Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988.
5
Fréttir
Eftirminnilegast að taka á móti
heiðursdoktorsnafnbótinni
- sagði Vigdís Finnbogadótlir
ólafur Amareon, DV, Boeton
heföi veriö að taka á móti heiðurs-
doktorsnafnbótinni frá Smith Coll-
Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- ege. Hún sagði að sér Þætti þetta
lands, sagði í samtali við DV f fyrra- mikill heiður og sér heföi þótt vænt
dag'að þessi heimsókn til Banda- um þá miklu hlýju sem nemendur
ríkjanna hefði verið henni sérlega og kennarar við skólann hefðu sýnt
ánægjuleg. íslandi og íslendingum.
Vigdís sagöi aö eftirrainnilegast Aðspurö um fund sinn með Duk-
akis sagði Vigdís aö hann hefði framdráttar íslenskura útflutningi.
persónutöfra og sagðist hún teija Slíkt væri einmitt tilgangurinn
hann sterkan persónuleika. með dagskrá eins og þeirri sem var
Vigdís sagðist hafa haft míög annan í hvítasunnu.
gaman af aö koma í The Design Vigdís sagðist vera þakklát fyrir
Center og sagðist hún vera ánægð þá veðursæid sem hún hefúr notið
með aö heyra aö fólki fyndist heim- hér f Bandaríkjunum. Hún sagðist
sókn hennar vel heppnuð og til hafa notið fallegs útsýnis á leiðinni
frá Northampton til Boston á
sunnudag, og þetta væri í fyrsta
skipti á feröum hennar til Banda-
ríkjanna sera hun hefði dálftinn
tíma til aö skoða landið.
Forsetinn sæmdur
heiðursdoktorsnafnbót
- frá Smith College í Massachusetts
Vigdís Finnbogadóttir ræddi við Dukakis, ríkisstjóra Massachusetts og for-
setaframbjóðanda demókrata, í Bandaríkjaheimsókn sinni.
DV-mynd ÓA
Vigdís hitti Dukakis að máli
Útflutningsráð íslands efndi til vörukynningar á islenskum vörum á Ritz
Carlton hótelinu i Boston i fyrradag meðan á heimsókn Vigdísar Finn-
bogadóttur stóð. Eftir kynnlngu á íslenskum vörum ræddi forsetinn við
gesti. Henni á hægri hönd er Árni Árnason frá Austurbakka.
DV-mynd ÓA
Ólafur Amarson, DV, Boston
Annar í hvítasunnu byijaði
snemma hjá forseta íslands. Klukkan
níu veitti hún bandarískum frétta-
mönnum viðtöl í Harvardklúbbnum
í Boston.
Laust fyrir klukkan ellefu átti hún
fund með Dukakis, ríkisstjóra
Massachusetts, á skrifstofu hans í
ríkishúsinu í Boston. Það fór vel á
með forseta íslands og forsetafram-
bjóðandanum bandaríska. Fundur
þeirra stóð í hálfa klukkustund eða
öllu lengur en áformað hafði verið.
Aðspurð sagði Vigdís að þau hefðu
rætt um eitt og annað og ríkisstjór-
inn hefði spurt margra spurninga um
ísland.
Klukkan 12.15 hófst hádegisverðar-
fundur í Range Carlton hótelinu.
Fyrir þessum fundi stóð Útflutn-
ingsráð íslands með stuðningi fjöl-
margra íslenskra fyrirtækja. Þangað
var boðið fjölda af bandarískum
kaupsýslumönnum og á borðum var
íslenskur matur framreiddur af
Hilmari B. Jónssyni. Eftir kynningu
á íslenskum vörum gafst gestum
kostur á aö hitta forseta íslands að
máli.
Strax að þessu afloknu var haldið
á fund borgarstjóra Boston, Ray-
monds Flynn. Þau Vigdís ræddust
við í um tuttugu mínútur. M.a.
töluðu þau um íþróttir og atvinnu-
mennsku íslenskra knattspyrnu-
manna í Evrópu. Aö sjálfsögðu var
einnig komið inn á þjóðaríþróttimar,
handbolta og skák.
Frá borgarstjóranum var farið í
The Design Center, þar sem öll helstu
fyrirtæki á sviði húsgagna og heimil-
isvara í Boston eru með verslanir og
skrifstofur. Að sögn Ingjalds Hanni-
balssonar, framkvæmdastjóra Út-
flutningsráðs íslands, em góðar lík-
ur á að heimsókn forseta íslands
þangað í gær hafi gert það að verkum
að nýjar dyr opnist Islendingum á
sviði ullariðnaðar og í húsgagnaiðn-
aði. Ingjaldur sagðist m.a. telja að
íslensk skrifstofuhúsgögn væru mun
betur hönnuð en þau bandarísku
sem voru til sýnis í The Design Cent-
er. Ingjaldur sagði að það væri ómet-
anlegt fyrir íslenskan iönað að for-
setinn skuli leggja hönd á plóginn í
svona kynningarstarfi.
Að þessu búnu var haldið niöur að
höfn og siglt á báti að flugvellinum
og um hálfsexleytið flugu forseti ís-
lands og fylgdarlið hennar til Wash-
ington.
Ólafnr Amaison, DV, Boston;
Vigdís Finnbogadóttir var á sunnu-
dag sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá
Smith College í Northampton í
Massachusettsfylki í Bandaríkjun-
um.
Það var fallegt veður og hiti í lofti
er skólaslit og útskrift fóru fram. Er
leið á athöfnina, sem hófst stundvís-
lega kl. 14.15, heyrðust þrumur í
íjarska og ský dró fyrir sólu öðru
hvoru. Veðurguðirnir voru þó hlið-
hollir stúlkunum sjö hundruð sem
voru að útskrifast og heiðursdokt-
orsefnunum sex. Því veðrið hélst
mjög gott þar til athöfninni, sem fór
fram undir berum himni, var lokið.
Auk forseta íslands voru fimm
konur sem sæmdar voru heiðurs-
doktorsnafnbót frá Smith College á
hvítasunnudag. Þær eru Tilker Con-
way, fyrrum rektor skólans, Cather-
ine Woodruff Fanning, ritstjóri
Christian Science Monitor, Mary
McCarthy rithöfundur, Barbara A.
Black, deildarforseti við lagadeild
Colombiaháskólans í New York, og
Gloria Steinem, kvenréttindafröm-
uður og einn af stofnendum tímarits-
ins MS.
Gloria Steinem er í hópi þekktustu
núlifandi kvenna í Bandaríkjunum.
Hún tók próf frá Smith College 1956
og hefur nær sleitulaust síðan verið
í eldlínunni vegna baráttunnar fyrir
jafnrétti karla og kvenna.
Barbara A. Black er einn virtasti
fræðimaður Bandaríkjanna á sviði
lögfræði. Eiginmaður hennar, Char-
les Black, er mörgum íslenskum lög-
fræðingum og laganemum að góðu
kunnur. Hann er mikill íslandsvinur
og hefur margsinnis komið til lands-
ins og flutt fyrirlestra um lögfræðileg
efni.
Það var hátíðleg stund þegar rektor
Smith College sæmdi Vigdísi Finn-
bogadóttur heiðursdoktorsnafnbót í
lögum. Viðstaddir risu úr sætum og
hylltu forseta íslands vel og lengi.
í ræðu sinni sagði rektorinn að það
væri mikill heiður fyrir skólann að
fagna sigrum Vigdísar og fá að sæma
hana heiðursdoktorsnafnbót. Nefndi
hún að Vigdís hefði stuðlað að vernd-
un þjóðlegrar arfleiíðar og sýnt
mikla leiðtogahæfileika.
Smith College er ein virtasta
menntastofnun Bandaríkjanna.
Skólinn var stofnaður 1871 sem
kvennaháskóli og enn þann dag í dag
fá karlmenn ekki aðgang að skólan-
um í fyrrihlutanám. Þeir mega þó
stunda mastersnám við skólann.
Smith College er ekki skóh sem
kennir ungum stúlkum hannyrðir
og góða siði. Skóhnn er einn fremsti
skóli Bandaríkjanna og hann býr
konur undir samkeppni í atvinnulíf-
inu. í gegnum tíðina hafa margar
konur, sem námu við Smith College,
getið sér frægð og frama. Ein sú
þekktasta er væntanlega Gloria Stei-
nem.
í upphafi þótti Smith College, eins
og flestir kvennaháskólar, byltingar-
kennd stofnun. Enn í dag er hann
gróskumikill gkóh sem fylgist vel
með nýjungum og ræktar sjálfstæða
hugsun hjá nemendum sínum.
Sex íslenskar konur hafa lokið BA-
prófi frá Smith Cohege. Fyrsta ís-
lenska konan sem lauk prófi þaðan
er Valborg Sigurðardóttir Snævarr.
Hún er jafnframt eini íslendingurinn
sem hefur mastersgráðu frá skólan-
um. Valborg hefur fylgt forseta ís-
lands í þessari Bandaríkjaför og var
viðstödd athöfnina á hvítasunnudag.
VIÐSKIPTAVINIR VORLEIKS ’88
Varan kemurtil landsins 10. júní nk. með m/s Bakkafossi
og verður afgreidd í Skeifunni 3G (áður Egill Árnason).
Allar nánarí upplýsingar verða veittar í símum 686337
og 686204 eftir 5. júní og í auglýsingu sem birt verður
í Mbl. og DV fimmtudaginn 9. júní nk.