Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 5
32 Kirkjugarðar Frá Kirkjugörðum Reykjavík- urprófastsdæmis Eins og undanfarin ár munu starfs- menn kirkjugarðanna aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag verða talstöðvarbílar dreifðir um Fossvogsgarð og munu í samvinnu við skrifstofuna leiðbeina fólki eftir bestu getu. Skrifstofan er opin til kl. 16.00 á Þorláksmessu og til kl. 15.00 á aðfangadag. í Gufunesgarði og Suðurgötugarði verða einnig starfsmenn til aðstoðar og sérstakar ferðir verða í Gufunesið með strætisvögnum sem hér segir: Á aðfangadag verða farnar tvær ferð- ir. Frá Lækjartorgi kl. 10.30 og kl. 14.00 Frá Hlemmi kl. 10.35 og kl. 14.04 Frá Grensásstöð kl. 10.45 og kl. 14.15 Vagnamir bíða meöan farþegar fara í garðinn. Vinsamlegast athugið að það auð- veldar mjög alla aðstoð ef gestir í garðinn vita leiðisnúmer. Þeim sem ekki vita það og eru ekki öruggir að rata viljum við eindregið benda á að hafa samband sem fyrst við skrifstof- una, sími 18166, og fá uppgefið númer þess leiðis sem vitjað skal og hafa það á takteinum þegar í garðinn er kom- ið. Þaö auðveldar mjög og flýtir fyrir ailri afgreiðslu. Tekinn verður upp einstefnuakst- ur að Fossvogskirkjugaröi og mun lögregla gefa leiðbeiningar og stjóma umferð. Háppdrætti Jólahappdrætti Kiwanis- klúbbsins Heklu. Dregiö hefur verið í jólahappdrættí Kiw- anisklúbbsins Heklu. Upp komu þessi númer: 1. des. 1496, 2. des. 762, 3. des. 733, 4. des. 370, 5. des. 1332, 6. des. 919, 7. des. 635, 8. des. 186, 9. de$. 1489, 10. des. 382,11. des. 141,12. des. 671,13. des. 1273, 14. des. 1491,15. des. 782,16. des. 1006,17. des. 619,18. des. 1108,19. des. 901,20. des. 495,21. des. 462,22. des. 1272,23. des. 239, 24. des. 145. Almanakshappdrætti Lands- samtakanna Þroskahjálpar Vinningur í desember kom á nr. 9525. Aðrir vinningar á árinu eru nr. 4487, 10496, 21552, 841, 14539, 9277, 17539, 3374, 17299, 13641 og 18686. Ferðalög Útivistarferðir Sunnudagsferð 27. des. kl. 13. Ásfjall-Hvaleyri. Síðasta dagsferð árs- ins. Létt og hressandi ganga í skammdeg- inu. Verð 400 kr., frítt f. böm m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu (Kópavogshálsi og Sjóminjasafninu, Hafnarfirði). Örfá sætí laus í áramóta- ferðina í Þórsmörk 30. des. Uppl. á skrifst., Grófmni 1, símar: 14606 og 23732. Strandganga í landnámi Ingólfs hefst sunnudaginn 3. jan. kl. 13 í Grófinni. Gengið verður um ströndina frá Rvík að Öifúsárósum í 22 ferðum. 2. ferð er tungl- skinsganga kl. 20 þann 4. janúar. Sjá nánar um þetta og fleiri nýjungar i ferðaáætíun 1988 sem kemur út um ára- rnótin. Bensínstöðvar Opnunartími bensínstöðva Aðfangadagur opið kl. 7.30-15. Jóladagur lokað. Annar í jólum opið 9.30-11.30 og 13-15. Gamlársdagur 7.30-15. Nýársdagur lokað. Bensínsjálfsalar eru víða og ætti því engan að skorta eldsneyti um hátíð- amar. TiBgynningar Neyðarvakt Tannlæknafélags íslands verður um jól og áramót. Upplýsingar veittar í síma 18888. Hjálparstöð fyrir börn og unglinga í vanda er í Rauðakrosshúsinu, 'rjamar-, götu 35. Opið er þar allan sólarhringinn yfir hátíðimar. Sími 622266. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 49 ' WÓSTUf! LEO GWMRSSON EDOA HSORUIÍ 8ACKKAN JÖHANN SGiMAfSSON Siim palsson * gwínar s«ari mm ** HRCffitlAfi WÖSfflWffiJÓWiSSON •c-'SwsMwmwa® t&mmm ■»***'XN OLAfSSON ** v'’:* HiMAR 000SS0N Edda Heiðrún Backman og Sverrir Guðjónsson i hlutverkum Cosette og Mariusar. Þjóðleikhúsið: Vesalingamir - frumsýning annan í jólum Þjóðleikhúsið frumsýnir annan í - jólum söngleikinn Vesahngana (Les Misérables) eftir samnefndri skáldsögu Victors Hugo. Verkið er eins konar söngleikur sem sumir vilja þó frekar flokka sem óperu þar sem ekkert talað mál er í því. Samt sem áður er heldur ekki hægt að tala um hreina óperu þar sem tónlistin er mun rokkaðri en geng- ur og gerist í þess konar uppfærsl- um. Söngleikurinn Vesalingamir kom fyrst fram í París árið 1980. Hann hefur síðan verið sýndur víða rnn heim og notið mikilla vinsælda. í London og New York eru Vesal- ingamir að slá öll sýningarmet og er þeirra því beðið með mikilli eft- irvæntingu hér á landi. Þegar hafa selst um 8000 miðar. Höfundar Vesalinganna em Alain Boubill og Claude-Michel Scönberg sem samdi tónhstina en auk þeirra: Jean Marc Natel, Her- bert Kretzmer og James Fenton. Böðvar Guðmundsson gerði ís- lensku þýðinguna en Benedikt Ámason er leikstjóri. Hljómsveit- arstjóri sýningarinnar er Sæbjöm Jónsson og danshöfundur Ingi- björg Bjömsdóttir. Karl Aspelund sér um leikmynd og búninga en Páll Ragnarsson um lýsingu. Um þijátíu leikarar koma fram í sýningunni og fer hver og einn með fleiri en eitt hlutverk. Aðalhlut- verkin em í höndum Egils Ólafs- sonar sem leikur Jean Valjean og Eddu Heiðrúnar Backman sem leikur Cosette dóttur hans. Aðrir aðaUeikarar eru Jóhann Sigurðar- son, Sigurður Sigurjónsson, Sverr- ir Guðjónsson, Aðalsteinn Bergdal, Sigrún Waage, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Lilja Þórisdóttir. Sundlaugin og gufubaðið á Loftleiðum er opið almenningi alla jóladagana, nán- ari upplýsingar í síma 22322. Leðurpyngjan, ný verslun í byrjun desember var opnuð ný verslun að Hverfisgötu 52, 2. hæð. Verslunin hlaut nafnið Leðurpyngjan enda verður verslað þar með ýmsar leðurvörur, svo sem seðlaveski, pyngjur, buddur, töskur, skrifborðsmöppur og margt fleira. Eig- endur Leðurpyngjunnar eru aðaleigend- ur Leðuriðjunnar hf., Margrét S. Bjamadóttir og Nanna MjöU Atladóttir, og starfar verslunin í tengslum við verk- smiðjuna sem einnig er tíl húsa að Hverfisgötu 52. Verslunin verður einkum með hinar viðurkenndu Atson-leðurvör- mr frá Leðuriðjunni hf., en eiirnig verður þar hægt að fá vörur frá öðrum framleið- endum, innlendum sem erlendum. í Jólasöngvar og upplestur í Hallgrímskirkju Módettukór Hallgrímskirkju heldur tónleika í kirkjunni sunnu- daginn 27. desember kl. 17. Ein- söngvarar og lesarar úr kómum flytja þekkt jólalög og lesa jólatexta ritningarinnar. Konur fá frítt í Þórscafé annan í jólum Þórscafé býður konum ókeypis á dansleik annan í jólum. Auk þess bíöur þeirra óvæntur jólaglaöning- ur þegar inn er komið. Hljómsveit Stefáns P. leikur fyriy dansi en auk þess er diskótek og jólalögin aö sjálfsögðu á sínum stað. Jólaóratorían í Langholtskirkju Jólaóratoría J.S. Bachs verður flutt þriðjudaginn 29. desember og miðvikudaginn 30. desember í Langholtskirkju kl. 20.30. Flytjend- ur eru Ólöf K. Harðardóttir, sópran, Sigríður Ella Magnúsdótt- ir, alt, Kristinn Sigmundsson, bassi, og hinn stórkostlegi enski tenór, Michael Goldthorpe, ásamt kammersveit og kór Langholts- kirkju. Stjómandi er Jón Stefáns- son. Súlnasalur airnan í jólum: Hljómsveit Örvars Kristjáns- sonar kveður Hátíðardansleikur verður á ann- an í jólum í Súlnasal Hótel Sögu. Örvar Kristjánsson og félagar kveðja nú gesti í Súlnasal en þeir félagar hafa spilað á Sögu í allan vetur. Auk þeirra koma Eyjólfur Kristjánsson og Jóhanna Linnet fram og syngja saman jólalög. Dansleikurinn stendur frá kl. 21-3. Mímisbar verður opnaður kl. 19 og að venju leikur Tríó Áma Sche- ving. Leðurpyngjunni er hægt að fá nafhgyll- ingar á veski og aðra leðurmuni verslun- arinnar á meðan beðið er. Nýir ritstjórar hjá Frjálsu Framtaki í byrjun næsta árs verða ritstjómar- skipti á tímaritinu Mannlífi. Ámi Þórar- insson, sem verið hefur ritstjóri blaðsins frá ársbyrjun 1986, lætur af störfum, en við ritstjórnarstarfmu tekur Svanhildur Konráösdóttir en hún hefur starfað sem ritstjómarfúUtrúi hjá tímaritinu Mann- lffi frá því í sept. 1986. Þá hefur verið ráðin nýr ritstjómarfúlltrúi til tímarits- ins Mannlífs, Kristin Ólafsdóttir, sem um árabil hefur starfaö sem blaðamaður hjá Þjóðvfijanum. Þá hafa orðið ritstjómar- skipti á tímaritinu Gestgjafanum. Hilmar B. jónsson og Elin Káradóttir, sem verið hafa ritstjórar blaösins frá upphafi, láta af störfúm en við tekur Iris Erlingsdóttir. Hún er kunn áhugakona um matgeröar- list og hafði skrifað þættí í Gestgjafann um skeið. Eins og skepnan deyr á mynd- bandi Um þessar mundir er bandaríska stórfyr- irtækið RCA/Columbia Pictures að gefa út kvikmynd Hihnars Oddssonar, Eins og skepnan deyr, á myndbandi í sam- vinnu við Skífúna hf. ísland er fyrsta landiö sem myndin er geftn út í en RCA/ Columbia hefur keypt aiheimsrétt á dreyfingu myndbandsins. Eins og skepn- an deyr er fyrsta íslenska myndin sem er gefin út á myndbandi af erlendu fyrir- -tæki. Framleiðandi myndarinnar er Jón Ólafsson en leikstjóri og höfundur hand-1 rits er Hilmar Oddsson. Aöalhlutverk eru í höndum Eddu Heiðrúnar Backman, Þrastar Leós Gunnarssonar og Jóhannsl Sigurðarsonar. Snorri Sveinn Friðriksson með viðhafnarútgáfu bókarinnar Sagan af brauðinu dýra eftir Halldór Laxness. Snorri Sveinn Friðriksson: Málverkasýning úr bókinni Sagan af brauðinu dýra Sýning á málverkum eftir Snorra Svein Friðriksson Ustmálara hefur verið opnuð í nýjum sýningarsal, í tengslum við forlagsverslun Vöku-Helgafells, að Síðumúla 29 í Reykjavík. Á sýningunni eru margar stórar vatnslitamyndir Snorra Sveins sem hann gerði fyr- ir viðhafnarútgáfu bókarinnar Sagan af brauðinu dýra eftir Halldór Laxness. Bókin er gefin út í tilefni 85 ára afmælis nóbelsskáldsins á þessu ári. Nýlega kom bókin út á ensku í þýðingu Magnúsar Magnússonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, undir titlin- um The Bread of Life. Snorri Sveinn Friðriksson fæddist á Sauðárkróki 1934. Hann stundaði nám við Mynd- listarskólann í Reykjavík, Myndiista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám við Konstfactskólann í Stokkhólmi. Snorri Sveinn veitir nú leikmyndadeild sjónvarpsins forstöðu en hann hefur starfað sem leikmyndateiknari við sjónvarpið síðan 1969. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-18 fram að áramótum. Lögreglublaðið er komið út í 22. sinn. það hefur verið stefna ritstjórn- ar síðustu ár að kynna reynsluheim lögreglumanna í gegnum efnistök blaðs- ins þannig aö almenningur geti dregiö lærdóm og þekkingu af hinurn fjölbreyttu störfum lögreglunnar. Lögreglumenn munu dreifa blaði þessu í gegnum póst- kerfið til allra lögreglumanna, ríkisstofn- ana og stjómsýslustofnana sveitarfélaga og aUra þeirra er tengjast réttargæslu. Ennfremur munu lögreglumenn dreifa blaöinu til almennings á fjölfömum stöö- um fyrir jólin. Blaðið er 126 síður að stærö, prentað í fjórlit á vandaðan glans- pappír. Jólamyndir kvik- myndahúsaima Stjömubíó sýnir um jóhn gaman- myndina Ishtar meö stórleikurun- um Dustin Hoffman og Warren Beatty í aðalhlutverkum. Þá félaga dreymir um að verða frægir söngv- arar og lagasmiðir en báða vantar gjörsamlega alla hæfileika í þá átt. Þeim tekst þó meö aðstoð vafasams umboðsmanns að fá vinnu í araba- ríki nokkru og færist þá heldur betur fjör í leikinn. Bíóborgin sýnir gamanmyndina Á vaktinni eöa Stakeout. Segir þar frá tveimur leynilögreglumönnum í Seattle sem leiknir eru af Richard Dreyfus og Emilio Estevez. Þeim er fahð það verkefni að fylgjast með húsi unnustu þekkts glæpamanns en margt fer öðruvísi en þeir gera ráð fyrir í fyrstu. Regnboginn sýnir jólamyndina The Last Emperor en hún segir sögu síðasta keisarans í Kína, Pu Yi. ítalski leikstjórinn Bemardo Bertolucci hefur lengi verið með myndina í smíðum en tökur hófust í Kína 1986. Háskólabíó hefur The Couch Trip sem jólamynd í ár. í stuttu máli segir myndin frá sálarflækjum sál- fræðings í Beverly Hills sem verður aö fá annan sálfræðing til að leysa sig frá störfum um tíma. Staögeng- illinn er ekki mjög traustvekjandi og vekur brátt athygh fyrir nýstár- legar lækningaaðferðir. Bíóhöllin sýnir nýjustu mynd snillingsins Stevens Spielberg, Inn- erspace. Býöur Spielberg þar í sérkennilegt ferðalag um hkama óheppins afgreiðslumanns sem fær óvart sprautu í rassinn sem annars átti að fara í tilraunakanínu. Laugarásbíó sýnir tvær jóla- myndir í ár. Sú fyrri er bandaríska fj ölskylduteiknimyndin An Amer- ican Tail eða Draumalandið. Steven Spielberg á mestan heiður- inn af myndinni og segir þar frá músafjölskyldu sem býr í hinni harðbýlu Síberíu en ákveður að fara til fyrirheitna landsins, Amer- íku, og hefja nýtt og betra líf. Seinni myndin heitir Stórfótur eða Big Foot. Segir þar frá Hendersonfjöl- skyldunni sem er svo óheppin að keyra á apa og taka hann með sér heim. Upp frá því lendir fjölskyldan í ýmsum vandræöum. Borgarbíó á Akureyri sýnir um jóhn sakamálamyndina The Beli- evers og er þar um að ræða frumsýningu á íslandi. Bridgefélag Hafnarfjarðar Hið árlega jólamót BH og Sparisjóðs Hafnarfjarðar verður haldið sunnudag- inn 27. desember og hefst spilamennskan kl. 13. Spilað verður í Flensborgarskóla, tvimenningur með Michell-fyrirkomu- lagi með tölvuútreikningi. Mótiö er opið öllum spilurum og er skráð í mótíð alveg þar tíl spilin eru tekin úr bökkunum. Vissara er þó aö tilkynna þátttöku til Ingvars s. 50189, Einars s. 52941 eða Kristjáns s. 50275. Taflfélag Kópavogs Hið árlega jólahraðskákmót Taflfélags Kópavogs verður haldið sunnudaginn 27. desember kl. 14 í Kópavogsskóla, vestur- álmu. Marinó Þorsteinsson í hlutverki Bárðar á Búrfelli og Guðmundur Jóns- son í hlutverki Jóns. Leikfélag Akureyrar: Piltur og stúíka - ffumsýnt airnan í jólum Leikfélag Akureyrar frumsýnir á annan í jólum hið þekkta íslenska leikrit, Pilt og stúlku eftir Jón Thoroddsen. Leikritið er í leikgerð Emils Thoroddsen en hann samdi einnig tónlistina. Piitur og stúlka er tahn fyrsta íslenska skáldsagan eftir söguöld. Hún kom fyrst út árið 1850 og hefur lifað með þjóðinni síðan. Margar persónumar eru þjóðkunnar og má því til stuðnings nefna Gróu á Leiti sem allir þekkja. Fjölmargir leikarar koma fram í sýningunni. Amheiður Ingimund- ardóttir, sem er nýkomin heim frá námi erlendis, leikur Sigríði ásamt Ambjörgu Valsdóttur. Guðmund- ur Jónsson ópemsöngvari leikrn- Jón. í öörum aðalhlutverkum eru Sunna Borg sem leikur Ingveldi í Tungu, Kristjana N. Jónsdóttir sem leikur Ingibjörgu á Hóli, Pétur Eg- gerts og Páil Finnsson leika sem Indriöa, Þórey Aðalsteinsdóttir sem leikur Gróu á Leiti, Marinó Þorsteinsson sem leikur Bárð á Búrfelii og Skúli Gautason sem leikur Guðmund á Búrfelli. Leikstjóri er Borgar Garðarsson. Leikmynd og búnigar era í umsjá Amar Inga, tónlistarstjóri er Jón Hlöðver Áskelsson og lýsingu ann- ast Ingvar Bjömsson. Japanskur kvintett í Bústaðakirkju Japanskur kvintett, The En- samble Forum, leikur á tónleikum sem Kammermúsíkklúbburinn heldur í Bústaðakirkju þriðjudag- inn 29. desember kl. 20.30. í þessari sömu tónleikaferð mun kvintettinn leika í Helsinki í Finnlandi en ferð- in er farin að framkvæði utanríkis- ráðuneytis Japan. Tónhstarmennimir stvmduðu tónhstamám í heimalandi sínu, Japan, en tveir þeirra hafa einnig stundað framhaldsnám á Vestur- löndum og leikið þar í strengja- kvartettum og á sinfóníuhljómleik- um. Kvintettinn hefur starfað um nokkurra ára skeið við flutning á kammertónlist. Á tónleikimum í Bústaðakirkju leikur kvintettinn verk eftir Mozart, Haydn og Schumann. Niðjar Halldórs Þorsteinssonar og Krjstjönu Kristjánsdóttur halda jólafagnaö í golfskálanum í Leiru laugardaginn 2. janúar kl. 14. Mætum öll í hátíðarskapi. „Lady“ Mosfellsbæ Kvenfataverslunin Lady hefur nú bæst í verslunarkjamann í Mosfellsbæ og flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði aö Þverholti 5. Verslunin hefur nú þegar, eftir aðeins eins árs starfsemi, getiö sér góðan orðstír fyrir vandaöan og fallegaii fatnaö á mjög góðu verði þar sem hann er allur fluttur beint inn frá framleiðendum án allra milliliða. Innréttingar í nýju verslunina voru smíðaðar af Guðjóni Inga Sigurðs- syni. Við afgreiðslu eru Lára Kristins- dóttír og Vigdís Aðalsteinsdóttir, ásamt eigenda verslunarinnar, Bjameyju Ein- arsdóttur. Afgreiðslutímar em frá kl. 9-18 alla virka daga en frá kl. 10 laugar- daga. Rauði krossinn sendir fatnað til flóttamanna í Uganda Nú í vikvmni bámst 7 tonn af notuðum fatnaöi til flóttamannabúða í Uganda. Föt þessi em gjöf frá Rauða krossi íslands og hefur félagiö þá samtals sent rúm 42 tonn af notuðum fatnaði á þessu ári til bágstaddra í Mósambik, írak, Eþíópíu og Uganda. Frá því haustið 1985 hefur Rauði kross íslands tekið á móti notuðum fatnaði allt árið. Fötin em send héðan í gámum til Rauða krossins í Danmörku þar sem þau em flokkuð og þeim pakkaö. Þegar beiðnl berst em fötin síðan send áfram til við- íökustaðar frá lager danska Rauða krossins á Jótlandi. Undanfarin tvö ár hafa fatasendingar verið drjúgur þáttur í hjálparstarfi RKÍ á erlendum vettvangi og hafa alls verið send rúm 90 tonn af fatnaði til Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á þessum tíma. Stjóm Rauða kross íslands þakkar öllum þeim fiölmörgu, sem tekið hafa þátt í fata- söfnun félagsins á undanfómum árum, bæði gefendum og sjálfboðaliðum um iand allt. Jólaumferðin verður meiri i ár en nokkru sinni fyrr! Nú í svartasta skammdeginu er nauðsyn- legt að allir vegfarendur sýni sérstaka aðgát og tillitssemi í umferöinni. Jólaumferðin þyngist dag öá degi og ættu ailir að stefna að slysalausri og far- sælli þátttöku í henni. Gangandi vegfarendur geta aukið öryggi * sitt verulega með því að bera endurskins- merki og nota þau á réttan hátt. Þörf fyrir þau er nú enn brýnni en endranær þar sem óviöa slær birtu frá snævi þakinni jörð. í hálku ættu þeir sem ganga mikið skilyrðislaust aö heimsækja næsta skó- smið og fá sér búnaö til hálkuvama svo sem mannbrodda eöa neglda sóla. í þessari miklu umferð er nauðsynlegt að fólk akandi og gangandi ætli sér meiri tíma en endranær. I því sambandi má hafa í huga mikla fjölgun bíla í ár sem eðlilega leiðir til þyngri umferðar og því miöur einnig til þess að margir ökumenn Bílar og fólk Út er komið þriðja tölublað timaritsins Bílar og fólk, en þaö hóf göngu sína á miðju ári. Meðal efnis em viðtöl og grein- ar um fombíla, jeppa, vélsleða, aksturs- íþróttir og fleira svo sem reynsluakstur nýrra bíla og íjallaö er um nýjungar í heimi bílaframleiðenda. Birt er verð á öllum tegundum og geröum nýrra vél- sleða sem seldir eru hér og sagt frá ævintýraferð ungra íslendinga um Evr- ópu í sumar þar sem þeir tóku þátt í heimsmeistarakeppninni í motocross. ER ÞAÐ ÞETTA SEM VIÐ ViUUM? verði þungir á brún við stýrið. Það hæfir jólaumferðinni illa. Ljósabúnaður þarf að vera í góðu lagi og ættu ökumenn að nota ökuljósin allan sólarhringinn. Vert er að huga að hjól- börðum, oft duga grófinynstruð dekk en víða em skilyrði þannig að þau þurfa auk þess að vera negld. Þessa dagana er víða veitt ,jólaglögg“. Ökumenn ættu að minnast þess að oftast er í henni áfengi - stundum sterkt. Gildir sama um .jólglögg" sem neyslu airnars áfengis að akstri og áfengi má alls ekki blanda saman. Benda má á að góða , jól- glögg“ má blanda án áfengra efna og em til prýðisgóðar uppskriftir aö slíkum ökumannadrykkjum. Umferðarráð væntir þess aö allir lands- menn veröi jákvæðir og tillitssamir í jólaumferöinni þannig aö sem flestir megi eiga slysalaus og gleöileg jól. Það er komin ný Vera Nútímakona situr uppi með úreltan karl segir í nýútkominni Vem. Meðal efnis í þessari Vem er umfjöllun um bók eftir Share Hite sem nýlega kom út í Banda- ríkjunum og fjallar um hug kvenna í garö eiginmanna sinna. í þessu sambandi er jafnframt rætt við Katrínu Theodórs- dóttur um viðhorf íslenskra kvenna og segir hún karla hafa dagað uppi eins og nátttröll. í blaðinu hefst nýr greinaflokk- ur um kvennasögu eftir Helgu Siguijóns- dóttur og nefhist fyrsta greinin Mæðrasamfélög. Fjallað er um friðar- fræðslu, viðtal er viö Soffiu Auði Birgis- dóttur, en hún annast útgáfú bókarinnar Sögur íslenskra kvenna, erlend málefiú og margt fleira er tekið fyrir. Borgar- og þingmál eiga sitt sæti í Vem að vepju og fiallaö er um bókmenntir. Tímaritið Vera ,er gefið út af Kvennaframboðinu í Reykjavík og samtökum um Kvennalista. Heimilisfang Vem er Kvennahúsiö, Vall- arstræti 3,101 Reykiavík. Áskriftarsímar em 22188 og 13725. Þorláksmessublysför Friðar- samtakanna Friðarganga verður farin á Þorláks- messu. Lagt verður af stað frá fflemmi kl. 18 og gengið Laugaveginn niður á torg. Kórar syngja á leiðinni og flutt verður ávarp á Lækjartorgi. Að göngunni standa Friðarhópur fóstra, friðarhreyfing ís- lenskra kvenna, Friðarsamtök lista- manna, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök íslenskra eðl- isfræðinga gegn kjamorkuvá, Samtök lækna gegn kjamorkuvá, Samtök um Kjamorkuvopnalaust ísland og Samtök herstöðvaandstæöinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.