Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 25. MARS 1988.
7
dv_____________________________Fréttir
Ördeyðan á Breiðafirði:
Fjörðurinn virðist
alveg vera ætislaus
- segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
„Það er ekki rétt að þorskárgang-
urinn frá 1983 hafi ekki skilað sér í
veiðinni. Hann hefur verið uppi-
staða þorskaflans annars staðaren
á Breiðafirði. Hitt er svo annað mál
að þessi árgangur er ekki enn orðinn
þessi hefðbundni vetrarvertíðarfisk-
ur, það gerist ekki fyrr en næsta ár,
þegar hann er orðinn 6 ára. Ástæðan
fyrir ö'rdeyðunni á Breiðafjarðar-
miðum er án nokkurs vafa ætuleysi
því að þorskur sem þar veiðist er
með tóman maga,“ sagði Jakob Jak-
obsson, forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar, í samtali við DV um aflaleysið
fyrir vestan.
Hann sagði að engin loðna hefði
gengið vestur fyrir eins og oftast ger-
ist. Ástæðurnar væru sennilega þær
að þegar loðnugangan hófst var mik-
ið austurfall í hafinu og langvarandi
sterk vestanátt. Því hefði öll loðnan
gengið austur fyrir landið og Breiða-
fjarðarmiðin því að kalla ætislaus.
Sjómenn og vertíðarfólk á Snæ-
fellsnesi er farið að örvænta um að
einhver hrota komi á þessari vertíð.
í venjulegu árferði er marsmánuður
besti vertíðarmánuðurinn. Að þessu
sinni hefur hann brugðist svo ger-
samlega að engin dæmi eru til annars
eins. Stórir netabátar eru að koma
að landi með 2 tonn eða minna dag
eftir dag. Og það sem bendir til ætu-
skorts á miðunum er að línubátar
veiða vel, litlir bátar eru að koma
með 4 til 5 tonn úr róðri.
Þeirri kenningu hefur verið haldið
fram að kaldur strengur sé í hafinu
fyrir utan hefðbundin mið Breiða-
íjarðarbáta og því komi loðnan ekki
á miöin. Jakob Jakobsson segist ekki
kannast við það. Þó geti verið að
kaldur strengur af yfirborðssjó sé
þama en það hefti ekki loðnuna í að
ganga á miðin ef hún er til staðar.
-S.dór
Fyrstu vísbendingar benda til þess að rækja frá vorinu 1987 sé mjög sterk-
ur árgangur.
Rækjan í ísafjarðardjúpi:
Sterkur árgangur er
gefur góð fyrirheit
Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði:
„Það er að koma inn nýr árgangur
af rækju - rækja frá vormánuðum
1987 - og fyrstu vísbendingar eru að
þetta sé með sterkari árgöngum sem
komið hafa í Djúpið. Það verða hins
vegar ansi mikil afFóll þegar rækjan
er svona ung og það ræðst því ekki
fyrr en í haust hversu sterkur ár-
gangurinn verður. Við bindum þó
miklar vonir við hann,“ sagði Guð-
mundur Skúli Bragason hjá Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins þegar
hann var inntur eftir fréttum af
rækjunni.
Þó stofnmælingar hafi ekki komið
sérlega vel út jók ráðuneytið kvótann
í ísafjarðardjúpi um 200 tonn þannig
að hann er núna 2000 tonn. Nú er
talið að um 1500 lestir hafi verið
veiddar. Sumir eru búnir með kvót-
ann en aðrir em styttra á veg komnir
en rækjuveiðin mUn standa fram yfir
páska.
Ef árgangurinn frá 1987 verður
sterkur, eins og margt bendir til að
verði, má búast við aukningu á kvóta
vertíðina 1989-1990, þá sem tveggja
ára rækja.
Kjarasamningaviðræður:
Iðnaðarmannafélögin
nánast ekkert byrjuð
„Eg veit að einstök iðnaðarmanna-
félög hafa eitthvað þreifað fyrir sér
hjá sínum viðsemjendum en þær við-
ræður hafa verið alveg marklausar
og óskipulagðar til þessa. Og héðan
af þori ég að fullyrða að ekkert ger-
ist í samningamálum iðnaðarmanna
fyrr en eftir páska,“ sagði Benedikt
Davíðsson, formaður Sambands
byggingamanna, aðspurður um að-
gerðir iðnaðarmanna í kjarasamn-
ingamálum.
Benedikt sagði að eiginlega væru
iðnaðarmannafélögin að bíða eftir
því að félög innan Verkamannasam-
bands Islands gengju frá sínum
kjarasamningum, enda hefði Verka-
mannasambandið óskað eftir því við
iðnaðarmannafélögin að þau færu
ekki í samningaviðræður meðan
Verkamannasambandsfélögin væru
að.
Að sögn Benedikts er atvinnu-
ástand nú með besta móti í bygginga-
riðnaðinum, bæði hér á höfuðborg-
arsvæðinu og eins á Eyjafjarðar-
svæðinu. Mikil eftirspurn væri á
þessum stöðum eftir byggingariðn-
aðarmönnum.
-S.dór
Ráðhúsreitur stækkar
Skipulagsstjórn ríkisins sam- hússins um 46 fermetra. Þrír
þykkti á fundi sínum í fyrradag stjórnarmanna greiddu atkvæði með
stækkun byggingarreits fyrirhugaðs breytingunni, einn var á móti og einn
ráðhúss við Tíömina. Við breyting- sat hjá.
una stækkar byggingarreitur ráð- -JBj
T ÍOZ’XK
Tilvalið til fermingargjafa.
30 watta GÍTARMAGNARAR
komnir aftur. Verð frá kr. 10.900,-,
einnig ódýrir rafmagnsgítarar.
Tilvalið til ferming
argiafa.
Verð frá kr. 9.800,-
(99 innbyggðar raddir)
HLJ OMB ORÐ
VASAUTV ORP
frá kr. 1.800,-
HLJÓÐFÆRAVERSLUN
Poul Bernburg
Rauðarárstíg 16 Sími 20111