Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Qupperneq 18
18
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Michael Caine
- breski leikarinn kunni -
hefur leikið í mörgum metn-
aðarfullum myndum upp á
síðkastið. Myndirnar Educat-
ing Rita og Hannah and Her
Sisters bera gott vitni um
það. En nýjasta hlutverk hans
er í kvikmyndinni Jaws IV
og virðist það ekki vera eins
merkilegt. Michael Caine
segist aðeins hafa leikið í
myndinni fyrir þrábeiðni
dóttur sinnar sem vildi fá
pabba til þess að leika í has-
armynd.
Henrik prins
- eiginmaður Margrétar
Danadrottningar - kvartaði
undan því í viðtali við franska
sjónvarpsstöð hversu erfitt
væri fyrir sig að lifa eigin lífi
fyrir blaðamönnum. Auk þess
væri ekki auðvelt hlutskipti
að vera númer 2 á eftir
Margréti. En hann hefði þó
lært það að honum væri brýn
nauðsyn á að halda vinsæld-
um sínum meðal almennings.
Hann komst í fréttirnar um
daginn fyrir að hafa marg-
sinnis verið tekinn fyrir of
hraðan akstur og þótti ekki
til fyrirmyndar.
Madonna
er ekki hætt kvikmyndaleik
5Ó hún hafi fengið slæma
dóma fyrir síðustu myndir
sínar. Hún tók nýlega að sér
að leika Ritu Hayworth í
samnefndri sjónvarpskvik-
mynd. Madonna segir að líf
Hayworth hafi verið sérlega
viðburðaríkt og áhugavert og
Dess vegna hafi hún tekið
jetta hlutverk að sér.
Sæmundur Oskarsson, formaður KA-klúbbsins í Reykjavík, færði félaginu
peningagjöf og einnig bikar sem veita skal íþróttamanni KA ár hvert.
Glatt á hjalla
hjáKA-mörmum
Gylfi Kristjánsson, DV, Alcureyii
Knattspyrnufélag Akureyrar varð
60 ára í byijun ársins og var þeirra
merku tímamóta minnst með veg-
legri afmælishátíð í Sjallanum fyrir
nokkrum dögum.
Þangað fjölmenntu KA-menn á öll-
um aldri og gestir þeirra. Mikið var
um dýrðir, skemmtiatriði flutt, ræð-
ur voru að sjálfsögðu einnig á
dagskránni eins og vera ber og menn
voru heiðraöir í bak og fyrir.
Þrír KA-menn þágu gullmerki
íþróttasambands íslands úr hendi
Sveins Bjömssonar, forseta ÍSÍ. Þaö
voru þeir Skjöldur Jónsson, Guð-
mundur Heiðreksson og Stefán
Gunnlaugsson. Gullmerki KA var
afhent í fyrsta skipti og þaö hlutu
Hermann Sigtryggsson, Jón Am-
þórsson, Hörður Tuhnius, Stefán
Gunnlaugsson, Gunnlaugur Bjöms-
son og Óðinn Ámason.
Gylfi Þórðarson, varaformaður
Knattspymusambands íslands,
sæmdi átta menn guhmerki KSÍ. Þeir
vom Tómas Steingrímsson, Helgi
Schiöth og Jón Sigurgeirsson, en þeir
þrír skipuðu fyrstu stjóm félagsins,
Páh Línberg, Einar Helgason, Ragn-
ar Sigtryggsson, Stefán Gunnlaugs-
son og Jón Stefánsson, en Gylfi gat
þess til gamans að sá síðasttaldi væri
fyrsti leikmaður íslands úr 14-2
leiknum fræga sem hlyti gullmerki
KSÍ.
Að dagskrá lokinni gengu KA-
menn og gestir þeirra til dansgólfs
og iökuðu fótamennt sína frameftir
nóttu og var að venju mikið fjör í
Sjallanum.
Sveinn Björnsson, forseti ISI, ásamt fimm fyrrverandi formönnum KA sem allir hafa hlotið gullkross ÍSÍ. F.v. Hermann Sigtryggsson, Haraldur Sigurðs-
son, Sveinn Björnsson, Tómas Steingrímsson, Knútur Otterstedt og Haraldur M. Sigurðsson.
Guðmundur Heiðreksson, formaður KA, tekur á móti gestum í anddyri Sjall-
ans. Myndir Norðurmynd
Við eitt veisluborðið í Sjallanum. Þar sitja ýmsir fyrrverandi forystumenn
KA, forseti ÍSÍ og eiginkonur þeirra.
Nýstárlegt
salemi
Veriðeraðleggjalín-
urnar fyrir hönnun
snyrtitækja næsta ára-
tugar og hægt er að
kynna sér hugmyndir
í þá átt á alþjóðlegri
sýningu í Tokýo.
Meðal þeirra gripa,
sem mesta athygli
vekja, er óvenjulegt
salerni sem er gjöró-
líkt þeim sem maður á
að venjast. Hönnuðir
þess eru enskir, og
hver veit nema þannig
hönnun verði ráðandi
Ólíkt er nú meira spennandi að setjast á þetta í framtíðinni í gerð al-
salerni en þessi gömlu. símamynd Reuter menningssalerna.
Þeir Wayman Tisdale og Charles
Barkley úr körfuboltaliðunum In-
diana Pacers og Philadelphia 76ers
hafa greinilega gaman af því að
kenna Nancy Reagan að troða bolt-
anum i körfuna. Sfmamynd Reuter
Góð í
körfu?
Það hefur lengi verið siður í Banda-
ríkjunum að forsetafrú landsins taki
að sér forsjá ýmissa velferðarmála.
Nancy Reagan er engin undantekn-
ing í þessu efni og hefur verið í
forystusveit þeirra sem vinna gegn
eituriyfjavandamálinu í Bandaríkj-
unum. Hún hefur talsvert ferðast um
Bandaríkin til þess að afla málstaðn-
um stuðnings og íjármagns.
Nýlega fór hún til Indianapohs og
var þar gestur á körfuboltaleik í NBA
deildinni. Þar áttust við liðin Indiana
Pacers og Philadelphia 76ers og kom
Nancy fram í leikhléi til þess aö afla
stuðnings. Til gamans fékk hún síöan
tvo risa sinn úr hvoru hði til að
hjálpa sér við að troða boltanum í
körfuna við góðar undirtektir áhorf-
enda.