Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Lífestm Fermingarföt fylgja duttlungum tískunnar Fermingarfatnaður fylgir duttl- ungum tískunnar ekki síður en önnur föt. Piltar og stúlkur á þessum aldri vilja helst vera svipað klædd og kaupa því gjarna líkan klæðnað fyrir þessa merku athöfn í lífi sínu. Oft á tíðum vill boðskapur ferming- arinnar gleymast í öllu því írafári sem fylgir fermingum og veislan, gjafirnar og fötin eru í fyrirrúmi. Hver man ekki eftir því að hafa spurt bekkjarsystkini sín hvernig fermingarföt þeirra væru? Álit vina og bekkjarsystkina vegur mun meira en álit mömmu og pabba og er ferm- ingarfatnaðurinn valinn í samræmi við það. Það er ekki eingöngu í dag sem fermingarfatnaðurinn fylgir straumum tiskunnar, hann hefur gert það alveg frá aldamótum. Síðir, hvítir kjólar Um aldamótin var algengt að stúlk- ur fermdust í síðum, hvítum kjólum, ekki ósvipuðum brúðarkjólum. Á þessum tíma var stéttaskipting mun meiri en er í dag og fátækt algeng- ari. Það var því ekki á allra færi að láta sauma fermingarkjólinn og var hann því oft fenginn að láni. Heldri manna dætur á fyrstu tveimur tugum aldarinnar fermdust gjarna í íslenska búningnum en al- múginn hafði ekki tök á að láta sauma slíkan búning og varð því að fá lánaðan hvítan kjól. Hvítt var al- gengasti liturinn á fermingarfatnaði stúlkna á þessum tíma og heyrði til undantekninga ef fermingarkjóllinn var í öðrum lit. Kjólhnn var mjög skrautlegur, blúndulagður og ísaum- aður. Því rýmri sem fjárhagurinn var því meira var lagt í kjólinn. Á fyrstu tugum aldarinnar saum- uðu saumakonur og saumastofur alla fermingarkjóla fyrir dætur betur stæðra borgara. Þessir kjólar voru notaöir sem sparikjólar að lokinni fermingunni og margar stúlkur nýttu sér þessa kjóla þegar fram liðu stundir, lituðu þá og notuðu á dans- æfíngum sem voru þeirra tíma diskótek. Á þriðja tug aldarinnar var algengt í sumum sveitum landsins aö stúlkur fermdust í kyrtlum, ekki ósvipuöum þeim kyrtlum sem öll fermingarbörn fermast í í dag. Þessir kyrtlar voru hvítir, kvartsíðir og oft með blúndu í hálsinn. Sprotabelti var oft notað á þessum kyrtlum, ekki ósvipað belt- inu á íslenska búningnum. Þessir kyrtlar voru yfirleitt lánskyrtlar og gengu mann fram af manni. Ekki er vitað hversu algengur þessi klæðn- aður var en þó er talið að hann hafi verið mun algengari í sveitum lands- ins en á þéttbýlli svæðunum. Eftirfermingarkjólar Dætur heldri manna fengu oftast tvo kjóla, sjálfan fermingarkjólinn og svokallaðan eftirfermingarkjól. Þetta tíðkaðist fram að þeim tíma sem kyrtlarnir komust í almenna notkun á sjötta tug aldarinnar. Á árunum 1950-1960 var fermingar- kjóllinn enn likur selskapskjól, hvítur og síður. Eftirfermingarkjóll- inn á þessum tíma endurspeglaði frekar tiskuna, var styttri og með hringskornu pilsi. Stúlkur á ferm- ingaraldri fengu fleira en kjólinn. Þær sem áttu efnaða foreldra fengu skó, lakkskó eða hælbandaskó, kápu, veski, slæðu og hanska. Á einum degi urðu þær dömur. Kyrtlarnir ollu straumhvörfum Með komu kyrtlanna breyttist Drengir á öörum tug aldarinnar fermdust ýmist í matrósafötum, þeir sem voru styttri í annan, eða hefð- bundnum jakkafötum. Ljósmynd: Magnús Ólafsson (Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar) fermingarfatnaður stúlkna töluvert. Einn kjóll var látinn nægja og prjáliö. og tilstandið minnkaöi til muna. Enn var algengt að stúlkur fengju al- klæðnað en þessi klæðnaður var mun hagkvæmari en tíðkaðist og hægt að nota hann áfram. í dag kaupa stúlkur sér fatnað sem þær koma til með að nota í sumar og fram á haust. Þessi fatnaður er ekki lengur ákveöinn fermingarfatn- aður heldur er tækifærið notað og keyptur fínni klæðnaður sem hægt er að nota við ýmis tækifæri. -StB Fermingarfötin: Dragtir og jakkaföt vinsaelust Nú fer í hönd mikill annatími fyrir margar fjöl- skyldur í landinu. Rúmlega 4.000 unglingar eru á fermingaraldri á íslandi og er margs að gæta við undirbúninginn. Að ferma ungling í dag er kostnað- arsamt og tímafrekt, því algengt er að stórar veislur séu haldnar og vinir og vandamenn komi saman í tilefni fermingarinnar. Fjölbreyttur fermingarfatnaður Kostnaðurinn við ferminguna getur orðið ansi mikill, veislan kostar sitt, gjafirnar eru rokdýrar og síðast en ekki síst er svo kostnaðurinn við fermingar- fatnaðinn. Flestir íslenskir unglingar fá ný föt við þetta tækifæri og margir drengir fá einmitt fyrstu jakkafötin sín fyrir ferminguna. Eins og tískan breytist frá ári til árs breytist einn- ig fermingarfatnaðurinn. í dag stíla verslanir minna upp á fermingar en áður og fermingabörn í dag eru sjálfstæðari en jafnaldrar þeirra fyrir nokkrum árum. Nú á dögum fara bömin sjálf og velja sín ferm- ingarföt, að mestu leyti upp á sitt einsdæmi. Örfáar verslanir auglýsa fermingarfatnað og setja línuna fyrir hinar en þessi fermingarfatnaður er keimlíkur þeim tiskufatnaði sem fæst í flestum fataverslunum. Því er ekki hægt að segja að einhver ákveðinn ferm- ingarfatnaður sé í tísku í ár. En tískufatnaður er dýr, eins og allir vita, og að fata vaxandi unghng upp frá toppi til táar, eins og margir foreldrar gera, getur hæglega gert stórt skarð í budduna. Akademíu. í Kaupstað í Mjódd eru fermingardragtir á stelpur seldar á 5.240, en það er stutt pils og jakki. Ofan á þetta er óhætt að bæta verði á skóm, 2.000, og sokkabuxum, 1.000. Sé allt talið með má búast við því að fermingarfatnaðurinn á stúlkuna kosti 12.000 krónur. Dýrara að versla á stráka Það kann að skjóta skökku við, en niðurstaða könn- unar DV á verði á fermingarfatnaði varð sú, að það er dýrara að fata drengi fyrir ferminguna en stúlk- ur. Fermingarpiltar í dag virðast frekar kjósa að fermast í hefðbundnum jakkafötum en í stökum jakka og buxum. Þeir virðast einnig kjósa sér dökk föt, svört eða dökkblá, og bi'ndi. Meðalverðið á jakkafötum á dreng, 170 cm á hæð, sem notað var sem viðmiöun í könnun DV, var 10.000. Bindin kosta að meðaltali millí 800 og 1.000 og skyrt- ur 2.300. Skótauið kostar einnig sitt, milli 3.000 og 4.000 kr. Þeir sem ætla að fata fermingardrenginn upp mega því búast við að eyða milli 16.000 og 18.000 krónum í fötin ein. Það er líklega ekki tekið út með sældinni að ferma ungling í dag. En viðmælendur DV voru sammála um aö flest börnin keyptu sér fatnað sem þau geta notað áfram í sumar. Sú tíð, að fatnaður fyrir þessa athöfn var keyptur sérstaklega og ekki notaður meir, er greinilega liðin. _stB Bleikt er tískuliturinn í ár og fermingarfatnaðurinn fylgir tískustraumum. Þessi fatnaður er frá Kaupstað í Mjódd og kostar fyrir stúlkuna 5.240 en 13.165 fyrir drenginn. Sumar stúlkur vilja fremur fermast i bux- um en pilsi. Stúlkan er i buxnadragt frá Quadro á kr. 7.900 en hann er i fötum frá Sautján og kosta þau 17.190 með skóm. Jakkaföt á pilta á þessum aldri eru ef til vill notuð aðeins í þetta eina sinn, því fjórtán ára gamlir drengir vaxa alveg með eindæmum hratt og ferm- ingarfötin eru oft á tíðum orðin of lítil við næsta tækifæri sem gefst til að vera í þeim, t.d. jólin. Stutt pils og jakkar fyrir stúlkur Að fá falleg en ódýr fermingarföt er ekki auðvelt. Stúlkur á þessum aldri vilja helst tískufatnað fyrir ferming- una; stutt pils og jakkar í bleiku, hvítu eða fjólubláu eru mjög vinsælar ferm- ihgardragtir. Fötin eru yfirleitt úr bómullarefnum eða viscose. En ferm- ingarfötin í ár eru tilvalin sumarföt, því stutt pils og jakkar í ljósum litum eru einmitt tískufatnaður sumarsins. Meðalverð á fermingardragt, stuttu pilsi, blússu og jakka, fyrir stúlku er 9.000 en hægt er að fá fermingarkjól aUt niður í kr. 3.900 í versluninni Hin dæmigerðu fermingarföt i ár, jakkaföt og bindi fyrir drenginn frá Karnabæ og stuttur kjóll fyrr stúlkuna frá Akademíu. Fatnaðurinn á hann kostar 14.540 en 3.900 fyrir hana. í myndatextum er verð á skóm ekki tekið með. DV-myndir KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.