Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Síða 44
60 MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987. Jarðarfarir Karl Bjarnason, Tjarnarbóli 14, sem andaðist 30. október sl„ verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 8. desember kl. 13.30 Vigdís Oddsdóttir, Hrafnistu, Hafn- J arflröi, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 24. nóvember sl. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Tónleikar Einleikaraprófstónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur ein- leikaraprófstónleika í Norræna húsinu þriöjudaginn 8. desember nk. kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir E. Bloch, Karól- ínu Eiríksdóttur, J. S. Bach og C. Saint- Saens. Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á fiölu og Catherine Williams á píanó. Tónleikar þessir eru síöari hluti einleik- araprófs Hildigunnar frá skólanum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Bridge Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Sl. mánudag, 30.11., voru spilaðar fimmta og sjötta umferð í sveitar- keppni félagsins og er staðan efitr þær eftirfarandi: * sæti sveit stig 1. Kristófers Magnússsonar 117 2. Ólafs Torfasonar 110 3. Valgarðs Blöndal 108 4. Drafnar Guðmundsdóttir 105 5. Jóns Gíslasonar 104 6. Ólafs Gíslasoanr 102 7. Þórarins Sófussonar 98 8. Sigurðar Steingrímssonar 96 9. Ingvars Ingvarssonar 90 10. Huldu Hjálmarsdóttur 77 11. Þorsteins Þorsteinssonar 76 12. Guðlaugs Ellertssonar 64 13. Jóns Viöars Jónmundssonar 61 14. Ársæls Vignissonar 39 Skák DV Heimsmeistaraeinvígiö: Úrslrt ráðast í fjórum skákum Eftir jafntefli í tuttugustu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu í Sevilla á föstudag er staðan 10-10 og spennan í hámarki. Þeir eiga að- eins eftir að tefla fjórar skákir til viðbótar. Kasparov nægir jafntefli til þess að halda heimsmeistaratitl- inum og hann stendur því betur að vígi en 12. október, er einvígið hófst. Hins vegar er sérhver þess- ara fjögurra skáka, sem eftir eru, geysilega mikilvæg. Meiri þungi hvílir á herðum heimsmeistarans Kasparovs sem veröur að tefla varfærnislega en um leið má hann ekki gefa högg- stað á sér. Karpov hefur allt að vinna og engu að tapa. Sigur í einni skák myndi snúa stöðunni við í einu vetfangi og gera aðstöðu Kasparovs afar slæma. að hann virtist óvenju glaðlyndur þennan dag er meistararnir voru búnir að leika fyrstu leikina. Hann hafði ástæðu til: Kasparov hristi fram nýjung og staða hans lofaði góöu. Þær gerast æ háværari raddirnar sem halda því fram að Karpov muni „stela“ heimsmeistaratitlin- um af Kasparov á elleftu stundu. Samt hefur Kasparov ekki látiö neinn bilbug á sér flnna. Hann sótti t.d. stíft í tuttugustu skákinni og ekki var annað að sjá en hann hefði þá gert alvarlegri vinningstilraun en í mörgum undanfarandi skáka. Er upp var staðið var Karpov þó sálfræðilegur sigurvegari þeirrar skákar: „Karpov var undir miklum þrýstingi í öllum þáttum skákar- innar og varðist mjög vel,“ hefur Jonathan Tisdall, fréttaritari Reut- ers, eftir Helga Ólafssyni stórmeist- ara sem fylgist með einvíginu frá Sevilla. Drottningarbragö hafa þeir teflt í þremur síðustu skákum og raunar hefur byrjunin sú verið vinsælust allra í heimsmeistaraeinvígjum þeirra félaganna. Skákin á fóstudag tefldist þó ekki á hefðbundinn hátt. í 5. leik bryddaði Kasparov upp á fáfarinni leið sem aðalaðstoðar- maður hans, stórmeistarinn Dorfman, sagði að fremur jafnte- flislegt orðspor færi af. Fréttamenn tóku orð hans með fyrirvara því Varnartaflmennska Karpovs í skákinni var aðdáunarverð. Burt- séð frá einum möguleika, sem fyrrverandi heimsmeistari, Vassily Smyslov, benti á í skákskýringa- salnum, verður ekki annað séð en að hann hafi ávallt hitt á bestu leik- ina. Undir lok skákarinnar lenti hann í tímahraki en samt tókst honum að leysa vandamálin óaö- finnanlega. Samið var um jafntefli eftir 37 leiki er Kasparov varð að sætta sig við þráskák. Tuttugasta og fyrsta skákin verð- ur tefld í dag, mánudag, nema annar keppenda fái henni frestað. Báðir hafa nýtt sér tvö tækifæri af þremur til frestunar. Þeir tefla á mánudögum, miðvikudögum og fostudögum. Því er fræðilegur möguleiki á að lokaskák einvígis- ins verði ekki tefld fyrr en föstu- daginn 18. desember. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Dc2!? Nýbreytni Kasparovs, í stað þess að sveifla biskupnum til g5 með sjálfvirkri handarhreyfingu. Karpov mætir þessum óvenjulega drottningarleik á þann hátt sem talinn er bestur. Þess má geta að einn aðstoðarmanna Karpovs, Konstantín Lerner', hefur haft dá- læti á afbrigðinu fyrir hvits hönd, eins og fleiri skákmenn frá Odessa. 5. - 0-0 6. Bg5 c5 7. dxc5 dxc4 8. e4 Da5 9. e5 Rd5 10. Bxc4! Samkvæmt gömlum rannsókn- um Packmans gefur 10. Bxe7 Rxe7 11. Bxc4 Dxc5 12. Bd3 Rg6 einungis jafnt tafl. Kasparov hefur mun beittari leið i huga. abcdef.gh 10. - Rxc3 11. 0-0! Hugmyndin var vitaskuld hvorki að tvístra peðastöðunni með 11. bxc3 né missa mann með 11. Bxe7 Rd5 (fráskák) o.s.frv. Svartur kemst nú ekki hjá því að gefa manninn aftur. Eftir 11. - Bxg5 12. Rxg5 þarf hann að glíma við mát- hótun á h7 og 11. - Rd5 12. Bxd5 er heldur engin lausn. Karpov hugs- aði sig lengi um. 11. - Dxc5 12. Dxc3 Rc6 13. Bxe7 Dxe7 14. a3 Bd7 15. Hacl Hfd8 16. b4?! a6? Ekki verður betur séð en aö báð- um verði hér á í messunni. Eins og Vassily Smyslov benti á getur svartur notfært sér ónákvæmni hvíts með 16. - b5! og ef 17. Bxb5, þá 17. - Rxb4! 18. Bxd7 Rd5 og síðan fellur biskupinn á d7 og svartur hefur jafnað taflið. Eftir 17. Be2 a5! virðist svartur einnig mega vel við una. Leikur Karpovs er óvirkur og hann lendir í varnarstöðu 17. De3 Til greina kemur 17. Rd2!? með hugmyndinni að sveifla riddaran- um yfir til d6. 17. - Be8 18. Bd3 Svartur má nú stórlega gæta að sér. „Eðlilegur leikur“ er t.a.m. 18. - Hac8 en þá kæmi 19. Hc4! og bráð- ur háski vofir yflr svörtu kóngs- stööunni. Hvítur býr sig undir að vippa hróknum yfir til g4 eða h4 og um leiö hótar hann 20. Bxh7 +! Kxh7 21. Hh4+ Kg8 22. Rg5 f6 23. Hh8 + ! sem lyktar með máti. Karpov finnur frábæra varnarleið. 18. - Ra7! Hindrar 19. Hc4, vegna 19. - Hxd3! 20. Dxd3 Bb5 og vinnur skiptamun- inn til baka. 19. Bbl Bc6 20. Rg5 h6 21. Re4 Rb5! Annar hárréttur varnarleikur. Riddarinn valdar d6 og um leiö Skák Jón L. Árnason hindrar hann'áð hvíti hrókurinn komist í sóknina um c3 reitinn, t.d. eftir riddarafórn á ffi. 22. Hc4 Bxe4! Nú hótaði hvítur 23. Rffi + ! gxffi 24. Dxh6 ffi 25. Hg4 + fxg4 26. Dh7 + og mát í næsta leik. Eða 23. Rffi +! Kffi 24. Hg4 meö hótuninni 25. Dxh6! Dxffi (25. - gxh6 26. Hg8 mát) 26. Dh8+ Ke7 27. exffi+ og vinnur. Eftir uppskiptin minnka sóknar- möguleikar hvíts en biskupinn er sterkari en riddarinn í endataflinu. 23. Bxe4 Hac8 24. Hxc8 Hxc8 25. Hcl Hxcl 26. Dxcl Dd7 27. g3 b6 28. Kg2 Dd8 29. h4 a5 30. bxa5 bxa5 31. Dc5 Rd4 32. h5 ffi! Sterkur leikur. Eftir 33. exffi fr. hl. gxfó og síðan 34. - ffi nær svartur að bægja hættunni frá. Ef hann hefði beðið aðgerðalaus hefði hvít- ur getað þokaö peðum sínum á kóngsvæng fram og bætt stöðuna í ró og næði. 33. Bb7 Kf7 34. Kh2?! Db8! 35. Dxd4 Taflið leysist nú upp í jafntefli. Hins vegar var 35. Bg2 Db2 ekki gott og enn síður 35. Bc8? Dxe5! 36. Dxe5Rfö+ ogsvartur vinnurpeð. 35. - Dxb7 36. g4 Df3 37. Dd7+ Kffi - Og samiö um jafntefli. -JLÁ Evrópumót í bridge: ísland komst ekki áfram Tilkyimingar Myndakvöld Ferðafélagsins Miðvikudaginn 9. desember kl. 20.30 efnir Ferðafélagið til myndakvölds á Hverfis- götu 105. Efni þessa myndakvölds er fjölbreytt að vanda. Félagsmenn sýna myndir og segja frá eftirminnilegri ferð sem þeir hafa farið á þessu ári eða fyrri árum. Dregið verður úr nöfnum þátttak- enda í afmælisgöngum FÍ sl. sumar. Veitingar í hléi. Aðgangur kr. 100. Hörpuskin Málningarverksmiðjan Harpa hf. hefur sett á markaðinn nýja innanhússmáln- ingu sem nefnist Hörpuskin. Þessi nýja málning hefur 10% gljástig sem gerir hana bæði áferðarfallega og auðvelda í þrifum. Hörpuskin er einkum ætlað á steinveggi innanhúss, er einfold í notkun og þekur mjög vel. Hörpuskin er fáanlegt í 10 staðallitum en völ er á fleiri litum með blöndun við aðrar málningartegund- ir Hörpu. Bikarmeistarar íslands í bridge tóku nú um helgina þátt í fjögurra þjóða undankeppni Norðurlanda- þjóða í bikarkeppni í Malmö í Sví- þjóð. íslenska sveitin stóð sig nokkuð vel eftir atvikum, hún var í baráttu um efsta sætið alveg fram í síðustu umferð, en hafnaði þá í þriðja sæti. Bikarsveitir Svíþjóðar, Noregs, Finn- Lögfræðiaðstoð laganema Orator, félag laganema, er með ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning á fimmtudagskvöldum í vetur milli kl. 19.30 og 22 í síma 11012. Kvikmyndasýning í íslensku óperunni Þriðjudaginn 8. desember kl. 20 sýnir Styrktarfélagið þýsku óperuna Töfra- skyttuna eftir Carl Maria von Weber í Gamla bíói. Töfraskyttan er tímamóta- verk í þýskri óperu og markar þar upphaf rómantískrar óperustefnu. Óperan naut strax óhemju vinsælda og hefur alltaf lands og íslands kepptu en Danir tóku ekki þátt þar sem þeir eru nú- verandi bikarmeistarar Evrópu. Fyrsti leikurinn, sem spilaöur var, var gegn Svíum og vannst hann 16:14. í næstu umferð unnum við Finna, 17:13. Fyrir lokaumferðina var stað- an þannig að Norðmenn voru efstir með 33 'A stig, íslendingar næstir þótt sameina skemmtilega kóra, spenn- andi atburðarás og ekki síst ástarsögu söguhetjanna. Sýningin er frá Óperunni í Hamborg undir listrænni stjórn Rolfs Liberman. Með helstu hlutverk fara Ernst Kozub (Max), Arlene Saunders (Agatu), Gottlob Frick (Kaspar), Edith Mathis (Anna), Tom Krause (Ottokar) og Hans Sotin (einsetumaöur). Fundir Kvenfélag Barðstrendinga heldur fund að Hallveigarstöðum þriðju- daginn 8. desember kl. 20.30. Gengið inn Öldugötumegin. Hið íslenska sjóréttarfélag efnir til hádegisverðarfundar á Hótel Loftleiðum (Leifsbúð) þriðjudaginn 8. desember nk. kl. 12 (kalt borð). Fundar- efni: Ragnhildur Hjaltadóttir deildar- stjóri flytur erindi er hún nefnir „Lögskráningarlögin nýju“. Að erindinu loknu er að venju gert ráð fyrir fyrir- spumum og umræðum. Fundurinn er öllum opinn og félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjórétt og siglingamála- efni hvattir til að mæta. með 33 stig og Svíar með 30 stig. ís- lendingar töpuðu síðan leiknum gegn Norömönnum, 13:17, eftir að hafa veriö 44:26 yfir í impum eftir fyrri hálfleik. Á meðan unnu Svíar Finna með 21,5 stigi gegn 7,5. Lokastaðan varð því þannig: Sví- þjóð 51,5, Noregur 50,5, ísland 46, Finnland 30. Svíar fara því áfram í Kvenfélag Árbæjarsóknar heldur jólafund sinn þriðjudaginn 8. des- ember kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Margt skemmtilegt á dagskrá og veiting- ar. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur sinn árlega jólafund í Domus Medica við Egilsgötu þriðjudaginn 8. des- ember kl. 20.30. Húsmæðrafélagið var eitt fyrsta félagið sem hélt jólafund fyrir úrslitakeppni 8 þjóða um Evrópubik- arinn. í sveit íslendinga voru Jón Bald- ursson, Valur Sigurðsson, Sigurður Sverrisson, Ásgeir Ásbjörnsson, Að- alsteinn Jörgensson og Ragnar Magnússon. . allar bæjarkonur og eru nú orðin yfir 50 ár síðan fyrsti jólafundurinn var haldinn. Alla tíð hefur verið verulega vandað tO þessara jólafunda og verður margt til skemmtunar. M.a. verður tískusýning frá Verðlistanum og munu félagskonur sýna fatnaðinn þaðan. Þá verður jóla- happdrætti með tugum góðra vinninga og síðast en ekki síst verður kaífihlað- borð frá Veitingahöllinni. Jólafundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Þakkarávarp Hjartanlegar þakkir færi ég öllum sem glöddu mig á 80 ára af- mæli mínu 22. nóvember sl. Sérstaklega þakka ég alla vináttu og hlýhug við fráfall dóttur minnar, Sísíar Tryggvadóttur. Guð blessi ykkur öll. Magnfríður Sigurbjarnardóttir, Hofteigi 16. Omaklega vegið að Veröld Á neytendasíðu hér í blaðinu föstudaginn 4. desember síðastlið- inn birtist greinarstúfur um verð- lag hjá bókaklúbbnum Veröld undir yfirskriftinni „Varist skrum í auglýsingum“. Var þar rætt um verðlagningu á hljómplötunni Dög- un með Bubba Morthens. í greininni er staðhæft að bóka- klúbburinn hafi auglýst að platan kosti að jafnaði kr. 999 og að verð Veraldar hafl verið kr. 849. Hið rétta í málinu er að venjulegt verð er auglýst sem kr. 899 og verð Ver- aldar er kr. 765, sem er talsvert lægra en verð í verslunum. Hér hafa átt sér stað leið mistök og harmar blaðamaöur það. Er bókaklúbburinn Veröld hér með beðirtn velvirðingar á því sem mis- sagt var. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.