lét
í því sambandi gera tilraunasöfnun
á timbri í Gufunesi. í dag er timbrið
urðað á sorphaugunum og er áætlað
að ef það verði nýtt myndu sparast
strax 10 milljónir króna í urðunar-
kostnað. „Ég er ekki viss um að
borgaryfirvöld í Reykjavík hafi gert
sér almennilega grein fyrir þessu,“
segir Skúh.
En hvemig skyldi þeim járnblendi-
mönnum lítast á þessa hugmynd?
Ekki hagkvæmt fyrir
Járnblendið
„Þegar farið var að kanna þennan
möguleika kom í ljós að þetta var
ekki hagkvæmur kostur fyrir Jám-
blendið. Kostnaður við að koma
þessari starfsemi af stað og síðan
framleiðslukostnaður heföi verið of
mikill fyrir verksmiðjuna. Þetta
hefði ekki verið hagkvæm fjárfest-
ing,“ sagði Jón Hálfdánarson, for-
stöðumaður rannsókna hjá
Járnblendinu.
Jón sagði að sérstaklega hefði það
verið hár flutningskostnaður sem
hefði fælt menn frá. Timbrið er létta-
vara og það hefði orðið að flytja það
á vörabílum upp á Grundartanga.
Flutningar á sjó hefðu ekki verið
framkvæmanlegir vegna þess að erf-
itt og kostnaðarsamt hefði verið að
safna upp birgðum.
„Þetta dæmi hti vissulega öðravísi
út ef horft væri í urðunarkostnaðinn
hka,“ sagði Jón. Hann sagði að 15.000
tonn af timbri hefðu orðið að 10.000
tonnum af tréfhsum. Þetta magn
hefði komið í staðinn fyrir 2.500 tonn
af koksi og kolum sem hingað komin
kostuðu 12,5 milljónir króna. Þetta
væri sú upphæð sem sparaðist í
gjaldeyri. Þess má geta að verksmiðj-
an notar um 20.000 tonn af koksi og
kolum þannig að það þyrfti mun
meira af timbri til að leysa það af
hólmi.
Jón sagði að flísarnar væra gott
hráefni og auðvelt væri aö nýta sér
timbrið á þessu sviði því aö ekki
þyrfti að hreinsa það sérstaklega.
Hann sagðist ekki sjá fram á það í
framtíðinni að Járnblendið myndi
nýta sér þennan möguleika þó hann
vildi ekki úthoka það.
-SMJ
Mynt hliðstæð fímmtíukallinum í umferð hér:
Ensk pund og
gamlir fimmkaliar
Nokkuð hefur borið á þvi aö und-
anfórnu að ýmiss konar erlend
mynt hefur verið í umferð hér á
landi. Margt af þessari mynt er
svipað íslensku myntinni að stærð
og þyngd þó úthtið sé annað.
Eitt enskt pund er til að mynda
mjög svipað að stærð og áferð og
fimmtíu krónu myntin. Þvermál
fimmtíu krónu myntarinnar er 20,5
mm en enska pundið er 20,75 mm.
Einnig hefur borið á því að gömul
íslensk fimm krónu mynt hafi sko-
tið upp kohinum og hafa menn
raglast á henni og krónupeningum.
Að sögn Stefáns Stefánssonar,
aðalféhirðis Seðlabankans, er alltaf
eitthvað af erlendri mynt í umferð
hér á landi auk þess sem algengt
sé að menn eigi alltaf eitthvað af
gamahi íslenskri mynt, til dæmis
sé það vandamál á nokkrum stöð-
um að menn noti gömlu kopar-
krónuna í sjálfsala sem ekki vigta
peningana. Þvermál þessara pen-
inga sé mjög svipað því ekki muni
nema hálfum milhmetra á stærð
þeirra en fimmtíu króna myntin sé
þó um það bil helmingi þyngri.
„Ég held að ástæðan fyrir því að
ahtaf er nokkuð um erlenda mynt
í umferð hér sé meðal annars sú
að bankamir taka ekki við henni
og fólk losnar því ekki við hana.
Og kannski freistast sumir því til
að koma henni í umferð. Margt af
þessari mynt sleppur í gegnum
mynttalningarvélar bankanna þar
sem þær era ekki nógu nákvæmar.
En þegar við teljum með okkar
vélum finnast þessir peningar og
eru tíndir úr. Þetta veldur ekki telj-
andi tjóni peningalega séð en oft
verður vinnutap þegar þarf að vera
að tína útlensku myntina frá þeirri
íslensku,“ sagði Stefán. -J.Mar
Munurinn á verðgildi er verulegur,
en stærðin svipuð.
B-álma Borgarsprtalans:
Aldarfjórðung í byggingu
B-álma Borgarspítalans mun veröa
ahs 25 ár í byggingu með sama
áframhaldi. Þessar upplýsingar
koma fram í svari Guðmundar
Bjarnasonar heilbrigöisráðherra á
Álþingi við fyrirspum alþýðubanda-
lagsþingmannanna Svavars Gests-
sonar og Guðrúnar Helgadóttur.
Ákvörðun um byggingu B-álmunn-
ar var tekin árið 1973. Framkvæmdir
við grunn og botnplötu hófust árið
1977, fyrir tíu árum.
„Framkvæmdafé til B-álmu bygg-
ingarinnar í ár er 19,4 milljónir
króna og samkvæmt áætlun um
kostnaö við að ljúka byggingunni
tæki það fimmtán og hálft ár að ljúka
henni með þeim framlögum sem eru
til verksins í ár,“ segir ráðherrann í
skriflegu svari sínu. Þar kemur fram
að talið er að 300 mihjónir króna
kosti að ljúka byggingunni.
Hluti álmunnar hefur þegar verið
tekinn í notkun. Árið 1983 var 6. hæð
tekin í notkun, 5. hæð árið 1984 og
hluti af 1. hæð og kjallara hefur einn-
ig verið tekin í notkun. Nú er unnið
að innréttingu 4. hæöar.
Heildarbyggingarkostnaður í árs-
lok 1986, framreiknaður th verðlags
1. október síðasthðinn, nam 359,2
mihjónum króna.
Þingmennimir spurðu einnig um
hve margir aldraðir Reykvíkingar
væra nú á biðhstum eftir þjónustu.
í svarinu kemur fram aö 354 ein-
stakhngar og 76 hjón séu á biöhsta
eftir húsnæði fyrir aldraða og talin
í brýnni þörf. Tahð er að 276 einstakl-
ingar og 46 hjón, sem voru á biölista,
geti beðið eftir húsnæði.
B-álma Borgarspítalans, vinstra megin eða vestan megin turnsins, hefur
þegar kostað 360 milljónir króna.
-KMU