Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988. Fréttir Akureyri: Slökkvi- liðsstjóri enn með mótmæli Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég held auövitað áfram aö mótmæla því að ráðist sé í ný- byggingar sem eru svo háar að slökkviliðiö kemst ekki upp á þær eða getur ekki bjargað fólki út af efstu hæðum þeirra," sagði Tóm- as Búi Böðvarsson, slökkviliðs- stjóri á Akureyri, í samtali við DV. Slökkviliðsstjórinn hefur ítrek- að mótmælt samþykktum um byggingar húsa í bænum þar sem svo er ástatt. Á fundi byggingar- nefndar bæjarins fyrir skömmu var samþykkt bygging fjölbýbs- húss fyrir aldraða við Víðilund 20 og slökkviliðsstjóri, sem á sæti í nefndinni, lét bóka að hann teldi óráðlegt og ólöglegt að byggja hærri hús í bænum en fjórar hæðir þar eð Slökkvilið Akur- eyrar hefði ekki yfir að ráða tækjabúnaði til björgunar og slökkvistarfa úr meiri hæð en 10 metrum. Er þá miðað við svala- handrið eða neðri brún glugga. Slökkviliðið vantar tilfmnan- lega körfubíl sem nota má við björgunar- og slökkvistörf í mik- illi hæð og sagði Tómas Búi að nokkrar byggingar í bænum væru svo háar að þannig háttaði til. Að vísu hefur slökkviliðiö get- að fengið lánaða körfubíla en það er tímafrekt að sækja þá þegar eldur kemur upp og körfur þeirra taka ekki nema 2-3 menn. „Þetta skapar okkur alls kyns erfiðleika. Við náum ekki til fólks sem gæti verið í lífshættu á efstu hæðum þessara bygginga, og við komumst heldur ekki upp á þak þeirra til aö sinna slökkvistörf- um. Þvi miður eru kaup á full- komnum körfubíl ekki á fjárhagsáætlun bæjarins," sagði Tómas Búi. ^■■1 Æ ■ ■■ Bleni eriendir aðilar syna ahuga Gyffi Knstjánsson, DV, Akureyri: Ellefu erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á að taka þátt í útboði vegna jarðgangagerðar í Ólafsfjaröar- múla og eru þeir flestir í samvinnu við innlenda aðila. Forvali vegna jarögangagerðar- innar er nú lokið og alls skiluöu 11 aðilar inn gögnum. Eitt íslenskt fyrirtæki sendi inn forvalsgögn án þess aö vera í samvinnu viö erlend- an aðila, en það er fyrirtækið Gunnar og Guðmundur sf. Erlendu fyrirtækin sem sendu inn gögn eru frá Noregj, Svíþjóö, Finnlandi, Sviss, Ítalíu og Júgó- slaviu og eru flest, sem fyrr sagöi, í samvinnu við innlend fyrirtæki. Flest þessara fyrirtækja hafa starf- að að jarðgangagerö áður. Hjá Vegagerð ríkisins er nú unn- iö að þvi að yfirfara forvalsgögnin. Síöan verða valdir úr aöilar sem taka þátt í útboöi en áætlað er að framkvæmdir hefjist í Ólafsfjarð- armúla í sumar. Ekki voru allir háir í loftinu, sem voru á skíðum í góða veðrinu á Fáskrúðs- firði um helgina. Fáskrúðsfjörður: DV-mynd Ægir Loksins hægt að nota lyftumar Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: „Loksins er kominn nægur snjór til að hægt sé að nota skíðalyftum- ar,“ sagði skíðamaður sem var að renna sér ásamt mörgum öðrum í brekkunni fyrir ofan bæinn um helg- ina. Margir eldri sem yngri notfærðu sér góða veðrið og fóru á skíöi. Það óhapp varð á dögunum að ung- ur piltur fótbrotnaði þegar hann féll á skíðum í brekkunni. Var hann fluttur á heilsugæslustöðina þar sem læknir gerði að meiðslum hans. Þess' má geta að skíðalyfturnar vom ekki í notkun í fyrravetur vegna snjóleysis en nú er öldin önnur. Olafsfjöröur: Sérleyfíshafinn er hættur akstri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er auðvitað skarð fyrir skildi að sérleyfishafinn skuli vera hættur akstri en við erum eftir sem áður ekki illa settir varðandi samgöng- ur,“ segir Valtýr Sigurbjamarson, bæjarstjóri á Olafsfirði, en Gylfi Ragnarsson, sem hefur haft sérleyfið á leiðinni Akureyri Ólafsfjörður, hef- ur afsalaö sér því og hætt akstri. Gylfi segir að um mikinn taprekst- ur hafi verið að ræða og hann sjái sér ekki fært að halda akstrinum áfram. Valtýr bæjarstjóri sagði aö þetta kæmi sér verst fyrir börn, ungl- inga og eldra fólk sem mikið hefur notað sér þjónustu Gylfa. „Þetta skapar viss vandamál, t.d. fyrir eldra fólkiö sem þarf oft að sækja sér lækn- isþjónustu sérfræðinga á Akureyri," sagði Valtýr. Valtýr sagði að vöruflutningar væm þrisvar í viku til Ólafsfjarðar og væri vel að þeim staðið. „Þá er flogið hingað reglulega á vegum Flugfélags Norðurlands og því má segja að við séum ekki illa settir, þótt vissulega sé það slæmt að Gylfi skuli ekki hafa getað haldið áfram akstri á sérleyfi sínu,“ sagði Valtýr. Mikil fjölgun útkalla Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Bmnaútköllum fjölgaði mjög mik- ið á Akureyri á síðasta ári miðað við árið á undan, samkvæmt upplýsing- um sem Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri hefur gefið DV. Útköllin á síöasta ári urðu alls 115 en voru 71 árið áður. Af þessum 115 útköllum vom 8 utanbæjar. Mestu brunamir voru báðir seint á árinu, þegar íbúðarhúsið að Kringlumýri 4 brann í desember og þegar bruni varð að Tjörnum í Eyjafirði á jóla- nótt. Tómas Búi sagði að upptök elds væm oftast vegna þess að börn færu óvarlega með eld og mætti rekja flesta sinubmna á vorin til þess. í dag iríælir Dagfari_______________ Góði dátinn Waldheim Hún er undarleg þessi deila um Kurt Waldheim, forseta Austurrík- is. Waldheim þessi tók þátt í stríð- inu, eins og flestir aðrir Austurrík- ismenn og var þar í hði nasista með öðrum löndum sínum. Þjóðveriar innlimuðu Austurríki í þúsund ára ríki sitt áður en styijöldin braust út og þar var þeim betur tekið en í Þýskalandi sjálfu, enda var Hitler fæddur í Austurríki og var að koma heim og frelsa foðurlandið þegar hann lagði Austurríki undir sig. . Waldheim gekk í þýska herinn eins og aðrir ungir menn í þá daga og hefur aldrei fariö leynt. Eftir stríðið komst Waldheim til mann- virðinga í Austurríki eins og aðrir ungir menn sem höfðu lagt foðurl- andinu lið, gekk í utanríkisþjón- ustuna og á miðjum aldri var þessi hæfileikaríki maður kjörinn aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna sem var auðvitað vegna ferils hans í þýska nasistahemum á stríðsárunum. Menn geta rétt ímyndað sér hvort Rússar og Bandaríkjamenn hafi ekki vitaö um afrek Waldheims úr stríðinu og menn geta rétt ímyndað sér hvort gyðingarnir hafi ekki verið klárir á forsögu Waldheims þegar hann var gerður að yfir- manni Sameinuðu þjóðanna til að stuðla að friði og bættri sambúð þjóða í milli. Þaö þurfti ekki annað en skóla- böm til að fletta upp í heimildum og finna út að Waldheim hafði kom- ist til metorða hjá nasistunum og starfaði meðal annars í Júgóslavíu þar sem slátrunin gekk hvað best fyrir sig, bæði á gyðingunum og skæruliöunum júgóslavnesku sem sífellt voru með mótþróa gegn Þjóð- verjum. Með þessa vitneskju upp á vasann greiddu bæði austur og vestur Waldheim atkvæði sitt vegna þess að allir höfðu á honum tak og gátu hótað honum til hlýðni við sig með því að fletta ofan af honum ef hann makkaði ekki rétt. Þannig komst nasistinn Kurt Wald- heim til meiri metorða en nokkur annar nasistaforingi eftir stríð, ein- mitt vegna þess að hann var nasisti og allir vissu það. Seinna fór Waldheim heim til Austurríkis og landar hans fógn- uðu honum og verðlaunuðu meö því að kjósa hann sem forseta í Austurríki. Ekki vegna þess að hann var með óflekkað mannorð. Ekki vegna þess að kjör Waldheims væri uppgjör við fortíðina. Nei, Austurríkismenn kusu Waldheim einmitt fyrir þá sök að hann var gömul stríðshetja og nasisti, þeirra maður sem hafði lagt sitt af mörk- um til að útrýma gyðingunum og óróaseggjum í nálægum löndum. En þá byijaði ballið. Óvinir Wald- heims fóru aö draga gamlar skýrsl- ur fram í dagsljósið, símskeyti og myndir þar sem Waldheim er sagð- ur hafa gert það sem allir vissu aö hann hafði gert. Verið með í ráðum og vitorði þegar nasistamir ráku sitt stríð og komu andstæðingum sínum fyrir katttarnef. Hvað halda menn að stríðið hafi gengið út á? Faðmlög og friðarkossa? Héldu menn að Waldheim hefði verið góði dátinn Sveik og aldrei vitað neitt hvað var að gerast í kringum hann? Halda menn að Austurríkismenn hafi verið svo vitlausir að halda að Waldheim hafi verið svo vitlaus að hann hafi gengið um með bundið fyrir augun og ekki lagt fram sinn skerf til stríðsins og aríanna? Þetta eru þeir allt í einu famir að rifla upp og heimta að Waldheim sé rekinn úr embætti fyrir vikið. Og Waldheim greyið neyðist til að bera af sér sakir sem hann hefur alltaf verið stoltur af og talið sér til tekna. Hann þarf nú að afneita þeirri reynslu sem geröi honum kleift að vera aðalaritari Samein- uðu þjóðanna, enda er flestum ljóst að gamall nasisti er betur fallinn til þess en nokkur annar aö takast á við vandamálin í heiminum og stilla til friðar, eftir að hafa unnið sér það til fræðgar í heilli heims- styijöld að læra til verka. Það sem þeir þykjast vera aö draga fram í dagsljósið í fjölmenn- um sagnfræöinganefndum með skýrslum og gömlum myndum er ekki annað en það sem alltaf hefur legið ljóst fyrir. Waldheim var kos- inn forseti vegna þess að hann haföi drýgt dáðir í stríðinu og allir Austurríkismenn vissu aö þar fór maður sem hafði unnið sitt verk af trúmennsku og skyldurækni. Menn eiga ekki vera vondir við slíka menn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.