Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988.
17
Lesendur
„í innanbæjarakstri er algjör óþarfi að nota ökuljós í sólskini og blíðskapar-
veðri“, segir m.a. í bréfinu.
Um nýju umferðariögin:
Munu auka umferðarvandann
1572-3202 skrifar:
Hinn 1. mars nk. ganga í gildi ný
umferöarlög. í þeim eru nokkur ný
ákvæði sem mig langar til aö fara
um nokkrum oröum. Fyrst skal
minnst á það óhagræöi sem skapast
af því að skikka alla ökumenn tU aö
nota ökuljós allan sólarhringinn, allt
áriö. Sjáist nokkur bíll ljóslaus skal
ökumaður hans sektaður. Þeir sem
lögin setja, telja ljósanotkun auka
öryggið í umferðinni
Rétt er það að við vissar aðstæður
er sjálfsagt að menn noti Ijósin, t.d.
í dimmviðri og á vegum úti á landi,
þar sem ryk er mikið. En í innan-
bæjarakstri er, að mínum dómi,
algjör óþaríi að nota ökuljós í sólsk-
ini og blíðskaparveðri. Sjái menn
ekki bílana nema með ljósum ættu
þeir að láta athuga sjónina í sér.
En það sem mestu máli skiptir er
að hér er enn eina ferðina verið að
hafa vit fyrir fólki, að láta reglur
segja fólki hvað það á að gera í stað
þess að láta það um að meta aðstæð-
urnar sjálft.
Þetta sama á við um bílbeltin. Þau
gera gagn við vissar aðstæður en
geta Uka drepið fólk við aðrar að-
stæður. Þannig er mjög vafasamt, að
mínum dómi, að vera að skylda fólk
til þess að nota bílbeltin.
í nýju umferðarlögunum er líka
sterkur áróður fyrir því að sem flest-
ir aki á hægri akrein þar sem tvær
eru. Þar kemur annað til. Ef menn
aka t.d. eftir Miklubrautinni og nálg-
ast hringtorg og eru á hægri akrein
er oft erfitt að skipta um akrein til
að komast í innri hringinn, þar sem
umferðarþunginn er gífurlegur og
íslendingar ekki mikið fyrir að gefa
öðrum tækifæri, alla vega ekki í
umferðinni.
En að lokum langar mig til að víkja
að einu atriði sem mér persónulega
hst einnig mjög illa á. Það er að nú
á ekki að kalla á lögregluna verði
árekstur, nema um meiðsli sé að
ræða. Nú eiga menn sjálfir að semja
skýrslur á þar til gerð eyðublöð sem
bifreiðaeigendum verða send. Ég
bara spyr: Hvemig dettur nokkrum
manni í hug að ætlast til þess að þeir
sem í árekstri lenda vindi sér bros-
andi út úr bíl sínum og geri skýrslu
um það t.d. að þeir hafi sjálflr „'svín-
að“ en ekki bílstjórinn á hinum
bílnum?
Ég er hræddur um að það geti end-
að með handalögmálum og þá þarf
örugglega að kalla til lögreglu. - Það
var kominn tími til að fá ný um-
ferðarlög en þvi miður held ég að
þessi nýju lög séu fremur til bölvun-
ar en hitt og aðeins samin með það
í. huga að auka umferðarþungann,
sem nú er nægur fyrir.
Lesendakönnun sem villir fyrir
Framkvæmdastjóri skrifar:
Stjórnendur fyrirtækja eru dag-
lega að taka ákvarðanir um hvar
þeir eigi að auglýsa. Til viðmiðunar
hafa þeir eigin reynslu, upplýsing-
ar frá fjölmiðlum og kannanir.
Hvers konar mynd er það sem
kannanir gefa þegar spurt er í les-
endakönnun Verslunarráðs ís-
lands hvort viðkomandi haíi lesiö
blaðið?
í þessari spurningu kemur ekki
fram hvaða tölublað af viðkomandi
blaði aðpurður hefur lesið. Keypti
hann t.d. 1. tbl„ 2. thl., 3. tbl. eða
kannski 9. tbl. af viðkomandi blaði?
- Auglýsendur verða því að deila í
niðurstöðutölu í könnuninni til
þess að fá svar. Vandinn er hins
vegar sá að þaö liggur ekki ljóst
fyrir með hvaða tölu á að deila.
Þegar ekki er spurt um ákveðið
blað og sýnd forsíöa þess er slík
könnun marklaus. Svarið getur
einfaldlega átt við eitt tölublað af
mörgum. - Þess vegna getur þaö
verið mjög arðbært fyrir útgefanda
að senda út þúsundir eldri blaða,
sem ekki hafa selst, fyrir slíka
könnun til þess áð hafa áhrif á
hana.
Verslunarráðið og Félagsvísinda-
deild Háskóla íslands verða að
framkvæma nýja könnun. Könnun
sem ekki er kynnt fyrirfram og
gefur skýr svör við því hversu
margir hafa lesiö tiltekið eintak af
blaði, eða eru áskrifendur að því.
HVAO FÍRDU FYRIR AUCLÍSINCUNA?
LESENOAKÖNNUN Á TInARITUH
Verslunarráð íslands stendur fyrlr könnun á útbrelðslu og lestrl
tímarita á ncstunnl. Könnun þessi er afrakstur samstarfs á vegum
ráösins milli aug1ýslngastofa, nokkurra stórra auglýsenda og
útgefenda tímarita.
Könnun þessl veröur gerö af Félagsvís1ndastofnun Máskóla íslands
og stuðst er viö 2000 manna úrtak úr þjóðskrá. Tímasetning könn-
unarlnnar er óráðtn en veröur á ncstu vikum eða mánuöum.
Könnunin hefur víötekt gildi fyrir auglýsendur þar sem þeir fá
markvlssar upplýsingar um útbreiöslu tfmaritanna í könnunlnnl.
Einnig koma fram upplýsingar um lesendahóp þelrra og hvar og
hvernig þau eru lesin.
Fyrlrtcki sem auglýsa fyrir hundruö þúsunda eöa Jafnvel milljónir
á hverju ári geta notfcrt sér þessar upplýsingar til þess að fá
sem mest fyrir það fé sem fer í auglýsingar.
NIÐURSTÖOUR KÖNNUNARINNAR VER0A GEFNAR ÚT 1 SKÝRSLU SEM K0STAR
KR. 8000.-. ÞÉR ER HÉR ME0 B0DID A0 CERAST ASKRIFANDI AÐ
SKÝRSLUNNI. SÍMI VERZLUNARRAOSINS ERi 8 30 88 0G SICMAR ÞORMAR
GEFUR ALLAR UPPLýSINGAR.
í könnuninnl eru tvenns konar upplýslngar. Annars vegar er
almennur hluti þar sem öll blööin í könnuninnl eru meö. Þar er
m.a. spurt um:
- Hvort viðkomandi hafi lesið blaðið.
- Hvort viökomandi lesi erlend tfmarit.
- Hversu margir séu á heimilinu.
- Hvaða starfi viökomandi gegni.
- Hverjar helldartekjur heimilisins séu.
Verslunarráðið stóð fyrir könnun á útbreiðslu og lestri timarita á dögun-
um. - Bréfritari vill láta gera nýja könnun.
MARKADUR
...ó fullri ferct
Á bllamarkaði DV á
laugardögum, auglýsa
fjöldi bllasala og
bllaumboða fjölbreytt
úrval blla af öllum
gerðum og I ölium
verðflokkum.
^ll J
L_
AUGLÝSENDUR
ATHUGIÐ!
Auglýsingar I bllakálf
þurfa að berast I slðasta
lagi fyrir kl. 17:00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar I helgar-
blað þurfa að berast fyrir
kl. 17:00 föstudaga.
Slminn er 27022
BLAÐAUKI
ALIA
LAUGARDAGA
Klæða allir framhaldsskólanemar sig eins? Eða er það mismunandi eftir
skólum? Blaðamaður DV fór á stúfana, heimsótti nokkra framhaldsskóla
og ræddi við nemendur um þetta. Niðurstöðurnar verða birtar í máli og
myndum í Lífsstíl DV á morgun.
I Lifsstíl á morgun verður fjallað um
hversu lengi happdrættin eiga að
geyma ósótta vinninga og hvort sá
frestur sem þau gefa sinum vinn-
ingshöfum sé löglegur. Þessi frestur
hefur yfirleitt miðast við eitt ár, en
nú hefur eitt happdrættið auglýst að
vinninga beri að vitja innan mánað-
ar. Sjá nánar í DV á morgun.
þeir og lesa bókmenntir af innlifun? DV hafði sambard við nokkra fram-
haldsskóla og kannaði hverjar væru vinsælustu námsbrautirnar. Sjá nánar
í Lífsstil DV á morgun.
tvvO