Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. 35 Mikið var'oft á tiðum lagt i ferming- arkjóla stúlkna og voru þeir oft sérsaumaðir fyrir þessa athöfn. Þessi kjóll er síðan 1953. Fjölbreytnin er mun minni í ferming- arfatnaði drengja og breytist lítið i gegnum árin. Þessi fermingarmynd var tekin 1966 og sýnir hinn hefð- bundna fermingarfatnað drengja, jakkafötin. Fermingarfatnaður fylgir mjög duttl- ungum tískunnar, á sjöunda ára- tugnum var hippatímabilið í algleymingi og sumar stúlkur lögðu pilsunum og fermdust í buxum. Fram undir lok sjötta áratugarins fermdust stúlkur i síðum, hvitum kjólum, ekki ósvipuðum brúðarkjól- um. Þessi mynd var tekin 1943 Ljósmynd: Skafti Guðjónsson (Ljósmyndasafn Reykjavikurborgar) LífsstíU Fermingin: Jákvæð og minnisstæð athöfn Rúmlega 4.000 unglingar eru á fermingaraldri um allt land og má bú- ast við að allt að 1.500 börn fermist á höfuðborgarsvæðinu í vor. Fermingin er helg athöfn sem markar fyrstu skref unglings á full- orðinsbrautinni. Þessi dagur liflr í minnum margra _þegar fram líða stundir og flest munum við eftir okkar fermingardegi. Rúmlega 4.000 unglingar eru á fermingar- aldri á landinu öllu í ár og er búist við að um 1.500 börn fermist á höf- uðborgarsvæðinu einu saman. í tilefni þessa leitaði DV til séra Ólafs Skúlasonar, dómprófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi, og spurði hann nánar út í þessa at- höfn. Hefðbundin athöfn Aðspurður sagði séra Ólafur að htlar breytingar hefðu átt sér stað á fermingarathöfninni sjálfri á síð- astliðnum árum. Áður fyrr spurðu prestar fermingarbörnin spurn- inga úr fræðunum á kirkjugólfinu en nú er það að mestu hætt. Viö athöfnina sjálfa lesa prestar úr Fjallræðunni og Sæluboðunum sem höfða til barnanna hvað varð- ar undirstöðuatriði lífsskoðunar og stefnu. Það er misjafnt hvort börnin velja sér ritningargrein til að fara með við þessa athöfn sjálf eða hvort prestamir gera þaö fyrir þau. Þau sem velja sér ritningargrein sjálf taka það mjög alvarlega að frnna ritningargrein sem þeim fmnst tengjast fermingunni og framtíð- inni, sagði séra Ólafur. Með því að leyfa þeim að velja sína ritningar- grein gefum við þeim tækifæri til að lesa Nýja testamentið. Börnin finna til ábyrgðar „Afstaða barnanna er eins mis- jöfn innbyrðis og hjá okkur full- orðna fólkinu. Flest þeirra taka ferminguna alvarlega og eftir því sem sjálf athöfnin nálgast eru þau samviskusamari og áhugasamari. Þau leggja sig meira fram og eru farin að taka betur eftir kirkjusið- um,“ sagði séra Ólafur. Aðspuröur sagði séra Ólafur að fermingarbörn fyndu til mjög mik- illar ábyrgðar gagnvart fermingar- athöfninni sjálfri. Þeim er ofarlega í huga hvort þeim takist sem skyldi að tengja hana framtíðinni. Mörg þeirra gera sér grein fyrir því að þetta er nokkurs konar vígsla til byijunar á fullorðinsárum sem og innleiðsla í kirkjuna sem þau eru búin að vera í síöan þau voru skírð. Við fermingarathöfnina taka þau fullnaðarskrefið sjálf. Undirbúningur hefst snemma Undirbúningur fyrir þessa athöfn hefst strax að hausti þegar börnin koma í skólann. Þegar nær dregur fermingunni sjálfri hitta þau prest- inn daglega. Þau lesa kverið sitt, læra nokkra Davíðsálma og gera vinnubók. Þau gera sér grein fyrir því að þetta er töluverð athöfn. Að sögn séra Ólafs eru örfá börn sem ekki láta ferma sig og hefur það hlutfall lítið breyst. Öllum börnum er gefið tækifæri til að ganga til spurninga, svo þau viti hveiju þau séu að hafna. Sum skipta um skoðun og láta ferma sig en önnur hafa ákveðið að láta ekki ferma sig og skipta ekki um skoð- un. Kyrtlarnir leiða til meira jafnræðis Kyrtlarnir, sem öll böm fermast í í dag, voru fyrst innleiddir af séra Jóni Guðjónssyni, presti á Akra- nesi. Ástæðan var tvíþætt: I fyrsta lagi var kostnaðurinn við ferming- una töluverður, drengirnir fengu jakkaföt, sem þeir notuðu e.t.v. aldrei meir, og stúlkurnar voru í skósíðum satínkjólum. í öðru lagi var mikið um samanburð á fatnaði barnanna. Með komu kyrtlanna var jafnræði á með börnunum, án tillits tii efna eða ástæðna. „Hvort þessi samanburður er enn við lýöi hefur farið fram hjá mér því hér em þau öll í kyrtlunum bæði við fermingarathöfnina og altarisgönguna," sagði séra Ólafur. „Sjálfsagt gætir þessa samanburð- ar enn, en þó ekki eins mikið og var.“ Jákvæður og minnisstæður dagur Oft á tiðum viröist boðskapur fermingarinnar gleymast í öllu því írafári sem fylgir veisluhöldum og gjafaílóði þessa dags. DV spurði séra Ólaf Skúlason að lokum hvort shkt væri algengt í dag. „Það væri óeðlilegt ef unghngur á þessum aldri fagnaði því ekki að vera miðdepill athyglinnar og fá gjafir frá vinum og vandamönnum, þó ekki sé nema þennan eina dag. Mér finnst þetta mjög eðhlegur hlutur. Ef fjölákyldan aðstoðar prestinn viö að benda unglingnum á að veislan og umstangið sé aðeins hluti af fermingunni, svona rétt til þess að gera tímamótin eftirminni- legri, þá er þetta jákvætt." Slíkt getur alltaf gerst að veislan og gjafirnar skyggi á tilgang ferm- ingarinnar, en ef börnin hafa hagnýtt sér undirbúninginn og fengið stuðning foreldranna er þessi dagur viss áfangi og upphafið að framtíðinni." TENSBi Fermingargjafir- Framtíðareign Combo 110, 40 vött LW-MW-FM Verð kr. 18.645,- Combo 135, 30 vött LW-MW-FM með fjarstýringu Verð kr. 16.559,- SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN H/F Nú á tveim stöðum Síðumúla 2 - sími 689090 - Laugavegi 80 - sími 17290

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.