Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Qupperneq 33
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. 33 að taka fram að vanda verður til vals á tækjum eins og rafmagns- hjólastólum. Þessi tæki eru gríðar- lega dýr. En stólamir gera drengjun- um kleift að komast næstum hvert sem er, hæði innanhúss og utan.“ Ragna: Lyftubúnaðinn fengum viö settan upp á vegum Tryggingastofn- unarinnnar. Hann virkar þannig að notuð er fjarstýring sem strákamir nota til þess aö opna lyftuna, loka o.s.frv. Með íjarstýringunni er reyndar hægt að framkvæma fleiri hluti þó að því tilskildu að móttakar- ar séu fyrir hendi. Við gætum með því að bæta við móttökurum útfært fleiri möguleika, t.d. aö opna og loka bílskúr, kveikja og slökkva ljós eöa tengja við heimilistæki. Úr því að verið er að tala um dýr tæki má nefna að við verðum að hafa sérstakan bíl til þess aö komast á milli með hjólastólana sem eru engin smásmíði." Svæðisstjórn mikilvæg - Áðan var talað um að ekki hafi verið um að ræða miðstýringu hvað varðar hjálp í málefnum fatlaðra. Hvert er best að leita í þessum efn- um? „Bjarni: „Jú, svæðisstjóm í við- komandi kjördæmi sér að mestu leyti um félags- og fjárhagsleg mál fatl- aðra. Þangað er hægt að leita hvað varðar skólamál og fræðslu, þar er útveguö pössun og fjárhagsaðstoð. Hins vegar hvað varðar tækjabúnað og ráðgjöf í því sambandi þá sér Hjálpartækjabankinn alfarið um slíkt. Þeirra starfsfólk metur aðstæð- ur og segir til um á hverju þarf að halda. Síðan má segja að þeir mat- Lyftan kemur að góðum notum f húsinu sem er á tveimur hæðum. Útbúnaðurinn var settur upp á veg- um Tryggingastofnunarinnar. reiði fyrir Tryggingastofhunina um- sókn um óskaða hluti. Nú, ef bilanir koma upp eða hlutir þarfa viðhalds með þá sér Hjálpartækjamiðstöðin um allt slíkt. Þar er reyndar séð um að endumýja og endurnota tæki. Þannig eru tækin eign þessara stofn- ana - þau ganga á milU fólks eftir aðstæðum hveiju sinni. í þessu sam- bandi má nefna að mikil ábyrgð hvíl- ir á starfsfólki Hjálpartækjamið- stöðvarinnar. Ef eitthvað bilar þá getur t.d. enginn verið án hjólastóls nema í mjög skamman tíma. Þetta er ekki eins einfalt og að setja bíl í viðgerö." Ragna: „Ég er þakklát fyrir að njóta ríkisstyrks og aðstoöar Trygginga- stofnunarinnar með öll þessi tæki. Án aðstoðar væri þetta óhugsandi. Á þeim árum sem viö höfum átt sam- skipti við hið opinbera, á þessum vettvangi, hefur þjónusta við al- menning batnað verulega." Skóli með jafnöldrum úr hverfinu Ragna: „Það sem mikilvægast er þegar um fótlun er að ræða er að allt geti verið sem eðlilegast. Að drengimir geti verið í „venjulegum" skóla með jafnöldrum sínum og fé- lögum er stórkostlegt. Eldri drengur- inn er t.d. mjög ánægður með skól- ann sinn og allt sem að honum snýr. Hann á gott með að læra og um- gengst sína skólafélaga eins og hvert annað bam. Skólastjórn og aðstand- Lífsstfll Fjölskyldan á Seltjarnarnesi þar sem garðarnir eru tengdir saman. Þannig er unnt fyrir drengina í hjólastólunum að keyra niður slakkann hjá nágrönnun um og inn í eigin garð. Á myndinni stendur Bjarni Ómar Ragnarsson með dótturina Hrönn, 3ja ára, Ragna Marinósdóttir, Sævar, átta ára, og Ragnar, tólf ára. endur skólans hafa verið sérstaklega hjálplegir við að breyta aðstöðunni í skólanum. Framkoma krakkanna hefur einnig verið eins og við öll hin börnin.“ Bjarni: „Hann eignast sína félaga, fer í bíó, reyndar með smátilfæring- um, og jafnvel í partí. Það má alveg segja að strákamir séu látnir í friði og þeir fara um allt í sínum rafknúnu stólum, jafnvel út á golfvöll. Þeir eru í rauninni engum háðir í þessum stólum." Jákvæð þróun Foreldrar tveggja fatlaðra barna eru eins og skilja má mjög bundnir. Það þarf að klæða, baða og fæða börn og jafnvel að hlynna að þeim um Á heimilinu er sérstakur lyfti-bað- búnaður sem festur er við braut i loftinu. Slíkt reynir minna á foreldr- ana og börnin. hánætur. Bjarni og Ragna segja að kerfið bjóði þeim þjónustu svo ein- hver tími verði aflögu fyrir þau sjálf. Ragna: „Á vegum svæðisstjómar er möguleiki einu sinni í mánuði að fá að koma bömunum fyrir í 3 daga hjá fjölskyldum. Einnig er möguleiki að fá þau vistuð í skemmri tíma. Þetta er gert með það fyrir augum að for- eldrar fái örlítinn tíma til aö sinna þeim hlutum sem alla jafna næst ekki að framkvæma. Sólarhringur- inn gengur þannig að við emm alltaf á vakt. Þess vegna er gott að geta einu sinni í mánuði útréttað og farið í sund t.d.“ - En hvernig skyldi foreldrum finnast þeim hafa tekist til að sam- ræma heimilislíf sitt þegar litið er um öxl? Þegar þau Bjami og Ragna heyrðu þessa spurningu hugsuðu þau sig um í nokkra stund. Síðan var eins og þau gerðu sér grein fyrir þeirri stöðu sem þau hafa áunnið sér í dag - hverju þau hafa náð. Ragna: „Auðvitað hefur margt ver- ið framkvæmt hér og við höfum þurft á aöstoð ríkisins aö halda. En staðan í dag er sú aö við getum varla verið betur sett hvað aðstöðu varðar. Við höfum verið heppin með að halda aðstæðum sem eðlilegustum og við höfum fengið góða hjálp frá ríkinu. Mikilvægast er að drengirnir séu ánægðir og þar hafa fjölskylda, ná- grannar og skólafélagar lagt sitt af mörkum.“ Bjarni: „Þetta hefur gengiö ágæt- lega með húsið. Þó verður að segjast eins og er aö við erum alltaf í sam- bandi við kerfið. En hvað snertir hjálp frá öörum vil ég nefna nágrannakærleik þann sem ríkir hér á milli húsa. Svo er mál með vexti að til aö komast niður í garðinn okkar verður að fara niður heilmiklar tröppur. Næsti garður við hliðina á er hins vegar hannaöur með slakka með göngubraut meö- fram húsinu. Nágrannamir buðu drengjunum að nota þessa braut svo þeir kæmust í okkar garð. Nú eru þessir tveir garðar samtengd- ir með nokkrum hellum fyrir hjóla- stólana." -ÓTT Á tveimur stöðum i eldhúsinu hafa verið sett bretti fyrir bræðurna Ragnar og Sævar í hæð sem passar þeim. Vinningstölurnar 21. maí 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.874.574,- 1. vlnnlngur var kr. 2.439.810,- og skiptisl hann á milli 2ja vinnmgshafa. kr 1.219905,- á mann. 2. vlnnlngur vsr kr. 730.380,- og skiptisl hann á 210 vinnmgshafa. kr 3 478. - á rrtann 3. vlnnlngur v«r kr. 1.704.384,- og sklptlst á 6.336 vlnnlngshala, iiiii fá 269 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.