Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988. 5 ÐV Viðtalið Fréttir Hallgrímur Óskarsson keppir um titilinn herra ísland á laug- ardáginn. DV-mynd GK, Akureyri „Svala ævintýra- löngun- ■ llf inm Hallgrímur Óskarsson er tví- tugur Akureyringur og einn þeirra sjö sem keppa munu um titilinn herra ísland á laugar- daginn. Hann er einhleypur, 182 sm á hæð og 75 kg. Hallgrímur er næstelstur 5 systkina, sonur hjónanna Gunnhildar Jóhanns- dóttur hjúkrunarfræðings og Óskars Alfreðssonar húsa- smíðameistara. Hann stundar nám á eðlisfræðibraut við Menntaskólann á Akureyri og líkar vel. í vor er ætlunin að þreyta stúdentspróf. „Ég býst við að ég fari í rekstr- arverkfræði eftir stúdentspróf og þá líklega erlendis. Mér finnst árin eftir tvítugt best til þess að ferðast og skoða sig um í heiminum. Þegar fólk er farið að eiga böm og koma undir sig fótunum verður það fast á sama stað næstu árin. Maður öðlast hka meiri víðsýni og þroska með því að kynnast öðram þjóð- um.“ - Hvers vegna ákvaðstu að keppa um titihnn herra ísland? „Eg var beðinn um að vera með en leist reyndar ekki á blikuna til að byrja með. Um- ræðan um keppnina var nei- kvæð í fyrstu en breyttist undir það síðasta. Þá sló ég til. Með þátttöku minni er ég eiginlega að svala ævintýralönguninni sem er mjög sterk í mér.“ - Hver em áhugamál þín? „Þegar undirbúningur keppninnar var að byija fór ég að æfa vaxtarrækt hjá Sigurði Gestssyni, núverandi íslands- meistara í vaxtarrækt. Mér finnst mjög gott að æfa hjá hon- um og er ég reyndar þegar kominn með bakteríuna. Tón- hst er líka eitt af áhugamálum mínum. Það er mikill iónlist- aráhugi í fiölskyldunni og leikum við öll systkinin á hljóð- færi. Ég spila á píanó og gítar auk þess sem ég sem svolítið sjálfur. En reyndar er ég sá eini af fimm systkinum sem aldrei hefur gengið í tónhstarskóla. Ég starfa einnig í Félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri sem heitir Vörður. Þá er ég í utanríkisnefnd Sambands ungra sjáifstæðismanna. Þar er fiallað um það sem efst er á baugi í utanríkismálum hveiju sinni og erlent fólk fengið til landsins til að fialla um at- hurðina. Þá hef ég starfað mikið í félagsstarfi MA en það hefur minnkaö nokkuð undanfarið. Aö lokum get ég nefnt að allt sem snertir mannleg samskipti vekur áhuga minn. Mér finnst gaman að umgangast fólk og eiga góða vini.“ -JBj BJartsýni og sterk - segir Jón Æ Baldvinsson sem hefurverið Halldóri Halldórssyni ogfjólskyldu hans ómetanleg hjalparhella „Það hefur verið mikil ánægja að aðstoða Halldór og fiölskyldu hans. Þau eru öh svo jákvæð og bjartsýn að ég hef hara aldrei kynhst öðru eins. Þessi bjartsýni og sterk trú þeirra hefur líka hjálpað þeim yfir erfiðustu hjahana í þessari löngu og stöngu bið og óvissu sem þau hafa gengið í gegnum," sagði Jón A. Bald- vinsson, sendiráðsprestur í London, en hann hefur svo sannarlega reynst Hahdóri Halldórssyni, hjarta- og lungnaþeganum, og foreldrum hans betri en enginn undanfama mánuði. „Jón er svo sannarlega réttur mað- ur á réttum stað,“ sagði Aðalheiður Guðmundsdóttir, móðir Halldórs, og faðir hans, HaUdór Sigurðsson, tók undir það. „Við höfum getað haft aðgang að Jóni dag og nótt ef eitthvert vanda- mál héfur komið upp. Hann er alltaf reiðubúinn að hjálpa og gerir það með svo glöðu geði. TU að mynda höfum við þurft að skipta um íhúð hér þrisvar sinhum meðan á dvölinni í London hefur staðið og alltaf hefur hann getað útvegað okkur hentugan dvalarstað með engum fyrirvara, rétt hjá sjúkrahúsinu þar sem Halldór hefur dvalið í það skiptið og á vægu verði. Og áður en Halldór fór í aðgerðina tók Jón hatfn margoft með sér út að borða eða til að skoða einhveija staði og gaf sér ævinlega tíma fyrir hann. ‘ ‘ Tekið á móti tvö þúsund löndum „ÆtU ég sé ekki búinn að taka á móti rúmlega tvö þúsund íslending- um í þau fiögur og hálft ár sem ég hef verið hér í London," sagði Jón. „Sjúklingum, sem komu hingað tíl London til meðferðar, fiölgaði mjög mikið árið 1983 og þeir urðu aldrei fleiri en áriö 1984. Þá urðu þeir um tvö hundruð og eru þá aöstandendur ekki taldir með. Mest eru þetta sjúkl- ingar sem eru að koma í hjartaaö- geröir en einnig er nokkuð um aðra sjúkUnga.“ Jón sagði að ástæðurnar fyrir því að svo margir íslendingar færu tíl Englands í hjartaaðgerð væru aöal- lega tvær. Englendingar væru framarlega á þessu sviði og svo væri flugferðin frá íslandi til Englands með því stysta sem í boði væri. „Ég tek á móti sjúkUngunum á flugveUinum. Þegar menn eru á leið í stóra aðgerð eiga þeir oft erfitt með að einbeita sér að praktískum hlut- um eins og að útvega sér dvalarstað eða að koma sér á sjúkrahús. Oft eru menn Uka stirðir í ensku og þekkja ekki til staðhátta hér. Svo þarf að koma á fundi sjúkUnganna og lækna og með ýmsa álíka hluti reyni ég aö vera sjúkUngunum og aðstandend- um innan handar." Fjölbreytilegt starf - Er þá starf sendiráðsprestsins 'frekar fólgið í þjónustu við sjúkUnga en kirkjulegum athöfnum? „Já, það má segja það þó ég líti á þetta starf sem prestsstarf. Ég er þó meö messur mánaðarlega, hef fram- kvæmt nokkrar hjónavígslur og skírnir og svo er starfandi hér kirkjukór sem ég hef mikinn áhuga á. En ég er hér líka eins konar fuU- trúi Tryggingastofnunarinnar því aUar tryggingagreiðslur til sjúklinga hér koma í gegnum mig. Ég er líka eins konar velferðarfulltrúi við sendiráðið. Ég ræði við þá íslendinga sem lenda í einhverjum vandræðum hér og leita tíl sendiráðsins og reyni að leysa úr vandamálunum. Svo hef ég starfað sem samningamaður fyrir heilbrigðisgeirann heima, tók meðal Jón A. Baldvinsson með foreldrum Halldórs Halldórssonar, þeim Halldóri Sigurðssyni og Aðalheiði Guðmunds- dóttur. DV-myndir ATA Sakna margs frá íslandi - Ertuaðhugsaumaðkomafljótlega heim til íslands? „Eins og ég segi þá hef ég aldrei gert ráð fyrir að vera mjög lengi í þessu starfi en ég hef ekkert ákveöið hvenær ég hætti eða hvort ég kem þá heim. En ég sakna margs frá ís- landi, mest fólksins og svo útiver- unnar og ósnortinnar náttúru en ég hef aUa tíð veriö mikið fyrir útiveru." - Hver eru þín helstu áhugamál? „Af íþróttum hef ég mestan áhuga á golfi og það stunda ég töluvert hér í London. Svo hef ég verið ástríðu- fuUur veiðimaður frá blautu hams- beini og hef stöku sinnum komist í að veiða með flugu hérna. Svo er ég mikUl tónUstaráhugamaður, hlusta á flestar tegundir tónUstar og fæ tals- verða útrás fyrir áhugann með því að syngja, til dæmis í kirkjukómum okkar hér,“ sagði Jón A. Baldvins- Jón með konu sinni, Margréti Sigtryggsdóttur. Myndin var tekin á þorra- son. blóti íslendingafélagsins i London á laugardaginn. -ATA veröur latur verður maður óhæfur til aö gegna hlutverkinu. Starfið er ákaflega bindandi en um leið skemmtUegt og sérlega þakklátt. Hafi ég gert einhveija góða hluti finn ég það strax á viðbrögðum sjúkling- anna og það er einstaklega ánægju- legt. Mér líkar vel að búa í London en það er ekki gott að vera barn hér. Það fengu dætur mínar að finna, þeim fannst þær missa sjálfstæði sitt því það var ekki öruggt fyrir ungar stúlkur að vera einar á ferU til dæm- is á kvöldin. Þær era núna á íslandi, sú eldri er í Menntaskólanunm á Akureyri og sú yngri í Héraðsskólan- um að Laugum. Svo á ég son frá fyrra hjónabandi. Hann er húsasmiður á Húsavík og er búinn aö gera mig að afa.“ annars þátt í því að semja við enskar heUbrigðisstofnanir varðandi það sem heima var kaUað „íslensk glasa- börn“.“ Jón útskrifaðist árið 1974 úr guð- fræðideildinni og vígðist þá beint til StaðarfellsprestakaUs í Þingeyjar- sýslu. 1978 fór hann tíl framhalds- náms í Edinborg þar sem hann lagði stund á sálgæslu og ráðgjöf með sér- staka áherslu á sjúkrahúsaþjónustu. Þegar hin mikla aukning varð á ferð- um íslenskra hjartasjúkhnga til Englands 1983 var þess farið á leit við Jón að hann tæki að séf starf sendiráðsprests og. þá sérstaklega með þjónustu viö sjúklinga í huga. „Ég hef ekki hugsað mér að gegna þessu starfi til eUífðarnóns því um leið og maður eldist í svona starfi og trú hjálpuðu þeim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.