Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Qupperneq 8
jí
FÖSTÚDAGUR 3. FEBRÚÁr’1989‘1
Það fór eins og allir bjuggust við,
spennumyndin Fatal Attraction
tók fyrsta sætið með trompi og mun
sjálfsagt ekki láta það af hendi á
næstunni. Það hefur komið í ljós
að þekktar og nýjar sakamála-
myndir virðast tolla lengst á listan-
um. Nánar er fjallað um Fatal
Attraction hér á síðunni.
Annars koma þrjá nýjar myndir
inn á listann, Wall Street með þeim
Michael Douglas og Charlie Sheen
í aðalhlutverkum, leikstýrt af Oh-
ver Stone, sakamálamyndin Colors
með þeim Sean Penn og Robert
Duval í aöalhlutverkum, en henni
er leikstýrt af Dennis Hooper, og
gamanmyndin Moonstruck með
Cher í aðalhlutverki.
DV-LfSTiM^
1. (2) Fatal Attraction
2. (1) Baby Boom
3. (5) Vice Versa
4. (4) Suspect
5. (3) Three Men and a Baby
6. (6) Shakedown
7. (-) Colors
8. (-) Moonstruck
9. (10) The Principal
10. (-) Wall Street
Ævintýri í Népal
THE NIGHT TRAIN TO KATMANDU
Útgefandi: Háskólabíó
Leikstjóri: Robert Wiemer
Aðalhlutverk: Pernell Roberts, Eddie
Castrodad og Milla
Bandarisk, 1988 - Sýningartimi 87 min.
Leyfð öllum aldurshópum
The Night Train to Katmandu er
ævintýramynd sem best er lýst
með þeirri klassísku byrjun: Einu
sinni var prins...
Nafnið á myndinni á aðeins við
um byrjunina. Kennarahjón ein
eru á ferð í næturlest til ævintýra-
borgarinnar Kathmandu í Nepal.
Þau eru með tvö böm sín með sér,
stúlku á táningsaldri og ungan
dreng. Krakkarnir eru langt í frá
ánægðir með að vera að fara á
þennan afkima á hjara veraldar.
Þetta breytist þó, sérstaklega hjá
ungu stúlkunni, þegar í ljós kemur
að laumufarþegi er með lestinni,
ungm og myndarlegur strákur.
Krakkamir koma þvi svo fyrir
að pilturinn er ráðinn á heimili
þeirra sem þjónn. Fljótlega kemm
í ljós að hér er enginn venjulegm
piltm á ferðinni og ungu stulkuna
fer að gruna að þjónninn þeirra sé
Leövtn^ a <3j»ting M«|>r«í»8ión
I3 TKE NICHT TRAIN TO il
mmmmm
prins i dulargervi, sérstakiega þeg-
ar einn eldri kennaranna segir
þeim frá þjóðsögunni um borgina
sem sé í fjöliunum og sé ósýnileg
nema á margra ára fresti...
The Night Train To Kathmandu
er hugljúf fjölskyldumynd, ekkert
sérstakiega vel gerð, heldur ekki
slæm, og hún er blessunarlega laus
við að reyna að sýnast meira en
hún er sem oft er gallinn á ódýrum
myndurm -HK
Vondur, verri, verstur
THE ELEVENTH COMMANDMENT
Útgefandi: Laugarásbió
Bandarísk, 1988 - Sýningartimi 93 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára
Hvað ellefta boðorðið er í sam-
nefndri kvikmynd verðm aldrei
ljóst en hér er fjaUað um mannfólk
sem fáir mundu vilja kynnast;
hvort sem það er geðveikm ungm
maðm sem tryliist þegar Biblían
er tekin frá honum eða ættingjar
hans sem reyna aö múta lögreglu-
manni til að drepa hann í stað þess
að ná honum. Lögreglumaðurinn,
sem ávallt er blindfuUm, hefm þó
réttlætiskenndina á sínum. stað
enda er pilturinn sálsjúki í lagi inn
við beinið þegar sá gállinn er á
honum.
The Eleventh Commandment er
ekki merkileg mynd, klisjukennd,
illa leikin og gleymist um leið og
lokið er sýningu.
-HK
★
Dýrkeypt framhjáhald
FATAL ATTRACTION
Útgefandi: Háskólabió
Leikstjóri: Adrian Lyne
Aðalhlutverk: Michael Dougtas, Glenn
Close og Anne Archer
Bandarísk, 1987 - Sýningartími 119 mín.
Bönnuð börnum yngri en sextán ára.
Mikið hefm verið rætt og skrifað
um Fatal Attraction. Þessi magn-
aða sakamálamynd, sem var ein
mest sótta kvikmynd hér á landi í
fyrra, er áhrifamikil lýsing á því
hvemig framhjáhald, sem í fyrstu
lítur út fyrir að vera smáævintýri,
breytist í martröð.
Micahel Douglas leikm heimil-
isfoðurinn Dan GaUager sem er í
góðu starfi og lifir hamingjusömu
fjölskyldulífi. Þegar nýr starfsmað-
m hjá bókaútgáfu, er hann vinnm
hjá, Alex, gefm greinUega í skyn
að hún sé tilkippileg stenst GaUag-
er ekki freistinguna enda Alex hinn
áUtlegasti kvenmaður. Það sem
hann heldur vera smáhUðarspor
verðm að martröð fyrir hann og
fjölskyldu hans, martröð sem
breytist í leik upp á líf og dauða.
Fatal Attraction er geysispenn-
andi kvikmynd sem sannarlega
heldur áhoifandanum við efnið.
Glen Close sýnir sniUdarleik í hlut-
verki hinnar geðveiku Alex sem
breytist úr freistandi kvenmanni í
manneskju sem er ekki sjálfráð
gerða sinna. Enn einn leiksigur hjá
þessari frábæru leikkonu.
Michael Douglas er einnig mjög
góður sem hinn þjakaði eigin-
maðm sem getur að vísu kennt
sjálfum sér um hvemig fór.
Adrian Lynne, sem á að baki
kvikmyndirnar FlaShdance og 9 'A
Weeks, hefur hér gert eina eftir-
minnUegustu sakamálamynd
seinni ára. Þótt ekki sé hún gaUa-
laus er hún kraftmikU og óhugnan-
leg. -HK
Leikhús svindlara
HOUSE OF GAMES
Leikstjóri og handritshöfundur: David
Mamet
Framleiöandi: Michael Hausman
Myndataka: Juan Ruiz Anchia.
Aðalhlutverk: Lindsay Crouse og Joe
Mantegna
Bandarisk 1987 - Sýningartimi 98 mín.
Bönnuð yngri en 16 ára
Hér er á ferðinni sálfræðidrama
með snjöUum samsærisþræði er
gengm bara skemmtUéga upp.
Myndin segir frá sálfræðingi af
veikara kyninu sem er að deyja úr
leiðindum. Þar kemm að hún hittir
athyglisverðan náunga. Sá leggm
fyrir sig aUs kyns svindl og svínarí
en forðast þó ofbeldisglæpi. Sál-
fræðingurinn heUlast af þessum
heimi kappans og feUm um leið
fyrir honum en lendir Ujótiega í
vafasömu máli.
Söguþráðurinn er mjög athyglis-
verðm og inniheldm bæði spennu
og dramatík. Mamet nær að skapa
áhugaverðar persónur í tiestum
hlutverkum með dyggri aðstoð
leikara sem eru þó flestir óþekktir.
Þeir sem muna eftir The Sting
kannast sjálfsagt við þann
skemmtilega breUuheim sem hér
er lýst en undir niðri blundar þó
meiri alvara en í þeirri ágætu
mynd. Er skemmtUegt að fylgjast
með því þegar sálfræðingurinn fær
kennslu hjá glæpamönnunum í
mannlegu atferli. Því er ekki að
neita að myndin kemur verulega á
óvart og ætti að vera hægt að mæla
með henni við vandfýsna áhorfend-
ur sem sækjast eftir spennu.
-SMJ
Úr sálarkirnunni
JM
CHOOSE ME
Útgefandi: Skífan
Leikstjóri og handritshöfundur: Alan
Rudolph
Framleiðendur: Carolyn Pfeffer og
David Blocker
Myndataka: Jan Kiesser
Aðalhlutverk: Genevieve Bujold, Keith
Carradine og Lesley Ann Warren
Bandarísk 1984 - Sýningartimi 106 mín.
Bönnuð yngri en 16 ára
Þetta er önnur myndin eftir Rud-
olph sem Skífan ræðst í að gefa út
(hin var Trouble in Mind) og bygg-
ir þessi mynd á svipaðri sálfræði-
stúdíu. Þó að Rudolph sé umhugað
að kafa í sálarkimur mannfólksins
nær hann ekki nógu góöum ár-
angri. Hann notar að nokkm leyti
sama leikaralið (Bujold og Carrad-
ine) og hef ég ekki séð Carradine í
eins heppilegu hlutverki og hér í
langan tíma. Myndin segir frá Evu
sem á bar í skuggahverfi stórborg-
ar. Hún þráir að hitta hinn eina
rétta og dag einn birtist hann. Þau
ná að sjálfsögðu ekki saman strax
og inn í málið fléttast útvarpsráð-
gjafi. Allt fer þó vel að lokum.
Að mörgu leyti er hér um að
ræða forvitnilega sálfræðistúdíu en
því miður er kjaftavaðalhnn fuh-
mikill. Myndataka höfðar, eins og
í Trouble in Mind, mikið th tihinn-
inga. Það skortir þó ákveðinn kraft
i leikstjórn og skýrari hugsun til
að myndin hafi einhvern slagkraft.
-SMJ
Barist um þrælana
DRAGONARD og MASTER OF THE
DRAGONARD HILL
Útgefandi: Bergvik sf.
Leikstjóri: Gerard Kikoine
Aðalhlutverk: Oliver Reed, Eartha Kidd
og Patrick Warburton
Breskar, 1987 - Sýningartimi ca 90 min.
og 93 mín.
Bönnuð 16 ára og yngri
Þaö er alveg ótrúleg framleiðsla
sem þeir Cannon bræður, Golan
og Glopus, láta frá sér fara. Allt er
reynt á sem ódýrastan máta og er
afraksturinn eitt heljarmikið sam-
ansafn af myndum sem best væm
ógerðar.
Dragonard og Master of the Drag-
onard Hhl em tvær shkar. Síðari
myndin er í beinu framhaldi af
þeirri fyrri og eru þær látnar ger-
ast á Suðurhafseyjum á átjándu öld
þegar stöðutáknið var að eiga nógu
marga þræla.
Aðalpersónan er hvítur þræll,
Richard Abdee, sem hafði verið
dæmdur th þrælahalds fyrir að
stjóma uppreisn í Skotlandi. Hann
fer að sjálfsögðu fyrir mikla pen-
inga til fagurrar eiginkonu manns
sem hefur yndi af að pína þræla
sína. Það þarf ekki að fara miklu
nánar út í söguþráðinn. Þrælhnn
sleppm að sjáhsögðu og stjómar
uppreisn gegn þrælahöldurunum.
í seinni myndinni eru sömu per-
sónur aö gera sömu hlutina. Sögu-
þráðurinn er aðeins þynnri en inni-
haldið það sama; spilhng þræla-
haldaranna og sakleysi og frelsis-
þrá þrælanna.
Einu sinni var Ohver Reed virtur
og dáður leikari sem lék í mörgum
ágætum myndum. Ef mark er tak-
andi á stöðu .hans sem leikara í
Dragonard myndunum hefur leið
hans legið mjög niður á við. Þá er
hér fhkkað upp á söngkonuna
Eartha Kidd og hún gerð að mehu-
mömmu. Eini ljósi punkturinn í
leikarahöinu er Herbert Lom sem
bregður fyrir í seinni myndinni í
hlutverki sjóræningjaforingja. -HK