Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988. Spumingin Hver heldur þú að verði næsti forseti Bandaríkj- anna? Margrét Jónsdóttir: George Bush, en ég vona þó frekar aö Michael Dukak- is veröi næsti forseti. Hanna Egilsdóttir: Ég held aö repú- blikaninn George Bush verði næsti forseti Bandaríkjanna. Þórarinn Halldórsson: Blökkumað- urinn Jesse Jackson, ekki spurning. Andri Marteinsson: Það veröur Mic- hael Dukakis, þaö er nánast öruggt. Ægir Guðmundsson: Ronald Reagan, hann veröur forseti til dauðadags. Steingrímur Pálsson: Ronald Reag- an, vegna stefnu hans í afvopnunar- málum. Lesendur Að tvofalda þjóðartekjur? aðalumræðuefnið var hvernig við íslendingar gætum tvöfaldað þjóðar- tekjur okkar á næstu 10 árum, var komið víða við Svona umræðuþættir eru alltaf fróðlegir og sennilega eitt vinsælasta sjónvarpsefnið, fyrir utan kvik- myndirnar. Það er hins vegar vandi að stjórna svona þáttum, ekki síst fyrir þá sök að viðmælendur vilja verða langorðir og þarf oft að skera á málflutning í miðjum klíðum. Það er hins vegar skondið að sjá að menn í viðskiptalífmu, sem heimsóttir eru og rætt við áður til þess að nota sem innskot í svona þátt, þurfa að lesa afblöðum það sem þeir ætla að segja. í þessum þætti var m.a. staðhæft að sjávarútvegur og „vel menntuð þjóð“, eins og það var orðað, væri það sem einna helst væri htið til sem auðlindar og útflutningsverðmæta íslendinga. Það kemur oft fram í svona þáttum að menn telja að við íslendingar séum betur menntaðir en aðrar þjóðir. Trúir fólk þessu virkilega? Hvað um þjóðir eins og Frakka, Hollendinga, Svía, Þjóð- verja, Norðmenn? Menntun hér er engu betri en annars staðar gerist og verri ef eitthvað er. Og svo er þaö þessi sígilda setning sem allflestir viðmælendur taka sér í munn í svona þáttum: „Ég vil bara taka undir með Jóhannesi að...,“ o.s. frv. Þetta er mjög hvimleitt og sýnir einhvern undirlægjuhátt eða skort á frumkvæði í málflutningi. í þessum þætti var komið inn á fastgengi og hinn verðlitla gjaldmiðil okkar. Hannes Hólmsteinn vildi láta tengja gjaldmiöil okkar við sterkan erlendan gjaidmiðil, eins og mjög hefur verið rætt og hvatt til. En þá brá svo við að þegar Hannes Hólm- steinn vildi fara að ræða þetta nánar var reynt að stöðva hann í þeirri umræðu. Þetta mál er þó einmitt það sem brýnast er að ræöa og þarf að útkljá fyrr en síðar. En það er eins og með önnur mál, sem flokkast undir svo- kölluð „viðkvæm" mál, að þau eiga bara ekkert að vera til umræðu í þjóðfélaginu að mati sumra, að því er virðist. Innganga og aðild okkar að Evrópubandalaginu eða fríversl- unarsamningur við Bandaríkin hins vegar er eitt þeirra mála sem ekki má heldur ræða! Leiðararnir á Stöð 2 eru vettvangur fyrir slíkar umræður og vonandi verður framhald á svona umræðum þar sem rætt verður um þjóðmálin, bæði þau sígildu og þau viðkvæmu sem ekki hefur mátt ræða hingað til. Slík umræða gæti hugsanlega leitt til ákvarðana sem gæfu tilefni til aukn- ingar þjóðartekna á næsta áratug eða svo. Gísli Einarsson skrifar: í Leiðara Stöðvar 2, þar sem Jón Óttar Ragnarsson ræddi þjóðmál við þá Jóhannes Nordal, Hannes Hólm- stein Gissurarson, Brynjólf Bjarna- son og Vilhjálm Egilsson og „Brýnt að ræða tengingu gjaldmiðils okkar við sterkan, erlendan gjaldmið- il,“ segir i bréfinu. „Notkun Ijósa að degi til er nauðsyn þar sem erfitt er að sjá bifreiðir þegar sól er lágt á Umferðarmálin: segir bréfritari m.a. Boð og bönn það eina sem dugar Sigurjón Helgi Kristjánsson skrifar: I lesendadálki DV hinn 22. apríl var bréf frá Bjarna Björnssyni um nýju umferðarlögin undir fyrirsögninni „Ljósafár og lagakrókar". Vil ég nú beina orðum mínum að greinar- höfundi: Kæri vinur, ég veit ekki hvort þú hefur nokkurn tíma komið út fyrir landsteinana eða yflrhöfuð borið umferðarkerfi Evrópu og annarra heimsálfa saman við „það fyrir- brigði" sem finnst hér á landi. íslendingar eru ekki heimsins bestu ökumenn en þó fer þeim fram, sérstaklega þegar beitt er boða- og banna-aðferðinni. Því miður virðist það vera það eina sem þeir skilja. Notkun ljósa að degi til, einkum og sér í lagi núna, er nauðsyn þar sem erfitt er að sjá bifreiðir sem koma á móti þegar sóhn er svo lágt á lofti. - Og svona þér að segja þá hef ég notaö bílbelti í öll þau 11 ár sem ég hef ekið, og það hefur ekki valdið mér erfiðleikum. Ég vil þakka lögreglunni hér á landi fyrir að vera ekki svo grunn- hyggin að „APA“ eftir Dönum sem heimila þykjustuleik í umferðinni. í Danmörku er heimilt að setja hönd- ina undir sætisólarnar og aka þannig án þess að hafa þær spenntar. Það skal einnig tekið fram að slysatíðni, þ.m.t. smáskellir, er hlutfallslega meiri þar en hér, hvort sem miðaö er við fólksfjölda eða ekki. Þar sem greinarhöfundur virðist hafa áhuga á erlendum lögum vil ég bæta við að í Þýskalandi, þar sem leyfilegt er að aka 130 km/klst„ en einn ökumaöur var tekinn hér í vet- ur fyrir að leika þessar listir, eru kröfur um ástand dekkja, sem og annan útbúnað bifreiöa, mun meiri en hér. Hefði því umræddur ökumað- ur, sem gortaði af þeirri staðreynd að hafa ekið á umræddum hraða, veriö sektaður háum sektum í Þýskalandi fyrir ástand þeirra dekkja er undir vagni hans voru þeg- ar hann var tekinn hér. Að lokum vil ég biðja ökumenn um að sýna hverjum og einum kurteisi og tillitssemi í umferðinni. Það kost- ar ekkert. En slys af völdum sýninga og af vangá eru ófyrirgefanleg og óafturkræf. Fagurt mannlíf - frábær lestur Gestur Sturluson skrifar: Þegar þessar línur eru færðar á blað hefur Pétur Pétursson þulur nýlokið viö að lesa í útvarpið Fagurt mannlíf, sem er fyrsta bindiö af íjór- um í hinni miklu ævisögu séra Árna Þórarinssonar sem Þórbergur Þórð- arson skráði. Þessi ævisaga er eitt merkasta ritverk- sinnar tegundar sem skapað hefur verið á íslandi. Það gefur augaleið að það er ekki heiglum hent að túlka slíkt verk í útvarpi. En hvemig tókst nú Pétri þetta? Það er ekki að orðlengja að annan eins snilldarlestur hefl ég ekki heyrt í útvarpinu síðan Helgi Hjörv- ar las Bör Börson og dr. Einar Ólafur Sveinsson las Njálu. Það var næstum eins og höfund- amir og persónur sögunnar stæðu Ijóslifandi meðal okkar. Þetta er ekki á allra færi. Það er svo skrýtið, en það ér eins og vissir menn þurfi að lesa ákveðnar sögur. Mér finnst t.d., að enginn geti lesið Bör Börson, nema Helgi Hjörvar og enginn Njálu nema dr. Einar Ólafur Sveinsson. - Eins finnst mér, eftir að hafa hlýtt á Pétur lesa Fagurt mannlíf, að enginn geti lesið ævisögu séra Árna svo nokkur mynd sé á nema Pétur Pét- ursson. En hér má Pétur ekki láta deigan síga, hann má ekki láta staðar numið fyrr en hann hefur lokið við alla ævisögu séra Árna. Og ekki nóg með það. Spólur með svona lestri þarf að fjölfalda og láta þær vera til útlána á öllum bóksöfnum fyrir þá sem eru blindir. Mér finnst að upplesari eins og Pétur Pétursson ætti að vera meira í starfi sem upplesari, bæði í útvarpi og eins finnst mér að Blindrafélagið ætti að fá hann til að lesa inn á spól- ur, eins og ég hefi áður drepið á. Pétur Pétursson þulur. - „Annan eins snilldarlestur hefi ég ekki heyrt í útvarpinu", segir bréfritari m.a. um iestur Péturs á Fögru mannlifi. „Eurovision“ - úrslitin Maria Albertsson hringdi: Ég hafði spáð því að ísland fengi sömu útreið og þeir sem gera lítiö úr íslenskum tónlistarmönnum og söngvurum sem eru búsettir hér á íslandi. Ég var að halda upp á tapið meö kampavíni, vitandi um að önnur lönd bera enga virðingu fyrir hvítmn, íslenskum tónlistar- mönnum. Þingmenn fyrir þjóðarheildina Jóhann Þórólfsson skrifar: Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti til félagsmálaráð- herra fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarínnar. Jóhanna Sigurðar- dóttir er fastmótuð og ákveðinn ráðherra. Hún lætur aðra ekki segja sér fyrir verkum eins og við vill brenna hjá sumum ráðherr- unum. Mér dettur þá helst i hug vinur mlnn, Sverrir Hermannsson. Hann lét meðráðherra stna ekki segja sér fyrir verkum í sínu ráðuneyti, t.d. í sambandi við Sturlumálið, enda varð dómsúr- skurður honum í hag. Svona frammáfólk vil ég hafa, fólk sem vinnur fyrir þjóðarheildina. Mér dettur enn í hug frumvarp Jóhönnu félagsmálaráðherra í sambandi við húsnæðismálin. Þaö er skynsamlega ályktað og vel hugsað. Þar er hún að hjálpa ungu fólki og eldra að eignast þak yfir höfuðið. Ég veit enda að það frumvarp verður samþykkt í þinginu. Hafi hún góðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu þjóö- arinnar. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 16, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.