Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. 7 DV Viðskipti Bandarísk aðferð heldur fiski férskum í fimm vikur Fiskur helst ferskur í fimm vikur Ný aöferö til að halda fiski fersk- um hefur verið þróuö viö Cornell- háskóla í Bandaríkjunum. Bakteríur í roöinu eru drepnar meþ því aö dýfa fiskinum ofan í heitt vatn í 5 sekúndur. Með því aö nota salt í ísinn er hægt aö kæla fiskinn niöur undir frostmark án þess aö hann frjósi og helst hann þá sem nýr í 5 vikur, kælist flskur- inn þá án þess aö nokkurn tíma frjósi. Með þessu helst nýjabragöið í allt að 5 vikur. Ranns. The Lnor Link. Úr Globeflsh. Bergey VE 544 seldi afla sinn í Hull 15. mars, alls 141 tonn, fyrir 8,238 millj. kr. Meðalverð kr. 28,35. Athyglisvert er aö koli selst á kr. 172 kg; ég hef ekki séð verð á kola svo hátt áður. Grimsby: Bv. Klakkur landaði og seldi afla sinn 14. og 15. mars, alls 207,9 lestir fyrir 11,502 millj. kr. Þaö vekur athygli hvaö grálúðan selst oft á góðu verði í Bretlandi nú síðustu mánuðína. Verðið var annars sem hér segir: Þorskur kr. 53,94. Ýsa kr. 78,55. Koli kr. 74,17. Grálúða kr. 71,89. Ýmis flatfiskur kr. 81,71 kílóið. Bv. Halkion seldi afla sinn í Hull 14. mars, alls 105 tonn, fyrir 5,8 millj. kr. Meðalverð kr. 55,34. Bremerhaven: Bv. Vigri seldi afla sinn 14. mars, alls 216 lestir, fyrir 14,8 millj. kr. Meðalverð kr. 68,59. New York Um það leyti sem sölusýning hófst á fiski í Boston barst mikið af laxi frá Noregi. Norskir laxa- framleiðendur höfðu fjölmennt á sýninguna í Boston enda var mikið að sjá af norskum sjávarafurðum. Daginn sem sýninginn var sett bár- ust á markaðinn hjá Fulton 36-Ú0 tonn af laxi frá Noregi. Verð á ó- slægðum laxi var frá kr. 399 til 432 kílóið. Eftirspurn var lítil og bjugg- ust menn við að svo yrði um sinn. Fiskimarkaður Ingólfur Stefánsson Metverð á norskum laxi í Mílanó Undir miðjan mánuðinn hækkaði verð á laxi verulega. Verð á laxi í heilu lagi var þá í verslunum kr. 432-538 kg en laxasneiðar 768-920 kr. kg. Þorskflök frá kr. 250-280 kílóið. Skötuselshalar kr. 550 kOó- ið. Frystur lax kr. 314 kílóið. Frosinn skötuselur kr. 410 kílóið. . Saltfiskverkun í Cuxhaven Saltfiskframleiðslan í Cuxnaven er sú einasta innan EEC sem fram- leiðir þurrkaðan saltfisk, að eigin sögn. Hjá fyrirtækinu vinna 40 manns í húsnæði sem er 2000 fer- metrar. Fyrirtækiö stuðlar að því að nýta flsk sem annars hefði farið til fiskmjölsframleiðslu. Með þessu segir fyrirtækið að það hjálpi FAO með því að auka matvælafram- leiðslu. Keyptur er flskur, sem ek'ki selst, fyrir lágmarksverð á fersk- fiskmörkuðunum í Cuxhaven og Bremerhaven og er heist um að ræða ufsa. Stærð hans er aðallega 40-55 cm og nokkuð af 50 til 65 cm. Telja forráðamenn að það taki þá 4 vikur að fullverka fiskinn sem er pakkaður í sérhannaðar umbúðir eða geymdur þar tíl útskipun fer fram. Segja framleiðendur að fisk- urinn sé þurrkaður við 30 stiga hita. Gert er ráð fyrir að auka fram- leiðsluna, sem var 2000 tonn á síðasta ári, og taka upp alþjóðlegan markað. Stærsta fisklöndunarhöfn Spánar La Coruna La Coruna er á norðvesturströnd Spánar og er á Atlantshafsströnd- inni. Yfir 12 milljónir tonna fara í gegnum höfnina og er því ein af 5 stærstu hafnarborgum Spánar. Hún er stærsta fisklöndunarhöfn Spánar en þar er landað árlega 80.000 tonnum af ferskum fiski, auk frosins fisks og saltflsks. Stærsta fiskihöfn innan EBE Verðmæti þessa afla, sem landað er í höfninni, er 100 millj. sterlings- pund. Fiskúrinn kemur frá hinum ýmsu veiðisvæðum, en aðallega frá „Grand Sole“ fiskibankanum. Auk spánskra fiskiskipa landa þarna fiskiskip frá hinum ýmsu fiskveiði- þjóðum innan EBE. Fiskiskip í La Coruna eru 400 og eru 50.000 tonn samtals. Meira en 60 úthafsveiði- T * 3 s .. . Engey seldi afla sinn í Brem- erhaven 9. mars 1988. Sundurl. eftir teg. Seltmagnkg V.íerl. mynt Söluv. ísl. kr. Kr. pr. kg Þorskur 10.970,00 34.344,50 800.965,26 73,01 Ýsa 8.193,00 35.707,60 832.754,79 101,64 Ufsi 11.348,00 23.857,06 556.382,42 49,03 Karfi 143.335,00 377.283,70 8.798.821,81 61,39 Koh 0,00 0,00 0,00 0,00 Grálúða 0,00 0,00 0,00 0,00 Blandað 24.486,00 54.602,78 1.273.418,73 52,01 Samtals: 198.332,00 525.795,64 12.262.343,02 61,83 Sölur úr gámum 14. mars 1988 Sundurl. eftir teg. Seltmagnkg V. í erl. mynt Söluv. ísl. kr. Kr. pr. kg Þorskur 135.975,00 110.528,80 7.960.726,29 58,55 Ýsa 107.205,00 98.873,60 7.121.272,17 66,43 Ufsi 14.050,00 7.918,20 570.300,44 40,59 Karfi 11.505,00 5.575,20 401.548,20 34,90 Koli 62.585,00 66.746,20 4.807.328,31 76,81 Grálúða 2.100,00 1.999,60 144.019,19 68,58 Blandað 15.167,50 16.827,60 1.211.991,06 79,91 Samtals: 348.587,50 308.469,20 22.217.185,66 63,73 Sölur úr gámum í Bretlandi 15. mars1988 Sundurl.eftirteg. Seltmagnkg V.íerl.mynt Söluv. ísl. kr. Kr. pr. kg Þorskur 154.055,00 125.016,80 8.987.332,74 58,34 Ýsa 41.810,00 44.237,80 3.181.237,64 76,09 Ufsi 25.410,00 10.201,40 733.867,73 28,88 Karfi 13.305,00 5.526,80 397.798,67 29,90 Koh 31.095,00 30.937,50 2.224.065,94 71,52 Grálúða 0,00 0,00 0,00 0,00 Blandað 24.308,25 20.203,80 1.452.442,05 59,75 Samtals: 289.983,25 236.124,10 16.976.744,75 . 58,54 Vigri gerði góðan túr til Bremerhaven á mánudaginn og seldi 216 lest- ir fyrir tæpar 15 milljónir króna. Meðalverð var um 68,50 krónur. togarar eru að staðaldri gerðir út þaðan en önnur skip landa þar reglulega. Fiskverð er hátt á mark- aðnum í La Coruna. Uppboð á fiski fer fram í fimm söluhöllum. Þar er seldur fiskur úr skipunum, auk þess sem seldur er fiskur sem kemur á markaðinn landleiðina frá öðrum fiskihöfnum. Sölusvæðið er 10.000 fermetrar auk 25.000 fermetra svæðis sem er at- hafnasvæði fyrir kaupendur. Kæligeymslur eru tvær, önnur er 50.000 rúmmetrar en hin 30.000 rúmmetrar. Á hafnarsvæðinu eru 16 dráttarbrautir sem geta tekið upp skip frá 250 lestum upp í 3000 lestir að stærð. Nú er verið að taka í notkun nýtt svæði við höfnina, svonefnt „Oza Basin“, sem mun koma flskiflotanum að miklu gagni í framtíðinni en stærð hafnarsvæð- isins er 500.000 fermetrar, en lengdin á hafnarbakkanum er 2200 metrar. Úr World Fishing Vel gengur að selja laxveiðileyfi: Uppselt í 25 veiðiár Ólögleguer- lendu vinnuafli fjölgar á veit- ingastóðum Útlendingaeftirlitið hefur und- anfarið þurft i auknum mæli að skipta sér af útlendingum sem starfa á veitingahúsum í Reykja- vík, réttindalausir eða án at- vinnuleyfts. Jóhann Jóhannsson, lögreglu- fulltrúi hjá útlendingaeftirlitinu, sagði í samtali við DV að ekki væri um formlegar brottvísanir úr landi aö ræða en töluvert hefði aukist að stuggað væri við mönn- um og þeir beðnir um að fara eftir lögum. „Það er rétt að afskipti okkar af útlendingum, sem vinna á veitingahúsum, hafa aukist töluvert á undanfórnum mánuð- um. Mikiö af erlendu fólki er starfandi í veitingahúsarekstrin- um og hefur því fjölgað samtímis og austurlenskum matsölustöð- um hefur fjölgað verulega í Reykjavík. En þetta er ekki stórt vandamál og hingað til hafa þessi mál verið leyst á farsælan hátt fyrir alla aðila. Við reynum alltaf að aðvara fólk áður en geröar eru róttækari aögerðir og hefur það hingaö til gengiö vel,“ sagði Jó- hann. -JBj „Það hefur gengið vel að selja veiðileyfi í Kjarrá og þar eru þau búin, eitthvað eftir í Þverá, en ekki mikið. Veiðimenn virðast hafa mik- inn áhuga á að vera þarna í Kjarr- ánni, líklega eru það landslagið og staðurinn," sagði Jón Ólafsson, en hann hefur selt veiðileyfi í Þverá og Kjarrá í nokkur ár. „Ég man ekki eftir öðrum eins áhuga á veiði í mörg ár, nýir veiði- menn koma inní þetta á hverjum degi og kastnámskeið eru full af áhugasömum veiðimönnum. Veiði- leyfi seljast vel og silungurinn fær alltaf meiri athygli," sagði veiðimað- ur sem verið hefur verið viðloðandi veiðina í mörg ár og fer í fjölda veiði- túra núna í sumar. Er við gerðum könnunina á verði á veiöileyfum fyrir skömmu, heyrð- um við á mörgum að mikið hefði selst af veiðileyfum víða og færri kæmust að en vildu í margar veiðiár. Hér koma veiðiár þar sem uppselt er nuna: Elliðaárnar. Kjarrá í Borgarfirði. Brennan í Hvítá. Flókadalsá í Borg- arfiröi. Haffjarðará á Mýrum. Langá á Mýrum. Laxá í Dölum. Fáskrúð í Dölum. Hrútaíjarðará og Síká. Víði- dalsá og Fitjá. Vatnsdalsá. Miðfjarð- ará. Laxá á Ásum. Blanda. Svartá. Laxá í Refasveit. Laxá í Aðaldal(ílest veiðisvæöi). Laxá í Þing. (urriðinn). Selá í Vopnafirði. Hofsá í Vopnafirði. Grenilækur. Snæfoksstaðir í Hvítá og Sogið (Alviöra). Það eru líka margar veiðiár þar sem lítið er eftir af veiðileyfum, eins og Leirvogsá, Laxá í Kjós (Bugöa), Selós og Þverá í Svínadal, Norðurá í Borgarfirði, Hvolsá og Staðarhólsá, Laxá og Bæj- ará, Mýrarkvísl, Sunnudalsá og Breiödalsá, svo einhverjar séu nefndar. Áhugi manna á veiðileyfum þessa dagana er mikill og fjármunir eru miklir sem fara í þetta sport veiði- manna þessa dagana. -G.Bender Elliðaárnar er ein af þeim veiðiám þar sem veiðileyfi seljast betur en heit- ar lummur. Davið Oddsson vippar laxi á land úr ánni á opununardegi og það mun hann eflaust lika gera i sumar. DV-mynd G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.