Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988. Spumingin Hefur þú séð eitthvað af verkum Þjóðleikhússins í vetur? Frosti Hreiðarsson: Nei, ég bý úti á landi. Dagný Gunnarsdóttir: Nei, ég hef áhuga á Vesalingunum en ekkert annaö höfðar til mín. Arndís Jensdóttir: Nei, ég hef bara ekki komist vegna tímaleysis. Rósa Stefánsdóttir: Já, ég sá Vesal- ingana en flest verkanna eru of þung hjá Þjóðleikhúsinu. Jónas Skúlason: Nei, ég fer mjög sjaldan í leikhús. Anna Margrét Marinósdóttir: Ég sá Vesaiingana og það var ágætt verk en mér fmnst að Þjóðleikhúsiö eigi að bjóða upp á léttari verk í bland. Lesendur Hjöðnun í efnahagslífi nauðsyn: V.R. verkfall hjálpar til Sigmar skrifar: Það er staðreynd sem ekki verður hjá komist að viðurkenna, að að- gerðir stjórnvalda undanfarna mánuði haúfa haft þau áhrif sem að var stefnt, þ.e. að draga úr verð- hækkunum og veltu fjármagns, íjármögnunarleigu og erlendum lántökum. Á sama tíma hefur einn- ig dregið úr hinum háværu kröfum helstu þrýstihópanna um tafarlaua gengisfellingu. Allt er þetta í rétta átt. Og svo einkennilega, eða kannski mætti segja svo heppilega, vill til að um svipað leyti og marktæk hjöðnun í efnahagslífinu gerir vart viö sig, skellur á víðtækt verkfall fjölmennustu launþegasamtak- anna, sem verður til að hnykkja enn frekar á þessari æskilegu þró- un. Því er nefnilega svo farið hér hjá okkur, gagnstætt því sem er víðast annars staðar, að þegar uppgangur hefur verið, t.d. með landburði sjávarafla og háu verðlagi á erlend- um mörkuðum, taka landsmenn til við að eyða hverri krónu sem hönd á festir, í stað þess sem ætla mætti, að fólk gripi tækifærið og tæki til við sparnað og legði fyrir fé sem mest þaö mætti. Þess vegna er það ekki fyrr en fer að hylla undir þrengingar og kreppu, aö landsmenn fara að draga í vírinn og kíkja á fjármálin, hver fyrir sig. og það er einmitt þess konar ástand, sem nú er að skapast. Víötæk verkföll eða aðrar aðgerðir í formi sjálfspyndinga, sem okkur eru svo eðlislægar og nærtækar, eru einmitt vísasta leið- in til að skapa spennufall hjá þjóðinni. Þetta gat heldur ekki komið á betri tíma fyrir þá ríkisstjóm, sem nú situr. Verkfallið og liðsmenn þess eru því eins og „skari himne- skra hersveita", sem kemur ríkis- stjórninni til hjálpar. Og forystumenn þessara her- eða verkfallssveita segja, að fólkið sé tilbúið í „langt verkfall", þannig að ekki ætti neitt að geta hiindraö verulega og varanlega hjöðnun í fyrirbæri því sem við höfum kallað efnahagslíf. Hvers getum við óskað okkur betra? Formaður verkfallsstjórnar V.R. hefur einnig látið hafa eftir sér þessi ummæli: „Ég á afskaplega erfitt með að sannfæra sjálfan mig um að 42 þúsund króna lágmarks- laun náist í gegn, þar sem við erum síðasti launþegahópurinn sem á eftir að semja...“! Það má því segja, að ríkisstjóm- inni verði allt að vopni og þessi ummæli yfirhershöfðingja fót- -gönguliðssveita V.R. hljóta að vera gott veganesti fyrir ríkissáttasemj- ara og forystumenn í samningaliði og verður að telja gott innlegg í baráttuna um áframhaldandi hjöðnun í efnahagslífi. - Þar hjálp- ar hjálpar V.R. verulega til. „Verkfallið og iiðsmenn þess eru eins og „skari himneskra hersveita“ sem kemur ríkisstjórninni til hjálp- ar,“ segir í bréfinu. - Verkfallsvarsla í Garðabæ. Söngvakeppni sjónvarpsstödvanna: Skammarieg kynning Hrafns Óson- riinir Gunnar Sverrisson skrifar: Móðir náttúra á sér margvísleg- ar hliðar. Hún getur verið mild og frjósöm, hörð og miskunnar- laus, eða allt þar á milli. Þetta fer stundum eftir því hvernig börn jarðar breyta, hvort þau vinna með henni eða á móti. Það er löngu vitað að lögmál hennar eru viðkvæm, svo það er flestum ljóst að þetta er óhagganleg staðreynd og þeim líður í rauninni best er vinna með henni. Ég fór að hugsa um þetta, er ég las grein í einu dagblaðanna fyrir stuttu, grein sem bar heitið „Óvíst hvort gat er yfir íslandi". En vísindamenn hafa, að sögn, uppgötvað þaö að um nokkra þynningu sé þar að ræða. Nefnd grein getur þess einnig, að enn hafi ekki verið unniö úr mæling- um á umræddu tilviki, hvað svo sem þær síöar kunna aö leiða í ljós. Mér komu í hug tvær ástæður fyrir umræddum breytingum. Ónnur er sú, að þær kunni að stafa af mannlegri breytni, t.d. með öllum sínum úða úr milljón- um úðabrúsa. - Þá fmnst mér að ef sú kenning reynist rétt í fram- tíðinni, geti þessi breytni átt þarna einhvern hlut að máli og því spillt fyrir þessari „gatþró- im“ yfir Suðurskautsland- inu. Kannski er móðir náttúra ein- faldlega að laga þarna eitthvað til um tíma, svo þetta þarf ekki í raun og veru að vera svo mikið alvörumál, er allt kemur til alls. Hvað sem þessu líður er fróðlegt aö velta þessu fyrir sér. Soffía hringdi: Ég er að hringja vegna fréttar sem birtist í Mbl. í dag (27. apríl), þar sem segir frá kynningu Hafns Gunn- laugssonar á Sverri Stormsker og söngvaranum Stefáni Hilmarssyni. Þarna virðist allt hafa farið úr- skeiðis sem úrskeiðis gat farið, að því er varðar kynningu Hrafns. Hann byrjar nú á að kynna Sverri sem „enfant terrible“ íslands (vand- ræðabam íslendinga!). Síðan heldur hann áfram og segir að Sverrir skrifi dónalega söngtexta og hafi komið öllum í opna skjöldu með því að senda lag í keppnina. Þá bætir hann hann enn um betur, eða hitt þó heldur, er hann fer rangt með nafn söngvarans Stefáns Hilm- arssonar og segir hann vera Sighvat Björgvinsson! Eg spyr bara: Hvað er verið að senda út mann sem á að sjá um kynningu á listamönnunum og fer svona að ráði sínu? - Mér finnast þetta vera hræðileg mistök og best hefði verið að kalla Hrafn heim sam- stundis. Svona mistök geta orðið afdrifarík fyrir möguleika okkar. Hræðileg mistök í kynningu á Sverri Stormsker og Stefáni Hilmarssyni, segir hér. Ókeypis afnotaf öðru á meðan Elsa Þórarinsdóttir hringdi: Ég vil koma á framfæri þakk- læti til sjónvarpsviðgerðastof- unnar Litsýnar í Borgartúni fyrir meiriháttar góða þjónustu. Sjónvarpið okkar bilaði síðasta vetrardag og helgidagar fram- undan. Eg hringdi í áðurnefnt viðgerðarverkstæði og menn komu samstundis og sóttu tækið. Og það sem meira var, þeir af- hentu okkur annað tæki til afnota meðan á viðgerð stóð, óumbeðiö. Ég get fyllilega mælt með þjón- ustu þessarar viðgerðarstofu, bæði hvað verðlagningu varðar, sem stillt var í hóf, og svo fyrir fljóta og frábæra þjónustu. - Við hér á heimilinu höfum aöra þjón- ustu til samanburðar. Verslunarstotf: „Vandasöm og emo Björg Einarsd. hringdi: í fréttatima i sjónvarpinu, nú i vikunni mátti sjá og heyra þing- menn tjá sig um verkfall og afieið- ingar þess í sérstökum dagskrár- tíma á Alþingi um þetta efni. Þar kenndi margra grasa í málflutningi og var ekki allt djúpt hugsað. Einn þingmaöurinn lét þess getið í hita umræðnanna, að verslunar- störf væru bæði „vandasöm og erfið“! - Þessi ummæli komu mér til að íhuga, hvort slíkar fullyrðing- ar sem þessi væru algengar á Alþingi íslendinga. Ef svo er, þá er ekki nema von að tUtrú fólks á hinu háa Alþingi fari þverrandi En ef til vill hefur umræddur þingmaður þessa sannfæringu og honum er ekki skylt að snúa frá henni. Það hefði þó verið skemmti- legt, ef einhver starfsbneðra hans á þingi hefði lagt þá spumingu fyr- ir hann, hvað hann áliti um störf eins og sjómennsku, flugumferðar- . stjóra eða hjartaskurölækningar. - Ef verslunarstörf eru „vandasöm og eríið1' störf, hvaða einkunn skyldi þingmaðurinn þá gefa þeim störfum, sem minnst er á hér að ofan?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.