Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Qupperneq 4
36
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
Bflar
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur
Nýtt kveikjukerfi frá Saab tilbúið til fjöldaframleiðslu:
Bylting sem auðveldar frekari
þróun bensínvélarinnar
Þegar nýtt kveikjukerfl frá Saab
var kynnt á Alþjóðlegu bílasýning-
unni í Stokkhólmi árið 1985 vakti þaö
mikla athygli. Saab DI, eða Direct
Ignition, hefur í íor með sér byltingu
í kveikjutækni.
Eftir tveggja ára stanslausar próf-
anir þá er þetta nýja kveikjukerfi
tilbúið til fjöldaframleiðslu. í fyrstu
mun það verða sett á markað í hinum
nýja Saab 9000 CD á markaði í Bret-
landi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.
Þessari háu spennu er síðan veitt
frá háspennukeflinu til kveikjunnar
og þaðan til kertanna um kertaþræð-
ina.
Spankerfi sem þessi hafa einn stór-
an galla: þau eru tiltölulega hægvirk.
Það tekur spankerfi um 20 míkró-
sekúndur að magna upp kveiki-
spennuna í réttan styrk en sá tími
er jafnframt nægilegur til að tapa
spennunni út um sprungu á kveikju-
loki, galla í háspennuþræði eða raka
við kertahettuna. Flestir ökumenn
hafa upplifað ójafna kveikingu í
akstri í röku veðri eða þegar köld vél
er gangsett.
Lausnin byggist á notkun
þétta
Til að stuðla að enn frekari fram-
þróun bensínvélarinnar sáu tækni-
menn Saab nauðsyn til þess að hanna
kveikjukerfi sem byggði á alveg
nýrri tækni. Því hefur mikið verið
lagt í rannsóknir á því hvernig nú-
tíma rafeindatækni geti nýst í nýrri
kveikjutækni.
Fyrir tveimur árum kynnti Saab
nýtt kveikjukerfi - Saab DI (Direct
Ignition) - sem á margan hátt er
hægt að kalla kveikju framtíðarinn-
ar.
Almennt talað er Saab DI byggt á
þegar þekktri tækni. Þéttakerfi var
valiö sem grunnur. Ólíkt því sem
gerist í spankerfi er hægt að hækka
spennuna tvisvar í kerfi sem byggist
á þéttum. Fyrst er 12 volta spennan
frá rafgeyminum hækkuð í um 400
volt. Eftir skamma viðdvöl í þétti er
spennan hækkuð aftur upp í 40.000
volt.
Kosturinn við kerfi byggt á þéttum
er að háspennukeflið þarf færri vind-
inga en í spankerfinu þannig að þaö
getur verið mun minna. Þéttakerfiö
er einnig mun fljótara að vinna en
spankerfið. Hægt er að ná hæfilegri
kveikispennu á einni míkrósekúndu,
eða tuttugu sinnum fljótar en í span-
kerfi.
Gömlu kveikjukerfin hafa haft
ákveðna grunngalla. Vegna þess aö
háspennukeflið gat ekki „geymt“ raf-
spennuna þá varð kveikitíminn mjög
skammur, aðeins einn tíundi af því
sem þéttakerfið býður upp á. Því
varð bruni eldsneytisins mjög léleg-
Byggt á nýrri tækni
Þetta nýja kveikjukerfi er byggt á
cdveg nýrri tækni:
Það er byggt upp á þéttum sem
tryggja háa kveikispennu, um 40
þúsund volt, án þess að háspennan
tapist og þar af leiðandi mun áreiðan-
legri kveikingu.
Kerfiö er að öllu leyti örtölvustýrt
og hefur enga hreyfanlega hluti eins
og kveikjuhamar né kertaþræði.
Kerfið er lokað inni í málmkassettu
sem er einkaleyfi Saab.
Hvert kerti er með lítið sjálfstætt
orkumikið háspennukefli.
Kerfið gefur frá sér „fiölneista“
sem tryggir mun öruggara kaldstart.
Kveikingunni er stýrt af skynjara
á sveifarásnum.
Örtölva fylgist með vinnu kveikj-
unnar og aðlagar hana utanaökom-
andi áhrifum.
Sífellt er fylgst er með sprengingu
fhveijum strokki með því að fylgjast
með efnabreytingum og nýtingu
eldsneytisins með jónahvörfum.
Þetta nýja kveikjukerfi frá Saab
fellir út marga þá vankanta sem eru
á venjulegum bílkveikjum. Þá er
einnig talið að kveikjukerfi sem þetta
sé nauðsynlegt í frekari þróun bens-
ínvélarinnar.
Þetta kerfi hefur í för með sér nýja
möguleika í hönnun bensínvéla hvað
varðar betri eldsneytisnýtingu,
J. Á UNDRAVERDI
meira afl og minna næmi vegna mis-
munandi gæða eldsneytis.
Vegna þess hve einfalt kerfið er
verður allt viðhald mun einfaldara,
jafnvel svo að'nánast-þurfi ekki að
skipta um kerti nema örsjaldan.
Kerfi dagsins í dag ræður
ekki við kröfur morgundags-
ins
Þróun bensínvélarinnar, eða Otto-
vélarinnar eins og hún er oftast
kölluð eftir upphafsmanni sínum,
hefur tekið miklum framfórum síð-
asta áratuginn. Eitt skrefið á þeirri
þróunarbraut er turbo eða forþjapp-
an sem aukið hefur afi vélanna með
tiltölulega litlum aukakostnaði.
Annað skrefið eru fiölventlavélarn-
ar, flestar með fiórum ventlum á
hverjum strokki, sem komið hafa
fram á sjónarsviðið hjá bílaframleið-
endum um allan heim.
En það eru einnig ýmis „vanda-
mál“ sem komið hafa upp á þessari
þróunarbraut og stöðvað frekari
framfarir. Eitt þeirra er kveikjan.
Þrátt fyrir að kveikja bensínvéla hafi
verið þróuð nokkuð síðustu árin eru
kveikjur bílvéla nú gamaldags og
ófullkomnar. Þetta hefur hindrað
frekari framþróun bensínvélarinnar.
Flest eldri kveikjukerfi eru byggö
upp sem spankerfi. í spankerfi send-
ir rafgeymir bílsins frá sér 12 volta
spennu til háspennukeflis sem síðan
magnar spennuna upp í 25 þúsund
volt.
Það er ekki að ástæðulausu sem LADA SAMARA er með
athyglisverðustu framdrifsbílum sem í boði eru. Pað sem
meðal annars gerir bílinn svo eftirsóttan er hin einstaka
fjöðrun sem á öllum vegum gerir bílinn svo léttan og lipr-
an íakstri. LADA SAMARA er öruggur fjölskyldubíll, búinn
öryggisbeltum fyrir alla farþega, léttur í stýri og umfram
allt sparneytinn. Og til þess að kóróna sparnaðinn er LADA
SAMARA á undraverði og ekki spilla vinsælu greiðslukjör-
in.
Komið, skoðið og reynsluakið sparbílnum frá Lada.
0PIÐ LAUGARDAGA FRÁ 10-16 0G ALLA VIRKA DAGA
FRÁ 9-18.
Beinn sími söludeildar er 31236.
Verið veikomin.
LADA SAMARA 5 GÍRA 299.000
LADA SAMARA 4 GÍRA 285.000