Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Page 7
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988. 7 dv_______________________Atviimumál Ólafsfjörður: Hættir kavíar- verksmiðjan? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég reikna helst með því að kaví- arverksmiðjan verði lögð niður, menn ráða ekki við þetta lengur,“ segir Valtýr Sigurbjarnarson, bæjar- stjóri á Ólafsíirði, en rekstur verk- smiðjunnar hefur gengið miög illa. „Staða verksmiðjunnar er mjög slæm og það eru ýmsir þættir sem spila þar inn í,“ sagði Valtýr. „Það gekk seint og illa að koma verksmiðj- unni af stað á sínum tíma, verð á hrognum var mjög óhagstætt í fyrra og þetta er of einhæfur rekstur. Þá var farin sú leið að festa meginhluta fjármagns fyrirtækisins í húsnæði, þannig að rekstrarfé hefur verið af skornum skammti og dæmið gengur ekki upp.“ Miklar vonir voru bundnar við þessa verksmiðju á sínum tíma, en þar hafa starfað 12-15 manns þegar framleiðsla hefur verið í fullum gangi. Valtýr sagði aö þá hefði það haft sitt að segja að niðursuðuverk- smiðja K. Jónssonar á Akureyri hafi tífaldað sína kavíarframleiðslu eftir að Ólafsfirðingarnir hófu þennan rekstur og stór verksmiðja hefði ver- ið reist í Stykkishólmi. „Hér hefur trúlega farið, eins og oft áður hjá okkur íslendingum ef menn telja möguleika á aö auka fjöl- breytni í vinnslu sjávarafurða, þá sækja fleiri á þau miö en æskilegt væri,“ sagði Valtýr. Sjómenn við vinnu á einum Vestfjarðatogaranum, Gylli trá Flateyri. DV-mynd Reynir Grálúðuveiðar á „Hampiðjutorgi" Reynir Traustason, DV, Flateyri: Grálúðan er aðeins farin að gera vart við sig á hefðbundnum miðum 70 sjómílur vestur af Bjargtöngum og hafa Vestíjarðatogarar verið að fá frá 130 til 150 tonn eftir vikuna. Menn vænta þess að meiri kraftur færist í veiðina nú í maíbyijun að venju. Veiðar þessar eru varla arðbærar nema skipin nái fullfermi á 4-5 dög- um vegna hins gífurlega veiðarfæra- tjóns sem þarna á sér stað, eins og nafn miðanna „Hampiðjutorg" gefur til kynna. En nafngiftin vísar til þess fjörkipps sem færist í framleiðslu Hampiðjunnar h/f við aukna sókn á þessar slóðir. Humarvertíðin: Ryðgaðar tunnur og málaðar bannaðar - Ríkismatið vill plasttunnur um borð því að erfitt sé að hifa plasttunnurn- ar upp úr lestum bátanna. Ef menn geta ekki leyst slíkt smámál, hvemig leysa þeir þá stóru vandamáhn?" sagði Halldór Árnason, fram- kvæmdastjóri Ríkismats sjávaraf- urða, i samtali við DV. Hann sagöi að nú væru plasttunn- ur nær eingöngu notaðar við síldar- söltun og eins við söltun grásleppu- hrogna. Fjárfesting bátanna vegna plasttunna er hverfandi lítil, að sögn Halldórs Árnasonar, miðað við það öryggi sem þær veita humarveiði- mönnum. -S.dór Undanfarin ár hefur notkun mál- aðra eða ryðgaðra járntunna um borð í humarbátum valdið vanda- málum á erlendum mörkuðum þegar ýmist ryðblettir eða málningarflögur hafa verið í humrinum. Það er skoð- un Ríkismats sjávarafurða að þetta vandamál verði ekki leyst nema menn hætti að nota þessar tunnur og taki plasttunnur í staðinn. Þess vegna hefur Ríkismatið bann- að notkun járntunna um borð í humarveiðibátum á þeirri vertíð sem nú er að hefjast. „Menn hafa verið að kvarta undan LADA VIÐG ERÐAR Þ JÓNUSTA LADAEIGENDUR, ATHUGIÐ MÓTORSTILLINGAR 10 ÞÚS. KM SKOÐANIR OG ALLAR ALMENNAR VIÐGERÐIR FYRIR LADABÍLA ERUM MEÐ ENDURSKOÐUN FYRIR BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS. PÚSTVIÐGERÐIR BREMSUVIÐGERÐIR VÉLAVIÐGERÐIR BILAVERKSTÆÐIÐ AUÐBREKKU 4, KÓP. 46940 Við bjóðum landsins mesta úrval af bólstruðum húsgögnum úr leðri, áklæði eða CALYPS0MA1 r franska gæðaklæðningaefninu sem \ nefnt rið höfum ] LEÐURLUX i Efnið nýtur sívaxandi vinsælda, enda hefur það kosti fram yfir leður, er t.d. auðveldara í hreins- un. Einkaumboð á íslandi Opið allar helgar. TM-HUSGOGN Siðumúla 30 — Simi 68-68-22 3 HORN 2 kr. 69.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.