Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
Fréttir_______________________________________________________________________________________________pv
Fiskútflutningur:
Ferskfiskútflutningurinn
hagkvæmari en fiystingin
„Við framkvæmdum útreikninga á
þessu dæmi haustið 1986 og þá reynd-
ist ferskfiskútflutningurinn hag-
kvæmari en frysting fyrir Banda-
ríkjamarkað. Síðan þá hefur þetta
ekki verið reiknað út en ég hef það
á tilfinningunni að þetta hafi ekki
breyst," sagði Benedikt Vaísson hjá
- höfuðástæðan er lækkun dollars og hækkun Evrópumyntar
Þjóðhagsstofnun í samtali við DV.
Benedikt benti hins vegar á að þeg-
ar verð á frystum fiski á Bandaríkja-
markaði lækkaði, eins og nú hefur
átt sér stað, og ef sú spá reynist rétt
að hann muni lækka enn meira, þá
muni það óhjákvæmilega hafa áhrif
á ferskfiskverðið í Evrópu.
Hraðfrystistöðin í Vestmannaeyj-
um er bæði með fersfiskútflutning
og frystingu. Hörður Óskarsson, fjár-
málastjóri fyrirtækisins, sagðist ekki
hafa reiknað þetta dæmi, en sagðist
nokkurn veginn viss um að fersk-
fiskútflutningurinn væri hagkvæm-
ari. Hann sagöi að stanslaus lækkun
dollars síöustu misserin ætti hér
stóran þátt í, ásamt því að Evrópu-
myntin hefði styrkst á sama tíma.
Hann benti á í þessu sambandi að
dollarinn væri búinn að vera á rólinu
um og undir 40 krónum í tvö ár.
Fyrir rúmu ári var hins vegar sterl-
ingspundið 48 krónur en er nú komið
í 73 krónur. Dollarinn fór í 40 krónur
við gengisfellinguna á dögunum, en
er nú kominn niður í 38 krónur.
Hörður benti á að ekki bætti það
úr skák þegar verö á frystum fiski á
Bandaríkjamarkaði lækkaði eins og
nú hefur átt sér stað og hvað þá ef
fiskurinn lækkaöi frekar. -S.dór
Mikið annríki hefur verið hjá Flugfélaginu Erni á ísafirði meðan á verkfalli
verslunarmanna hefur staðið. DV-myndir BB
ísafjórður ekki
sambandslaus
nema síður sé
- segir framkvæmdastjóri Flugfélagsins Emis
Stórkaupmenn um verðlag á Islandi
Frekari að-
gerða þórf
Sigurjón J. Sigurösson, DV, isafirði:
Á Fóstudaginn lagðist aUt flug
Flugleiða niður í kjölfar verkfalls
verslunarmanna. Flugfélagið Emir á
ísafirði hefur því haft mikið að gera
og hefur félagið flogið að meðaltali á
þriggja stunda fresti á milli ísafjarð-
ar og Reykjavíkur.
Höröur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Ernis, sagði sl. laugar-
dag í samtali við DV aö flutningamir
hefðu gengiö ipjög vel, einmuna blíða
hefði veriö um land aUt og hefðu
þeir hjá Emi náð að flytja aUa þá
farþega sem óskað hefðu eftir að
komast til og frá Vestfjörðum.
Hörður sagði félagiö hafa flutt að
meöaltah 80 manns á dag en þeir
gætu auðveldlega flutt 100 manns ef
þörf væri á. „ísafjörður er ekki sam-
bandslaus nema síður sé,“ sagði
Hörður.
Þess má geta að sl. sunnudag fóm
þeir Hörður Guðmundsson og Jón
Ivarsson flugmaður áleiöis til Banda-
ríkjanna til þess aö sækja nýja vél
fyrir félagið og eru þeir væntanlegir
til baka fyrir mánaöamótin.
Félag íslenskra stórkaupmanna
telur að enn vanti mikið á að verslun
hafi flust að fullu inn í landiö og verð-
lag sé enn hærra hér á landi en í
nágrannalöndunum, þrátt fyrir að-
gerðir stjórnvalda til að jafna
muninn.
Þetta kom fram á blaöamannafundi
sem stórkaupmenn efndu tfi í gær,
en þó var liðið ár síðan stórkaup-
menn héldu fund þar sem þeir bentu
á leiðir til að lækka vöruverö hér á
landi.
Þessar leiðir fólust aðallega í lækk-
un og afnámi tolla og skatta sem
ekki tíðkuðust í nágrannalöndunum,
og vora nefnd dæmi um vömr sem
væru nær hættar að seljast hérlendis
vegna þess aö fólk keypti þær á ferða-
lögum erlendis.
ToUabreytingar um síðustu áramót
urðu tU þess að lækka tolla á ýmsum
vörum og fagna stórkaupmenn því
að sala hafi glæðst á ýmsum vörum
sem áður voru hátollaðar en hafa nú
lækkað.
Tilefni fundarins nú er að stór-
kaupmenn telja að frekari aðgerða
sé þörf, enn sé verðlag hér á landi
of hátt. Helstu ástæður þessa eru, að
mati F.Í.S., háir skattar, viðskipta-
hömlur, mikill fjármagnskostnaður,
hár flutningskostnaður og aðflutn-
ingsgjöld. TUlögur stórkaupmanna
eru:
„Það er ætlun okkar að hefjast
handa með sjóbleikjueldi í sumar í
samvinnu við Seljalax í Öxarfirði.
Það er enginn spurning að sjó-
bleikjueldi á mikla framtíð fyrir sér,
bæði vegna þess hve hagkvæmt það
er og ekki síður vegna þess hve gott
verð fæst fyrir fiskinn á ágætum
markaði," sagði Guðmundur Valur
Stefánsson fiskeldisfræöingur í sam-
taU við DV.
Guðmundur sagöi að hann hefði
kannað markaðsverö á sjóbleikju í
haust er leið, bæði í Bandaríkjunum
og í Evrópu. Þá hefði komið í Ijós að
fyrir hana fæst sama verð og fyrir
eldislax. Munurinn væri bara sá að
bleikjan yxi tvisvar fil þrisvar sinn-
um hraðar en laxinn við lægra
1. Að innflytjendum verði gert kleyft
að nýta sér vaxtalausan greiðslufrest
erlendis til vörukaupa. Með þessu
væri hægt að lækka íjármagnskostn-
að, en hann geti orðið allt að 50% á
ári hérlendis, og leggist aUur á vöru-
verðið.
2. Að enn eru háir tollar á ýmsum
vörum, og leggjast þeir einnig á flutn-
ingsgjöld sem voru þó ærin fyrir.
3. Tollar em misháir eftir uppruna-
landi vörunnar. Þetta gerir mönnum
erfitt að nýta sér hluti eins og veika
stööu dollarans, en háirtollar á vör-
um frá Bandaríkjunum spilla fyrir
hagkvæmum innkaupum.
4. Þá telja stórkaupmenn skattlagn-
ingu á verslun hérlendis mun hærri
en í nágrannaríkjunum, og aö mis-
munurinn skih sér beint í hærra
vömverði.
5. Skriffinnska í opinberum stofnun-
um veldur auknu starfsmannahaldi
og eykur tilkostnað bæði hjá ríki og
fyrirtækjum.
6. Verði tekinn upp 22% virðisauka-
skattur þá gæti það þýtt stóraukna
skattheimtu ríkisins nema til komi
niðurfelling ýmissa skatta og tolla-
gjalda sem hækka vöruverð. Slík
aukning skattheimtu gæti þýtt mikl-
ar verðhækkanir og verðbólgu eftir
því sem stórkaupmenn segja.
-PLP
hitastig vatnsins og að hægt væri að
vera með mun meira magn af bleikju
en laxi á hvern rúmmetra í eldiskeij-
unum
Hann sagði að nú væri mest aðkall-
andi í málinu að finna réttan sjó-
bleikjustofn en um marga stofna
væri að ræða. Norðmenn gerðu
könnun á vaxtarhraöa og gæðum
tólf stofna og varð íslenski sjóbleikju-
stofninn í þriðja sæti.
Guðmundur sagði að þeir hjá Selja-
laxi væru með í huga að ala bleikjuna
upp í þyngdina eitt til tvö kíló því
segja mætti að það væri vinsælasta
stærðin á mörkuðunum. Hann taldi
engan vafa á því aö bleikjueldið ætti
bjarta framtíð fyrir sér og væri kjör-
in aukabúgrein til sveita. -S.dór
Samræmd próf:
Auðar snældur
í enskupréfi
Þau mistök áttu sér stað i sam-
ræmdu enskuprófi í flórum
grunnskólum á Norðurlandi
vestra í gærmorgun að auðar
snældur voru sendar frá Reykja-
vík í hlustunarþátt prófsins.
Þetta kom þó ekki að sök þar sem
farið var í næstu skóla og kasett-
ur fengnar þaðan. Á meðan
spreyttu nemendur sig á síðari
hluta prófsins sem var skriflegur
og alveg óskyldur hlustunar-
þættinum sem hugsaður var sem
fyrri hluti. Skólarnir íjórir em á
Hvammstanga, Ðlönduósi,
Skagaströnd og Sauðárkróki.
Hrólfur Kjartansson, deildar-
stjóri skólaþróunardeildar
menntamálaráöuneytis, sagöi í
samtali við DV aö ekki væri enn
vitaö 1 hverju mistökin lægju en
líklega væri um að ræða tæknileg
mistök við framleiðslu kassett-
anna. -JBj
Patreksfjörður:
Fnimsýning á
leikriti Eddu og
Hlínar í kvöid
Jónas Þór, DV, Patreksfirói:
Frumsýning á leikritinu „Láttu
ekki deigan síga, Guðmundur“,
eftir þær Eddu Björgvinsdóttur
og Hlín Agnarsdóttur, veröur í
kvöld 1 félagsheimilinu hér á Pat-
reksfirði og hefst kl. 20. Þórarinn
Elcjjám og Anton Helgi Jónsson
sömdu texta við tónlist Jóhanns
J. Jóhannssonar. Guðjón Ingi
Sigurðsson er leikstjóri og Jósef
Ó. Blöndal heilsugæslulæknir
söngstjóri.
Frumsýningin verður í kvöld
og önnur sýning á Patreksfiröi
verður sunnudaginn 1. maí. Þar
verða svo fleiri sýningar og einn-
ig er fyrirhugaö aö sýna leikritið
víðar, m.a. í Búöardal og á Króks-
fjarðarnesi.
Engin mjólk í
mjólkurtiænum
Regina Thorarensen, DV, SeBossi:
Nú er ekki hægt að fá ttýólk
lengur í rajólkurbænum Selfossi
en fólk er fariö aö sækja mjólk -
í litlum mæli þó - heim til bænda.
Hins vegar er áfengisverslunin
opin og áfengi ásamt vatni em
þeir drykkir sem Selfossbúar eiga
nú aðgang að. Að sögn Sigurðar
Kristjánssonar, kaupfélagssljóra
KÁ, fæst matur og kaffi í Árseli.
Matstofan er aðeins opin. Ö1 eða
gosdrykkir fast þar ekki.
Sakadómur Reykjavíkur:
Svik og undanskof
Fyrrum framkvæmdastjóri G.
T.-húsgagna hefur verið dæmdur í
Sakadómi Reykjavíkur í tíu mán-
aða fangelsi og til aö greiöa 200
þúsund króna sekt í ríkissjóö.
Framkvæmdastjórinn fyrrverandi
var dæmdur fyrir fjárdrátt, sölu-
skattssvik, imdanskot eigna og
rangan framburð í skiptarétti.
Stjómarformaöur sama fyrirtækis
var dæmdur í fjögurra mánaða
fangelsi, þar af eru tveir mánuðir
skilorðsbundnir. Auk þess vom
þrír fyrrverandi starfsmenn fyrir-
tæksins dæmdir. Þeir hlutu vægari
dóma.
G.T.-húsgögn voru tekin til gjald-
þrotaskipta í nóvember 1984. Við
skipti á búinu kom fram tilefni til
opinberra rannsókna. Fjárdráttur,
söluskattssvik og undanskot eigna
hafði átt sér staö.
Haraldur Henrýsson sakadómari
og meðdómandinn, Siguröur Stef-
ánsson endurskoðandi, kváðu upp
dóminn. -sme
Bleikjueldi:
Ætlum að hefjast handa
með bleikjueldi í sumar
-segir Guðmundur V. Stefánsson fiskeldisfræðingur