Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988. 21 Iþróttir Knattspyma: Héðinn í Þrótt Héðinn Svavarsson frá Vest- mannaeyjum hefur ákveðið aö leika með Þrótti, Reykjavík, í 2. deildinni næsta sumar. Héðinn er miðjumaður og spilaöi nokkra leiki með ÍBV í 1. deildinni 1986 og skoraði síðan tvö mörk fyrir liðið í 2. deild á síðasta keppnis- tímabili. Eyjamenn hafa séö á bak þremur öðrum sterkum leik- mönnum í vetur. Hlynur Stefáns- son fór í Víking, Ómar Jóhannsson i Reyni, Sandgeröi, og Lúðvík Bergvinsson í Leiftur. -VS Laudrup gerði allt vitlaust Kratján Bemburg, DV, Belgiu: Daninn Mikael Laudrup gerði allt vitlaust á dögunum suður á Ítalíu er hann lét birta myndir af sér í búningi Liverpool. Viö þetta uppátæki lét hann einnig þau orð falla að sitt draumafélag væri Liverpool. Framkvæmdastjóri Juventus reiddist mjög þegar hann sá myndina og las ummælin og sekt- aði Laudrup um 120 þúsund íslenskar krónur. Einnig áminnti hann danska prinsinn að láta þessa hluti ekki endurtaka sig. Homburg ræður Júgga Homburg, botnlið Bundeslig- imnar í knattspymu, réö á dögunum Júgóslavann Slobodan Zendec sem þjálfara í stað Gerds Schwiekert sem sagði upp um helgina. Zendec er þegar tekinn við liðinu sem er í æfingabúðum í Suður-Frakklandi en hann er 49 ára og ekki ókunnugur vestur- þýsku knattspymunni. Hann þjálfaði lið Oberhausen og Saar- brúcken á árunum 1974-80. -SB Guðmundur Torfason: „Ég get rétt eins komið heim til ísland í vor‘ ‘ - segir Guðmundur Torfason, leikmaður hjá Winterslag i Belgíu „Þetta er búið að vera feikilega erfitt hjá Winterslag og staöa liðsins orðin frekar slæm,“ sagði Guðmund- ur Torfason, knattspyrnumaður í Belgíu, í samtali við DV í gær. Hann leikur með fyrstu deildar félaginu . Winterslag en liðið er nú í botnsæti Inni og hefur lengst af vetrar sótt á bratt- ann. 1„Sjálfur er ég búinn að vera meidd- ur og hef því ekki náð að einbeita mér sem Skyldi,“ sagði Guðmundur jafnframt í spjallinu. „Ég er í meðferð hjá lækni á hverj- um degi og verð að vona það besta um framhaldið. Ég á viö slæm bak- meiðsli að stríða og fékk að auki vont spark á hásin nú nýveriö sem bætti síst úr skák.“ - Nú á liðið ekki bara erfitt í deild- inni því komið hefur til tals að sameina það öðru félagi, Waterschei, sem leikur í annarri deild... „Þetta er nú allt á umræðustigi. Það sem maður hefur heyrt er að endanleg ákvörðun í þessu máli verði tekin í vor. Þetta mun á margan hátt ráðast af því hvort Winterslag nær að halda sæti sínu í fyrstu deild." - Hvernig líkar þér að öðru leyti hjá Winterslag? „Okkur unnustu minni líkar mjög vel hér í Belgíu en það er óneitanlega viss óvissa um framhaldið hjá félag- inu þar sem það situr nú í botnsæt- inu. Það hefur ýmislegt gengið á enda hafa þrír þjálfarar fokið það sem af er tímabilinu. Það er á hreinu að ég verö ekki áfram hjá félaginu ef það fellur niður í aðra deild. Samningur minn rennur út í vor og þá sé ég bara til hvernig málin þróast. Ég get rétt eins komið heim til íslands í vor en sem stendur verð ég bara að sjá hvemig liðinu vegnar og málin þró- ast,“ sagði Guðmundur. -JÖG Landsliðsmaðurinn Guðmundur Torfason er hér í búningi Winterslag. Svo kann áð fara að hann leiki hér heima á komandi sumri. DV-mynd Marc De Waele STARTARAR Yfirleitt fyrirliggjandi fyrir flestar teg. disilvéla. í fólksbila: M. Benz 200, 220, 240, 300. Oldsmobile, GM 6.2, Land Rover o.fl. í sendibila: M. Benz 307, 309, kálfa o.fl. í vörubíla & rútur: M. Benz, Volvo, Scania, Man, Bedford, Trader o.fl. í vinnuvélar: Broyt, Caterpillar, Payloader, Clark, Ursus, Ferguson, Zetor, Same, Hyster, Deutz o.fl. í bátavélar: Lister, Volvo Penta, Scania, Cummings, Cat, Ford, Mercruiser o.fl. Mjög hagstætt verö. Einnig tilheyrandi varahl., s.s. anker, segulrofar, bendixar o.fl. BILARAF HF., f i Mf- Borgartúni 19 - Sími 24700. Maraþoneinvíginu lokið - Everton fer áfram í bikamum Everton markaöi tímamót í sögu enska bikarsins í gærkvöldi. Liðið varö þá fyrst allra 1. deildar félaga frá seinna stríöi til að þreyja sjö leiki til þess eins að komast í fimmtu umferð keppn- innar. í gærkvöldi náði Everton aö leggja 2. deildar lið Middles- brough að velli í þriðju tilraun, 2-1, og réð sjálfsmark Tony Mow- bray úrslitum. Fyrra mark Everton gerði Graeme Sharp en mark Middlesbrough í net Ever- ton gerði Stuart Ripley. -JÖG Sundmót í Austur-Beriín: „Ég ersáttur við 10. sætið miðað við allar aðstæður" segir Eðvarð Þór sem lenti í 10. sæti í 100 m baksundi í gærkvöldi „Miðað við tímann í undanrásun- um fyrr um daginn er ég mjög sáttur við þann árangur sem ég náði í úr- slitasundinu. Þetta er besti tími sem ég hef náð óhvíldur og órakaður á þessum árstíma. Allir sem voru fyrir framan mig í sundinu eru greinilega í toppæfmgu og rakaðir," sagði Eð- varð Þór Eðvarðsson sundmaður í samtali við DV í gærkvöldi en á mjög sterku alþjóölegu sundmóti, sem fram fer í Austur-Berlín, hafnaöi Eövarð Þór í 10. sæti í 100 metra bak- sundi á tímanum 58,52 sekúndur. Keppendur frá 23 löndum taka þátt í mótinu. • Að sögn Eðvarðs er þetta mun sterkara mót en hann átti von á. Margir af sterkustu sundmönnum í heiminum eru samankomnir í Aust- ur-Berlín. 35 keppendur voru í 100 metra baksundinu og er árangur Eðvarðs því vel viðunandi en hann mætti óhvíldur til leiks í þessa keppni. íslandsmet Eðvarös í 100 metra baksundi er 57,15 sekúndur sem nægt hefði honum í annað sætið í keppninni í gær. • Dirk Richter frá Austur-Þýska- landi sigraði í 100 metra baksundinu á 57,08 sekúndum. í öðru sæti varð Thorsten Kaiser frá Austur-Þýska- landi á 57,29 sekúndum og þriöji varð Georgi Michaelew frá Búlgaríu á 57,48 sekúndum. • „Þetta er alsterkasta sundmót sem ég hef mætt á fyrir utan heims- og Evrópukeppni. Ég er mjög ánægður með árangur Eðvarös því að við verðum að hafa í huga hvaöa árstími er og þar af leiðandi er Eð- varð Þór ekki í toppæfingu. Annars á þátttaka Eðvarðs á þessu móti eftir að skila honum góðri reynslu og einnig sér hann hvar hann stendur miðað við aðra baksundsmenn á mótinu," sagði Friðrik Ólafsson, þjálfari Eðvarös, í samtali við DV í gærkvöldi. • í dag tekur Eðvarö Þór þátt í 200 metra baksundi og sagðist hann vera sæmilega bjartsýnn á góðan árangur. „Þeir hafa vissulega forskot þeir sem eru hvíldir og rakaðir,“ eins og Eð- varð Þór komst að orði við DV í gærkvöldi. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.