Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 3. JÚNl 1988.
Fyrsta kvartmílukeppni sumarsins verður
haldin laugardaginn 4. júní kl. 14.00 á
kvartmílubrautinni við Kapelluhraun. Kepp-
endur mæti fyrir kl. 11.00.
Starfslaun Ríkisútvarpsins
til höfunda útvarps- og sjón-
varpsefnis
Ríkisútvarpið auglýsir starfslaun til höfundar eða
höfunda til að vinna að verkum til frumflutnings í
Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi eða sjónvarpi.
Starfslaunum geta fylgt ókeypis afnot af íbúð Ríkisút-
varpsins í Skjaldarvík við Eyjafjörð.
Starfslaun eru veitt til 6 mánaða hið lengsta og fylgja
þau mánaðarlaunum skv. 2. þrepi 140. Ifl. í kjara-
samningum Bandalags háskólamanna og fjármála-
ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.
Umsóknum ásamt greinargerð um fyrirhuguð við-
fangsefni skal skilað til skrifstofu útvarpsstjóra, Efsta-
leiti 1, Reykjavík, fyrir 3. júlí nk. Þar eru ennfremur
veittar nánari upplýsingar um starfslaunin.
/»«tfl&
RÍK/SÚTVARP/Ð
Brautarholti 20
í scnnatsai:
#
„A La Carte“
Úrval Ijúffengra sérrétta
Leyfió brai’ólaukunum aó njóta sín
Aðeins þaó besta er nógu gott
fyrir gesti okkar
í setustofu, á barnutn
eða í danssal:
Smáréttir
frá kl. 11.30-0230
t
Húsið opið fóstudag
og laugardag kl. 18-03
Gtæsiley; utanálifífyandi glerlyfta flytur yesti
upp í Mánaklúhbinn.
Láttu nú verða afþví að hjóða konunni í
Mánaklúhhinn, perlu íslensks skemmtanalífs
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi
Pantið horð tímanleya, símar 29098 oy 23335
Utlönd
Opna umdeild-
ar fangabúðir
ísraelsk heryfirvöld leyfðu í gær
erlendum fréttamönnum aðgang að
umdeildum fangabúðum í eyðimörk
nálægt landamærum Egyptalands.
Þar eru í haldi um tvö þúsund og
fimm hundruö fangar, flestir án rétt-
arhalda.
Fréttamönnunum var boðið að
kanna aðstæður í fangabúðunum en
fréttir höfðu borist um að þær væru
ófagrar. Kvarta fangamir undan
skorti á bókum og dagblöðum, hita,
ryki, sandi og leiöindum. Yfirmaður
fangabúðanna sagði ísraelsk yfirvöld
ekkert hafa að fela og kvað aðstæð-
urnar fuilnægjandi.
Fangabúðirnir voru settar á lagg-
irnar í mars síðastliðnum sem svar
við uppreisninni á herteknu svæðun-
um. Þar eru um þrjú hundruð fangar
dæmdir fyrir að hafa efnt til óeirða.
Hinir hafa verið settir inn án þess
að réttarhöld hafi farið fram yfir
þeim. Þar eru palestínskir blaða-
menn, kennarar, læknar, lögfræð-
ingar og verkalýösleiðtogar auk
þeirra sem tekið hafa beinan þátt í
uppreisninni.
Múhameðstrúarmönnum er bann-
aö að biðjast fyrir undir beru lofti
og fóngunum er safnað saman þrisv-
ar til fjórum sinnum á dag og þeir
taldir. Fangarnir hafast viö í tjöldum
og eru tuttugu og átta fangar í hverju
tjaldi. Jafnmargir fangar þurfa að
nota sama sápustykkið við þvotta.
Israelskur hermaður á verði við hluta eyðimerkurfangabúðanna sem erlend-
um fréttamönnum var leyft að skoða í gær. Simamynd Reuter
Einkarannsókn á
Palmemorðinu gagntýnd
Gunnlauctur A. Jónason, DV, Lundi:
„Við hægrimenn höfum sem
kunnugt er barist fyrir auknum
einkarekstri á flestum sviöum
þjóðlifsins en okkur þykir ansi
langt gengið þegar jafnaðarmenn
heija einkarekstur innan lögregl-
unnar,“ sagöi íhaldsmaðurinn
Anders Björk við umræðu í sænska
þinginu í gær. Umræðuefnið var
fréttir þess efnis að bókaútgefandi
að nafiú Ebbe Carlsson hafi haft
leynilegan starfa fyrir lögregluna
við rannsókn Palmemorðsins.
Meðal annars mun Ebbe Carls-
son í vor hafa yfirheyrt Banisadr,
fyrrverandi forseta Irans, í París
um kenningar hans um að íranir
standi á bak við Palmemoröiö.
Sænsku dagblöðin hafa í gær og
i dag verið sneisafull af fréttum og
umræðum um þetta mál. Þar kem-
ur meðal annars fram að Anna
Greta Lejon dómsmálaráðherra
hefur staðfest að rikisstjómin hafi
lagt blessun sína yfir leynilögreglu-
störf bókaútgefandans.
Þeir sem hávaðasamastir eru í
gagnrýninni benda meðal annars á
að Ebbe Carlsson sé náinn vinur
Hans Holmérs sem var á sínum
tíma látinn víkja sera stjómandi
rannsóknar Palmemorðsins. Hol-
mér hafi þvi löngu eftir að honum
var sparkað getaö haft áhrif á rann-
sókn málsins gegnum Ebbe Carls-
son og þannig haldið á lífi PKK-
sporinu svokallaða, það er kenn-
ingu Holmérs um að kúr dí sku sam-
tökin PKK standi á bak við morðið
á Palme.
Ebbe Carlsson er kunnur jafnað-
armaður í Svíþjóö og meðal annars
er hann sagður náinn vinur Önnu
Gretu Lejons dómsmálaráðherra.
Leiðtogar íhaldssamra repúblik-
ana hafa varað George Bush, vara-
forseta Bandaríkjanna, við þvi að það
hvemig hann hefur hundsað hægri-
menn í flokknum geti átt eftir aö
kosta hann forsetaembættið í kosn-
ingunum í haust.
Þeir repúblikanar, sem lengst em
til hægri í flokknum, reiddust eink-
um ummælum Bush í viðtali við New
York Times í gær, þar sem hann seg-
ist ekki þurfa að leita eftir stuðningi
þeirra. Sögðu tveir af leiðtogum hæ-
grimanna, þeir Howard Phillips og
Richard Viguerie, að Bush gæti átt
eftir að tapa forsetakosningunum í
haust ef hægri vængur flokksins
hætti stuðningi sínum við hann nú.
í viðtalinu við New York Times
sakaði Bush þá Phillips og Viguerie
um að vera á ystu brún hægrimanna
íhaldssamir repúbllkanar hafa nú sent Bush viðvörun. Símamynd Reuter
og taldi sig ekki þurfa að starfa með
þeim. Sagði varaforsetinn að Richard
Vigueries ætti sér mjög fáa skoðana-
bræður.
gegnum póst, sagði í gær að hann
hefði sent út milljónir bréfa til stuðn-
ings við Reagan forseta, bæði 1980
og 1984, en í dag væri óvíst hvort
Vigueries, sem starfar við fjáröflun hann myndi nokkuð styðja Bush.
íhaldssamir repúblik-
anar reiðir Bush