Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Page 36
.52 MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987. Menning Landlýsmgar Daniel Bruun - islenskt þjóðlif I þúsund ár Steindór Steindórsson þýddi Þór Magnússon samdi skýrlngar Ásgeir S. Björnsson og örlygur Hálf- danarson völdu myndir og sömdu myndatexta Útgefandi Örn og örlygur 1987 Við fáa Dani standa íslendingar í meiri þakkarskuld en þá dr. Krist- ian Kaalund og Daniel Bruun. Kaaiund ferðaðist hér um á seinni hluta 19. aldar, skoðaði landið og kannaði íslenska sögu- staði, tók siöan saman sígilt rit: „Bidrag til en historisk-topografisk beskrivelse af Island" sem gefið hefur verið út á íslensku. Að því er ég best veit þykir það enn brúk- legt heimildarrit. Daniel Bruun kom hingað til lands stuttu síðar, eða 1896, og fylgdi í fótspor Kaalunds að því leyti að hann rannsakaöi íslenskar fomleifar, bæjarrústir, þingstaði, hof, verslunarstaði og heiðin kuml og hélt uppteknum hætti í 14 sum- ur. En meðan Kaalund hafði nær ein- göngu áhuga á fornmenjum fór Bruun að velta fyrir sér hvemig menning íslendinga hafði þróast í aldanna rás, ekki síst húsagerð. Hóf hann að mæla upp og teikna íslensku torfbæina á síðasta skeiði þeirra og bjargaöi þar.með miklum menningarsögulegum fróðleik frá glötun. En Braun var ekki bara traustur fræðimaður heldur einnig mikil- virkur skrásetjari, raunar blaða- maður, þaulvanur að nýsast fyrir meðal framandi þjóða. Húsum og gerð þeirra tengdist ýmislegt annað sem Braun komst ekki hjá að taka eftir. Aukið fræðilegt gildi Brátt fór hann að teikna, ljós- mynda og færa í dagbækur sínar upplýsingar um búskaparhætti ís- lendinga almennt, háttemi þeirra, klæðnað o.s.frv. „Hvarvetna gerði hann athugan- ir, skrifaöi landlýsingu og lýsingu á lifnaðarháttum fólks, lýsti húsa- kosti, búpeningi og verkháttum," segir Þór Magnússon þjóðminja- vörður í formála að þeirri bók sem hér er til umræðu. Sú heitir á frummálinu „Fortidsminder og nutidshjem paa Island" og kom út 1928. Hún er samansett úr ýmsum þeim grein- um og stærri ritgerðum sem Braun reit um íslensk málefni. Nú er þessi merka bók komin út á íslensku í endurskoðaðri mynd, sleppt er kafla um fommenjar á Grænlandi 'og aukið við myndum og teikningum úr miklu safni Bru- Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson uns sem varðveitt er í National- museet í Kaupmannahöfn. Útgefendur hafa aukinheldur haft mikið fyrir því að staðsetja teikningar og ljósmyndir Brauns, ákvarða aldur þeirra og afla íjöl- margra nýrra upplýsinga til brúks í myndatextum. Gefur þetta bókinni stóraukið fræðigildi. Þýðandinn, Steindór Steindórs- son frá Hlöðum, fylgir henni síðan úr hlaði með allöngum og ágætlega læsilegum formála um ævi og ferðalög Bruuns. Ekki til skyndilesturs Ljóst er að ekkert hefur verið sparað við gerð þessarar bókar. Færastu menn hafa vélt um hvort- tveggja, inntak og útlit. Sérstaklega þykir mér ástæða til að minnast á þátt Sigurþórs Jakobssonar, sem er ábyrgur fyrir prentlögn og út- litshönnun bókarinnar. Honum hefur tekist að samræma allt hið fjölbreytilega myndefni og setja undir einn stílhreinan hatt. „íslenskt þjóðlíf í þúsund ár“ er ekki til skyndilesturs heldur til að grípa niður í á góðum stundum. Þannig hef ég sjálfur notað þessa bók. Ekki síst hef ég haft ánægju af hinum myndræna þætti hennar og þá helst myndum Jóhannesar Klein arkitekts sem ferðaðist með Braun um landið árið 1898. í sjónvarpsmynd um ferð þeirra Brauns og Kleins yfir Kjöl, sem hér var gerð og sýnd fyrir nokkrum áram, fór Jóhannes Geir hstmálari með hlutverk Kleins, eins og marg- ir muna. Þeir Bruun og Klein vora ágætir ljósmyndarar og sá síðamefndi kunni einnig vel með pentskúf og hti að fara. Þótt myndir þeirra hafi oftast meira heimildargildi en hstgildi detta þeir stundum niður á magn- þrangin augnablik sem lyfta myndunum upp á hærra plan. Á því plani er Ijósmynd af ís- lenskum hjálparmönnum Brauns og Kleins, sem tekin er á Khi árið 1898 (I, bls. 38), ljósmynd úr hlóða- eldhúsinu á Melstað í Miðfirði, einnig frá 1898 (n, bls. 267), myndin af mjaltakonunni í Bárðardal (II, 362), mynd af eyfirskum konum og stúlkubörnum við tóvinnu (II, 492) og ekki síst mynd frá Blönduósi af börnum með guhin sín (II, bls.495). Tvær síðastnefndu myndimar lýsa gjörla stéttaskiptingunni á ís- landi á 19. öld. Bók af þessu tæi þarf að vera til- tæk yngri kynslóðinni, vakti raunar lukku hjá því ungviði sem sá hana í fórum þess sem þetta skrifar. En hvaða foreldri áræðir að leggja tíu þúsund króna viðhafnar- útgáfu í hendurnar á bömum sínum? Hér er eins og umgjörð og mark- mið útgáfunnar séu á skjön hvort við annað. -ai húsgögnu^ - húsgöge -------I SAUX húsgogn ——T1 unga tólXsios. FALLEG OG VÖNDUÐ HÚSGÖGN í ALLA ÍBÚÐINA íssss-» Þar serh góðu kaupin gerast. 2 Kópavogi 44444 Opna úr „íslenskt þjóðlíf i þúsund ár“. Nýjarbækur Fjölsýn forlag hefur gefið út bókina Karlremban. í bókinni reynir höfundur- inn, Genevieve Richardson, með myndrænum hætti að túlka þaö háttalag karlmanna sem konum finnst óþolandi. Þessi gamansama og „áleitna" bók kemur öllum tíl að brosa. Teikningar era eftir Rick Detorie. Verð bókarinn- ar er kr. 678. Þýðingu önnuðust þeir Bragi Hahdórsson og Vhhjálmur Árnason. Bókin er prentuð hjá Prentsmiðju Friðriks Jóelssonar. íslenskir athafnamenn I - Þeir settu svip á öldina Iðunn hefur gefið út bókina Þeir settu svip á öldina: íslenskir athafna- menn I. En áður hefur komið út í sama flokki rit um íslenska stjóm- málamenn sem hlaut mjög góðar viðtökur lesenda jafnt sem gagnrýn- enda. Hér er haldið áfram þar sem frá var horfið og hafið að segja frá íslenskum athafnamönnum. í þessu fyrsta bindi eru þættir um nítján mikhvirka athafnamenn á þessari öld. Þeir létu th sín taka á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Sumir bratu sér leið úr fátækt. Aðrir vora bomir th auðs og metorða. En allir skhdu þeir eftir sig merk spor í sögu heilla byggðarlaga og þjóðarinnar allrar. Ghs Guðmimdsson ritstýröi verkinu. Verð kr. 2480. Misskipt er manna láni III eftir Hannes Pétursson Iðunn hefur gefiö út bókina Misskipt er manna láni III en með henni lýkur þriggja binda safni heimhdarþátta Hannesar Péturssonar skálds, Mis- skipt er manna láni. Efnið sækic höfundur hér th Skagafiarðar eins og löngum fyrr. í þáttum Hannesar Péturssonar stíga fram úr rökkri tímans karlar og konur fyrri kyn- slóða. Þetta fólk verður lesandanum oft engu síður minnhegt en sam- ferðamennimir hér og nú. Verð kr. 1980. HANNES PÉTURSSON MISSKIPT ER MANNA LÁNI Sólstafir Ný skáldsaga eftir Bjarna Guðnason prófessor. Bókaforlagið Svart á hvítu hf. hef- ur sent frá sér skáldsöguna Sólstafi eftir Bjama Guðnason prófessor. Sólstafir er saga um vegferð manns- ins eftir þeim götuslóða sem kahast heimur. Hún segir eiginlega frá leit mannsins að hamingju sinni. Sögu- hetjan, hann Pétur, er ungur phtur sem strokið hefur að heiman th að hefia ævintýralega og hættulega leit að æskusást sinni. Sagan gerist í Evrópu á miðöldum, á ólgutímum þegar stríð geisuðu og alþýða manna bjóð við ofurvald klerka og annarra) valdsmanna. í þessari bók er blanda af gamni og alvöra, góðu og hlu, fógra og ljótu og í henni verða átök um auð og völd. Sólstafir er fyrsta skáldsaga Bjama. Hann lýsir fiölskrúöugu mannlífi miðalda af.þekkingu og á kjarnyrtu máli sem íeiftrar af húm- or. Verö kr. 2.190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.