Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988.
GAUTABORG
FLUGLEIDIR
-fyrírþíg-
Úflönd
Mikill ótti greip um sig meöal skólabarna í Henderson við sprenginguna.
Simamynd Reuter
og síðasta leikvika vetrarins
Nú erveruleg ástæöafyrirallaaökynna sér árangurog stööu liðanna í ensku
knattspyrnunni og spila meö af krafti. Enginn seöill hefur komið fram með tólf
réttum þrjár undanfarnar vikur og er því potturinn núna fjórfaldur. (þessari
viku, síöustu leikviku vetrarins, verður potturinn borgaður út fyrir flesta leiki
með réttum úrslitum.
Spáöu því vandlega í liðin og spilaðu með af fjórföldum krafti,
^ . - núna getur þekkingin færtþér milljónir.
III ISLENSKAR GETRAUNIR
einilukkupotturínnþarsem þekking a
margfaidar vinningsiíkur.
Hægteraðspá í leikinasímleiðisog
greiða fyrir með kreditkorti.
Þessi þjónusta er veitt alla
föstudaga frákl. 9:00-17:00
og laugardaga frá kl. 9:00-13:30.
Síminner688 322
Upplýsingar um úrslit í síma 84590.
ttftl
Öiyggls-
málum
mjög
ábóta-
vant
Starfsmenn efnaverksmiðjunnar í
Henderson í Nevadafylki í Banda-
ríkjunum vissu aö þeir unnu í
tímasprengju sem fyrr eða síðar
myndi valda stórslysi, að því er tals-
maður verkaiýðsfélagsins í verk-
smiðjunni sagði í gær.
Að sögn talsmannsins hefur félagiö
um langan tíma kvartað um aðstæð-
ur í verksmiðjunni, þar á meðal um
ástand öryggismála en því mun hafa
verið mjög ábótavant.
Tveir eru nú taldir hafa farist í
sprengingunni í efnaverksmiðjunni,
sem framleiddi meðal annars elds-
neyti fyrir eldflaugar.
í bréfi, sem öryggismálafulltrúi
sendi bæði ríkisstofnunum og efna-
verksmiöjunni sjálfri árið 1982, segir
að hún sé einhver sú versta sem
hann hafi komið inn í. í bréfmu seg-
ist fulltrúinn ekki skilja hvers vegna
verksmiðjan hafi ekki þegar sprung-
ið í loft upp.
Yfirvöld reyna nú að komast að því
hvað olli sprengingunni.
í gær varð einnig sprenging í olíu-
hreinsunarstöð Shell-olíufélagsins í
Louisianafylki. Talið er að sjö manns
hafi látið lífið í þeirri sprengingu og
fjörutíu og tveir meiddust, misjafn-
lega alvarlega.
Loks rannsaka yfirvöld nú orsakir
eldsvoða sem varð í hæstu byggingu
Los Angeles á miövikudagskvöld.
Tólfta og þrettánda hæö skýjakljúfs-
ins urðu báðar alelda og að minnsta
kosti einn maður lét lífið. Ekki er
vitað hvað olli eldinum en hann
kviknaði skömmu eftir að vatn var
tekið af byggingunni til þess að hægt
væri að setja upp eldvarnakerfi í
henni.
Tólfta og þrettánda hæð skýjakljúfs-
ins stóðu í Ijósum logum. Einn
maður fórst en átta þurfti að bjarga
með þyrlu af þaki byggingarinnar.
Simamynd Reuter
Fundu þriðju kóka-
ínverksmiðjuna
Yfirvöld í Kólumbíu fundu í
gær stóra efnaverksmiðju sem
ft’amleiddi kókaín í miklu magni.
Þetta er þriðja kókaínverksmiðj-
an sem þau hafa fundið á innan
viö vikutíma.
Að sögn yfirvalda var athöfnum
fyrirtækisins dreift á fjögur
bændabýli. Hafði verksmiðjan
sína eigin raforkustöð, fimmtíu
og tvo þurrkoftia og íbúðarað-
stöðu fyrir allt að hundrað
verkamenn.