Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Blaðsíða 35
Polaroid - Myndavél og vasadiskó SAMAN í PAKKA Myndavélin er með innbyggt eilífðarflass. Rafhlaðan er í filmupakkanum. Sem sagt, filman í,og myndavélin er tilbúin MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987. í kiMóla Rettich iðunn úti í Bjarteyju, þá varð dauöaslys á Vatninu. Eftirköst þessara atburða verða uppistaöa sögunnar. Ef til vill má segja að aðalviðfangs- efni Vatnsins sé ástin og eignarrétt- urinn, upphaíið og endalokin, tafl andstæðnanna, þar sem allt er í veöi, ekki síst lífiö. Vatnið er í senn raun- verulegt vatn og tákn tilverunnar og sjálfrar forsjónarinnar. Vatnið er 251 bls. að stærð. Sigurður Öm Brynj- ólfsson gerði kápu. Verð kr. 1.980. Meiming Vatnið Guðmundur Danielsson: Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Guö- mund Daníelsson, einn af hstfeng- ustu og mikilvirkustu rithöfundum okkar nú á dögum. Heitir hún Vatn- ið og gerist austanfjalls og í höfuð- staðnum. Tími sögunnar er áraskeiðið frá 1930 fram yfir 1950 en rætumar liggja aftur til ársins 1914. Þá varð getnaður skrifa áriö, sem fer í hönd, til að lesa spennubækur góðra höfunda til þess að læra af þeim. Sérhver metnaðarfullur höfundur ætti að lesa meistara sinnar greinar og gera síðan enn betur sjálfur. Artúr Conan-Doyle skrifaði ágætar bæk- ur um Sérlák Hólms, Agatha Christie ber höfuð og herðar yfir flesta spennuhöfunda þessarar ald- ar, ástmögur íslensku þjóðarinnar, hann Alister Makk Lín, er sagður ágætur höfundur og margir telja Sviana Sjövall og Wahlöö til hinna leiknari spennuvaka. En til að halda sjálfstæöi sínu og læra jafn- framt brögð meistaranna þarf tíma og yfirlegu. Að fmmrita eina bók á ári er því á þessu stigi fullmikið. KÁ Nýjar bækur Tvær bækur um Kalla og Kötu eftir Margret Rettich Iðunn hefur endurútgefið tvær bamabækur sem uppseldar hafa ver- ið árum saman en það eru: Kalli og Kata eiga afmæli og Kalli og Kata i leikskóla. Bækur þessar em eftir Margret Rettich en bækur hennar um þessar söguhetjur hafa notið ótrúlegra vinsælda hjá íslenskum börnum enda er í þeim margt að finna sem börn þekkja úr eigin lífi og umhverfi. Verð kr. 398 hver bók. á aðeins kr. 3.350,- Að Áttunda fórnarlambið. Höfundur: Birgitta H. Halldórsdóttir. Útgefandi: Skjaldborg. Innbundin, 234 bls. Þetta er langt í frá fyrsta skáld- saga Birgittu. Reyndar gaf hún út fyrstu bók sína 1983, þá næstu árið eftir, þriðju árið þar á eftir, sú fjórða kom í fyrra og nú er hin fimmta orðin að veruleika. Þetta verða að teljast töluverð afköst. Ekki þori ég að dæma um gæði fyrri bóka Birgittu þareð Áttunda fómarlambið er fyrsta bókin úr höfundarverki hennar sem kemur fyrir mín augu. En sé það regla aö höfundur þroskist með hverri bók er með öllu óvíst að kynni mín af hinum bókunum fióram verði meiri en nú er. Áttunda fómarlambið er afbrota- og ástarsaga og segir frá Tinnu sem ákveður að gerast matráðskona vestur í Sauðárbúðum, sem em vinnubúðir Orkustofnunar, eftir að systir hennar, sem fyrir upphaf sögunnar gegndi þessum starfa, verður fyrir nauðgun og líkamsá- ,rás. Loðnan náði saman Tinna fær einkennilegt hugboð um að ódæðismanninn sé að finna þarna vestur í einangruninni þrátt fyrir að árásin hafi verið gerð í Reykjavík. Enginn í búðunum nema yfirmaðurinn veit hvað henti eldabuskuna sem skyndilega hætti né heldur veit nokkur nema hann að Tinna er systir hennar og það enda þótt báðar beri þær hið sér- kennilega ættamafn Ardal. Ýmsar persónur em kynntar. til sögunnar, þar á meðal Jón sterki sem er svo karlmannlegur og loðinn að loðnan nær saman svo óvíst er hvar bringuhárin enda og annaö hár tekur við. Því miður efaðist ég aldrei um hver morðinginn var og spennan náði þar af leiðandi aldrei tökum á mér. Þar fyrir utan er stíll Birgittu fulltilþrifalaus og sömuleiöis per- sónusköpunin en þessir þættir em ekki hinir veigaminnstu þegar skapa á spennu. Atburðarás, sem rakin er í flötum stíl og tengd sam- an með dauðum týpum, getur aldrei orðið spennandi. Tij betri tíma... Áttunda fómarlambið hefði getað orðið góð bók. En Birgitta verður að gefa sér betri tíma til aö skipu- leggja rás atburðanna, móta og skapa persónur og síðast en ekki síst endurskoða stílbrögð sín. Ef ég Og Bókmenntir Kjartan Árnason yrði spurður legði ég til að Birgitta frestaði um eitt ár að gefa út bókina sem hún ætlar eflaust að skrifa fyrir næstu jól en notaði þess í stað Vér íslands börn eftir Jón Helgason Komin er út hjá Iðunni ný og glæsi- leg endurútgáfa á verki Jóns Helga- sonar ritstjóra, Vér íslands börn I-III. Verk þetta hefur verið uppselt um skeið en er nú aftur fáanlegt, öll þrjú bindin í vandaðri öskju. Jón Helgason kunni öörum betur að glæöa liðna sögu lífi og gilti þá einu hvort viöfangsefni hans voru æðstu valdsmenn þjóðarinnar eöa umkomulausir kotungar. Jón Helgason „fer listamanns- höndum um efni sitt, byggir eins og listamaður af þeim efnivið, sem hann dregur saman sem vísindamaður“, eins og dr. Kristján Eldjárn komst að orði í ritdómi. Verð kr. 9.880. e=ICENWOOD=e ÞAÐ VEROUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEO KENWOOD HEIMILISTÆKIN TAUÞURRKARAR 2 STÆRÐIR JOÁMYNDAÞJÓNUSTAN HF ■^^Áateugavegi 178 - Simi 685811 Vasadiskóið er eitt hið minnsta á markaðinum. Cr02 metal. lesa 3 KG, VERÐ KR. 18.790 4 KG, VERÐ KR. 19.960 Viðgerða- og varahlutaþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.