Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Spumingin Hvað ætlarðu að gera um páskana? Sigríður Beck: Ég ætla að vera heima hjá mér og hafa þaö gott. Dagfríður Halldórsdóttir: Vonandi kemst ég á skíði en annars ætla ég bara að slappa af. "t Fríða Þorsteinsdóttir: Ég vinn á Borgarspítalanum og verð því að vinna um páskana. En annars verð ég heima með fjölskyldunni. - Guðmundur Guðlaugsson: Ég ætla að fara til Akureyrar að heimsæKja mömmu og pabba og til að skemmta mér. Ásgeir Lárusson frá Neskaupstað: Ég ætla alveg ákveðið að vera heima. Ef veðrið verður gott ætla ég að vera úti í garði, moka upp snjóinn og hlúa aö trjánum. Lesendur dv Nýju umferðariögin: Ljósafar og fjárhagsfjón Bréfritari fullyrðir, að nú nálgist sá timi, að ökumenn fari að finna fyrir „ólögunum“ um Ijósaskyldu bifreiða, eins og hann kallar lögin. Ámi P. skrifar: Segja má aö fram að þessu hafi ekki svo mjög reynt á þohnmæði manna gagnvart þeim þætti hinna nýju umferðarlaga sem tekur til ljósa- skyldu ökutækja allan sólarhring- inn, vegna snjókomu og dimmviðris síðustu daga. í slíku veðri hafa flest- ir ljós á bílum sínum og er ekkert athugavert við það þótt ökumenn séu skyldaðir til að hafa ljós við þær að- stæður. Hitt er svo annar handleggur, þetta með ljósaskyldu allan sólarhringinn, hvernig sem viðrar og hvernig sem aðstæöur annars eru. Á þeim tíma sem liöinn er frá því þessi ólög tóku gildi hef ég nú þegar þrisvar sinnum orðið rafmagnslaus á bíl mínum og orðið aö fá aðstoð við gangsetningu. Ég reikna með aö næst er ég gleymi ljósum á bílnum verði ég að kaupa rafgeymi því geymirinn þolir ekki endalausar tæmingar og skyndi- hleðslur með kapli mihi bíla. Mér hefur veriö bent á að kaupa mér eitthvert tæki sem kemur í veg fyrir að ég gleymi ljósunum á, tæki sem ég þarf í fyrsta lagi að greiða eitthvað fyrir og síðan fyrir að koma því á sinn stað í bílnum því ég er ókunnugur öllu svona löguðu. Það mun ég hins vegar ekki gera, mun aldrei verða við neinum kröfum um að kaupa einhver tól og tæki sem eiga að „bjarga“ mér frá því aö sinna óréttlátum skyldum og gegna ólögum sem sett eru af óvitunum við Austur- vöh. Ég veit að það eru margir fleiri en ég sem eru ekki sáttir við þessi ólög um notkun ljósa á bílum allan sólar- A.V. skrifar: Hverjir eru þeir heppnu sem fá barnabótaauka og við hvað miðast greiðsla hans? Ég sjálf var svo fáfróð aö halda að hann fengju þeir sem ættu böm undir sjö ára aldri. - En staðreyndin er sú að greiðsla barna- bótaauka miðast við tekjuskattsstofn og eiga því þeir tekjulægstu að fá mest. Og hverjir eru svo tekjulægstir í þjóðfélaginu? Það eru sennilega sjálfstæðir at- vinurekendur, þar á meöal bændur, og svo einstæðir foreldrar. AUa vega eru það þessir hópar sem eru búnir Einn að norðan skrifar: Ég bý úti á landi og er fjarri því að þurfa að taka afstöðu í þvarginu um það hvort byggja eigi ráðhús í eða við Tjörnina eða ekki o.s.frv. - Ég er orðinn hundleiður á þessu rifr- ildi sem er að eyðileggja fréttatíma útvarps og sjónvarps. Til þess að leysa megi þetta mál í eitt skipti fyr- ir öll, og til að bjarga fréttatímum hringinn. Það verður kannski ekki fyrr en daginn fer að birta enn meir aö ökumenn almennt fara aö kvarta svo um munar, þegar þeir fara að koma að bílum sínum með tóman geymi skipti eftir skipti. En sá timi nálgast nú óðfluga. Ég er eiginlega undrandi á að ekki skuli hafa verið mynduð sterk and- staða gegn þessum þáttum nýju umferðarlaganna, sem eru í blóra við réttlætiskennd manna. En þetta á allt eftir að breytast því það er ekki hægt að byggja land með ólögum, þau að fá ávísanir frá ríkisféhirði vegna baranabótaauka. En hjá hinum al- menna launamanni er sameiginlegur tekjuskattsstofn hjóna, jafnvel þótt þau eigi 10 börn, alltof hár. Ekki má skilja þetta svo að mér finnist ein- stæðir foreldrar ekki eiga rétt á þessu. En hvers vegna er tekjuskattsstofn hjá hinum almenna launamanni of hár þegar lægstu launin eru innan við 30.000 kr. á mánuði? Vegna þess að enginn getur lifað af 30.000 kr. á mánuði og þar af leiðandi vinnur verkamaöurinn gífurlega yflrvinnu fjölmiðlanna, vil ég benda á eftirfar- andi lausnir: 1 Láta dýpka Tjörnina og nota upp- gröftinn sem áburð á lóðir borg- arbúa því eflaust er þetta lífrænn áburður, t.d. brauðmylsna og fugladrit. 2 Að byggja ráðhúsið fljótandi á Tjöminni er eflaust besti kostur- inn og sá sem flestir geta sætt sig við. Með því móti er hægt að eru einungis til þess að eyða. Og svo lengi má brýna deigt járn að bíti. Og þá á ég við að ef áfram á að halda með lagasetningar af ýmsu tagi, sem ekkert leiöa gott af sér en auka mönnum einungis erfiði og út- gjöld, þá fer fólk hreinlega að hugsa sér til hreyfings og flytja af landinu. Sá kafli nýju umferðarlaganna sem tekur til ljósaskyldu gerir engum gagn og skapar aöeins einskonar ljósafár og fjárhagstjón fyrir flesta bifreiðaeigendur, sem eru þó þraut- píndir fyrir. og er, þá upp er staðið, kominn langt yfir þau tekjumörk sem miðað er við í útreikningum þessum. En þeir sem voru nú svo heppnir að fá barnabótaauka gefa upp hjá sér svo lágar tekjur aö ekki er fræöilegur möguleiki aö lifa af þeim. - Hér eru því á ferðinni láglaunabætur eins og greiddar voru hér fyrir nokkrum árum. Því þá vom það einmitt þessir sömu hópar sem þær fengu. - Og þetta eigum viö að sætta okkur við þegjandi og hljóðalaust. leggja ráðhúsinu hvar sem er á Tjörninni. Hægt verður að leggja ráðhúsinu á miðri Tjöm til að forðast truflun frá andstæðingum byggingarinnar og til að missa ekki óánægða borgarfulltrúa í land. Sleppa má laxi og silungi í Tjörnina svo að óánægðir borgar- fulltrúar geti setið og dorgað eða jafnvel kælt sig niður meö því að taka góðan sundsprett meðan meirihluti fulltrúa veltist um af hlátri. En þá þyrfti aö hafa hand- rið umhverfis húsið' Einnig má geta þess að með því að sleppa laxi og silungi í Tjörn- ina, getaborgarstjóri og forseti borgarstjómar sparað sér ferðir inn að Elliðaám til að veiða og leyfa heldur illa höldnum almúg- anum að nýta veiðileyfin. 3 Ef sú staða kæmi upp að meiri- hluti borgarstjómar yrði á móti ráðhúsinu mætti flytja þaö niður á höfn og nota það t.d. sem bústað fyrir leiðtoga stórveldanna ef fundum þeirra ber saman aftur hér á landi. 4 Síðast en ekki síst skapaðist sér- stök aðstaða fyrir borgarbúa með auknu dýralífi í og við Tjörnina. Stöðumat á Kvenna- listanum Magnús Hafsteinsson skrifar: Mér verður stundum hugsað til þess hverjar yrðu íramkvæmdir hjá Kvennalistanum ef hann kæmist til áhrifa og valda? Skyldu ekki bamaheimili eða geðveikrahæli verða á hveiju götuhomi? Mér sýnist Kvenna- listinn fylgja sömu stefnu og Magnús heitinn Kjartansson fyrrv. ráðherra. Hann lét reisa geysistóra byggingu með lúxuss- vítum þar sem nú em mikinn part rónar og fyllibyttur gær- dagsins en kannski forstjórar framtíðarinnar? Mér er spurn: vill fólkiö fleiri forstjóra með 500 þúsund í laun á mánuði þegar þaö sjálft er með 40-50 þúsund? Já, gerir fólk sér grein fyrir því aö með því að styöja Kvennalistann eykst ójöfn- uður í þjóðfélaginu? Póstur og pakkar Á. Sör. skrifar: Eitt af þcim fyrirtækjum ríkis- ins sem jafnan er í fararbroddi um hækkanir er Póstur og sírai. Maður skyldi ætla að við hveija hækkun bætti fyrirtækið þjón- ustu sina, en því fer fjarri. - Hún fer versnandi við hveija hækkun. Kona mín fær oft pakka frá ættingjum erlendis en það má heita undantekning aö pakkamir komi ekki rifnir og tættir eins og þeir hafi lent í skotárás. Fyrir jólin kom t.d. pakki sem búiö var að skera af krossband og límband og fara í hann, enda stimplaður af tollinum. - En okkur brá í brún því pakkinn var umbúðimar ein- ar! Það var búið að tæma pakk- ann en í honum átti að vera súkkulaði. Er það grunur minn að sultur hafi gripið um sig í toll- inum og inenn þar ekki staðist freistinguna. Sem ég var í pósthúsinu vegna þessa og af öðmm ástæðum kom kona, einnig með tómar umbúöir, en hvað þar átti í að vera vissi ég ekki. - Myndir komu til okkar í stóru umslagi. Fingri haföi verið stungið í umslagið og rifið út úr svo aö myndirnar héngu varia f umslaginu. Þetta em aðeins fá dæmi frá mér og fleirum. En menn verða aö átta sig á því ‘ að fyrir póst er greitt fullt verð. Maöur á því heimtingu á að pakk- ar og bréf komi óskemmd til manns óg meö upphaflegu inni- haldi. Það ætti að vera óþarfi aö hnýsast í bréf fólks eins og ég hef orðið var við ef þau hafa verið eitthvað þykkari en venjulega. Þá er seinagangur hjá tollpóst- stofunni með eindæmum. Ég pantaði varahlut frá Þýskalandi. Hann var sendur í EXPRESS pósti en jafnframt var mér sent bréf f venjulegum pósti frá verk- smiðjunni. Bréfið var rúmri viku á undan varahlutnum. Pakka er ég búinn að eiga hér á pósthúsi í nokkrar vikur en pappíramir yfir pakkann vom -að koma, núna fyrir nokkrum dögum. Eg hef sent marga pakka úr landi og það hefur aldrei komið fyrir að eitthvað vantaði í þá. Þeir hafa alltaf komist til skila með öllu innihaldi. Því finnst mér undarlegt aö þetta skuli eiga sér stað hér. Þessu þarf að breyta. - En þetta kom nú upp í hugann þegar ég las pistil í lesendadálki DV fyrir skömmu, frá konu sem fékk pakka frá Englandi en ilm- vatnsglas hafði verið íjarlægt úr pakkanum. Uppgröftur úr Tjörninni. - Lifrænn áburöur á ióöir borgarbúa? Á tímum matarskatts og barnabótaauka: Hugleiðing til ríkisstjómar Tjarnarþankar: Fljótandi ráðhús og Irfrænn áburður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.