Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Page 15
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988.
15
Kynbætur á eldislaxi
Nýlega lagði ég fram tillögu til
þingsályktunar um að Alþingi
álykti að fela ríkisstjórninni að láta
reisa og reka kynbótastöð fyrir eld-
islax.
Helstu rök fyrir ílutningi tillög-
unnar eru eftirfarandi:
Laxeldi er þegar orðin mikilvæg
atvinnugrein á íslandi.
Ekki er ólíklegt að útflutningur
fiskeldisafurða nemi um 600 millj-
ónum króna á þessu ári.
Á árinu 1987 var framleiðsla á
sláturlaxi um 539 tonn, þar af um
40 tonn frá hafbeit. Framleiðslan
kom frá 29 stöðvum og var um
180% aukning frá árinu 1986 þegar
sláturlax nam um 188 tonnum frá
15 stöðvum.
Ársstörf í fiskeldi voru um 240
árið 1987 en það var um 33% aukn-
ing frá fyrra ári.
Áætlað er að á þessu ári verði
framleiðsla sláturlax um 1400 tonn
og á árinu 1989 um 2500 tonn. Áætl-
uð framleiðsla gönguseiða er um
12 milljónir seiða 1988 og gæti prðið
15-20 milljónir seiða 1989.
Laxeldi er sú grein fiskeldis sem
hraðast hefur vaxið.
Ef rétt er á málum haldið gæti
laxeldi orðið gífurlega mikilvæg
atvinnugrein hér á landi í framtíð-
inni. Erfitt er að henda á aðra
framleiðslugrein sem býr yfir jafn-
miklum möguleikum. Sem dæmi
má nefna að Norðmenn hafa þegar
meiri tekjur af laxeldi en af þorsk-
veiðum og veiða þó mikinn þorsk.
Mikilvægasta fisktegund Norð-
manna, þeirra miklu fiskveiðiþjóð-
ar, er nú eldislax. Til eru áæfianir
í Noregi um að innan tiltölulega
fárra ára verði tekjur af fiskeldi
þrisvar sinnum hærri en tekjur af
öllum fiskveiðum Norðmanna
samanlagðar og þó eru Norðmenn
meðal mestu fiskveiðiþjóða heims.
Á ýmsum sviðum búa íslending-
ar yfir einstæðum möguleikum til
fiskeldis. Tæplega finnst, miðað við
KjaUarirm
Guðmundur G.
Þórarinsson
þingmaður fyrir
» Framsóknarflokkinn
þá yfirsýn, sem menn nú hafa,
nokkuratvinnugrein sem gæti auk-
ið þjóðartekjur íslendinga jafn-
mikið og fiskeldi. Fiskeldi gæti í
framtíðinni orðið sambærilegt í
þjóðarbúskapnum og fiskveiðar. En
þá ríður á að halda rétt á málum.
Aðstaða á íslandi
Aðstaða til fiskeldis á íslandi er
að mörgu leyti hin ákjósanlegasta.
Framtíð íslands í matvælafram-
leiðslu gæti orðið mikil.
Lega landsins norður við heim-
skautsbaug úti í miðju Atlantshafi
er ákjósanleg í heimi vaxandi
mengunar. íbúar jarðarinnar
munu í vaxandi mæli sækja í hollt,
náttúrulegt fæði, framleitt við
bestu aðstæður, án hvers konar
mengunar og geislunar.
Stærð landsins og lág íbúatala
skipta miklu í þessu sambandi. Hér
er gnægð af fersku, góðu og smit-
fríu vatni til eldis. Sjór og loft eru
hrein og ómenguð. Jarðhitinn býð-
ur upp á möguleika til að auka
vaxtarhraða, möguleika sem að-
eins fáir geta keppt við. Gnægð
raforku er hér til dælingar og ann-
arrar orkunotkunar. Fóður til
fiskeldis má framleiða hér enda
hráefnið að mestu innlent. Aðflutt
aðföng eru því ffemur lítil. Ein-
angrun landsins minnkar áhættu
af sjúkdómum. Allt leggst þetta á
eitt.
Ólíklegt er að nokkrir geti keppt
við íslendinga í hagkvæmni við
seiðaeldi.
Kynbætur
Norðmenn hafa um nokkurt ára-
bil stundað kynbætur á eldislaxi.
Tilraunastöðin í Sunndalsöra var
t.d. stofnuð 1971. Við kynbætur
hafa Norðmenn lagt meginþunga á
þrjú atriði: 1) aukinn vaxtarhraða,
2) síðbúinn kynþroska, 3) aukna
mótstöðu gegn sjúkdómum.
Árangur er mikill eða 3-5%
aukning vaxtarhraða á ári. Sem
dæmi má nefna að 3% vaxtar-
hraðaaukning á ári þýðir tvöfaldan
vöxt á 24 árum, en 5% vaxtar-
hraðaaukning á ári þýðir tvöfaldan
vöxt á 14 árum.
Gífurleg eftirspum er eftir
hrognum úr kynbættum laxi í Nor-
egi.
Ljóst er að aukinn vaxtarhraði
norska eldislaxins og síðbúinn
kynþroski mun gera íslenskum
eldisstöðvum erfitt fyrir í framtíð-
inni.
íslensku laxastofnarnir verða í
miklum mæli kynþroska eftir eitt
ár í sjó. Við kynþroska fer fóður
og orka mest í að þroska hrogn og
svil. Fiskurinn vex ekki þrátt fyrir
eldi og gæði fisksins til matar
minnka. Urval af seiðum til undan-
eldis er lítið og kynbætur nánast
engar.
Brýnasta málið við eldi á laxi á
íslandi er nú að kynbæta stofna til
undaneldis. Vart er unnt nema í
litlum mæli að treysta á innflutt
hrogn og áhætta af því er ef til vill
mjög mikil því erfiðir sjúkdómar
geta borist með hrognunum.
íslensku fiskeldisstöðvarnar eru
flestar ungar að árum og eiga fullt
í fangi með að halda rekstrinum
gangandi fyrstu árin. Því virðist
ljóst að fiskeldisstöðvarnar em
þess ekki megnugar að reisa og
reka kynbótastöð. Ríkið virðist
vera sá aðili sem eðlilegast væri
að kæmi starfseminni af stað.
Hvert ár sem tapast er dýrt. Mjög
mikilvægt er að hefja kynbætur hið
fyrsta. Það tekur mörg ár að ná
árangri.
Framleiðsla landanna í kringum
okkur eykst hröðum skrefum, en
kynbótastöö mun stórbæta sam-
keppnisaðstöðu okkar.
I Kollafirði eru hafnar kynbætur
á hafbeitarlaxi. Þar er að hluta ver-
ið að leita annarra eiginleika en í
eldi, svo sem ratvísi eða aukinna
endurheimta.
Kynbótastöð
Kynbótastöð fyrir eldislax þarf
að vera við sjó. Strandlengjan við
Þorlákshöfn kæmi vel til greina.
Stöðin þarf að standa sér og nokk-
uð einangruð vegna sjúkdóma-
hættu, en vel má vera að fluttir
yrðu til hennar stofnfiskar frá
mörgum stöðum í byrjun. Aðstaða
þarf að vera til klaks, seiðaeldis,
geymslu stofnfisks og einhvers
áframeldis. Gera verður ráð fyrir
að seiði yrðu síðan alin í nokkmm
matfiskastöðvum samkvæmt
samningi við kynbótastöðina. Mæl-
ingar á þroska fisksins og slátur-
þunga væru síðan notaðar til vals
á fiski til undaneldis. Það val væri
framkvæmt á fiski sem alinn er í
sjálfri kynbótastöðinni. Kynbóta-
stöðin gæti síðan selt hrogn í
framtíðinni og af reynslu Norð-
manna að dæma er hér um mjög
arðbært fyrirtæki að ræða.
Sjálf skipulagning og tölvustýr-
ing kynbótanna gæti verið fram-
kvæmd af sérfræðingum hjá
Rannsóknarstofum landbúnaðar-
ins. Sérfræðingar landbúnaðarins
hafa þegar mikla reynslu í kyn-
bótum og undirbúningur vegna
kynbóta á hafbeitarlaxi mundi nýt-
ast vel í kynbótastöð fyrir eldislax.
Eðlilegt væri að hugsa sér að rík-
ið stofnaði og ræki þessa kynbóta-
stöð í byrjun. Kynbótastöðin væri
hins vegar hlutafélag þar sem
áhugaaöilum, svo sem fiskeldis-
stöðvum, gæfist kostur á kaupum
á hlutabréfum. Þannig gætu fisk-
eldisstöðvamar og landssamtök
þeirra tekið við rekstrinum síðar
meir er þeim vex fiskur um hrygg.
Mikilvægt er að í stjórn kyn-
bótastöðvarinnar ættu sæti frá
byrjun fulltrúi landssambands
fiskeldis og hafbeitarstöðva og full-
trúi rannsóknaaðila, e.t.v. Háskól-
ans, auk aðila með rekstrarþekk-
ingu.
Framtíð fiskeldis á íslandi veltur
á því að rannsóknir og tilraunir
verði efldar. islendingar hafa þegar
dregist aftur úr öðrum þjóðum í
fiskeldi.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Tæplega finnst, miðað við þá yfirsýn
sem menn nú hafa, nokkur atvinnu-
grein sem gæti aukið þjóðartekjur
Islendinga jafnmikið og fiskeldi.“
Borgaraflokknum
ekki í hel komið
Það er nú svo að menn og málefni
koma og fara en skilja eftir misjafn-
lega djúp spor. Eins er því farið
með skoðanakannanir. Sú könnun,
sem fór fram nú á dögunum og
sýndi hugsanlegt fylgi flokkanna, á
sjálfsagt ekki eftir að marka djúp
spor en þeir sem eru á móti Borg-
araflokknum héldu sína hátíð.
Leyfum þeim að halda áfram
ánægjudansi sínum. Við hin vitum
betur. Það þarf meira en skoðana-
könnun til að flokkur leggi upp
laupana, sér í lagi flokkur sem
berst fyrir jöfnum rétti og betri
kjörum allra láglaunastétta þessa
lands og ekki síst þeirra sem á ein-
hvern hátt mega sín lítils í okkar
„velferðarþjóðfélagi“. Nei! Hann er
kominn til að vera og ekki vanþörf
á eins og felldir kjarasamningar
um allt land sýna og sanna.
Launabætur
Borgaraflokkurinn er aldeilis
ekki á flæðiskeri staddur með konu
og verkalýðsleiðtoga eins og Aðal-
heiði Bjarnfreðsdóttur innanborðs
sem nýverið flutti ásamt öðrum
þingmönnum Borgaraflokks
þingályktunartillögu um launa-
bætur. í henni felst að persónuaf-
sláttur við álagningu tekjuskatts
hækki upp í 19.360 krónur og að
ónýttur persónuafsláttur verði
greiddur úr ríkissjóði til launþega.
Gengið er út frá því að skattleys-
ismörk einstaklinga verði hækkuð
upp í 55.000 krónur á mánuði. Hægt
er að fjármagna þetta með því að
setja hátekjuskatt eða hærra tekju-
skattsstig á tekjur yfir 2 milljónir
á ári og með veltuskatti á fiárfest-
KjaUarinn
Ágústa Björnsdóttir
húsmóðir og varaformaður
Borgaraflokksfélags Akraness
og nágrennis
ingafélög, verðbréfamarkaði,
fiármagnsleigur, banka og trygg-
ingarfélög.
Sjúkrabifreið sjómannsins
Aðalheiður er ekki ein um að
hafa unnið ötullega á þingi. Hinir
þingmenn flokksins hafa unnið vel
að málefnum sem koma lands-
mönnum öllum til góða, samanber
tillaga til þingsályktunar um björg-
unarþyrlu. Nú þegar er búið að
stofna sjóð til styrktar kaupum á
slíku tæki. Þetta er brýnt hags-
munamál sjómanna en eins og við
vitum er þyrlan sjúkrabifreið sjó-
mannsins. Æth okkur landkröbb-
unum þætti ekki skrítið ef þessi
sjálfsögðu öryggis- og hjálpartæki
vantaöi eða væru svo ófullkomin
að þau gerðu lítið sem ekkert gagn
nema við smæstu slys og hagstæð
veðurskilyrði.
Stærri þyrla Landhelgisgæslunn-
ar getur flogið um 150 sjómílur frá
eldsneytisstað á haf út og bjargað
6 mönnum. Flest íslensk skip eru
„Það þarf meira en skoðanakönnun til
að flokkur leggi upp laupana, sér í lagi
flokkur sem berst fyrir jöfnum rétti og
betri kjörum allra láglaunastétta þessa
lands.“
„Með göngum undir eða brú yfir Hvalfjörð myndu samgöngur stór-
batna," segir greinarhöfundur. - Frá vegagerð við Hvalfjörð.
með 10 til 20 manna áhöfn nema
frystitogarar með 20 til 26 manns.
Ætli nokkur ykkar, lesendur góðir,
treysti sér tÚ að ákveða hver fái
að lifa og hver skuli deyja. Þyrlan
hefur heldur ekki afísingarbúnað
og ekki er hægt að setja slíkan bún-
að í hana. Úr þessu ófremdar-
ástandi verður að bæta strax.
Lega Vesturlandsvegar
Eitt er það hagsmunamál okkar
Vestlendinga sem mig langar til að
minnast á og allir þingmenn Vest-
urlands hafa reyndar staðið að
þingsályktunartillögu um nýja
legu Vesturlandsvegar um Hval-
fiörð og Grunnafiörð. Með göngum
undir eða brú yfir Hvalfiörð myndu
samgöngur stórbatna. Leiðin milli
Akraness og Reykjavíkur styttist
um 61 km (úr 109 km í 48 km). Leið-
in til Borgarness styttist um 45 km.
Er þetta framkvæmd sem kæmi
ekki bara Vestlendingum og þeim,
sem eiga leið norður, til góða held-
ur er hún þjóðhagslega hagkvæm.
Þessar tillögur eru aöeins lítill
hluti af starfi þingmanna flokksins.
Borgaraflokksmenn hafa ekkert
málgagn, meðal annars vegna þess
hefur lítið frést af störfum þeirra á
Alþingi. Má samt með ólíkindum
teljast deyfðin í fréttaflutningi af
starfi þeirra hver svo sem skýring-
in er.
Borgaraflokkurinn verður ekki
þagaður í hel. Hann er kominn til
að vera og til að gera.
Ágústa Björnsdóttir