Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988. Viðskipti________________________________________________________________________________________pv Siglfírðingurinn í Luxemburg: Birkir Baldvmsson stendur i da- góðum viðskiptum hér heima Birkir Baidvinsson, 48 ára Siglfirð- ingurinn sem býr í Luxemburg og rekur þar umsvífamikil flugvélavið- skipti sem teygja sig viða um heim, hefur fjárfest nokkuð á íslandi síð- ustu þrjú árin. „Þetta eru að verða dágóðar upphæðir sem ég hef fjárfest fyrir heima,“ sagði Birkir við DV í gær. Birkir keypti efstu hæðina í Lág- múla 5 fyrir um einu og hálfu ári. Þaö er fyrirtæki hans hér heima, Birkir Baldvinsson hf., sem á eign- ina. Þetta fyrirtæki er fjárfestingar- fyrirtæki, rekstur þess gengur út á að kaupa fasteignir og veröbréf á ís- landi. Að sögn Birkis hefur hann fiárfest í Kringlunni. Hann á þar verslunar- húsnæði sem hann leigir aftur út. Hvort um sé að ræða húsnæði margra verslana vildi Birkir ekki gefa upp. „Ég hef mikinn áhuga á íslenskum fyrirtækjum. En því miður er hluta- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 18 20 Ab Sparireikningar 3jamán uppsógn 18 23 Ab 6 mán. uppsogn 19 25 Ab 12mán. uppsögn 21 28 Ab 18mán. uppsögn 28 Ib Tékkareikningar, alm. 8 10 Ab.Sb Sértékkareikningar 9 23 Ab Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 4 Allir Innlán með sérkjörum 19-28 Vb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6-6.50 Vb.Sb Sterlingspund 6.75 8 Úb Vestur-þýsk mörk 2.25 3 Ab Danskarkrónur 8-8,50 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 30 32 Bb.Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 31 34 Bb.Lb Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr) 33 35 Utlan verðtryggð Skuldabréf 9.5 Allir Útlán til framleiðslu Isl. krónur 29.5 34 Lb SDR 7.50 8,25 Lb Bandarikjadalir 8.75-9.5 Úb Sterlingspund 9.75-10,25 Lb.Bb. Sb.Sp Vestur-þýsk mork 5-5,75 Úb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 44,4 3.7 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. mai88 32 Verðtr. maí 88 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala maí 2020 stig Byggingavisitalamaí 354 stig Byggingavísitala maí 110,8stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 6% 1. april. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Avöxtunarbréf 1.5273 Einingabréf 1 2,763 Einingabréf 2 1,603 Einingabréf 3 1,765 Fjölþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2.803 Lifeyrisbréf 1.389 Markbréf 1.460 Sjóðsbréf 1 1,363 Sjóðsbréf 2 1.272 Tekjubréf 1.383 Rekstrarbréf 1.0977 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 128 kr. Eimskip 215 kr. Flugleióir 200 kr. Hampiðjan 144 kr. Iðnaðarbankinn 148 kr. Skagstrondingur hf. 189 kr. Verslunarbankinn 105kr. Útgeröarf. Akure. hf. 174 kr. Tollvörugeymslan hf. 100kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavixla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skanrfmstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Birkir Baldvinsson, 48 ára Siglfirðingur, sem er umsvifamikill á erlendri grund í viðskiptum með flugvélar og flugvélavarahluti. bréfamarkaðurinn heima vanþróað- ur og erfiður. Það er bráðnauðsyn- legt að hlutabréf fái sömu skattfríðindi og verðbréfin. Þangað til verður mjög erfitt að fá almenning og athafnamenn til að kaupa hluta- bréf á almennum hlutabréfamark- aði. Ég hef ennfremur áhuga á að ísland opnist á fiármagnsmarkaðn- um. Við getum ekki lokað okkur af uppi á skerinu.“ Birkir býr bæði í Luxemburg og Arizona í Bandaríkjunum. Hann á jafnframt hús á íslandi. Hans aðal- starf erlendis er að kaupa og selja flugvélar og flugvélavarahluti. „Ég er mest í einkaþotum og einka- vélum núna. Það er svo hátt verð á farþegaþotum í dag að mjög lítiö er upp úr þeim markaði að hafa.“ Birkir segir loks að verkföll skemmi fyrir íslendingum á fiár- magnsmarkaðnum erlendis. „Það að landinu skuli vera lokað eins og gert var í nýafstöðnu verkfalli fælir út- lendinga frá að fiárfesta á íslandi. Eins sú vitneskja að verkfall í heilan mánuð ríði nánast fyrirtækjum að fullu. Land með sífeildum verkföU- um getur ekki verið mjög spennandi kostur fyrir útlendinga sém vUja fiárfesta í fyrirtækjum," segir Birkir Baldvinsson, athafnamaðurinn og Siglfirðingurinn í Luxemburg. -JGH Skrifstofuhúsnæði Til leigu hluti af „penthouse" í Lágmúla 5. Upplýsingar í síma 689911 eða á skrifstofu okkar, Lágmúla 5, 7. hæð. Birkir Baldvinsson hf. Þessi auglýsing birtist í einu dagblaðanna í vikunni. Birkir er kominn á kreik á íslandi. Hér er hann að leigja hluta af efstu hæðinni í Lágmúla 5 sem hann keypti fyrir um einu og hálfi ári. Lítil Kringla við hlið þeirrar gömlu Atvinnumiðlun stúdenta: Lítur verr út en i fyna Sveinn Andrés Sveinsson, formaður stúdentaráðs, segir að minni eftirspurn sé eftir vinnu- afli nú en í fyrra. Stúdentaráð opnaði síðastliöinn mánudag at- vinnumiðlun og þegar á fyrstu þremur dögunum létu 120 stúd- entar skrá sig. „Þetta Mtur verr út en í fyrra. Það er minni eftirspurn. í fyrra útveguðum við tæplega 350 manns vinnu og þá var ástandiö þannig að við önnuðum ekki eft- irspurn, þaö var beðið um fleiri í vinnu en við gátum útvegað." Sveinn segir að atvinnumiðlun stúdenta við háskólann hafi tekið upp breytt vinnubrögð á skrif- stofu sinni. „Nú er allt orðið tölvuvætt sem þýðir að á auga- bragði geta atvinnurekendur fengið nákvæmar upplýsingar um starfsreynslu viðkomandi." -JGH Kaupmannahöfh; Tíu fyrirtæki sýna í giugga Standard Bank Tíu íslensk fyrirtæki munu næstu sex mánuði stilla út vörum sínum í Standard Chartered Bank í Kaupmannahöfn. Bank- inn bauð Útflutningsráði íslands útstfihngargluggana til afnota endurgjaldslaust í hálft ár. Sam- tals er um að ræða 44 metra langa gluggaröð á horpi Ráðhústorgs og Vestervoldgade. -JGH Þessi bygging, sem er í smíöum, er á milh Kringlunnar og Borgarleik- hússins. Það eru Leó Löve, eigandi ísafoldarprentsmiðju, og fleiri sem byggja húsið sem á aö verða einhvers konar lítil Kringla, lítil verslanamið- stöð. Til stendur að ísafoldarprent- smiðja flytji starfsemi sína þangað auk þess sem Nýja Kökuhúsið verði með teríu í stíl Myllunnar sem er í Kringlunni. Það verða því aðeins nokkrir metrar á milli kökuhúsanna - þó ekki innangengt. Þessi nýbygg- ing tengist á engan hátt Kringlunni. Þá verða í byggingunni skrifstofur auk verslana að sjálfsögðu. -JGH Vinnur lceland Water með Norway Foods? Nú eru á lokastigi samninga- viðræður mfili Iceland Water og Norway Foods um samstarf í dreiflngu og sölu, aö sögn frétta- bréfs Útflutningsráðs íslands. Ef af verður þá er þetta líklegast fyrsti samningur íslensks fyrir- tækis af þessu tagi. Helsti ávinningur Iceland Wat- er er aðgangur aö miklu sölu- og dreiflngarkerfi Norway Foods í Bandaríkjunum auk þess sem möguleikar vaxa til að auka starf- semi fyrirtækisins, svo sem í ferskfiskútflutningi. -JGH Akureyri: Ekkert saumað á kvöldin - þrjátíu sagt upp Ákveðið hefur verið að leggja niður kvöldvaktir við saumaskap hjá Álafossi hf. á Akureyri og í framhaldi af því var 30 starfs- mönnum, sem unniö hafa á vaktinni, sagt upp frá og með 1. maí. Fólkinu er þess í staö boðin vinna á daginn en ekki er vitað hve margir þiggja hana, sam- kvæmt upplýsingum hjá Álafossi. Að auki verður fækkaö um tíu störf tfi viðbótar í öðrum defidum og eru þar á meðal verkstjórar, sölumenn, skrifstofufólk og starfsmenn í viðhaldi. ____________________-JGH Á milli Kringlunnar og Borgarleikhússins. Þessi bygging verður verslana- miðstöð og þvi eins konar lítil Kringla við hlið þeirra gömlu og stóru. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.