Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 25. MARS 1988.
Viðskipti
Athyglisvert Línvtré:
Sveitafyrirtæki sem
býr til þök allra
stórbyggénganna
Fyrirtækið er uppi í sveit, er eitt,
stærsta almenuingshlutafélag á ís-
landi með um 220 hluthafa og starf-
rækir verksmiðju á Flúðum. Það tók
til starfa árið 1983. Síðan hefur það
framleitt burðarbita í þök umtalaðra
bygginga eins og Kringlunnar, Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar, Borgarleik-
hússins, húss TBR, Tennis- og
badmintonfélags Reykjavíkur, Reið-
hallarinnar og verslunarhússins á
Eiðistorgi á Seltjamarnesi. Þetta
stórmerka fyrirtæki heitir Límtré hf.
„Framleiðslan er burðarbitar úr
hmtré, bæði bognir og beinir, í minni
og stærri verk,“ segir framkvæmda-
stjóri Límtrés hf„ Guðmundur
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 19-20 Ib.Ab
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 19-23 Ab.Sb
6mán. uppsógn 20-25 ' Ab
12mán.uppsogn 21-28 Ab
18mán. uppsógn 32 Ib
Tékkareikningar, alm. 8-12 Sb
Sértékkareikningar 9-23 Ab
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb, Bb.Sp
Innlán meðsérkjörum 19-28 Lb.Sb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 5,75-7 Vb.Sb
Sterlingspund 7,75-8,25 Úb
Vestur-þýsk mörk 2-3 Ab
Danskarkrónur 7,75-9 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(fonr.) 29,5-32 Sp
Viöskiptavixlar(forv.)(1) kau^aenqi
Almennskuldabréf 31-35 Sp
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr.) 32,5-36 Sp
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nem’a
Úb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 30,5-34 Bb
SDR 7.75-8,25 Lb.Bb, Sb
Bandaríkjadalir 8,75-9,5 Lb.Bb, Sb.Sp
Sterlingspund 11-11,5 Úb.Bb. Sb.Sp
Vestur-þýsk mörk 5-5,75 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6 3,8 á mán.
MEÐALVEXTIR
óverðtr. feb. 88 35,6
Verðtr. feb. 88 9,5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala mars 1968 stig
Byggingavisitala mars 343 stig
Byggingavísitala mars 107,3stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 9%1. jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóöa
Avöxtunarbréf 1,3927
Einingabréf 1 2,670
Einingabréf 2 1,555
Einingabréf 3 1,688
Fjölþjóöabréf 1,342
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,672
Lífeyrisbréf 1.342
Markbréf 1,387
Sjóðsbréf 1 1,253
Sjóösbréf2 1,365
Tekjubréf 1,365
HLUTABRÉF
Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 130 kr.
Eimskip 384 kr.
Flugleiðir 255 kr.
Hampiöjan 138 kr.
Iðnaðarbankinn 155kr.
Skagstrendingurhf. 189 kr.
Verslunarbankinn 135 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaöarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavlxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lönaöar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nónari upplýsingar um peningamarkað-
Inn blrtast í DV á fimmtudögum.
Guðmundur Osvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Límtrés hf., sveitafyr-
irtækisins sem framleitt hefur
buröarbitana í þök flestra stórbygg-
inga að undanförnu.
Ösvaldsson. Söluskrifstofa fyrirtæk-
isins hefur tíi þessa verið í Síðumúl-
anum en þessa dagana er verið að
flytja hana yfir í Ármúlann.
Límtré er úr greni af norðlægum
slóöum. „Bitar úr hmtré keppa á
markaðnum fyrst og fremst við
steypu og stál. Þess vegna segir verð
á steypu og stáh mest tíl um framtíð
þessa fyrirtækis sem er ákaflega
björt eins og stendur," segir Guð-
mundur.
Ein aöalforsenda þess að fyrirtæk-
ið er með aðsetur á Flúðum er heita
vatnið sem þar er að fmna. Hitinn
er notaður til að þurrka viðinn.
Hagnaður varð af fyrirtækinu síð-
ustu þijú árin. Sala síðasta árs varð
vel á annað hundrað milljónir króna.
Hjá fyrirtækinu vinna á mhh 25 og
30 manns. Hugmyndin að stofnun
þess varð til fyrir nokkrum, ár.um
þegar menn fyrir austan settust nið-
ur tíl að athuga hvernig mættí skapa
atvinnu fyrir fólk sem var að hætta
í landbúnaði. -JGH
Burðarbitarnir í þak Flugstöðvar Leifs Eirikssonar eru ættaðir frá Flúðum,
sem og allt rimlaverkið í loftinu.
Svissneskur maður búsettur á íslandi:
Leitar að hluthöhim til að
stofna fjárfestingarfélag
- hyggst láta félagið kaupa sig inn í Hótel Örk
Rolf Henry Roth, 42 ára Svisslend-
ingur sem búið hefur síðasthðin
fimmtán ár í Ástralíu, meðal annars
sem ráðgjafi í rekstri og öryggismál-
um fyrirtækja, en hefur búið á
íslandi síðastliöna íjóra mánuði, leit-
ar nú að íslenskum hluthöfum til að
stofna fjárfestingarfélag. Hann
hyggst auglýsa í íslenskum fjölmiðl-
um á næstunni eftír fólki sem hefur
áhuga á að gerast hluthafar. Heildar-
hlutafé er áætlað að verði 200 mihj-
ónir íslenskra króna.
Rolf segir að vegna íslenskra laga
verði 51 prósent hlutafjárins í eigu
íslendinga og 49 prósent í eigu út-
lendinga. Dæmi hans gengur enn-
fremur út á að það verði fyrst og.
fremst almenningur sem kaupi
hlutabréfin. Ennfremur hefur hann
áhuga á að fyrirtækið kaupi hluta í
Hótel Örk hf.
„Ég mun reyna að stofna fyrirtæk-
ið á næstu sex mánuðum. Hugmynd-
in er að þetta verði sterkt
almenningshlutafélag sem fjárfesti í
Rolf Henry Roth, 42 ára Svisslend-
ingur sem búið. hefur f Ástralíu
síðastliðin 15 ár en býr nú á ís-
landi. Hann mun brátt auglýsa í
fjölmiölum eftir hluthöfum í fjárfest-
ingarfélag sem hann hyggst láta
kaupa sig inn í Hótel örk.
DV-mynd GVA
fyrirtækjum á Islandi í framtíðinni.
Eg hef sérstaka trú á að Hótel Örk
eigi framtíðina fyrir sér sem heilsu-
bótarstaður, að þaö þrífist sem
endurhæfmgarstöð."
Um það hvort hann sé ekki of bjart-
sýnn á aö dæmið gangi uþp segir
Rolf svo ekki vera. Hann segist full-
viss um að geta selt hlutabréfin
erlendis.
- En telur hann ekki að íslendingar
kaupi hlutabréfin í fyrirtækinu frek-
ar vitandi að erlendi hlutinn sé til
staðar, hann sé þegar seldur?
„Ég get ekki selt bréfin erlendis
fyrr en fyrirtækið hefur verið stofn-
að hérlendis."
Rolf Henry hyggst sjálfur ekki
leggja umtalsverða peninga í fyrir-
tækið heldur byggist hugmynd hans
á aö hluthafar verði margir og smáir
og að þetta verði almenningshlutafé-
lag.
„Ég tel að ísland eigi endalausa
möguleika í framtíðinni í viðskipt-
um,“ segir hann. -JGH
Hlutafé Eimskips
aukið um helming
- með jöfnunarhlutabréfum
Aöalfundur Eimskips var haldinn
í gær á Hótel Sögu. Á fundinum var
ákveðið að félagið neyti heimildar í
skattalögum um útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa þannig að hlutafé félags-
ins verði aukið úr krónum 270
milljónum króna í 540 milljónir
króna eða um helming.
Eimskip græddi vel á síöasta ári
eins og fram hefur komiö í DV. Hagn-
aður af reglulegri starfsemi var 478
milljónir en eftir að reiknaður tekju-
og eignaskattur hefur verið dreginn
frá nemur hagnaðurinn um 272 millj-
ónum.
„Flutningar Eimskipafélagsins
hafa aldrei verið meiri en þetta
starfsár félagsins og jukust milli ára
um 14 prósent," segir Halldór H.
Jónsson, stjórnarformaður Eim-
skips, í ársskýrslu félagsins.
-JGH
Halldór H. Jónsson, (ormaður stjórn-
ar Eimskips, á aðalfundinum í gær.
DV-mynd GVA
Helgi Jónsson, eigandi Hótel Arkar.
Helgi Jónsson:
Tílbúinn að selja
hluta hótelsins
„Ég hef rætt við Rolf Henry og líst
vel á hugmynd hans um að stofna
þetta íjárfestingarfélag, svo fremi
sem hún er framkvæmanleg," sagði
Helgi Jónsson, eigandi Hótels Arkar_
í Hveragerði, við DV í gær um hug-
mynd Rolfs Henry að stofnun fjár-
festingarfyrirtækis.
- Ertu tilbúinn að selja hluta af hót-
elinu til þessa fyrirtækis sem Rolf
hyggst .stofna?
„Já, ég er tilbúinn til þess ef þetta
fyrirtæki verður að veruleika. Ég hef
cddrei haft neitt á móti því að fá góða
menn inn í fyrirtækið,“ sagði Helgi
Jónsson í gær. -JGH
Skatti á versl-
unarhúsnæði
mófanælt
Nokkur samtök verslunarinnar í
landinu hafa skrifaö forsætísráð-
herra, Þorsteini Pálssyni, bréf þar
sem kvartað er yfir skattlagningu á
verslun. Fullyrða samtökin að um
ofsköttun sé að ræða. Kjami bréfsins
er þessi:
„Við undirritaðir, samningsaðilar
að kjarasamningum verslunar-
manna, skorum á ríkisstjórn íslands
að hún beiti sér nú þegar fyrir því
að skattlagning á verslun veröi sam-
ræmd því sem gerist um aðra at-
vinnuvegi. Einkum er hér átt við
launaskatt og sérstakan skatt á
verslunar- og skrifstofuhúsnæði."
-JGH