Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Skref / áttina Leiðtogafundinum í Moskvu er lokið. Fréttaskýrend- ur hafa látið í ljós nokkur vonbrigði með ihálalok. Búist var við meiri árangri í afvopnunarmálunurn og að stór- veldunum tækist að koma sér saman um bann eða fækk- un langdrægra kjamorkuvopna. Miðað við allan undir- búninginn og allt það umstang, sem hefur verið í kring- um þennan leiðtogafund, virðist enn vanta herslumun- inn. Það er meira um orð en efndir. Þó skyldi enginn vanmeta viðræðurnar. Þetta er úórði fundur þeirra leiðtoganna, Reagans og Gorbatsjovs. Fundurinn í Reykjavík er okkur í fersku minni. Þann fund bar nokkuð brátt að og þótti hafa misheppnast fyrir þá sök að htið þokaðist til samkomulags um af- vopnunarmábn. En orð eru til aíls fyrst og Reykjavíkur- fundurinn var upphaf ítarlegra viðræðna milli utanrík- isráðherra stórveldanna. Skriðan fór af stað, kynni tók- ust með leiðtogunum og tortryggni var ýtt til hhðar. Á næsta fundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Washing- ton var undirritað sögulegt samkomulag um fækkun meðaldrægra kjamorkuvopna og þar með var uppskor- ið eins og til var sáð í Reykjavík. Nú hafa þeir haldið úórða fundinn í Moskvu og þang- að hafa augu alheimsins mænt undanfarna daga. Það hefur ekki aðeins þýðingu fyrir Bandaríkin og Sovétrík- in þegar æðstu menn þessara risavelda hittast. Það hef- ur þýðingu fyrir aht mannkyn. í stað þess að austur og vestur standi frammi fýrir hvort öðm, grá fyrir jámum, vekur það vonir og eftirvæntingu þegar fuhtrúar and- stæðra fylkinga ganga hönd í hönd til viðræðna og veisluhalda og sýna hvor öðmm viriarþel. Auðvitað kann sá vinskapur að vera mestur á yfirborðinu, en það vitum við öh úr daglegu lífi að persónuleg samskipti auka skilning og samúð og em til þess fallin að eyða tortryggni og ljandskap gagnvart þeim sem við þekkjum ekki. Viðræður um afvopnun og bann við kjamorkuvopn- um em flóknar og erfiðar. Það er ekki létt verk að skrúfa niður vígbúnað og vopnavæðingu sem staðið hefur yfir um árabil. Hvoragur vih varpa öryggi sínu fýrir róða, varnir þurfa áfram að vera til staðar og jafn- vægi er forsenda þess að hvoragur leyfi sér yfirgang á kostnað hins. Friðurinn undanfama áratugi hefur byggst á spjótsoddum, óttanum við styrk óvinarins. Vígbúnaðurinn hefur því þjónað sínum tilgangi, þótt kaldhæðnislegt sé. Enginn samþykkir afvopnun, nema tryggt sé að jafriræði ríki. Sömuleiðis verður að taka tilht til öryggis annarra þjóða og þá um leið vopna- styrks þriðja aðila. Bandaríkin og Sovétríkin era ekki ein í heiminum og þau þurfa áfram að halda styrk sínum til að halda öðrum í skeljum. Það kennir veraldarsagan okkur. Leiðtogafundurhm í Moskvu hefur borið árangur að því leyti að samskipti stórveldanna era nú nánari og einlægari en áður. Þáttur þeirra Reagans og Gor- batsjovs er mikih en framlag utanríkisráðherranna, þeirra Shultz og Sévardnadse, er ekki síðra. Sérstaklega hefur Shultz verið óþreytandi í ferðum sínum og við- leitni til bættrar sambúðar stórveldanna. George Shultz er tvímælalaust í hópi hæfustu manna sem vahst hafa sem utanríkisráðherrar í Bandaríkjunum. Þegar aht er tahð saman má fuhyrða að sjaldan hafi fiiðarhorfur verið betri en nú. Það er synd að Reagan og þá væntanlega Shultz skuh láta af störfinn innan skamms. Endahnúturinn er eför. EUert B. Schram Það verður þungur róður hjá Reagan að snúa Gorbatsjov og hans mönnum á sitt mál' - Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov við upphaf viðræðna í Moskvu. segir m.a. í greininni. Mannréttindi í Moskvu f huga Vesturlandabúa eru mannréttindamál svo sjálfsögð að jafnvel vefst fyrir mönnum að skil- greina svo augljós mál. Hugmyndin um frelsi og helgi einstaklingsins er samofin öllum hugsunarhætti fólks og viðhorfum. En vestrænt lýðræði er ekki reglan. Af 160 ríkj- um Sameinuðu þjóðanna eru að- eins um 35 lýðræðisríki í fyllstu merkingu þess orðs. Og í augum margra sem ekki þekkja lýðræði eru hugmyndir Vesturlandabúa iil- skiljanlegar og óraunhæfar. Meðal þeirra sem þannig hugsa eru Rússar, og ekki við öðru að búast en tal Reagans Bandaríkja- forseta um mannrétindi í ferðinni til Moskvu fari fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, þeir skilja ekki hvað hann er að fara. Margir Rúss- ar standa nefnilega í þeirri einlægu bamatrú að hjá þeim sé fullkomið lýðræði, meirihlutinn ráði og meirihlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Það er þeim framandi að minnihlutinn eigi iika rétt. Það getur verið mikil lífsreynsla að rökræða þessi mál við rétt þenkjandi fulltrúa sovéska kerfis- ins. Fyrir nokkrum árum átti ég margoft langar og stundum strang- ar viðræður um þessi mál við einn starfsmanna sovéska sendiráðsins, sem var prógressívur húmanisti á rússneska vísu og sanntrúaður len- ínisti eins og Gorbatsjov. Þessum vel upplýsta manni var alveg óskiljanlegt af hvetju menn á Vesturlöndum væru að jagast út af meðferðinni á mönnum eins og Solsénitsín eða Sakharof. Solsén- itsín væri bara „tsjíd“, sem væri aö skíta út það samfélag sem hann væri sprottinn úr og ætti ekkert annað skihð en opinbera refsingu, og Sakharof hefði ruglast í höfðinu af öllu því dekri sem hann hefði fengið í kerfinu. Hann háfði aftur á móti miklar áhyggjur af atvinnu- leysi í Bandaríkjunum. í hans huga var lífsafkoma meira mannrétt- indamál en hugsanafrelsi. í okkar rökræðum urðu fáir snertifletir, misskilningurinn var gagnkvæm- ur. Þannig hygg ég að fari í tilraun- um Bandaríkjastjómar til að leiða Sovétmönnum fyrir sjónir að þeir virði ekki mannréttindi, þeir mis- skilja hann og taka ummæli hans sem fjandskap við sig. Gyðingar og þrýstingur Það hefur áður verið reynt að þrýsta á Sovétmenn og árangurinn hefur orðið minni en enginn. Auk þess sem þeir skilja ekki um hvað verið er að tala, líta þeir á þrýstiað- gerðir sem íhlutun í sín innanríkis- mál og hrökkva í baklás. Á dögum détentestefnunnar á valdatíma Nixons höfðu Sovétmenn óopin- berlega slakað stórlega á hömliun sínum við því að gyöingar fengju að fara úr landi, venjulega fyrst til ísraels og oft þaðan til Bandaríkj- anna. Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður Þessi útflutningur skipti tug- þúsundum árlega. Þá komu til sög- unnar þingmennimir Jackson og Vanick, sem með stuðningi gyð- ingasamtaka í Bandaríkjunum fengu það sett í lög aö aukin versl- unarviðskipti við Sovétríkin væm háð því að öllum hömlum á ferða- frelsi sovéskra þegna yrði aflétt. Svona lagað lætur engin þjóð bjóða sér, enda stöðvaðist aö heita má útflutningur gyðinga frá Sovétríkj- unum næstu ár á eftir og hefur enn ekki orðið jafnmikill og fyrir þessi lög. Oraunsæi af þessu tagi hefur allt- of oft einkennt samskipti Banda- ríkjastjómar við Sovétmenn. Oft verður maöur þess var í samtölum við Bandaríkjamenn að engu er hk- ara en þeir haldi að fámenn valda- klíka standi með svipuna reidda yfir frelsiselskandi almmenningi í Sovétríkjunum, sem mundi flýja ef hann gæti. Kollektívið og einstaklingurinn Sú hugmynd að almenningur sé fyllilega sammála valdhöfum og vilji ekkert meö andófsmenn hafa er þeim óskiljanleg. Einstaklings- hyggja er Rússum framandi, alhr helstu straumar sögunnar á fyrri öldum fóm fram hjá þeim, þeir fundu ekkert fyrir frönsku bylting- unni og þeirra hugarfar er enn mótað af keisaratímanum. Þeir eru miklar hópsálir, og kohektívið er þeirra viðmiöun en ekki einstakl- ingurinn. Það verður þungur róður hjá Reagan að snúa Gorbatsjov og hans mönnum á sitt mál og til of mikils ætlast að Reagan fari á gamalsaldri að endurskoöa skilning sinn á Sov- étríkjunum. Hann hefur aha ævi verið mjög fjandsamlegur þeim. Það þarf ekki að koma sök í því að semja um kjamorkuafvopnun, en um bætta sambúð að öðru leyti verður tæplega aö ræða. Reyndar er vafamál að Bandaríkin eigi nokkurra sérstakra hagsmuna að gæta í því að vingast of mikiö við Sovétríkin. Því meir sem dregur úr spennunni mihi risaveldanna því meiri möguleika eiga Sovét- menn á því að efla áhrif sín annars staðar, einkum í Vestur-Evrópu, og það er ekki Bandaríkjunum í hag. Kornsala og kjarnorkuvopn Það er ljóst eftir fundhin í Moskvu að mannréttindamál eru sá lurkur sem Bandaríkjamenn ætla að lemja Sovétmenn með á næstu árum. Það getur reynst tví- eggjað eins og dæmin sanna. Hvorki Sovétmenn né aðrir fara að vflja annarra þjóða um sín innan- ríkismál, og Bandaríkjamenn hafa engin tök á því að beita Sovétmenn þrýstingi. í kjamorkuafvopnun hafa þau þá stöðu að Sovétmenn eru áfjáöari en Bandaríkjamenn í aö losna vð hemaðarútgjöld, en um þrýsting á öðrum sviðum er ekki aö ræða. Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti reyndi á sinni tíð að mótmæla innrásinni í Afganistan með því að setja bann á komsölu til Sovétríkjanna. Þetta setti fjölda bandarískra bænda á hausinn, en Sovétmenn fá aUt það kom sem þeir vUja annars staðar. Hann særði stolt þeirra meira með því að neita að senda íþróttamenn á ólympíuleikana í Moskvu, sem Sovétmenn svöraðu með banni á ólympíuleikana í Los Angeles. Nið- urstaðan varð gagnkvæm móðgun og stirðleiki í samskiptum. Reagan hefur engin tromp á hendi gegn mannréttindabrotum Sovétmanna. Hann getur aftur á móti neitað þeim um það sem þeir þrá mest, sem er viðurkenning á sovésku þjóöfélagi. Sovétmenn verða að sætta sig við það um ófyrirsjáan- lega framtíð að vestrænar lýðræð- isþjóöir setji þá í skammarkrókinn vegna mannréttindabrota, og Gor- batsjov verður að gera fleira en endurreisa Sakharof og Solsénitsín til að umbætur hans verði teknar alvarlega. Gunnar Eyþórsson. „Því meir sem dregur úr spennunni milli risaveldanna því meiri möguleika eiga Sovétmenn á því að efla áhnf sín annars staðar, einkum í Vestur-Evr- ópu, og það er ekkiBandaríkjunum í hag.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.