Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
9
Utlönd
aftur í tímann því bæði Chirac og
Mitterrand hafa aö baki langa sögu
sem ráðherrar og því auðvelt að
tína til neikvæð atriði. Chirac var
sérlega ágengur í samanburði sín-
um og árásum á stefnu sósíalista
þegar þeir voru við völd enda þurfti
forsætisráðherrann fyrir alla muni
að ná upp dampi eftir kosningaúr-
slitin 24. apríl síðastliðinn í fyrri
umferð forsetakosninganna þar
sem hann fékk mun færri atkvæði
en reiknað hafði verið með.
Chirac var kraftmikill og stund-
um beinlínis dramatískur og
kallaði forsetann ávallt herra Mitt-
errand. Forsetinn var yfirvegaður,
lék rullu sína sem landsfaðir mjög
vel, eins og hann hefur gert í allri
kosningabaráttunni, og ávarpaði
Chirac aldrei öðruvísi en herra for-
sætisráðherra.
Þar sem flestir spá Mitterrand
sigri í kosningunum var nauðsyn-
legt fyrir hann að halda sínu í
einvíginu, hann hafði meiru að
tapa og því er engin furða að hann
hafi reynt að ýta frá sér ýmsum
málum fortíðarinnar sem eru hon-
um viðkvæm og líta fram á við til
þess sem ber að gera eftir 8. m'aí.
Um Le Pen var ekki mikið rætt
en hins vegar talsvert um innflytj-
endur og öryggismál. Litið nýtt
kom þar fram, Mitterrand reyndi
aö sannfæra Frakka um vifja sinn
til að leysa þetta vandamál og
Chirac reyndi að tæla til sín kjós-
endur Le Pens án þess að segja of
mikið. Það var helst í sambandi við
athurðina á Nýju Kaledóníu og
Bjami Himiksson, DV, Bordeaux:
Sjónvarpseinvígi forsetafram-
bjóðendanna tveggja, sem keppa
munu um æðsta embætti franska
lýðveldisins 8. maí, þeirra Jacques
Chiracs forsætisráðherra og
Francois Mitterrand, núverandi
forseta, fór fram í gærkvöldi og
má líkja viö knattspymuleik sem
fer hægt af stað en býður svo áhorf-
endum upp á fjörugar sóknir og
talsverða boltafimi áður en honum
lýkur með jafntefli.
Um helmingur Frakka horfði á
einvígið og samkvæmt fyrstu skoð-
anakönnunum töldu rúmlega 30
prósent þeirra að Mitterrand hefði
komið betur út úr þolrauninni en
rúmlega 20 prósent voru ánægðir
með Chirac. Á milli 20 og 30 pró-
sent töldu úrshtin vera 0-0. Við-
hrögð sfjórnmálamanna og
dagblaða og skýringar þeirra eru í
beinu samræmi við stjómmála-
skoðanir viðkomandi því þetta
einvígi snerist allt um framkomu
og kappræðusnilld en minna um
málefni.
Einvígið varði í rúma tvo klukku-
tíma og var skipt í fjóra hluta:
Innanlandsmál og opinberar stofn-
anir, Evrópa og vandamál af
efnahags- og félagslegu tagi, þjóð-
félagsbreytingar og að lokum
utanríkisstefna og hermál.
Báðir frambjóðendumir týndu
sér stundum í talnaleik og mestur
tími fór í að ráðast á það sem hinn
hafði eða hafði ekki gert á undan-
fómum sjö árum og jafnvel lengra
Um helmingur frönsku þjóðarinnar er talinn hafa fylgst með sjónvarpseinvígi þeirra Mitterrands og Chiracs
í gærkvöldi. Simamynd Reuter
frönsku gíslana í Líbanon sem
framhjóðendumir æstu sig.
Chirac kvaö sósíahsta bera
ábyrgð á ofbeldi undanfarinna
daga á Nýju Kaledóníu en Mitter-
rand sakaði andstæðing sinn hins
vegar um að hafa sleppt írönskum
hryðjuverkamönnum úr haldi í
Frakklandi til að ná fram samning-
um við írönsku stjórnina um lausn
frönsku gíslanna.
Án þess að einvígið færi nokkum
tíma úr böndunum og þátttakend-
umir slepptu fram af sér beishnu
vom sum augnabUk hlaðin raf-
magni og greinfiega UtiU kærleikur
á miUi þessara manna.
LUdega breytir þetta einvígi Utlu
um fylgi frambjóðenda. Einvígi af
þessu tagi hafa hingað til haft UtU
áhrif í Frakklandi nema annar
þátttakendanna hafi greinUega
yfirburði. í gærkvöldi var ekki svo
þótt stundum virtist sem Chirac
hefði viðurkennt aö hann myndi
að öllum líkindum tapa fyrir Mitt-
errand 8. maí.
I
Gríska lögreglan leitar nú ákaft
tveggja manna sem skutu arm-
enskan skæruliðaforingja tíl
bana í einu af finni úthverfum
Aþenu í gær.
Mennimir tveir gerðu skæra-
Uðaforingjanum Hagop Hagop-
ian, sem var stoínandi skæruliða-
hreyfingar er nefnir sig
leynUegan frelsisher Armeníu,
fyrirsát og skutu hann með
haglabyssum. .
SkæruUðahreyfing þessi hefur
rekið blóðuga baráttu gegn
Tyrkjum í fimmtán ár
Hún krefst þess að stofnað verði
sjálfstætt ríki í hinum armenska
Úuta Tyrklands.
Þá krefst hreyfingin þess enn-
fremur aö opmberlega verði
viðurkennt að hálf önnur milljón
Armena hafi verið myrt af tyrk-
neskum stjórnvöldum í fýrri
heimsstyijöldinni.
Stjómvöld í Frakklandi segja
að Hagopian hafi í raun heitiö
Bedros Havanassian og hann hafi
verið sá sem skipulagði sprengju-
tUræði sem framið var við af-
greiöslu tyrkneska flugfélagsins
á Orly flugveUi við París í júh
1983. Átta manns létu Ufið f til-
ræði þessu og fimmtíu og fimm
særðust.
TaUð er aö Hagopian hafi átt
mikiö samstarf við öfgafyllsta
arm frelsishreyfingar Palestínu-
manna, þaö er fylkingu þá sem
leidd er af Abu Nidal.
Hagopian var myrtur fyrir utan
heimiU sitt af tveim grimuklædd-
um mönnum. Lögreglan segist
fiiar vísbendingar hafa í málinu, ,
GoldStar
Goldstar myndbandstœki GHV-1245P
Framhlaðið - HQ (High Quality)
14 daga upptökuminni á 4 mismunandi tímum
32 stöðva minni - Þráðlaus fjarstýring - Kyrrmynd
Hraðspólun með mynd - Sjálfvirk endurspólun
GoldStcir
-guCCtryggðyczðatæki !
i