Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karisson DV-LISTINN ★★★ Ekkert lát virðist vera á vinsæld- um Tres Amigos. Hún situr fjórðu vikuna í röð í efsta sætinu og á næsta mynd langt í land að ná henni. Tres Amigos, sem fjallar um þrjá misheppnaða leikara fyrr á öldinni sem óviljandi lenda í at- burðarás sem þeir aðeins kannast viö úr kvikmyndum, státar af því að íiafa Steve Martin og Chevy Chase í aðalhlutverkum og eiga þeir sjálfsagt mikinn þátt í vinsæld- um myndarinnar. Annars koma fjórar nýjar mynd- ir inn á listann, hin víðfræga Angel Heart, með Mickey Rourke og Ro- bert De Niro í aðalhlutverkum, Amazing Stories, sem er þrjár stuttar myndir gerðar undir stjóm Steven Spielberg, Halfmoon Street, með Michael Caine, og Sigoumey Weaver Spacecamp, ævintýra- mynd úr geimnum. 1. (1) Tres Amigos 2. (2) Tough Guys 3. (4) 52 Pick up 4. (3) Let’s Get Harry 5. (10) Golden Child 6. (-) Amazing Stories 7. (-) Spacecamp 8. (7) Peggy Sue Got Married 9. (-) Angel Heart 10. (-) Halfmoon Street Klassískt ævintyri GOSI (PINOCCHIO) Útgefandi: Bergvík. Leikstjári: Ben Sharpsteen. Bandarisk 1940 - Sýningartimi 80 min. Gosi eða Pinocchio er klassískt barnaævintýri. Allir krakkar kannast við söguna um trédúkk- una Gosa sem Láki gamli trésmið- ur smíðaði. Gosi lifnaði við og langar til að verða alvörukrakki. . Hann þarf aðeins að hegða sér vel og segja satt. Þá verður honum að ósk sinni, drengur með holdi og blóði. Gosi á samt, þrátt fyrir að vera brúða, erfitt með að standast freist- ingar eins og önnur mannanna böm. Og til að bjarga sér út úr ógöngum segir hann ósatt. En hann á erfiðara með að leyna lyginni en aðrir því nefið á honum stækkar í samræmi við hversu lygin er mik- U... Eftir þessu sígilda ævintýri gerði Walt Disney kvikmynd í fullri lengd fyrir um íjörutíu og sjö ánun og er sú kvikmynd í hópi klassískra teiknimynda og enn þann dag í dag gleður hún böm sem fullorðna. Það er margt sem gerir Gosa að frábærri teiknimynd. í meðfónim listamanna Disney verða persón- umar ótrúlega lifandi og tónlist, sem samin var við kvikmyndina, fellur vel að efninu og era einstaka lög orðin klassískt. Má þar fyrst og fremst nefna When You Wish Upon A Star sem allir alvörasöngvarar hafa sungið éinhvem tíma á ferli sínum og er það einnig lag sem ætíð hefur verið í miklu uppáhaldi hjá djassleikurum. Það er því ekki hægt að mæla með betri bamamynd yfir jólin en ævintýrinu um Gosa sem sannar hversu langt Walt Disney var á undan sinni samtíð. HK Staðið uppi í hárinu á kölska THE EXORCIST Leikstjóri: William Fredkin. Handrit: William Peter Blatty, byggt á sögu hans. Aðalhlutverk: Ellen Burtstyn, Max Von Sydow, Lee J. Cobb og Llnda Blalr. Bandarisk 1973.115 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Þessi mynd vakti mikla athygli þegar hún var sýnd hér á landi á sínum tíma - ekki það að íslending- um brygði svo mjög við henni heldur hitt að viðbrögð íslenskra kvikmyndagesta vora frekar furðuleg. Á meðan hingað bárust sögur af erlendum kvikmynda- húsagestum sem börðust við yfirlið og ógleði var glatt á hjalla í kvik- myndasölum hér á Fróni. Landinn skemmti sér hið besta yfir mynd- inni, eða svo létu menn í veðri vaka, og tóku hana alls ekki alvar- lega. Þetta sýnir líklega best hve ólíkar hugmyndir okkar íslendinga um djöfulinn era hugmyndum annarra. Við virðumst helst sjá fyr- ir okkur lítiim, spaugilegan karl með klaufir og hom sem snjallir bændur eins og Sæmundur fróði hafa að spéi. Erlendis era heldur ógeðfelldari hugmyndir um djöfulinn, eins og sést í þessari mynd. Hér segir frá ungri stúlku sem smám saman er yfirtekin af þeim vonda sjálfum. Læknavísindin standa ráðþrota og því er það síðasta haldreipi örvinl- aðrar móður að leita til presta til að særa djöfsa úr stúlkunni. Verð- ur það mikill atgangur og varla útséð með fyrr en 1 lokin hvernig fer. Því verður ekki neitað að þessi mynd hafði mikil áhrif á sínum tíma og hefur mátt sjá endurgerð á mörgum atriðum hennar í seinni tíma hryllingum. Á köflum verður ekki annað sagt en að djöfuldómur- inn sé allmagnaður og mörg atriði ýta manni fram á stólbríkina. Handrit myndarinnar er ágætt á köflum og tekst að bregða upp du- lúðugum áhrifum en stundum er það á röngum forsendum, svo sem, langt byijunaratriði sýnir. Leikar- ar standa sig með prýði en eins og kunnugt er urðu töluverðar deilur á sínum tíma út af því hve mikið Linda Blair léki í myndinni. En það er rétt að taka það fram í lokin að myndin er ekkert mjög jólaleg. -SMJ Óeirðir í Leikfangalandi BABES IN TOYLAND Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Clive Donner. Aðalleikarar: Drew Barrymore, Richard Mulligan og Eileen Brennan. Bandarísk 1987 - Sýningartlmi: 96 min. Það er oft erfitt að rata hinn rétta meðalveg þegar um bamamyndir er að ræða. Babes in Toyland er dæmigerð kvikmynd sem fer út fyrir sinn ramma. Blandað er sam- an söguþræði er 7 ára krakkar og yngri hafa gaman af og svo sögu- þræði er eldri krakkar hafa gaman af en yngstu áhorfendurnir era hálfhræddir við. Myndin byrjar á jóladag og gerist í Cincinati. Ung stúlka, Lisa, er að koma úr leikfangabúð í vondu veðri. Hún dettur út úr bíl, sem hún ferðast í, lendir á tré einu og rot- ast. Þegar hún vaknar er hún stödd í Leikfangalandi þar sem leikfanga- smiðurinn ræður ríkjum. Állt er fagurt og fallegt 1 Leikfangalandi og allir ánægðir. Einn skuggi er þó á tilvera íbú- anna, Bamaby Bamacle. Hann er vondur karl sem ásamt aðstoðar- mönnum sínum tveimur vill ná völdum í Leikfangalandi og eyða hamingjunni sem þar ríkir. Þetta tekst honum ef hann nær á sitt vald flösku er geymir illsku verald- ar og leikfangasmiðurinn hefur undir höndum. Bamahy tekst að komast yfir flöskuna og hyggur nú gott til glóð- arinnar. En hann hafði ekki reiknað með Lísu og þar sem inni- hald flöskunnar hefur ekki áhrif á hana tekst henni að losna undan álögum Bamabys og hefur nú stríð gegn honum. Inn í söguþráðinn er blandað saman sungnum lögum og dönsum. Lögin era ekkert sérstök þótt þau séu eftir Leslie Bricusse. Hin unga Drew Barrymore fer með aðal- hlutverkið, Lisu, og er ívið of gömul - vantar þetta bamslega sakleysi sem einkennir leik ungra krakka. Babes in Toyland er alveg ný kvikmynd og þótt nokkra ann- marka sé að finna er hún ekki leiðinleg. Þetta er ævintýramynd fyrst og fremst og ættu allir krakk- ar að finna eitthvað fyrir sig í henni. -HK Geðveik ráðskona EUiheimilismatur Kt«k DOUCIAS tu.'fi I I AVt'ASÍ f.fi ÍSJ JNfíKíJH ■»A"H TOUGH GUYS Útgefandi: Bergvfk Leikstjóri: Jeff Kanew. Handrit: James Orr & Jim Crulchank. Framleiðandi: Joe Wlzan. Aðalhlutverk: Klrk Douglas og Burt Lancaster. Bandarfsk 1986.102 min. öllum leyfð. Þessi mynd segir frá tveim göml- um lestarræningjum (Douglas og Lancaster) sem era að losna úr fangelsi eftir 30 ára vera þar. Þeir hafa fógur fyrirheit um hvemig þeir ætli að lifa lifinu fyrir utan og finnst í raun að þeir hafi ekkert elst. Fljótlega rekast þeir á mikla fordóma í sinn garð og að þeim er þjarmað á allan hátt. Að lokum gefast þeir upp á heiðarleikanum og hyggja á rán. Dettur þeim þá í hug að ljúka ráninu sem þeir vora svo illilega stöðvaðir við fyrir 30 árum. Það era gamlar hefjur sem era hér í aðalhlutverki og er myndin saumuð utan á þær. Það er hins vegar annað mál að klæðskerinn hefði mátt vanda sig betur. Gamlar klisjur dettur manni fyrst í hug en þeir kappar era ósköp þreyttir. Þeir hafa aldrei þótt mjög liprir leikarar (Lancaster þó skárri) en höfðu ákveðinn persónuleika sem nýttist þeim vel í mörgum hlut- verkum. Gamanhlutverk teljast seint til þeirra. Það bregður þó fyr- ir sprettum 1 myndinni sem gerir það að verkum að enginn-,sofnar yfir henni. -SM J JUDGEMENT IN STONE. Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Ousama Ravi. Aöalhlutverk: Rita Tushlngham, Ross Petty og Shelley Peterson. Kanadisk 1986 - Sýningartimi: 93 mfn. Rita Tushingham var fyrir um það bil tuttugu árum fræg fyrir leik sinn í breskum raunsæismyndum. Myndir á borð við A Taste of Hon- ey, Girl with the Green Eyes og The Knack halda nafni hennar enn á lofti þótt lítið hafi sést til hennar á undanfomum árum. Henni skýtur hér upp í kana- dískri hryllingsmynd, Judgement in Stone, þar sem hún fer eftir- minnilega með hlutverk konu sem smám saman hverfur inn í lokaðan hugarheim þar sem ofsýnir og öfg- ar hjálpa til að gera hana hættulega umhverfi sínu. Eunice Parchman, en svo nefnist hún, hefur ætíð verið bæld af fóður sínum sem hefur stjómað henni alveg. Hún hefur aldrei lært að lesa og ekki umgengist fólk. Þegar faðir hennar hótar henni að láta hana í lestramám er henni nóg boðið og drepur hann. Hún er nú einstæðingur sem ekki kann að fóta sig í veröldinni. Hl- gjöm frænka hennar kemur henni fyrir sem ráðskonu hjá fínni fjöl- skyldu. í fyrstu er allt í fina lagi og er fjölskyldan mjög ánægð með hana. En fljótlega fer að bera á geð- veiki hjá Eunice og þegar hún kynnist trúarbijálæðingi einum er ekki langt að bíða þess að hún fari yfir um með alvarlegum afleiðing- um. Judgement in Stone er ekki ýkja merkileg kvikmynd. Atburðarásin er of hæg þótt sum atriði séu virki- lega spennandi. Það sem bjargar myndinni er magnaður leikur Ritu Tushingham. Hún á auðvelt með að gera Eunice að þeirri geðveiku persónu sem hún er - stundum blíðlynd en þess á milli persóna sem enginn mundi vilja mæta í myrkri. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.