Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Sandkom Fyrrmánúrota... íslendingar oru gjarnan fljótiraðgrlpa þaðáloftief einliwrjutn verðuráí messunniog skemmtilegar sögur eru bún- artilífram- haldi af þvi. ,la, skemmtöegar? Kannskiekki fyrirþásem fyrir þeim verða en skoplegar samt fyrir iöa þenkjandi einstakiinga. Nú er sem sé komið upp í þjóð- félaginu nýtt orðtak sem notað er ef einhverþykirgangaoflangt: „Fyrr má nú rota en handleggsbijóta!" og svo er bætt við: „eins og þeir segja í löggunni!“ Mayday -mayday! Þessir sömu skálkar, sem eruaðgeragys að lögreglunni, látaekkistaðar numiðöghalda þvíframað málhreinstm- .trnefndinnan lögreglunnar haíikomistí spilið og ætli nú aðhafaáhrifá talsmátalög- regluþjóna. Nefndin segir að ekki sé við það unandi að löggur séu aö kaöa einhver útlend orð á milli sín í tíma ogótíma. Meöal þess sem fór fyrir hjartað á málhreinsunarnefndinni var neyðar- kall lögreglumanna. Ef þeir lenda í vandræðum hafa þeir hingað til sent út alþjóðlcga neyðarkallið „mayday - mayday". í ljósi síðustu viðburða hefur þvi kalli veriö breytt og nú munu lögreglumenn, sem staddir eru í háska, senda út kallið „pabbi - pabbi!“ Við seljum þessa sögu ekki dýrar en viö keyptum hana. Svartur dagur! Mogginnbirti ígærunnend- um klám- mynda sorglegar fregnir.Þar segfraðklám- myndastjarna séívalinnfaö- in! Fréttinni fylgirtveggia dálkamyndaf klámstjöm- ■ unniogerengu líkara en að blaðamaður taki lát stjörnunnar nærri sér. Maður þessí, John Holmes, varafkunnugum aldr- ei talinn góður leikari en hæfileikar hans fólust vist fremur í náttúruieg- um eiginleikum og stærðum en nokkm öðm. En Mogginn fórnar samt undir þessa voðafrétt tveggja dálka my nd og frétt þar sem sagt er frá því að Holmes hafi notið fjórtán þúsund kvenna á ferlinum og hafi síðan látist vegna krabbameins í ristli! Væri það ekki nóg... ? Ogtalandi um veikindi. Á nefndarfundiá Alþingifyrir nokkru þuifti StefánVal- geirssonal- þingismaðurað násambandi viðyfirdýra- læknivegna upplýsingauin málefnier tengdustfrum- varpi tö laga um dýralækna. Ein af símastúlkum Alþingis fékk það hlutverk að hafáúppi á yfirdýra- lækni. Eflir nokkra stund hringdi hún 1 fundarherbergið og sagði aö sér hefði ekki tekist aö ná í yfirdýra- lækni fyrir Stefán Valgeirsson en baetti svo við: „En er ekki bara nóg að ég nái í heimilislækninn fýrir hann?“ Umsjón Axel Ammendrup Atvinnumál DV Háskólinn og afvinnulrfið: Samstarf eða samkeppni Háskóli Islands tók þá stefnu fyrir nokkrum árum að auka tengsl Há- skólans við atvinnulífið. Stofnanir Háskólans eru rösklega þrjátíu en sex stofnanir á vegum HÍ falla nú undir það sem kallast Rannsókna- þjónusta Háskóla íslands. Stofnan- irnar eru: Félagsvísindastofnun, Málvísindastofnun, Verkfræöistofn- un, Raunvísindastofnun, Lagastofn- un og Líffræðistofnun. Hlutverk þeirra er að sinna rannsóknum á sínu sviði auk þess aö skapa rann- sóknagrundvöll fyrir kennara Háskólans. Starfsmenn eru oft kenn- arar innan skólans auk aðstoðar- manna. Þar að auki eru stofnanirnar oft rannsóknavettvangur fyrir nem- endur sem lokið hafa grunnnámi. Samkeppni við atvinnulífið Samstarf við íslenskt atvinnulíf er eitt markmiða þessara stofnana en sumar þeirra eru óvefengjanlega í samkeppni við atvinnulífið. Líta sumir svo á að í samkeppninni hafi þær nokkuð forskot á aðra þar sem þær geta notað nafn Háskólans sem eins konar gæöastimpil sér til fram- dráttar. Til dæmis vinnur Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands í beinni samkeppni við Skáís og Hagvang við gerð skoðanakannana. Verkfræði- stofnun vinnur einnig í sumum tilfellum að verkefnum sem ýmsar verkfræðistofur gætu framkvæmt. Oft á tíöum vinnur stofnunin þó að veigameiri verkefnum en litlar verk- fræðistofur geta ráðið við. Engin meginlína mörkuð Stofnanirnar eru mismunandi stórar, eiga sér mislanga sögu og hafa allt frá einum starfsmanni upp í marga tugi. Fjárhag þeirra og rekstrargrundvelli er einnig háttað á mismunandi vegu þannig að engin meginlína virðist hafa verið mörkuð um rekstur þeirra. Raunvísindastofnun Háskólans tók til starfa 1966. Við Raunvísindastofn- un starfa jafnt kennarar og sérfræð- ingar er hafa rannsóknir sem Háskólastofnanirnar eru mismun- andi stórar. Lögfræöistofnun hefur t.d. eift herbergi til umráða í Lög- bergi og engan fastan starfsmann. aðalstarf. í heild er starfsliöið um 70 manns. Raunvísindastofnun er eina stofnunin sem er algerlega sjálfstæð fjárhagslega. Af þjónustuverkefnum má nefna sérhæíðar efnagreiningar, smiði á mæli- og kennslutækjum, eðlisfræðileg vandamál við málm- bræðslu, upplýsingar varðandi tímatal, tölvuútdrátt í happdrættum og rannsóknir varöandi beislun á jarðhita. Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands var komið á fót við félagsvís- indadeild í júní 1985. Meðal þjónustverkefna stofnunarinnar eru þjóðmálakannanir, fjölmiölakann- anir og kjarakannanir. Félagsvís- indastofnun starfar fyrir sjálsaílafé þ.e. fær ekki fjárveitingu á íjárlögum en HI útvegar húsnæöi. Fyrir það greiöir stofnunin 10% af útseldri vinnu í rannsóknasjóð HÍ. Rekstri hinna er yíirleitt svipað varið nema þær starfa flestar að hluta til fyrir sjálfsaflafé og að hluta tii fyrir flár- veitingar. Fáir fastir starfsmenn vinna við Félagsvísindastofnun en stofnunin ræður til sín fólk tíma- bundið til að leysa ákveðin verkefni. Verkfræðistofnun tók til starfa 1977 í kjölfar þess aö hafin var kennla til lokaprófs í verkfræði við Háskól- ann. Við stofnunina starfa jafnt kennarar sem sérfræðingar sem hafa rannsóknir sem aðalstarf. Um 30 manns tengjast starfseminni. Hlut- verk starfseminnar er að að stunda rannsóknir og þróun á sviði tækni og verkvísinda. Stuðlað er að rann- sóknum á sviði verkfræði og á nýjum sviðum tæknivísinda. T.d. hefur þar verið unnið að rannsóknum á áhrif- um umhverfisþátta, t.d. vinds og jarðskjálfta, á mannvirki. Líffræðistofnun Háskólans var sett á fót 1974. Hlutverk Líffræðistofnun- ar er einkum að annast grundvallar- rannsóknir í almennri líffræði og miðlun upplýsinga á því sviði. Stofn- unin tekur einnig að sér verkefni fyrir aðra aðila. Líffræðirannsókir stofnunarinnar hafa aðallega beinst í tvo farvegi: vistfræði og sameinda- líffræði. Sem dæmi um verkefni Líffræðistofnunar má nefna grund- vallarrannsókn á gróðurvistfræði Þjórsárvera með sérstöku tilliti til fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda á efra vatnasvæði Þjórsár. Þessi rannsókn er gerð í samvinnu við Landsvirkjun. Þá hafa verið gerðar tilraunir með ltitaþolin ensím, í sam- vinnu við Iöntæknistofnun Islands og Raunvísindastofnun Háskólans. Þá má nefna rannsóknir á fuglalífi við Keflavíurflugvöll. Lagastofnun Háskóla íslands tók til starfa 1974. Kennarar lagadeildar eru einu starfsmenn stofnunarinnar en engir fastir starfsmenn eru við hana. Lagastofnun veitir ýmsa laga- lega ráðgjöf, s.s. gerðardómsmeðferð. Sex stofnanir á vegum Háskóla ís- lands falla undir Rannsóknaþjón- ustu Háskólans. Málvísindastofnun tók til starfa upp úr 1970 en starfsemin lagðist fljótiega niöur. Þráöurinn var síðan tekinn upp að nýju árið 1981. Stofn- unin hefur einn starfsmann á launum, !4 úr stöðugildi. Allir kenn- arar í íslenskri málfræði, almennum málvísindum og íslensku fyrir er- lenda stúdenta teljast hins vegar starfsmenn hennar. Megintilgangur Málvisindastofnunar er fræðilegar rannsóknir á íslensku máli en stofn- unin tekur einnig aö sér þjónustu- verkefni, s.s. handritalestur og þýðingar. Þeir sem annast þessa þjónustu eru starfsmenn hennar, aðrir sérfræðingar sem hún leitar til eöa háskólanemar í íslensku sem eru í þann veginn að ljúka námi. -JBj Nýr Herjólfur: Flutningageta tvöfaldast - Búist við hagnaði á þriðja ári Útboðsgögfi vegna fyrirhugaðs út- boðs á nýjum Herjólfi eru nú tilbúin. en áætlaður kostnaður vegna smíði skipsins er nokkuð á reiki. Skeikar þar verulegu eftir því hverj- ir hafa áætlað kostnaðinn og ef bornar eru saman hæstu og lægstu ágiskanimar skeikar þar um 200 milljónum króna. Þannig álítur bandarískt fyrirtæki að kostnaður- inn geti numið um 400 milljónum króna á meðan dönsk skipasmíða- stöð telur kostnað um 600 mtiljónir. Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Heijólfs hf., sagöi að Herjólfs- menn gerðu ráð fyrir því að kostnaöur við skipasmíðina gæti numið um 500 milljónum króna en sagði þó að sú tala væri í raun ágisk- un. Bjóst hann við því að verkið yrði boðið út á næstunni og þá myndu kostnaðartölur liggja skýrar fyrir. Bjóst Magnús við því að skipið yrði byggt erlendis en byggingartími er áætlaður 14 til 18 mánuðir. í lánsflárlögum í ár var gert ráö fyrir 100 milljónum til þessa verkefn- is en sú upphæð var lækkuð í 75 milljónir þegar gripið var til sér- stakra efnahagsaðgerða nýlega. Þá var heimtid frá því í fyrra fyrir 25 milljóna króna lánsfjárheimild sem var ekki notuð þannig að í ár er úr 100 mtiljónum að spila í byggingu nýs Herjólfs. Þegar lánsflárheimild vegna bygg- ingar Herjólfs var til umræðu á Alþingi var lögð fram skýrsla eftir Þorkel Sigurlaugsson þar sem metin var hagkvæmni þess að byggja nýjan Herjólf og er þar flallað m.a. um flutningaþörf nýs skips. í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast sé að selja gamla Herjólf og byggja nýtt skip en talið er aö nýr Herjólfur gæti orðið tilbúinn til notkunar áriö 1990. Ástæður þess að tahð er nauð- synlegt að byggja nýtt skip er sú að gamli Herjólfur er tahnn vera of dýr í rekstri ef miðað er við flölda í áhöfn og há laun. Þá er skipið talið óhent- ugt, bæði hvað varðar mikinn tíma sem fer í lestun og losun og einnig getur Herjólfur ekki flutt venjulega vörugáma sem eru pð verða allsráð- andi í vöruflutningum. Þá er gang- hraði skipsins ekki talinn nægilegur en nauðsynlegt er talið að Herjólfur geti siglt tvær ferðir á milli lands og Eyja á 12 klukkustundum. Því þurfi ganghraðinn að vera 17 mílur en ganghraði Heijólfs er nú 12 til 13 mílur. Ein helsta röksemdin fyrir því að rétt sé að kaupa nýtt skip er sú að Heijólfur er í raun þjóðvegur tti Vestmannaeyja og því gildi í raun sömu sjónarmið um skipið og gilda um þjóðvegi í landinu. Rekstur Heijólfs hefur ekki skilað hagnaði en tekjur hafa ekki staðið undir öðru en beinum rekstrarút- gjöldum. Árið 1986 var tap á rekstri skipsins upp á 10 milljónir en tapið var 20 mtiljónir árið áður. Um ára- mótin 1986 og 1987 voru heildareignir 68,1 milljón króna og voru fastaflár- munir þar af 57 mtiljónir króna. Talið er að flutningageta nýs Her- jólfs þurfi að vera átta 40 feta dráttar- vagnar og að minnsta kosti 60 btiar og að skipið geti flutt 60 farþega í klefum og 400 í sætum. Áætlað er að tekjur muni aukast á næstu árum yfir 100% með tilkomu nýs skips en flutningageta nýs Heijólfs er talinn munu verða 100% meiri fyrir vörur en nú er og 50% meiri vegna farþega. Varðandi væntanlegan rekstrar- kostnað nýs Herjólfs er tahð að hann muni vera 120.000 krónur í hverri ferð en það er fyrir utan flármagns- kostnað. Sambærtiegur kostnaður fyrir núverandi skip er 138.000 krón- ur. Miðað við sambærtiegan ríkis- styrk og verið hefur og óbreytta gjaldskrá er talið að rekstrarafkom- an á nýju skipi verði sú sama og verið hefur fyrstu tvö árin en hagnaðar sé von á þriðja ári. Ríkisstyrkur með Heijólfi nam árið 198616,8 milljónum króna. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.