Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Page 9
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988. 9 Utlönd Faðir eins af ísraelsku hermönnunum, sem féllu í aðgerðunum f Libanon nú i vikunni, huggar annan son sinn, bróður hins fallna, við jarðarför hans í gær. Simamynd Reuter Felldu fjárhirði ísraelskir landnemar á herteknu svæðunum á vesturbakkanum felldu í gær arabískan flárhirði. Þar með hafa ísraelsmenn fellt að minnsta kosti eitt hundrað sjötíu og sjö Pa- lestínumenn frá því að óeirðir hófust á herteknu svæðunum á vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu í desember- mánuði síðasthðnum. Að sögn ísraelsmanna hófu land- nemarnir skothríð á hóp palestín- skra flárhirða skemmt frá bænum Shiloh á vesturbakkanum í gær. flár- hirðarnir höfðu komið fullnærri bænrnn með flárhópa sína, að mati landnemanna, og þegar þeir neituðu að hverfa á brott hófu landnemarnir skothríð. Landnemarnir halda þvi fram að þeir hafi skotið í sjálfsvörn þar sem flárhirðamir hafi kastað að þeim grjóti. Vaxandi spenna virðist nú ríkja milli ísraelskra landnema á her- teknu svæðunum og palestínskra íbúa þeirra. Aðgerðir ísraelsmanna í Líbanon síðustu daga, þar sem þeir réðust á eitt helsta vígi Hizbollah-hreyfingar- innar og felldu um flörutíu liðsmenn hennar, hafa ekki slakað á spenn- unni. í gær voru bornir til grafar í ísrael ísraelsku Hermennirnir þrír sem féllu í aðgerðum þessum. Vekja athygli á mannrétt- indabrotum Vinstrisinnaðir skæruhðar hafa nú haft tólf manns, þar á meðal nokkra erlenda stjómarerindreka og blaða- menn, í gíslingu í þrjá sólarhringa. í tilkynningum frá mannræningjun- um segir að þeir vilji með þessum aðgerðum sínum draga athygli heimsins að mannréttindabrotum í Kólumbíu. Sami hópur rændi þrem blaða- mönnum til viðbótar í Bogota í gær. Sögðust mannræningjamir ætla að halda fréttamannafund í Bogota og birta þar kröfur sinar, sem meðal annars fela í sér stofnun sérstaks dómstóls sem flalla á um mannrétt- indabrot. Gíslamir em ekki taldir í neinni hættu og búist er við að þeir verði látnir lausir eftir að ræningjamir hafa fengið þá athygli sem þeir vilja. Richard Aufdereggen er einn út- lendinganna sem haldið er af skæruliðunum í Kólumbíu. Hann er frá Sviss og er aðalritari svissnesk- kólumbiska verslunarráðsins. Simamynd Reuter SAGAN UM SIGVALDA OGFFÓRHJÓUÐ!* Þetta er sagan um Sigvalda, sem vann stóra vinninginn í happdrættinu. Hvorki meira né minna en Mercedes Benz. Hann seldi bílinn þegar í stað og keypti sér Kjarabréf í staðinn. Þetta er svo sem ekki óvenjuleg saga, ef það væri ekki staðreynd að Sigvaldi ekur nú, eins og greifi, á Mercedes Benz, konan hans á Toyota Corolla og dóttursonur þeirra var tekinn úr umferð á nýju fjórhjófi í fyrradag. Þetta byrjaði með miða... Þú kannast ábyggilega við hann Sigvalda. Hann er búinn að vinna hjá borginni í fjöldamörg ár. Konan hans, hún María, vinnur á lögmannastofunni austur í bæ. Þú þekkir þau ábyggilega þegar þú sérð þau. Sigvaldi er mikill útilífsmaður. Hann er alltaf í einhverju ferðastússi allan ársins hring. Þess vegna komst hann ekki hjá því að kaupa happdrættismiða á árshátíð ferðaklúbbsins. Hann keypti að vísu ekki nema tvo miða. Vinningur í maí Árshátíðin var í mars, árið 1985. Nokkrum vikum seinna var dregið í happdrættinu. Það er að segja þann 20. maí 1985. Vinningurinn, Mercedes Benz 190 E árg. 85, kom á númerið hans Sigvalda. Nú voru góð ráð dýr. Venjulegir borgarstarfemenn eins og Sigvaldi aka ekki um á borgarstjórabílum. Sfikt bara gerist ekki. Haþpdrættismiði til sölu Það er ekki hægt að segja að hann Sigvaldi sé bjáni. Síður en svo. Að minnsta kosti segir hún María, að hann hefði átt að skella sér í pófitíkina, - í stað þess að vera félagi í SFRB. Það var ekki liðinn dagurinn þegar Sigvaldi var búinn að selja happdrættismiðann. „Ég fór bara og talaði við nokkra bíladellukarla. Einn þeirra borgaði miðann út í hönd,“ sagði Sigvaldi þegar hann kom heim með úttroðið veskið, rúmlega eina milljón í vasanum! x Peningarnir á fast... Hún María gat ekki sofið um nóttina. Hún bylti sér á alla enda og kanta í rúminu. Hún sá fýrir sér innbrotsþjófa, gengisfelfingar og alls kyns hörmungar. Sigvaldi aftur á móti svaf eins og ungabarn — með veskið undir koddanum. Morguninn eftir fór hann og ræddi við hann Pétur, ráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu. Pétur ráðlagði honum að kaupa Kjarabréf, og aðstoðaði hann við kaupin. Þremur árum síðar... Laugardagurinn tuttugasti febrúar nítjánhundruð áttatíu og átta var stór dagur í lífi þeirra hjóna, Maríu og Sigvalda. Þau heimsóttu nýju söluskrifetofuna hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni strax og opnað var um morguninn. Þár fengu þau kaffisopa hjá Stefáni ráðgjafa og aðstoð við sölu á Kjarabréfunum frá 1985. ... nýr bíll og meira til! Þegar Sigvaldi seldi happdrættisvinninginn árið 1985 fékk hann 1.050.000 krónur fýrir miðann. Hann keypti Kjarabréf fýrir 1.049.580 krónur. Við sölu Kjarabréfanna fékk hann 2.685.422 krónur. Þannig gat hann samdægurs keypt sér 1988 árgerð af Mercedes Benz. Nákvæmlega sama bíl og var í vinning á sínum tíma, en auðvitað spánýjan. Bíllinn kostaði hann 1.360.000 krónur sléttar. Hann keypti þar að auki Toyota Corolla bíl fyrir Maríu. Corollan kostaði 505.000 krónur. Þar af leiðandi átti hann eftir 820.422 krónur, sem nægðu honum til að gefa Jónasi dóttursyni sínum splunkunýtt fjórhjól í fermingargjöf. Þá átti Sigvaldi ennþá eftir 630.422 krónur, sem hann vill ekki segja hvað hann gerði við. Hann Stefán hjá Fjárfestingarfélaginu veit allt um það, þó að hann segi engum frá því. Hann Stefán selur nefnilega Kjarabréf • Þetta er alveg satt. Sögunni og nöfnum hefur að vísu verið breytt - af augljósura ástæðura! FJÁRFESnNGARFÉLAGÐ __Kringlunni 123 Reykjavík S 689700_ V)SÍ7BSp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.