Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. 15 Fordiykkur dauðans: Baráttan rétt Undranarefni var það ekki þegar fjölmargir fognuðu ákaft með gleði- láium og húrrahrópum þegar bjór- inn var endanlega samþykktur á Alþingi. Raunar hefði ég gjarnan viljað í einlægni vita og kanna raunverulegan fögnuð þeirra sem samþykktu, sem ábyrgð bera á því að veita þessari viðbót út í þá áfeng- iselfu sem alls ekkert ræðst við, flæðir oftlega yfir bakka sína, færir marga í kaf og alveg á botninn og drekkir dágóðum hópi. Skyldi gleði -þeirra og fögnuður hafa verið fölskvalaus, án alls ótta og kvíða um aíleiöingar? Einhvem veginn segir mér svo hugur um að ýmsir telji mörg ef ekki flest hand- verk sín betri og björgulegri en þegar þessi samþykkt var gerð - síðasta fuUið sopið i botn. Náttlöng glíma En ég skil vel fögnuð ýmissa óvita og angurgapa sem fagna aukinni gnótt fanga við drykkju sína og annarra, þeirra sem m.a. ætla sér að drekka fáeina bjóra á dag, svona í hreinu heilsubótarskyni, og vera að sjálfsögðu alltaf „bláedrú". Ég skil enn betur ofsakæti þeirra sem með rauðar glyrnur græðginn- ar hafa grátið bjórleysið, ég skil þá sem fagna af áfergju þeirra, sem ætla sér góðan gróðahlut af bjórn- um, innflutningi hans, framleiðslu og sölu, ætla svo sannarlega að græöa drjúgt á þessum fordrykk dauðans. Því auövitað verður bjór- inn alltof oft fordrykkur að ööra enn sterkara og því er hann kær- kominn viðbót þeim sem vilja græða á eymd annarra. Ég veit hins vegar að margar eiginkonur og KjaUaiiim Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ mæður hafa ekki haft uppi nein húrrahróp, veit að hugsandi lækn- ar hafa ekki glaðzt og síðast en ekki sízt, ekki það fjölmarga fólk sem daglangt og náttlangt ghmir við áfengisvandann í öllum hrika- leik sínum - og þannig mætti áfram telja. Eg heyri nú þegar ýmsa hafa áhyggjur sem skollaeyram skelltu við öllum aðvörunum fyrir ör- skömmu. Þeir sem fullyrtu það, og þeir vora undarlega margir, að bjórinn væri hér -nú þegar, sumir þeirra hafa hrokkið við þær tölur sem nú eru nefndar um allt aö fimmföldun þeirrar hámarksneyzlu sem menn geta sér til um i dag. Þeir sem spurðu: Er ekki betra að drekka veikan bjór en sterk, brennd vín? eru nú hættir aö miklu þessum alvörulausa spumingaleik af ótta viö að alvaran sýni bjórinn aðeins sem ábót á áður alltof mikla drykkju. Því alltof margir vildu aldrei hugsa máhö til enda, gera sér raun- hæfa grein fyrir uggvænlegum af- leiðingum - vora í fullyröingum og spumingaleikjum í þess stað eða ypptu öxlum og sögðu: Er bjórinn ekki kominn hvort sem er? Umbunin vís Ég skil vel froðusnakka og frétta- snápa sem beðið hafa slefandi eftir bjómum og máttu vart vatni halda í hrifningu sinni. Þeir ættu sannar- lega aö eiga umbun sína vísa hjá bjórauðvaldinu. Og „gróðapunga" þess auðvalds skil ég undurvel því hér er á ferð hrein gróðahnd - „hrein“ innan gæsalappa að vísu. Oft hafa fávísir aular spurt sem svo: Hvað æthð þið bindindismenn „En vita skulu þeir sem nenna að lesa að bindindismenn munu hvergi bregð- ast þótt beizk séu vonbrigðin 1 dag.“ „Bjórinn er oft fordrykkur að öðru sterkara", segir greinarhöfundur m.a. að gera þegar bjórinn er kominn í gegn? Þá hafiö þið misst glæpinn og hafið ekkert hlutverk. Þessu er því miður þveröfugt farið. Þegar „glæpurinn" hefur öðlast lagagildi og honum verið sleppt úr haldi er fyrst þörf öflugs starfs. Og hræfugl- ar skulu ekki hlakka of fljótt þvi áfram og enn frekar en fyrr verður verið á veröi. Mikið skil ég þá tvo ágætu full- trúa forvarna og fræðslu vel, sem fundu hversu lítils var metið aht þeirra ágæta starf og tilkynntu ráö- herrum sínum að fyrst þeir vildu í engu þiggja góð ráð þeirra væri ekki um annað að gera en hverfa á braut og hætta \úð svo einskisveröa iðju, að mati ráðherranna og meiri hluta alþingismanna. Hið einhuga afl brást Og þá er komið að því sem ég vildi í raun koma á framfæri. Von- brigði mín voru mikil og margvís- leg og merki þess ber þessi grein ugglaust. En ég nefni þrennt. Furðu lostinn heyrði ég á fyrrum forseta efri deildar, mæta konu, Salóme Þorkelsdóttur, tíunda mergjuð mótrök gegn bjór og gjalda honum svo jáyrði sitt. Undrandi fylgdist ég með afstöðu þess væna drengs, heilbrigðisráðherrans, sem á nú að fara að berja saman trú- verðuga heilbrigðisáætlun fram til 2000 með minnkun drykkju sem eitt aðalmarkmið. Bjórsinninn galvaski Guömundur Bjarnason bar ráðherra sinn algerlega ofurliði og án þess að blikna sagði ráð- herrann já - ráðherra heilbrigöis og heilsugæzlu. Þvíhk býsn af bjór- ást. Og þá er komið að hlut Kvenna- hstans. Hið einhuga afl, sem ævin- lega segist hafa hehl og hamingju fjölskyldunnar, kvennanna, bless- aðra barnanna að leiðarljósi - þetta afl brást - þegar loks þurfti að segja já eða nei - í máh sem snertir kvik- una í boðskap þeirra, kjarnann í máh þeirra - þá bútuðust kvenna- listakonur í tvennt. Þegar reyndi á var þeim ekki frekar en öðrum treystandi til aö taka einarða og einhuga afstöðu. Þetta var því sárara þar sem ókrýnd drottning þeirra, Guðrún Agnarsdóttir - læknirinn með þekkingu og skynsemi að leiðar- ljósi - fór fyrir um margt í andstöð- unni. En hún fékk aðeins tvær til liðs við sig. Hinar vhja bjórinn inn á heimihn - til barnanna - fjölskyldumálainn- legg hálfs Kvennahstans er alveg ótvírætt. Og viö höfum séð svart á hvítu að þær geta sem aörir brugðist með öllu. Það eru ótvíræðustu skilaboð- in þaðan. En vita skulu þeir sem nenna að lesa aö bindindismenn munu hvergi bregöast þótt beizk séu von- brigðin í dag. Með baráttuglöðu geði mun orr- ustan áfram háð, aðeins af meira harðfengi, því fleiri verða vitin að varast og viöar munu klæmar kom- ast en þeim mun meiri ávinning er unnt að uppskera ef unnið er vel. Það verður gert utan ahs efa. Nú er baráttan fyrst að byija. Helgi Seljan Leiðir tii Ekki bara ein - heldur margar I kjaharagrein þann 9. maí síð- astliðinn flallar Jónas Bjamason efnaverkfræðingur-um jafnrétti og jafnstööu og fuhyrðir að það ríki alger raglingur á mihi þessara hug- taka. Hann tengir þessa umfjöhun sína kvenréttindabaráttunni og það er þess vegna sem ég bregst við. Ég vh leyfa mér aö trúa því að bæði konur og karlar, sem vhja koma á jafnri stööu kvenna og karla og þar meö raunveralegu jafnrétti, viti muninn á þessum hugtökum og noti þau rétt. Öll kvenréttindabarátta hefur jafnrétti kynjanna að markmiði en th að ná þessu langþráða markmiði þarf að jafna stöðu karla og kvenna. Svo lengi sem vinnufram- lag ásamt menntun, reynslu og við- horfum kvenna er fundið léttvæg- ara en sömu eiginleikar hjá körlum þá ríkir óréttlæti sem við köllum kynjamisrétti. Vhborg Harðardóttir blaðamað- ur flutti fyrir skömmu erindi um ákvæði 3. greinar laga nr. 65 frá 1985 „um jafna stööu og jafnan rétt kvenna og karla“. (Aö gefnu thefni vil ég benda á að lögin heita þetta, ekki, jafnréttislög“.) Þar veltir hún fyrir sér ákvæðum greinarinnar um sérstakar aðgerðir sem hafa að markmiöi að bæta stöðu kvenna. Er það réttlátt eða fær leið? Því svaraði Vhborg og sagði: „Þaö er í raun og vera óréttlátt aö með- KjaUaiinn Stefanía Traustadóttir félagsfræðingur Jafnréttisráðs höndla jafnt það sem er ójafnt fyr- ir. Fyrst verður að jafna metin, síð- an má fara eins með alla.“ Ekki bara ein rétt leið Það hafa verið reyndar margar leiöir th að koma á raunverulegu jafnrétti. Þær hafa gefist misjafn- lega vel eða iha, allt eftir því hvern- ig htið er á máhð. Setning laga er ein þessara leiða, en ahs ekki sú eina. En bara það að það skuli vera th lög, sem eiga að koma í veg fyr- ir kynjabundið misrétti segir okkur að slíkt misrétti er th. Ein önnur leið er að konur stofni sín eigin stjómmálasamtök, eins og íslensk- ar konur hafa gert, bæði við upp- haf þessarar aldar, þegar konur og karlar höföu hvorki jafnan rétt né jafna stööu, og í byrjun þessa ára- tugar þegar konur sáu að þrátt fyr- ir jafnan rétt kvenna og karla vant- aði mikið upp á jafna stöðu þeirra. Enn ein leiöin er beiting kynja- kvóta. Sú leið hleypur fyrir bijóstið á mörgum, sérstaklega körlum og hka einstaka konum. Jónas Bjamason segir það ósanngjamt að „hugsanlegt óréttlæti hðinna kynslóða. . . bitni á einstakhng- um nútíðar". Það finnst mörgum konum líka og þess vegna krefjast þær breytinga - þær era orðnar þreyttar á að bíða eftir þróuninni og leita því nýrra leiða, nýrra úr- ræða. Margar okkar binda ákveðnar vonir við kynjakvótareglur. Þær hafa gefist það vel, bæði hvað varð- ar hlut kvenna í atvinnulífi og áhrifastöðum í Svíþjóð og Noregi og hka í Bandaríkjunum. En hvað er átt við með kynjakvóta? Hér er verið að tala um tímabundnar að- gerðir eða ákvæöi sem tryggja kon- um áhrif og völd, bæði póhtisk og efnahagsleg. Það er ekki verið að tala um að tryggja að að minnsta kosti ein kona sjáist og heyrist. Það er t.d. verið aö tala um að ákveðið hlutfah (allt upp í 40%) þeirra sem sitja í nefndum og ráðum verði að vera konur. Shkt ákvæði tryggir ekki aðeins að konur sjáist og sjón- armið þeirra heyrist heldur líka að þær, vegna þess að þær eru marg- ar, hafi stöðu til að hafa áhrif á framkvæmdir og að þekking og færni kvenna í starfi og stjórnun nýtist samfélaginu. Það er líka ver- ið að tala um að hvetja konur sér- staklega th að feta heföbundnar karlaslóðir hvað varðar náms- og starfsval með því að tryggja að ákveðið hlutfall nemenda eigi að vera konur. Það er nefnilega erfitt og lítið eft- irsóknarvert að vera eina stelpan í rafvirkjanámi eöa á námskeiði í fiskeldi. Það má finna fleiri dæmi en ég læt þaö ógert í þessari stuttu grein. Niðurlægjandi fyrir konur? Algengustu rökin gegn slíkum ákvæðum eru að færni og hæfileik- ar einstakhnga eigi að ráð en ekki kyn og þess vegna sé þaö lítilsvirð- ing gagnvart konum ef þær njóta forréttinda vegna þess að þær eru konur. Þeim rökum er fljótsvarað. Réttlæti getur aldrei verið lítils- virðandi. Auðvitað verða konur að uppfyha þau skhyrði sem gerð eru th starfans - en - ef þær gera það þá eiga þær að sitja fyrir - ef þær era í minnihluta í starfsgreininni, á viðkomandi vinnustað, í hópi nemenda, o.s.frv. Það má heldur ekki gleyma hverjir það era sem „hanna“ hæfniskröfurnar. Auðvit- að getur þetta orðið óréttlátt gagn- vart körlunum sem hingað th hafa notið þeirra forréttinda að vera metnir hæfari, m.a. vegna þess að það eru forréttindi að vera karl. Fyrst jafnstaða, svo réttlátt jafnrétti! Eins og kom fram hér.að framan tel ég að kvótaleiðin sé ein af mörg- um leiðum í átt að raunverulegu jafnrétti kynjanna, að hún geti jafnað metín. Og þegar jafnstaða er orðin að raunveruleika þá, og fyrst þá, verða kvótar að „misrétt- islögum" (J.B.) - því það er órétt- látt að meðhöndla ójafnt það sem er jafnt fyrir. Stefania Traustadóttir „En bara það að það skuli vera til lög sem eiga að koma í veg fyrir kynja- bundið misrétti segir okkur að slíkt misrétti er til.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.