Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
41
Ýmislegt um myndlist
Oft heyrir maður fólk segja: Þetta
er bara blýantsteikning eða þetta
er bara vatnslitamynd og þar með
er myndin afgreidd sem simpil eða
lítils virði vegna hins umrædda
efnis sem hún er unnin úr, en
margir meistarar hafa á öllum tím-
um skapað ódauðleg verk með
blýanti og vatnslitum. Má þá nefna
Leonardo da Vinci, Dyrer og marga
aðra. Við íslendingar getum nefnt
Ásgrím Jónsson sem skóp aðdáun-
arverð listaverk, bæði með penna,
blýanti og vatnsbtum, og mætti
nefna marga aðra.
Akrýllitir eru einnig lítils metnir
af mörgum vegna þess að þá má
blanda með vatni og menn segja
að þetta séu bara vatnslitir, en þaö
má geramikil listaverk með akrýl-
btum ekki síður en öðrum efnum.
KjaUarinn
Eggert E. Laxdal
listmálari
„Listamaður er sá sem skapar listaverk
án tillits til þess hvort hann vinnur
eitthvað annað ásamt listinni.“
Akrýllitirinir eru nokkuð nýir af
nálinni og margir hafa ekki ennþá
sætt sig við þá en það er mín skoð-
un að þeir eigi eftir að vinna á þegar
menn fara að meta verkið en ekki
efnið.
Það er hægt að gera frábær verk
úr tuskuafgöngum og pappír óg það
hafa margir Ustamenn gert og gera
enn.
Hin hefðbundnu efni, olía á
striga, eru sjálfsagt í fuUu gildi og
verða það og sumir líta ekki við
öðru en þessi efni, þó góð séu,
tryggja þó ekki gæði verksins. Það
verður eins og önnur verk, að
standa og faUa með því hvernig það
er unnið.
Sumir nota masonítplötur og eru
þær bæði sterkar og meðfærilegar
og þola vel hvers konar hnjask við
flutninga og hreingerningar og litl-
ar líkur á að þær skemmist.
Sumir vinna úr steinum, gifsi,
leir og ýmsu öðru við gerð mynd-
verka og hvert efni hefur sín
sérstöku áhrif og möguleika við
myndsköpun. Hið sama er að segja
um hina ýmsu málma.
Það ætti því að vera öllum Ijóst
aö gjldi myndar er ekki komið und-
ir því úr hvaða efni hún er unnin
heldur hinu, hveráhrif hún hefur.
Frístundamálari?
Mig langar til þess að minnast á
eitt atriði, sem oft hefur farið í tau-
garnar á mér, en það er nafnið
frístundamálari. Það er oft Utið nið-
ur á þá menn sem stunda önnur
störf ásamt myndlistinni og margir
segja aö það séu ekki alvöru lista-
menn, en þetta er rangt. Listamaö-
ur er sá sem skapar listaverk án
tiUits til þess hvort hann vinnur
eitthvað annað ásamt listinni. List-
in er vinna, sagði Kjarval og það
má alveg eins segja að menn vinni
önnur störf í frístundum sínum
þegar þeir eru ekki að vinna að Ust-
sköpun.
Eitthvað minna
Það hefur vakiö athygU mína hve
margir listmálarar leggja mikið
upp úr því að mála stór verk. Þetta
má að sjálfsögðu gera en almenn-
ingur r landinu býr yfirleitt í
fremur litlum húsakynnum og hef-
ur lítið veggpláss en vill hafa
myndUst í híbýlum sínum. Það þarf
einnig að mála fyrir þetta fólk. Auk
þess er þetta peningaspursmál.
Fólk ræður almennt ekki við að
kaupa mjög stórar myndir vegna
þess hve dýrar þær eru en getur
ef til viU ráðið við eitthvað minna.
Það þarf einnig að koma til móts
við þennan hóp manna.
Vinnubrögð
Virtur maður lét það frá sér fara
að það væri galU að fjölmiðlar
hefðu enga stefnu í myndlist en það
er mitt áUt að stefnan í Ustum eigi
að vera alhUðá og einkennist af
víðsýni. Það er ekki rétt aö draga
stefnur í dUka, uppheíja eina og
hafna annarri. Allar stefnur eiga
að vera jafnréttháar. Stefnan
ákveður ekki hvort um Ust er að
ræða heldur vinnubrögðin.
Sjálfum sér samkvæmur
Stundum er sagt að þessi eða
hinn Ustamaður sé staðnaður
vegna þess aö hann kýs að vinna
myndir sínar eins eða svipað. Sum-
um er eiginlegt að skipta um farveg
en öðrum ekki. Menn geta náð því
takmarki sem þeim er eiginlegt og
þá getur verið vafasamt að söðla
um í eitthvað annað bara til þess
að þóknast gagnrýnendum. Með
pví geta menn átt á hættu að verk
þeirra verði ekki í samræmi við þá
sjálfa eða eiginleika þeirra. Öðrum
er áskapað að fara úr einu í annað,
sumir kaUa það þróun, og ef það
stefnir til hins betra er rétt að fara
þá leið, en að breyta tíl bara breyt-
ingarinnar vegna getur verið
vafasamt. Það sem skiptir máU í
Ustinni, eins og í öUu öðru, er að
vera sannur og sjálfum sér sam-
kvæmur.
Eggert E. Laxdal
Mælar
HM-103 kr. 1.500
Ampertöng kr. 5.000
Digital Avo kr. 2.990
Logic Probe kr. 1.100
Barnapassarar
Barnapassari kr. 1.200
Kalltæki kr. 1.200
Þráðlaus kr. 3.900
Þráðlaus kr. 6.000
Hljómborð
PT-10
PT-87
kr.
kr.
1.790
4.600
SK-1
SK-8
CT-805
CPS-101
CZ-1
kr. 5.400
kr. 7.700
kr. 17.990
kr. 21.100
kr. 47.000
Batterí-rakvélar
ZT-56 kr. 550
FT-666 kr. 930
Bíla kr. 1.900
r
u'mBmoii?
■ EJ
ca EJ.fiJ tú I il EJ
□itaötirau
DGQQSÉl
aammm
ammmm
RISDOr
QBf
Reiknivélar
SL-300 kr. 550
FX-82 kr. 1.490
FX-370 kr. 2.380
FX-850 kr. 8.990
Kynningar-
afsláttur
10-30%
heldur áfram
Handhjálp
Hljóðmixer
Símar
Ljósashow
Lesljós í bíla
Skáktölvur
Símanúmeravelj- kr.
ari
Lóðbolti
Miniborvél
Miniskrúfstykki
Kassettur
Kassettustatíf
Headphone, lítill kr.
Headphone, stór kr.
Töng kr.
Blikkljós kr.
Hleðslutæki kr.
Hljóðnemar kr.
290
8.000
1.800
2.500
200
3.000
3.000
330
130
140
75
380
290
1.000
230
2.200
1.000
470
ALTIVIULIGT
LAUGAVEG1134, HINUM MEGIN VIÐ HLEMM, SiMI 62 40 60
Dagvist barna
Grandaborg - Laufásborg
Þroskaþjálfi, fóstra eða starfsmaður með aðra sér-
menntun á uppeldissviði óskast til stuðnings börnum
með sérþarfir.
Upplýsingar veita Gunnar Gunnarsson sálfræðingur
hjá dagvist barna, sími 27277, og forstöðumenn við-
komandi heimila.
MAZDA 929 ST.
Vil selja þennan dekurbíl góðu fólki. Má vera á
skuldabréfi að mestu. Árgerð 1981, ekinn 87 þúsund.
Yfirfarin vél og hemlar, sprautaður fyrir ári síðan,
alltaf í bílskúr. Ekki til ryð í bílnum, eins og nýr.
Verð kr. 240.000. Til sýnis í Aðalbílasölunni, Mikla-
torgi. Magnús, s. 612292, vs. 687270.'