Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 3
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988. 3 Fréttir Plantað út af krafti í laugardal: „Moldvörpustaifi aðmestulokið Almannatiygginga- bætur hækka um 10% Heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Guðmundur Bjarnason, hefur sett reglugerð um hækkun allra bóta al- mannatrygginga um 10%. Eftir þessa bótahækkun verða bótaupphæðir einstakra tegunda bóta eftirfarandi: Elli- og örorkulífeyrir 9.577. Tekju- trygging 17.107. Heimilisuppbót 5.816. Sérstök heimilisuppbót 4.000. Barna- lífeyrir 5816. Mæðralaun vegna eins barns 3.676. Mæðralaun vegna tveggja bama 9.631. Mæðralaun vegna þriggja barna 17.087. Vasapen- ingar skv. 19. grein 5.905. Vasapen- ingar skv. 51. gr. 4.662. Með þeirri hækkun, sem nú verður á bótum almannatrygginga frá 1. júní nk„ hafa bætur aimannatrygginga hækkað um 41,7% auk sérstakrar 3% hækkunar um sl. áramót sem varð á tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstakri heimilisuppbót. Eftir bóta- hækkunina er grunnlífeyrir kr. 36.500 á mánuði. -SMJ DAIHATSU CHARADE TAKMARICAÐ MAGN FRÁBÆRT VERÐ 3 DYRA 4 GfilA TS KR. 429.900, " STGR. 5 DYRA 4 GÍRA CS KR. 444.900 j" STGR. VERÐ MIÐAST VIÐ BÍLINN KOMINN Á GÖTUNA BRIMBORG H/F ÁRMÚLA 23 - SÍMAR 685870 - 681733 Ökuleyfissvi|itingar: Kunna að hafa verið mistök „Það kunna að hafa verið mistök að ákveða þetta svo á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga á að þetta mál fari til Hæstaréttar. Ég ræði þetta við lögreglustjóra þegar hann kemur til landsins eftir helgi. Ég hef þegar rætt við ríkissaksóknara um rnálið," sagði Sturla Þórðarson, fulltrúi lög- reglustjóra. DV skýrði í gær frá niðurstöðu Sakadóms Kópavogs um aö ökuleyf- issviptingar væru ólöglegar væru þær ekki framkvæmdar af lögreglu- stjóra eða löglærðum fulltrúum hans. Sturla sagði aö megnið af þeim brotum, sem gæfu ástæðu til svipt- ingar, væru framin utan venjulegs skrifstofutíma og hjá embætti lög- reglustjóra væru engar bakvaktir. Með þessu fyrirkomulagi, að aðal- varðstjóri svipti menn ökuleyfi til bráðabirgða, hefði sparast mikil vinna og það gert allan framgang mála mun skjótvirkari. „Hér er boöunardeild. Það eru tveir menn í því að ná í fólk sem hefur verið boðað hingað en mætir ekki. Því er mun betra ef hægt er að svipta strax og þá er málið komið til dóm- ara innan tveggja daga í stað vikna eða mánaða eins og áður,“ sagði Sturla. -sme „Nú fer að komast einhver mynd á þessar framkvæmdir," sagði Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri borgarinn- ar, er DV innti hann eftir hvernig framkvæmdir gengju í Laugardaln- um. „Frá því að framkvæmdir hófust í fyrra hefur verið um hálfgerða „moldvörpustarfsemi" að ræða ef svo má segja. Við höfum verið að leggja ræsi og lagnir og því þurft að grafa þessi ósköp,“ sagði Jóhann. Þeir sem hafa átt leiö fram hjá Laugardalnum að undanfórnu hafa tekið eftir því að þar er heilmikið búið að grafa upp og planta. „Það er búið að byggja upp Engja- veginn. Ætlunin er að planta trjám meðfram honum öllum, alveg frá Reykjavegi að Holtavegi, þannig að komi göng yfir dalinn. Og ýmsu fleiru er verið að vinna að og fara Svefneyjamálið: því framkvæmdirnar að sjást ofan- jarðar eftir að jarðvegsvinnu er mik- ið til lokið," sagði Jóhann. Eins og flestum er kunnugt er ver- ið að útbúa þama heilmikinn skrúð- garð sem ætti að verða tilbúinn eftir tvö ár. í sumar verður að mestu unnið að gróðursetningu og undirbúningi fyr- ir næsta vor en næsta sumar er gert ráð fyrir að hafist verði handa um Hef hæfni mína upp á vasann -segir Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari „Ég er aö fá úrskurð Hæstaréttar núna. Hann birtist í blöðunum nokkru áður en ég fékk hann. Ég hef þá hæfni mína upp á vasann. Það næsta er að setja máhð á dagskrá. Ég get ekki fullyrt að dómur liggji fyrir fyrir sumarfrí,“ sagði Guð- mundur L. Jóhannesson, héraðs- dómari í Hafnarflrði. Guðmundur hafði úrskuröaö sig vanhæfan sem dómara í Svefneyja- máhnu. Hæstiréttur fehdi úrskurð- inn úr gildi. „Ég vildi gera þetta strax frekar en síðar. Þá hefði ekki verið hætta á að það hefði eyðilagst sem á undan var gengið. Þegar krafa veij- andans kom þótti mér eðlilegast að taka á þeim ummælum sem forráða- maður eins barnsins hafði um mig. Það hefur reynst erfitt að ná verj- endunum tveimur saman. Það tókst loks í fjórðu tilraun. Þá kom annar þeirra með þá kröfu að ég viki sæti vegna ummæla sem ég hafði í Sjón- varpi. Ef lögmenn taka aö sér svona verkefni þá verða þeir að geta sinnt þeim eða þá fengið annan í sinn stað. Ég mun setja þeim stólinn fyrir dyrn- ar núna,“ sagði Guðmundur L. Jó- hannesson. -sme að byggja þau mannvirki sem eiga húsdýragarð sem á að koma fyrir að rísa í Laugardalnum. Þær bygg- þarna í dalnum. ingar eru aðallega í tengslum við -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.