Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 5
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988.
s
x>v_______________________________Fréttir
Ólafsvík:
Stórljón í
fiystihúsbruna
Ámi E. Albertsson, Ólafevík:
Smávægileg sprenging í Hrað-
frystihúsi Ólafsvíkur varð til þess að
mikinn reyk um allt húsið og fólk
átti fótum sínum fjör að launa undan
kolsvörtu reykjarkófinu. Náöu þó
allir að komast út en Ólafur Kristj-
ánsson verkstjóri mun þó hafa orðið
að hlaupa inn í mökkinn til að að-
stoða unga stúlku sem hafði villst.
Hafsteinn Sigtryggsson, sem vinn-
ur við frystitækin, sagði að þaö hefði
eflaust viljað honum og þremur fé-
lögum hans, sem voru í „pásu“ í
umbúðageymslunni inn af frysti-
tækjunum, til lífs að ekki var búið
að loka dyrum sem liggja að skrif-
stofuhluta hússins og þeir hefðu því
komist þar út.
Starfsfólkiö var að koma úr pásu
og því ekki orðið niðursokkið í vinnu
og hefur það eflaust hjálpað til að
greiðlega gekk að komast út.
"Slökkviliðið í Ólafsvík var strax
kallað á vettvang og reykkafarar
fóru inn í frystihúsið til að leita að
fólki ef einhver kynni að hafa lokast
inni. Einnig var kallað til aðstoðar
slökkvilið frá Hellisandi og Grundar-
firði.
Eldurinn virðist hafa orðið mestur
í tækjaklefanum og við frystigeymsl-
urnar. í tækjaklefanum var flest
brunnið sem brunnið gat, ljósin
bráönuðu og héngu niður eins og
grýlukerti. Einangrunarplast í lofti
frystiklefans var bráðið að stórum
hluta og plastklæðning utan um
frystiafurðirnar í klefanum svo til
alls staðar brunnin.
Ekki er enn ljóst hvað olli brunan-
um, en menn hér leiddu getur að því
að það kynni að hafa lekið úr gas- •
kúti og gas hefði náð að berast um
tækjaklefann, frystigeymsluna og
inn í loftræstikerfið. Síðan hefði náð
að kvikna í gasinu og reykurinn bor-
ist þannig um allt hús.
Ljóst er að ómælt tjón hefur orðið
á húsnæðinu sjálfu, tækjabúnaði og
á unnum sjávarafurðum. Þá mun
þetta tjón hafa í fór með sér nokk-
urra mánaða stöðvun á vinnslu og
því eitthvert atvinnuleysi á meöan.
Verið var að landa úr togaranum
Má þegar eldurinn kviknaði en lönd-
unin var stöðvuö og ekki var ákveðið
hvað gert yröi við aflann. Svartsýn-
ustu menn höfðu jafnvel áhyggjur
af því að Már yrði látinn leggja upp
annars staðar, sem hefði í för með
sér enn meiri samdrátt í fiskafla Ól-
afsvíkinga en orðið er eftir eindæma
lélega vertíð.
Humarinn settur heilfrystur í umbúðirnar.
DV-mynd Omar
Humarveiöarnar:
Heilfiysting eykur
verðmætið um 40%
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyiuin:
„Það eru þrír Danir hjá okkur
núna sem kenna okkur hvernig á að
standa aö þessu,“ sagöi Ásmundur
Friðriksson í Frostveri hér í Eyjum
en þar er verið að frysta heilan hum-
ar og hefur gengið nokkuð vel.
„Við vorum búnir að undirbúa
okkur vel fyrir þetta. Danirnir eru
bæði að kenna okkur og fylgjast með
framleiðslunni. Einn þeirra verður
hér meðan vertíðin stendur yfir“.
Ásmundur sagðist vera með þrjá
humarbáta í fullum viðskiptum og
fá helming afla af einum til viðbótar
og þegar hann var spuröur hvernig
þetta kæmi út fyrir sjómenn og út-
gerð svaraði hann. „Aflaverðmætið
eykst um 40% og ef eitthvað er þá
er þetta hagstæðara gagnvart kvót-
anum sem miðast við slitinn humar."
Eitt besta verð
landsins
frá kr. 49.000-
Sófasett frá kr. 73.000,
Opið allar helgar
TM-HUSGOGN
Jjíðumúla 30 - Sími 68-68-22
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
aaanUno
Fáeinir Uno 45 til afgreiðslu strax á verði
frá því fyrir gengisfellingu.
Verð aðeins kr.
339.000,-
Notið tækifærið og gerið góð kaup. Hagstæð greiðslu-
kjör og gamli bílinn tekin upp í.
Framtíð við Skeifua, símar 685100 - 688850.