Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
Ötlönd
Felldu eigin hentienn
Kúbanir viðurkenndu í gær að
hafa fellt tuttugu og sex af sínuxn
eigin hermönnum í Angóla, þar á
meðal einn af fremstu herforingj-
um sínum. Mennirnir féllu þegar
kúbönsk loftvarnasveit skaut nið-
ur flugvél þeirra í suðurhluta
Angóla.
Þetta mun vera mesta áfall sem
herlið Kúbana í Angóla hefur oröið
fyrir frá því þeir fyrst sendu her
til stuðnings stjórnvöldum í
landinu fyrir þrettán árum.
í tiikynningu kúbanska hersins
segir að meðal hinna fóllnu hafi
veriö Francisco Cruz Bourzac sem var liösforingi í Svínaflóaátökunum
árið 1961. Bourzac var aðstoðarráöherra vigbúnaðarmála á Kúbu og átti
sæti í miöstjóm kúbanska kommúnistaflokksins.
Zaire —v
Atlants- ' haf V-
ANGÓLA Zambií:
^ Namibía ^
Heimsstyrjöldin verst
Keisarinn veifar tii aðdáenda
sinna við höllina i Tokýo i gær.
Sfmamynd Reuter
Hirohito Japanskeisari varð átta-
tíu og sjö ára gamall í gær og í
viötölum aö tilefni afmælisins
sagði hann að verstu minningar
hans væru tengdar heimsstyrjöld-
inni síðari og aðild Japana aö
henni. Hvatti forsetinn japönsku
þjóðina til að sýna samstööu og
halda friðinn.
Keisarinn átti fund með frétta-
mönnura fyrir nokkrum dögum.
Hann sagði þá að styijöldin væri
það versta sem drifiö hefði á daga
sína. Sagðist hann ennfremur
fagna því að japanska þjóðin hefði
náð að vinna saman eftir stríðið og
hann vonaðist til þess aö hörmung-
ar styrjaldaráranna gleymdust
ekki.
Sprenging í flugvél
Sprengingin varð um borö í Boeing 737 þotu frá ffugfélaginu Aloha Airl-
ines.
Simamynd Reufer
Eins farþega er saknað og nær sextíu eru meiddir eftir að sprenging
varð um borð í Boeing 737 farþegaþotu á fiugi yfir Hawaii-eyjum í gær.
Sprepgingin reif stórt gat á skrokk þotunnar og neyddust flugmenn
hennar til þess aö nauölenda á Kahului-flugellinum á eyjunni Maui.
Að sögn sjónarvotta var þotan illa skemmd og mátti sjá farþega hennar
í sætum sínum við lendinguna auk þess að leiðslur og annaö brak lafði
út um gatið á skrokk hennar.
Sprengingin varö þegar þotan var á leið milli tveggja eyja.
Þotan var í tuttugu og íjögur þúsund feta hæð, um tjörutíu kílómetra
suður af Maui.
Farþegar í þotunni skýrðu frá þvf í gær aö sprengingin hefði verið svo
mikil að þak þotunnar hefði hreinlega fokið af.
Ekki var vitað i morgun hvað olli sprengingunni.
Viðræðumar strandaðar
Samningaviðræður fulltrúa
þrettán aðildarríkja OPEC, sam-
taka olíuframleiðsluríkja, stöðvuð-
ust snemma í morgun án þess að
fulltrúunum tækist að koma sér
saman um viðbrögð við tilboöum
olíuframleiðslurikja sem eru utan
samtakanna. Ríkin höfðu boðist til
að draga úr framleiðslu sinni í því
skyni að hækka olíuverð og gera
það stöðugra.
Myrtu sextán manns
Sextán manns voru í gær myrtir
í þorpum i Punjab-héraöi á Ind-
landi og er talið að morðsveitir
öfgafúlira sikka hafi staöiö að til-
ræöunum. Meðal hinna látnu voru
þrír unglingar.
Átök sikka og hindúa hafa nú
kostaö um sjö hundruð og þrjátíu
mannslíf í Punjab á þessu ári
einu.
Samningamenn OPEC-ríkja hafa
ekki komið eér saman um hvernig
bregðast skuli við boöum annarra
oliuframleiðslurikja.
Sfmamynd Reuter
Þúsundir heimilis-
lausar eftir eldsvoða
Boðað til fleiri
verkfalla í Póllandi
Þúsundir íbúa fátækrahverfis í
Manila á Filippseyjum eru nú heim-
ilislausir eftir að eldur herjaði á
kofaræksni þeirra í gær. Um leið og
kólnað hafði í glóðunum f morgun
hófu margir þeirra aö setja saman
nýja kofa úr krossvið, pappa og báru-
járni á meðan börnin sátu á því sem
bjargað varð og horfðu á.
Talið er að um sjö til átta hundruð
kofar hafi orðið eldinum að bráð og
að tvö þúsund og fimm hundruð
manns hafi misst heimili sín. Þeir
einu sem urðu fyrir meiðslum voru
ílækingar sem íbúarnir réöust á er
þeir reyndu að stela því sem bjargað
var úr eldinum.
Ekki er óalgengt að eldar herji í
fátækrahverfum Manila en þessi
eldsvoði er talinn vera sá versti frá
1978 þegar um þúsund heimili urðu
eldinum aö bráð.
Litil stúlka gætir aleigu fjölskyldu sinnar. Hún var ein af mörgum þúsundum
sem misstu heimili sitt í eldsvoða í Manila á Filippseyjum í gær.
Símamynd Reuter
Verkfalhð í Lenínstáliðjuverinu í
Krakow í Póllandi hefur nú staðið
yfir í þrjá daga og boðaö hefur verið
til verkfalls í stáliðjuverinu Stalowa
Wola í suðausturhluta Póllands í dag.
Þar vinna um átján þúsund verka-
menn en í Lenínstáliðjuverinu, þar
sem starfsmennimir era um þrjátíu
og tvö þúsund, hafa fimmtán þúsund
lagt niður vinnu til þess að leggja
áherslu á kröfur sínar um kaup-
hækkun. Fréttir bárust í gær af
samúöarverkfalli í saltnámum ná-
lægt Krakow þar sem þrjú hundrað
manns lögðu niður vinnu.
Nefnd Samstöðu, hinnar ólöglegu
hreyfingar pólskra verkamanna, við
Stalowa Wola stáliöjuveriö boöaði til
verkfalls til þess að kreíjast endur-
ráðningar tveggja meðlima samtak-
anna sem reknir voru eftir fjölda-
fund í síðustu viku. Lögreglan
handtók samt sem áöur einn þekktan
meðlim Samstöðu við Stalowa Wola
í gær og tók jafnframt skilríki af þrjú
hundruð verkamönnum sem taldir
eru vera stuðningsmenn samtak-
anna. Er talið að það hafi verið gert
til þess að þeir kæmust ekki inn í
stáliðjuverið í dag.
Samstaða hefur barist mánuöum
saman við að ná áhrifum í Stalowa
Wola. í febrúar síðastliðnum var
beiðni samtakanna um aö verða við-
urkennd sem löglegt verkalýðsfélag
hafnað af hæstarétti og kvarta nú
nefndarmenn undan ofsóknum lög-
reglunnar og þungum sektum.
I gær handtók lögreglan í Varsjá
þrjá leiðtoga Samstöðu og einnig pró-
fessor sem var á leið á fund í austur-
hluta Lublin. Einn leiðtoganna var
látinn laus en seint i gærkvöldi voru
hinir enn í haldi.
Stjórnendur Lenínstáliðjuversins
neituðu í gær að taka upp aftur
samningaviðræður eftir aö fulltrúar
verkfallsmanna höfnuðu boði at-
vinnurekenda á miðvikudaginn.
Tilkynning hefur verið sett upp í
stáliðjuverinu þar sem segir að verk-
fallið sé ólöglegt og aö þátttakendur
geti átt von á allt aö þriggja ára fang-
elsi fyrir að æsa til óeirða á almanna-
færi.
Stúdentar við Jagielionienháskólann í Krakow efndu tii fundar í gær til aö
lýsa yfir stuðningi sínum við verkfallsmenn.
Simamynd Reuter
Ennþá mikil geislavirkni
eftir Tsjemobylslysið
Geislavirkni í Svíþjóð er enn
allt að tíu sinnum meiri en eðli-
legt telst nú þegar tvö ár eru liðin
frá Tsjernobyl-slysinu í Sovét-
ríkjunum. Þetta kemur fram í
skýrslu sænskra yfirvalda sem
kynnt var í gær.
Um mestalla Svíþjóð er geisla-
virknin tvisvar sinnum meiri en
eðlilegt telst og allt að tíu sinnum
meiri á þeim svæðum sem verst
urðu úti eftir slysið.
Sænska stjórnin hefur varið
fimm hundruð milljónum
sænskra króna til aðgerða eftir
kjarnorkuslysið. Eru þar inni-
( Finnland
Sovetnkin
faldar bætur til fyrirtækja, vís-
indalegar tilraunir og upplýs-
ingaherferðir. Einnig hefur
milljónum sænskra króna verið
varið til bóta til bænda og fiski-
manna eftir að afurðir þeirra
voru lýstar hættulegar neytend-
um og ekki neysluhæfar vegna
geislavirkni.
Það voru sænsk yfirvöld sem
fyrst tilkynntu um kjarnorku-
slysiö í Tsjernobyl en það
uppgötvaðist er ekki virtist allt
með felldu við Forsmark kjarn-
orkuverið um hundraö kOómetra
fyrir norðan Stokkhólm.