Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
37
Bflar
ur á litlum hraða og þar með aukin
mengun í útblæstri.
í venjulegu kveikjukerfi er bilið á
milli odda í kertinu takmarkað við
0,8 millimetra til þess að neistinn
hlaupi rétt á milli. í þéttakerfinu er
hægt að auka þetta bil upp í 1,5 milli-
metra.
í öðrum kveikjukerfum, sem byggð
hafa verið á þéttum og hafa verið
reynd fram að þessu, hefur jafnmikið
kertabil orsakað önnur vandamái.
Þörf hefur verið á mun meiri ein-
angrun og eins hefur álagið á hreyf-
anlega hluti kveikjunnar verið mun
meira. Þá er einnig hætta á útvarps-
truflunum og ekki er hægt að ganga
fram hjá hættunni á því að jafnhá
spenna og 40 þúsund volt geti valdið
hættu.
Þettá eru meginástæðurnar fyrir
því að þéttar liafa ekki verið notaðir
í kveikjukerfum fram að þessu í stað
venjulegra háspennukefla, en Saab
Dl-kerfið leysir flest þessra vanda-
mála.
Nútímarafeindatækni
Ein ástæðan til þess að þróun þess-
arar nýju kveikjutækni hefur gengið
jafnhægt og raun ber vitni er sú að
fram að þessu hefur reynst nær óger-
legt að stýra raunhæfu kveikjukerfi
sem byggt er á þéttum.
Hönnuðirnir hafa orðið að treysta
á venjulegar mekanískar kveikjur
með hreyfanlegum hlutum sem ekki
hafa getað staðist kröfur um hraða
og nákvæmni.
Þá hefur það hamlað þróuninni að
kveikjuhlutir byggjast á magni, að-
eins hlutar sem framleiddir eru í
nægilega miklum mæli hafa reynst
ábatasamir.
Með því að hagnýta sér nútíma
rafeindatækni hefur reynst unnt að
koma fram með nýja hönnun.'Krafan
um að hlutimir séu framleiddir í
miklu magni er ekki lengur fyrir
hendi og það er örðið bæði tæknilega
Dl-kerfið getur sent frá sér „fjölneista" eða marga kveikineista í einu til kertisins þegar þörf er á. Þetta er meðal annars nauðsynlegt við gangsetningu
i kulda þegar erfiðara er að kveikja í eldsneytisblöndunni.
og fjárhagslega hagkvæmt að fram-
leiða slíka hluti í minni skömmtum.
Þetta nýja Dl-kerfi er að öllu leyti
hannað af tæknimönnum Saab-
Scania og verður fjöldaframleitt í
Svíþjóð.
Háspennukefli á hvert kerti
Tæknimenn Saab-Scania hafa þró-
að tækni byggða á þéttum til smíöi
nýja Dl-kerfisins en jafnframt komist
hjá vanköntunum.
Með því að láta hvert kerti fá sitt
eigið háspennukefli af alveg nýrri
gerð og sambyggja það kertinu hefur
verið komist hjá spennutapi líkt og
hætta er á í venjulegri kveikju með
háspennuþráðum. Sérstök há-
spennukefli fyrir hvert kerti hafa
áður þekkst í bílum með tvígengis-
■vélar en áfram hefur verið hætta á
spennutapi vegna þess að þá voru
notaðir kertaþræðir.
í Dl-kerflnu er spennan, sem fer til
háspennukeflanna, til þess að gera
lítil, um 400 volt, en ekki spennt upp
í kveikispennu fyrr en um leið og
þörf er á neistanum.
Þetta kemur jafnframt í veg fyrir
að kveikjan verði næm fyrir sveiflum
Framhald
á næstu síðu
JÖFUR hf
Pei geol 309 GR árg. 1987, dökk-
gr«,**ns, vetrardekk, ekinn 30.000
km. Verð 480.000.
Peugeot 205 GR árg. 1987, rauður,
ekinn 8.000 km, bíll sem nýr. Verð
420.000.
Volvo 144 DL árg. 1982, rauður,
útvarp, vetrardekk, ekinn 90.000
km. Verð 375.000.
Nissan Cherry árg. 1985, gullsans,
sjállskiptur, ekinn 30.000 km. Verð
350.000.
Chervolet Monza 1,8 árg. 1987,
gullsans, 4ra dyra, vökvast.,
beinsk., ekinn 10.000 km. Verð
495.000.
Peugeot 504 station árg. 1981, hvít-
ur, 7 manna, ekinn 73.000 km. Verð
220P00.
Notaðir bílar
í úrvali
Dodge Aries station árg. 1981, silf-
urgrár, vel með farinn, ekinn 86.000
km. Verð 330.000.
Lada Samara árg. 1986, rauður,
ekinn 15.000 km. Verð 200.000.
Galant 2000 GLX árg. 1986, silfur-
grár, vökvast., rafmrúður og
speglar, ekinn 30.000 km. Verð
Nissan Cherry árg. 1983, blásans,
ekinn 68.000 km. Verð 220.000.
Daihatsu Charade turbo árg. 1984,
dökkgrásans, topptúga, ekinn
65.000 km. Verð 350.000.
Daihatsu Charade árg. 1982,
sjálfsk., rauður, ekinn 67.000 km.
Verð 200.000.
560.000.
Ford Escort árg. 1982, 4ra dyra,
grænsans, ekinn 60.000 km. Verð
255.000.
Chrysler New Yorker turbo árg.
1985, einn glæsilegasti vagn höfuð-
borgarinnar, búinn öllum hugsan-
legum aukabúnaði, m.a. talandi
mælaborði, rauðsans, ekinn 36.000
km, aukasett af sportfelgum með
sumardekkjum fylgja ásamt nýjum
vetrardekkjum. Verð 850.000.
Chrysler Fifth- Avenue árg. 1984,
ameriskur lúxusbill, sjálfsk., vökva-
st., V-8, 318 cc. in. vél. rafm. í
rúðum, centrallæsing, rafmsæti,
leðurklæðning, útvarp/segulband,
veltistýri, loftkæling o.fl., ekinn
14.000 km. Verð 950.000, góð kjör
eða skipti.
Mikið úrval af góðum notuðum Skoda bifreiðum.
Opið í dag 1-5
Góð greiðslukjör.
JÖFUR HF
mm