Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 2
30 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Johann Sebastian Bach. Rás 1 jóladag kl. 8.25: Jóla- óratorían eftir Bach A jóladagsmorgun verða fluttir á rás 1 tveir fyrstu þættir Jólaórator- íunnar eftir Johann Sebastian Bach. Flytjendur eru Barbara Shlick, sópran, Carolyn Watkin- son, alt, Kurt Equiluz, tenór, og Michel Brodard, bassi. Með þeim leika og syngja kór og kammer- sveitin í Lausanne. Stjórnandi er Michel Corbos. íslenskur kynnir er Knútur R. Magnússon. Erró verður í Nærmyndum á jóla- dag. Stöð2jóladagkl. 19.50: Erróí nærmynd Einn frægasti sonur þessarar þjóðar á listasviöinu er án efa Guð- mundur Guðmundsson, betur þekktur sem Erró. Erró hefur notið mikillar virðingar hér á landi sem og erlendis fyrir verk sín. í Nær- myndum á jóladag ræðir Jón Óttar Ragnarsson viö Erró um líf hans og list. Sjónvarp sunnudag kl. 18.05: Rauðhettuævintýri í Reykjavík Lóa litla Rauðhetta heitir 20 mín- útna löng, bráöskemmtileg sjón- varpsmynd fyrir böm sem sjónvarpið lét gera í ár. Myndin er gerð eftir sögu Iðunnar Steinsdótt- ur en leikstjóri er Þórhailur Sigurösson. Lóa er fimm ára, á góöa mömmu, góðan pabba og frábæra ömmu. Samt er hún ekki ánægð. Henni finnst leiðinlegt að vera bara Lóa og vera bara fimm ára. Hún vill heita eitthvað annað óg vera eitt- hvað annað. Til dæmis Mjallhvít eða Öskubuska eða Litla Ljót eða.„. Svona hefst sagan um Lóu og þegar mamma hennar sendir hana einn daginn til ömmu þá er Lóa auðvitað orðin Rauðhetta í huganum. Myndin var tekin í Reykjavík í ágúst síðastliðið sumar. Linda OKeeffe 6 ára leikur Lóu og má segja að hún sé í hverju einasta myndskeiöi myndarinnar. í öðrum hlutverkum eru leikararnir Vil- borg Halldórsdóttir, Siguröur Skúlason, Herdís Þorvaldsdóttir og Þórdís Arnljótsdóttir en sögumað- ur er Edda Heiðrún Backman. Myndataka var í höndum Ara Kristinssonar og tónlistina samdi Hróðmar Björnsson. Sjónvarpiö mun endursyna myndina á gamlársdag. Áætlað er að sýna myndina um öll Norðurl- önd á næsta ári. Það er ísfilm sem framleiðir myndina fyrir sjónvarp- ið. ný íslensk sjónvarpsmynd Lóu dreymir um að vera eitthvað annað en hún er. Þegar mamma hennar sendir hana einn daginn til ömmu sinnar breytist hún í huganum í Rauðhettu. Rás 2 sunnudag kl. 15.00: Tónlistarkrossgátannr. 95 Lausnir sendist til Ríkisútvarpsins, rásar 2, --------------- Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Tónlistarkrossgátan. Rás 1 annan í jólum kl. 14.50: Hátíðarstund í Áskirkju - jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkiir Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju voru haldnir 20. desember síðastliðinn en þeim veröur útvarpað á rás 1 á annan í jólum. Efnisskráin er með sérstökum hátíðarblæ svo sem vera ber og meö sveitinni koma fram fimm einleikarar. Lárus Sveinsson og Ásgeir H. Steingríms- son leika einleik á trompeta í konsert Vivaldis, Rúnar H. Vil- bergsson er einleikari í fagottkon- sert sem einnig er eftir Vivaldi, Laufey Sigurðardóttir spilar fiölu- konsert Tartinis og Amaldur Amarsson leikur með sveitinni í gítarkonsert M. Giulianis. Loks leikur Kammersveitin Jólakonsert í C-dúr eftir Manfredini. - Sann- kölluð hátíðarstund með Kammer- sveit Reykjavíkur í Áskirkju. Sjónvaipjóladagkl. 16.30: Gæfu- skómir - ævintýri H.C. Andersens Gæfuskórnir er ný þýsk ævin- týramynd sem gerð er eftir samnefndri sögu H.C. Andersen. í ævintýrinu segir frá skóm sem hafa þá náttúm að uppfylla aUar óskir hvers sem í þá fer. En þegar allar óskir, bæði stórar og smáar, eru uppfylltar getur margt óæski- legt gerst. Þannig fer einmitt fyrir þeim sem bregða sér í þessa kynj- askó. Ur ævintýri H.C. Andersens um gæfuskóna. Sjónvarp jóladag kl. 21.50: í lofd glæðast Ur þætti Sigrúnar Stefánsdóttur, Ljós í lofti glæðast. í þætti Sigrúnar Stefánsdóttur, Ljós í lofti glæðast, verður fjallað ,um ýmsar hliðar á jólunum. M.a. verður flallað um þátt ljóssins í jólahátíðinni og þau tímamót sem jólin marka í skammdeginu. Jóli- siðir ýmiss konar verða gerðir að umtalsefni og flallað um tilurð jóla- trésins í jólahaddinu, gamlar hefðir í sambandi við jólamat og fleira. Meöal þeirra sem koma fram í þættinum eru féíagar úr Hamra- hlíðarkórnum, skógarhöggsmenn austan af landi, auk ýmissa þjóð- kunnra manna og kvenna sem heimsækja Sigrúnu í gestastofu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.