Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Qupperneq 8
40 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. Bflar_______________________________________________________dv Bílar aftur orðnir hlutfallslega dýrir hér á landi: Hlutur ríkisins í útsöluverði hefur affcur farið vaxandi - orðinn 35 til 40% af meðalstórum Qölskyldubíl NÝ HAGSTÆÐ KJÖR ... á nokkrum notuðum úrvals bílum!!! Við getum nú boðið nokkra notaða úrvals bíla á betra verði og greiðslukjör- um en áður hefur þekkst. Dæmi: MAZDA 626, 4ra dyra, 2 0L GLX, árg. '85 verð.............................................kr. 490.000 útborgun 25%................................. kr. 122.500 eftirstöðvar................................. kr. 367.500 AFSLÁTTUR..........................................kr. 49.000 Eftirstöðvar greiðast með skuldabréfi á allt að 30 mánuðum með jöfnum afborgunum..kr. 318.500. Eftirfarandi bílar fást á sambærilegum kjörum: Mazda 323 árg. ’88. Nissan Cabstar árg. ’83. Kiamaster, 9 manna, árg. ’86. Mazda 626 GLX árg. ’85. Mazda 323 station árg. ’87. Mazda 323 árg. ’87. Mazda 626 GLX árg. ’85. Mazda 323 árg. ’87. Mazda 323 árg. ’87. Lancer árg. ’85. Mazda 323 árg. '82. Subaru 1800 árg. '85. Mazda 929 station árg. ’82. Mazda 626 1.6 L árg. ’85. Toyota GT Twincam árg. ’84. Fjöldi annarra bíla á staðnum Opið laugardaga frá kl. 1-5 BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 6812 99. Sú breyting, þegar tollur af fólks- bílum var lækkaöur niöur í 30% í kjölfar kjarasamninganna í febrúar 1986 og bifreiöagjald var fellt niöur á minnstu bílunum, gerði þaö aö verk- um aö mikil aukning var í bifreiða- innflutningi miðað árin á undan. Að sögn Jónasar Þórs Steinarsson- ar, framkvæmdastjóra Bílgreina- sambandsins, hefur bifreiðainn- flutningur síðustu tveggja áratuga einkennst mjög af miklum sveiflum, eitt árið mikiU innflutningur og næsta ár lítill. Slíkir toppar voru áriö 1974 með mjög litlum innflutn- ingi næstu tvö árin á eftir. Toppar komu svo árin 1981 og 1982 með mjög litlum innflutningi 1983. Aftur jókst innflutningurinn síöustu tvö árin en reiknað er með minnkun innflutn- ings á þessu nýbyijaöa ári. Ef litið er til lengri tíma er myndin nokkuö öðruvísi. Til dæmis er með- altalsinnflutningur' bíla á síðasta áratug um 7.500 bílar á ári en meðal- tal síðustu 10 ára er um 10.700 bílar. Ef litið er á þetta í hlutfallivið heild- arbílafjölda sést að myndin er nokkuð svipuö. í árslok 1980 var heildarbílafjöldinn í landinu 95.603 bílar og meðaltalsinnflutningur næstu 10 ár á undan var 7,8% af því. Ef sömu tölur eru teknar nú í árslok 1987 er heildarbílafjöldinn 133.500 bílar og meðalinnflutningur næstu 10 ára á undan um 8% af heildarbíla- fjöldanum. Ljóst er að ástand efnahagsmála og önnur ytri skilyrði hafa mjög mik- 11 áhrif á bílainnflutning eins og önnur atriði í neyslu landsmanna. Greiniieg eru þau umskipti sem urðu í kjölfar kjarasamninganna í febrúar á bílainnflutninginn. Þó má segja að áhrifin hafi verið meiri sökum þess að árin á undan hafði bílainnflutn- ingur verið mjög lítill miðað við bflaeign og ekki síst þar sem verið var að endumýja stóra árganga frá árunum 1971-74. Þessi uppsafnaða endumýjunarþörf og lækkun á bfl- unum er ljós í innflutnihgi síðustu ára. Breytingar hafa þó orðið frá lækkun bílanna í mars 1986 þangað til nú, því í október á síðasta ári var bifreiðagjaid hækkað mjög og hækk- aði í þeim sjö gjaldflokkum sem í gildi em um 5 prósentustig á minnstu bflunum en mest á stærstu bflunum, um 23 prósentustig. Þetta þýðir að stighækkun bifreiða- gjaldanna er mun meiri núna en nokkru tíma fyrr frá því að núver- andi kerfi bifreiðagjalda var tekið upp fyrir um 6 árum. Nokkrar um- ræöur hafa orðið um áhrif svo mikillar hækkurtnar og sitt sýnist hverjum. í dag eru aðflutningsgjöld bifreiða á bilinu 15 til 65%, það er sérstakt bifreiðagjald og tollur. Eftir tolla- breytinguna um síðustu áramót em bílarnir því orðnir aftur meðal þeirra vara sem hæstan toll bera strax þeg- ar komið er upp í algenga stærð bfla. Þetta þýðir að hlutur ríkisins í út- söluverði hefur aftur farið vaxandi, þannig að nú er hanh orðinn 30% og yfir 45% á stærstu hflum. Á meðal- stómm íjölskyldubíl er hlutur ríkis- ins í útsöluverði því orðinn um 35 til 40%. Á bfl, sem kostar kringum 300 þúsund, renna um 100 þúsund beint til ríkisins. Af meðalstórum bílum, sem kosta um 500 þúsund, tekur rík- ið milli 150 og 200 þúsund. Með þessari þróun emm við aftur að kom- ast í hóp þeirra landa þar sem hlutur ríkisins í útsöluverði er hvað hæstur og emm við orðin hærri en mörg nágrannalönd okkar. Ef litið er á öll þau gjöld, sem lögð era á bíleigend- ur, er ljóst að við erum aftur orðin injög ofarlega á blaði með skattlagn- ingu, ekki síst með tilliti til þess að hér er um að ræða okkar aðalsam- göngutæki og það í mjög ríkári mæli en í nokkru nágrannalandanna. BÍLAR í SÉRFLOKKI Saab 900 GLE árg. 1984 Sjálfsk., vökvast., topplúga, raflæsingar, sumardekk á felgum, Ijósblár, ekinn 97.000 km. Verð 510.000. Opið virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 13-17 Gtobus? Lágmúli S, Reykjavík Sími 91-681555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.