Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Page 3
FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 1988.
19
Dansstaðir
ABRACADABRA,
Iaugavegi 116
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
ÁRTÚN,
Vagnhöfða 11, sími 685090
Gömlu dansamir föstudagskvöld kl.
21-3. Danssporið ásamt söngvurun-
um Ömu Karlsog Grétari. Á laugar-
dagskvöldið nýju og gömlu
dansamir, hljómsveitin Danssporið
ásamt Örnu Karls og Grétari.
BÍÓKJALLARINN
Lækjargötu 2, sími 11340
Hlynur, Daddi og Kiddi stjórna nýja
diskótekinu fóstudags- og laugar-
dagskvöld kl. 22-03.
BROADWAY,
Álfabakka 8, Reykjavik, sími 77500
Lokað föstudagskvöld fyrir almenn-
ing vegna einkasamkvæmis. Allt í
gamni mfð Ríó á laugardagskvöld.
CASABLANCA,
Skúlagötu 30
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
DUUS-HÚS,
Fischersundi, sími 14446
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld. Á sunnudagskvöld leikur Tríó
Kristjáns Magnússonar í Heita pott-
inum.
EVRÓPA
v/Borgartún
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
GLÆSIBÆR,
Álfheimum
Hljómsveitin Goðgá leikur fyrir
dansi fóstudags- og laugardagskvöld.
Opið kl. 22.00-3.00.
HOLLYWOOD,
Ármúla 5, Reykjavík
. Á fóstudagskvöldið spilar hljómsveit-
in Lonly Blue Boys fyrir dansi. Á
laugardagskvöld leikur hljómsveitin
Sveitin milli sanda fyrir dansi.
HÓTEL BORG,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími
11440
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
HÓTEL ESJA,
SKÁLAFELL,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík,
sími 82200
Dansleikir föstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar
öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl.
19-1.
HÓTEL ÍSLAND
Rokksýningin Allt vitlaust fóstu-
dagskvöld. KK-sextett leikur á
laugardagskvöld.
HÓTEL SAGA, SÚLNA-
SALUR,
v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221
Á föstudags- og laugardagskvöld
verður sýndur söngleikurinn „Næt-
urgalinn - ekki dauður enn“ sem
byggist á tónlist Magnúsar Kjartans-
sonar í gegnum tíðina. Á Mímisbar
leika Einar Júliusson og félagar.
LEIKHÚSKJALLARINN,
Hverfisgötu
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
LENNON
v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
LÆKJARTUNGL,
Lækjargötu 2, sími 621625
í kvöld og annað kvöld snýst tónlist
tunglsins í takt \ið tilveruna undir
stjórn þeirra Hlyns og Dadda.
ÚTÓPÍA,
Suðurlandbraut
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
ÞÓRCAFÉ,
Brautarholti, s. 23333
Bob Christy frá Radio Luxemburg
þeytir skífunum föstudags- og laugar-
dagskvöld.
ÖLVER
Álfheimum 74, s. 686220
Opiö frá kl. 18-3 fóstudags- og laug-
ardagskvöld. Markó Póló spilar frá
kl. 21 fimmtudaga til sunnudaga.
AKUREYRI
SJALLINN
„Rokkskór og bítlahár" í Sjallanum
fóstudags- og laugardagskvöld.
Evrópa:
Honey B and
the T-Bones
Finnska hljómsveitin Honey B
and the T-Bones kemur til með að
skemmta gestum veitingahússins
Evrópu í kvöld og annað kvöld.
Hljómsveitin er vel þekkt í Finn-
landi og kom þar fram um það bil
250 sinnum á dansleikjum og tón-
leikum á síðasta ári.
Honey B and the T-Bones var
stofnuð í byrjun þessa áratugar,
komst fljótlega á samning hjá EMI
útgáfufyrirtækinu og hefur sent frá
sér fjórar stórar hljómplötur.
Hljómsveitin hefur ferðast víða til
tónleikahalds og er vel þekkt á sínu
sviði í Skandinavíu og á meginl-
andinu. Honey B. and the T-Bones
leggja mikið upp úr því að vera
alþjóðleg hljómsveit og telja reynd-
ar að tónlistin sé hið aíþjóðlega
tungumál. Þau flytja alla texta sína
og kynningar á enskri tungu.
Honey B and the T-Bones er tríó,
skipað skörulegum kvenmanni
sem leikur á bassa og tveimur körl-
um. Lagalisti hljómsveitarinnar er
með ólíkindum langur og breiður
þannið að fjölbreytnin sem áhey-
rendum er boðið upp á er meiri en
menn eiga að venjast að öllu jöfnu.
Rokkabillí, og blúsrokkuð danstón-
list er allsráðandi á dansleikjapró-
gramminu. Mikið af velþekktum
lögum er á lagalistanum ásamt fjöl-
mörgum frumsömdum lögum.
Sviðsframkoman er eitt af aðals-
merkjum hljómsveitarinnar. Ekki
er óalgengt að sjá Honey B plokka
bassann liggjandi á bakinu, fljúg-
andi í loftinu eða í „spígat".
Þráinn Sverrisson var annar af tveimur fulltrúum íslenskra barþjóna i
keppni sem haldin var í Róm á siðasta ári.
Barþjónaklúbburinn:
„Long drinks"
keppni
Á sunnudag kl. 18 hefst í Súlna-
sal Hótel Sögu „Long drinks"
keppni Barþjónaklúbhs íslands.
Keppendur verða starfandi bar-
þjónar á hótelum og veitingahús-
um.
Gestir sem koma á keppnina
dæma drykkina auk dómnefndar.
Slík keppni er haldin á hverju ári
en mismunandi er hvernig drykki
á að blanda, 1989 verður til að
mynda keppt í blöndun sætra
drykkja en árið 1990 verður keppt
í blöndun þurra drykkja.
Sigurvegarar í þessum keppnum
fara til Mexico og keppa þar á al-
þjóðlegu móti sem haldið verður
árið 1990.
Nánari upplýsingar veitir Haf-
steinn Egilsson í síma 29090.
MÍR:
Lenin 1918
Á morgun kl. 16.00 verður kvikmyndin „Lenin 1918“ sýnd í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10. Myndin er nær hálfrar aldar gömul, gerð árið 1939. Leik-
stjóri er Mihaíl Tomm, sá sami og gerði myndina „Lenín í október"
tveimur árum áður og markaði sú mynd tímamót í sovéskri kvikmynda-
gerð, það er var hin fyrsta í röð fjölmargra sovéskra kvikmynda sem síðan
hafa verið gerðar um ævi og störf Lenins. Skýringar með myndinni verða
fluttar á ensku.
Þórscafé:
Plötusnúðurinn Bob Christy
Það verður ýmislegt um að vera í Þórscafé um helgina. Þar mun plötu-
snúðurinn Bob Cristy frá Radio Luxemburg stjórna diskótekinu. Bob
hefur getið sér mjög gott orð á meginlandinu sem plötusnúður og hefur
hróður hans borist víða. Hljómsveitin Burgeisar mun svo sjá um lifandi
tónlistarflutning á efri hæðinni.
Sviðsframkoma hljómsveitarinnar Honey B and the T-Bones er
með ólíkindum lifleg.
Heiti potturinn:
Hljómsveitin „Styttri"
ásamtUffe Markusson
Á sunnudagskvöldið leikur
hijómsveitin „Styttri" í Heita pott-
inum í Duus-húsi. Þessi hljómsveit
var stofnuð síðasthðið haust og
hefur einbeitt sér að því að spila
nýrri djass, það er lög eftir höfunda
eins og Wayne Shorter, Richie
Beirach og fleiri. Hljómsveitin
dregur nafn sitt af þeim fyrrnefnda
og á sunnudagskvöldið bætist
hljómsveitinni liðsauki, danski
saxófónleikarinn Uffe Markusson
sem um þessar mundir spilar með
Stórsveit RÚV.
„Styttri“ skipa þeir Kjartan
Valdimarsson píanó, Hilmar Jens-
son gítar, Tómas R. Einarsson
kontrabassa og Matthías Hemstock
á trommur.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.30.
Wayne Shorter sem hijómsveifin
dregur nafn sitt af.
Sýningum á Don Giovanni fer nú fækkandi.
Kristinn Sigmundsson:
Syngur í Texas
Kristinn Sigmundsson söngvari, sem nú um skeið hefur skemmt gestum
íslensku óperunnar í hlutverki Don Giovanni, hefur nú lagt land undir
fót. Góðar og gildar ástæður eru fyrir fjarveru Kristins. Hann er staddur
í Texas og tekur þar þátt í „gala-konsert“, eða hátíðartónleikum, í ópe-
runni í Austen. „Don Giovanni" verður þó ekki lengi fjarverandi því um
helgina mun Kristinn ásamt fleiri söngvurum halda áfram að gleðja
hjörtu óperugesta í Reykjavík. Nú eru fáar sýningar eftir á uppfærslu
íslensku óperunnar á Don Giovanni og ætti enginn tónlistarunnandi að
láta þessa skemmtun fram hjá sér fara.