Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús Litla sviðið: BDaverkstæði Badda Um helgina varöa tvær sýningar á Litla sviöi Þjóðleikhússins á leik- verkinu Bílastæði Badda eftir Ólaf Hauk Símonarson. Bílaverkstæði Badda er spennu- verk sem gerist í afskekktri sveit. Sögusviðið er lítið bílaverkstæði þar sem bifvélavirkinn Baddi ræð- ur ríkjum. Eitt sinn var verkstæðið i hringiðu lífsins en þegar nýr þjóð- vegur var lagður um sveitina lenti það utan þjóðbrautar sem leiddi til þess að Baddi hafði lítið að gera og þegar leikritið gerist hefur hann einungis stopul verkefni. Lífið hef- ur breytt um svip og tilveran orðin fáfengileg enda er sveitin um það bil að leggjast í eyði. Dag einn skýtur Pétur upp kollin- um hann er fyrrverandi nemi Badda í bifvélavirkjun. Þegar hann birtist svo óvænt skjóta upp kollin- um margar óþægilegar minningar. Fortíðin holdi klædd er komin inn á autt verstæðisgólfið og nú á að afhjúpa sannleikann. En fortíðin er ekki gamall bílskijóður sem hægt er að tjasla saman með því að skipta um pakkningar eða dempara. Hafi einhver verið hafð- ur fyrir rangri sök verður sá hinn sami að fá leiðréttingu mála sinna. Bílaverkstæði Badda er ellefta leikrit Ólafs Hauks en á síðustu árum hefur hann snúið sér í aukn- um mæli að þeirri tegund ritstarfa. En Ólafur hefur veriö virkur og afkastamikill rithöfundur í hátt á annan áratug og á þeim tíma sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikrit auk þess að semja dægurlög og texta. Nýjasta bók Ólafs er spennusagan Líkið í rauða bílnum. Meðal leikverka Ólafs Hauks eru Blómarósir (1979), Söngleikurinn Grettir (1980), sem hann samdi ásamt Þórami Eldjárn og Agh Ól- afssyni. Milli skinns og hörunds (1984), Ástin sigrar (1985) og Kött- urinn fer sínar eigin leiðir (1985). Leikstjóri Bílaverkstæðis Badda er Þórhallur Sigurðsson, Grétar Reynisson gerði leikmynd og bún- inga og Bjöm Bergsteinn Guð- mundsson annast lýsingu. Leikendur eru sex og leikur Bessi Bjamason bifvélavirkjann Badda. Aðrir leikendur eru Amar Jóns- son, Sigurður Siguijónsson, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjamadóttir og Árni Tryggvason. Arnar Jónsson og Guðlaug María Bjarnadóttir í hluverkum sínum I Bíla- verkstæði Badda. Bíóborgin Lögga til leigu Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Stjörnubió Roxanne er nýjasta kvikmynd gamanleikarans Steve Martins sem verður betri og betri með hverri mynd. Roxanne er tvímælalaust besta kvikmynd hans hingað til. Roxanne er nútímaútgáfa af hinu þekkta leikriti Cyrano de Bergerac. I Roxanne er leikurinn færður til nútímans og fer Steve Martin með hlutverk slökkviliðsstjórans, C. D. Bales, sem er greindur og gaman- samur náungi. Hann nýtur þó ekki hylli kvenna vegna afarstórs nefs sem hann verður að burðast með. Hann kynnist hinni glæsilegu Rox- anne og verður ástfanginn. Hún verður aftur á móti hrifin af sam- starfsmanni Bales sem er myndar- legur en stígur ekki í vitið. Verður úr þessu sérkennilegur þríhym- ingur. Roxanne er kvikmynd er ætti að létta öllum skapið í skamm- deginu. Háskólabíó Það er greinilegt að Kevin Costner verður næsta stórstimi kvikmynd- anna. Eftir stórsigur sinn í Hinum vammlausu (The Untouchables) kemur hann jafnferskur í róman- tískum þriller, Öll sund lokuð (No Way out), mynd sem alls staðar hefur fengið góðar viðtökur. Með- leikarar hans em Sean Young, sem einnig er spáð miklum frama eftir frammistöðuna hér, og gamla brýnið Gene Hackman sem bregst ekki frekar en fyrri daginn. Þetta er hörkumynd sem enginn fer óá- nægður út af. Regnboginn Þá hefur hún loks litið dagsins ljós, nýjasta kvikmynd ítalska leik- stjórans Bemardo Bertolucci, Síðasti keisarinn (The Last Em- peror). Og þeir sem biðu verða sjálfsagt ekki fyrir vonbrigðum því að Bertolucci hefur skapað eftir- minnilegt verk um ævi síðasta keisarans í Kína. Er honum fylgt frá því hann er bam að aldri þar til hann endar langa ævi á heima- slóðum. Af öðrum myndum er helst að nefna Að tjaldabaki (Fourth Protocol), sakamálamynd gerða eftir sögu Frederick Forsyth. Mic- hael Caine leikur aðalhlutverkið. Bíóhöllin Að venju em margar myndir í Bíó- höllinni og ber fyrsta að telja jólamyndina, Undraferðina (Inn- erspace), sem er nokkuð sérkenni- leg framtíðarmynd. Fjallar hún um hóp manna er getur sprautað í sig efni er verkar þannig að þeir minnka í örverur og þannig er Burt Reynolds og Liza Minnelli leika aðalhlutverkin í Lögga til leigu (Rent-A-Cop), nýrri kvik- mynd sem frumsýnd var vestan- hafs fyrir fáum vikum. Reynolds leikur Church, leynilöggu af betri gerðinni sem lendir í vondu máli. Honum gengur ekki allt of vel aö handsama geðveikan morðingja, en með hjálp stúlku, sem Liza Minnelli leikur, tekst honum að komast á spor morðingjans. Hlutverk Church er eins og samið fyrir Burt Reynolds og hefur hann áður leikið samskonar hlutverk og oftast betur. Liza Minnelli birtist aftur á hvíta tjaldinu eftir langt hlé sem stafar aðallega af því að hún hefur verið að reyna að losa sig við böl eiturefna og áfengis. Að mínu mati hefði hún átt að hugsa sig um tvisvar áður en hún þáði þetta hlut- verk. Hún nær aldrei tökum á persónunni. Leikstjóri er Jerry London sem er aðallega þekktur fyrir nokkra ágæta sjónvarps- myndaflokka. Hann hefur ekki gott handrit tíl að vinna úr og þess vegna er myndin hvorki fugl né fiskur. Betri skemmtun er gamanmynd- in Á vaktinni (Stakeout) þar sem Richard Dreyfuss fer á kostum í hlutverki lögregluþjóns sem verð- ur ástfanginn af stúlku sem hann á að vakta.-HK Kvikmyndahús þeim sprautað inn í mannslíkam- ann í rannsóknarskyni. Ekki fer þó allt samkvæmt áætlun... Undraferöin hefur fengið góðar viötökur erlendis og er ekki við öðru að búast en að eins verði hér. Þá hefur Bíóhöllin frumsýnt nýja gamanmynd, Allir í stuði (A Night on the Town). Henni er leikstýrt af Chris Columbus. Þá er enn sýnd hin magnaða kvikmynd Stanleys Kubrick, Skothylkið (Full Metal Jacket), mjög áhrifamikil mynd sem fæstir ættu að láta fram hjá sér fara. Laugarásbíó Áður en Michael J. Fox varö fræg- ur lék hann í Teen Wolf, frekar ómerkilegri kvikmynd sem þó hef- ur orðið vinsæl eftir að hróður hins lágvaxna Fox jókst. Einhveijum hefur þótt borga sig að gera fram- hald og hefur Laugarásbíó hafið sýningar á Loðinbarða (Teen Wolf Too). Ekki er Michael J. Fox til staðar heldur er „varúlfurinn" leikinn af Jason Bateman. Fíórða kvikmyndin um hákarlinn, Hefnd- in (Jaws - The Revenge), er síðasti kapítulinn um hinn illræmda há- karl sem sá fyrst dagsins ljós í hinni ágætu mynd Steven Spiel- bergs, Jaws. -HK Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Gallerí Gangurinn Um þessar mundir sýnir fmnski lista- maðurinn Jussi Kivi verk sín í gallerí Ganginum. Hann er einn af þekktustu ungu listamönnum Finnlands og hefur sýnt nokkuð víða fyrir hönd Finnlands. Verkin í Ganginum eru 16 Ijósmyndir þar sem leikfóng og tilbúin náttúra koma við sögu. Gallerí list, Skipholti 50b Þar er nú mikið úrval af grafik, olíu- og vatnslitamyndum. Einnig glerlist og postulíni. Opið virka daga kl. 10-18 og kl. 10-12 á laugardögum. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustig 2, textílgallerí. Opið þriðjudaga til fóstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Mokka, Skólavörðustíg Þessa dagana sýnir þýskur listamaður, Christoph von Thimgen, olíumálverk. Sýningin á Mokka er fyrsta sýning Chri- stophs von Thungen utan Þýskalands og stendur hún til 11. febrúar. Mokka er opiö daglega kl. 9-23.30. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið v/Hringbraut í sýningarsölum Norræna hússins sýna þrjár danskar textfllistakonur, Annette Graae, Anette Qrom og Merete Zacho. Listakonumar vinna með ýmis efni, hör, sísal, silki, ull og bómull og myndefnið er sótt til náttúrunnar og í heim drauma og fantasíu. Þær hafa haldiö margar sýn- ingar i Danmörku og viðar og verk þeirra eru í eigu safna og opinberra stofnana. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 til 25. janúar. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 Nú stendur yfir í Nýlistasafninu sýning á verkum Gerhards Amman en hann sýnir þar ýmiss konar skúlptúra. Sýning- unni lýkur næstkomandi sunnudag og er hún opin sem hér segir: Á fóstudag kl. 16.00-20.00 og laugardag og sunnudag frá klukkan 14.00-20.00. Sýningunni lýk- ur næstkomandi sunnudag. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opnunartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tíma í síma 52502 alla daga vikunriar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn íslands Laugardaginn 16. janúar kl. 13.30 verður opnuð sýning í forsal Þjóðminjasafns ís- lands á ýmsum munum sem fundust við fomleifarannsóknir á Bessastöðum á sl. ári. Safnið er opið þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Sýning í Náttúrufræðistofu Kópavogs Nú hefur enn einu sinni verið opnuð sýn- ing N.F.S.K. í þetta skipti hefur hið fjölbreytta lifríki Kársnesfjöru orðið fyrir valinu. Er reynt að gefa sem gleggsta mynd af einni gróskumestu fjöm á höfuð- borgarsvæðinu. Þá verða sýndar allar tegundir andfugla sem finnast hér á landi. Auk þess eitt fullkomnasta lin- dýrasafn (skeldýr) á íslandi o.fl. Opnun- artími kl. 13.30-16.30 á laugardögum. Annar tími eftir samkomulagi ef um skóla eða aðra hópa er að ræða. Símar 40680 eða 40241. AKUREYRI Gallerí Glugginn, Glerárgötu 34, Akureyri Laugardaginn 16. janúar kl. 14 opnar Glugginn sýningu á málverkum og högg- myndum þeirra Jóns Axels Bjömssonar og Sverris Ólafssonar. Sýningin stendur til sunnudagsins 24. janúar. Glugginn er opinn daglega frá kl. 14-18 en lokaö er á mánudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.