Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988.
15
Samlynda þjóðin
Islendingar byggja stórt land og í
sumu tilliti erfitt. Bent hefur veriö
á aö hver íslendingur búi í tíu sinn-
um stærra landi en hver Banda-
ríkjamaður t.d., þrisvar sinnum
stærra landi en hver Rússi, sem þó
byggir stærsta land veraldarinnar,
og hundraö sinnum stærra landi
en sumar Evrópuþjóðir. Samt ger-
um viö kröfur um sömu þjónustu
og mörgum sinnum þéttbýlli lönd
og stöndum undir því á margan
hátt. Við teljum okkur til tekna aö
halda ekki úti her og spara þannig
fé en í rauninni er „herkostnaður“
okkar margvíslegur og mikiU.
Getur nærri aö vegakerflö er
fjárfrekt í svo stóru landi og víða
vantar sáran dýrar framkvæmdir
í því svo það geti tahst sæmilega
öruggt þeim byggöarlögum sem
þaö á að þjóna. Átaks er vissulega
enn þörf í gerð varanlegra vega í
landinu, með bundnu slitlagi og
samfelldu en ekki bundið hér og
holótt þar og endar þá góði kaflinn
stundum á hæð og í beygju þannig
að ökumaönninum líöur eins og
skíðastökkvara sem kemur fram
af háum stökkpalli - og svo taka
lætin við, sbr. fyrsti malarspottinn
í Hvalfirðinum.
Þjóðþrifaframkvæmdir
Þá vantar undirgöng víða um
landið svo öryggis byggðarlaga sé
gætt, t.d. undir Olafsfjarðarmúla, á
Vestíjörðum og Austfjörðum og
jafnvel undir Hvalfjörðinn. Víða
þarf einnig að brúa. Allt eru þetta
réttlætanlegar framkvæmdir mið-
að viö arðsemisútreikninga Vega-
gerðarinnar eða öryggi byggðar-
laga. Einnig er talað um hálendis-
vegi til þess að minnka fjarlægðir
á milli fjórðunganna.
Bæjarstjóri Akureyrar hefur
einnig bent á að góðar hafnir séu
líka á óskalistanum enda þjóna þær
meiru en samgöngum því þær eru
auðvitað lífæöar undirstöðuat-
vinnuvegs þjóðarinnar, sjávarút-
vegsins. Góð höfn er ekki einungis
samgöngubót heldur skapar einnig
atvinnuöryggi í byggðarlaginu,
byggðastefna og slysavörn í sama
orðinu.
Flugvellir-
sjúkraflug
Þá benda menn á flugið og segja
það skjóta skökku við að færleikur-
inn þurfi að ösla forina upp í kvið
til þess að koma farþegunum á
KjáUarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
áfangastað, að ekki sé minnst á að
mörg flugvélin fer einnig með póst
og öryggi í sjúkraflugi er okkur lífs-
nauðsynlegt. Auðvitað má svo allt-
af bæta flugkostinn sjálfan og einn-
ig skipin til samgangna þótt slíkt
sé ef tíl vill ekki beint á boröi hins
opinbera.
Hér er aðeins búið að tæpa á sam-
göngumálum í „herkostnaðinum"
við það að vera íslendingur, en
árétta má orð nóbelskáldsins, Hall-
dórs Laxness, til flölmiðla á sínum
tíma, sem skildu ekkert í því hvern-
ig þjóðin gætí hafst við í landinu,
að þaö væri yfirhöfuð talað mjög
dýrt að vera Islendingur.
Undirstöðuatvinnugrein
Sjávarútvegurinn er í eðli sínu
mjög fjármagnsfrek atvinnugrein
enda er herferðinni beint að ekki
minna máli en bálviðrum noröur-
hafa og atvinnugreinin tahn sú
hættulegasta sem stunduð er.
Slysavarnafélagið berst einnig um
hart til þess að efla öryggismál sjó-
mannanna okkar og þarf ekki að
fjölyrða um hversu málefnið er
brýnt.
Gaman væri að gefa því málefni
myndarlega gjöf núna á sjálfan sjó-
mannadaginn.
Sigurvegarinn, þjóðin
og rollan
Þá er landbúnaður dýr á norð-
lægum slóðum og víkinganiöjamir
treysta útlendingum ógjarnan fyrir
flallalambinu, kartöflunum og
smjörinu. Því miður keppast allar
þjóðir heims við að styrkja land-
búnað sinn, beint og undir boröiö,
þannig að svokallað heimsmark-
aðsverð er oft ekkert annað en upp-
söfnuö spegilmynd af niðurgreiösl-
um og styrkjum. Auðvitaö getum
við notíð góðs af því og gerum, en
rollan, sem stóö með sveltandi þjóð
í gegnum harðindi, hungurfelh og
niðurlægingu erlendrar áþjánar,
fæddi hana og klæddi og skapaði
henni útflutningsverðmæti, á lengi
sinn punkt á vinsældalista mör-
landans. Hæfilega stór fjárstofn,
vel ræktaður og afurðamikill, er
ein af líftryggingum þjóðarinnar í
þessu landi. Hitt er ljóst að í mik-
ilh velmegun og í himinklifri raun-
gengis krónunnar okkar verða
menn ekki doktorar í hagfræði út
á rohubúskap. Slíkt kostar fé en
auðvitað innan allra skynsemis-
marka. Þá má spyrja hvers virði
matarbitinn var og ullarpeysan
þeim hermanni sem varði brúna
og stóðst áhlaupiö. Sigurvegarans
pund er ahtaf dýrt.
Dýrt að vera íslendingur
Landbúnaðarrómantík er dýr en
lengi má telja dýra atvinnuvegi á
norðurhjara. Verslunin býr auövit-
að viö dýr aðfóng vegna flutnings-
kostnaðar yfir hafiö og iönfram-
leiðslan er auðvitað dýr þar sem
er lítið bakland heimamarkaðar.
Þjónustan er líka dýr fámennri
þjóð sem gerir miklar kröfur. ís-
lendingar eru í eðli sínu velferðar-
fólk, þeir vilja ekki að einstaklingar
lendi á vergangi þótt eitthvað bjáti
á. Þeir vilja að einstaklingar njóti
mennta óháð efnahag, eftir hæfi-
leikum og vilja, og þeir vilja að
gamla fólkið getí hlakkað tíl ævi-
kvöldsins í landinu sem það hefur
komið svo vel áleiðis fyrir ungu
kynslóðina. Ár eftir ár eru íslend-
ingar nú með tekjuhæstu þjóðum
veraldar. Slíkt gerist ekki af sjálfu
sér eða úr engu.
Ömurlegar tilkynningar
Eitt ömurlegasta fyrirbrigðið í
þjóðlífinu eru árvissar tilkynning-
ar spítalanna, að svo og svo mörg-
um deildum þurfi að loka vegna
sumarfría og launakjara heilbrigð-
isstéttanna. Sjúkhngar eru sendir
heim allavega á sig komnir, aðrir
keyrðir á ganga annarra deilda eða
jafnvel inn á salernið. Þetta er með
óhkindum og í rauninni rennur
þjóðinni kalt vatn mihi skinns og
hörunds við þessar thkynningar.
En ahs staðar vantar fé, herkostn-
aöurinn er mikhl, sjómennimir
okkar hætta lífi sínu svo þjóðin
megi hafa sem mest úr að spha, en
sú voðalega staðreynd blasir viö að
það er mjög dýrt að vera íslending-
ur. Jafnvel afkomendur víkinga
geta ekki aht, eða á frekar að taka
þannig th orða að þeir geti ekki din-
glað með f hvaða vitieysu sem er?
Forsetakosningar út í hött
Mitt í öhu þessu er okkur nefni-
lega tjáð að við ætlum að henda
fimmtíu mhljónum í eitthvað sem
nefnist forsetakosningar, vegna
þess aö við búum við svo algerlega
úrelta löggjöf að ekki þarf nema 90
uppáskriftir í hehu fjórðungunum
til þess að einstakhngur sé löglega
sjósettur sem forsetaframbjóðandi,
með öllum þeim kostnaði sem því
fylgir. Og málefnið, í stórum drátt-
um virðist það vera að færa löggjaf-
arsamkomuna og framkvæmda-
valdið inn í forsetaembættið og láta
kjósa um nánast hvaðeina sem
kemur frá þessum stofnunum, með
öllum þeim viðbótarkostnaði enn
sem því óhjákvæmhega fylgir.
Stjórnarskrárnefnd
- hvað gerðist?
Sigrún Þorsteinsdóttir hefur svo
sannarlega vakið athygh á ástandi
kosningalöggjafarinnar til æðasta
embættis þjóöarinnar og spyrja má
eins og karhnn: Hvað hefur stjórn-
arskrárnefnd eiginlega verið að
gera í öll þessi ár? „Nú skelfur allur
Vatnsdalur.“ Flokkur mannsins
hefur óumdehanlega náð því mark-
miði sínu að vekja rækilega athygli
á sér og hve heimskuleg kosninga-
löggjöfin er. En þvílíkt gáfu- og at-
gjörvisfólk, sem þar er í bland og
sannarlega trúir á mannghdis-
hugsjónina, ætti aö stoppa aðeins
við og glugga í tölfræði. Niðurstað-
an er bókuö. Vinsælli þjóðhöfðingi
en Vigdís Finnbogadóttir er varla
finnanlegur á byggðu bóh.
Hætta ber leik
þá hæst hann stendur
Sjómennirnir okkar hætta lhi
sínu til þess að tryggja þjóð okkar
afkomu, aðrir gera eins og þeir geta
líka. Leikum okkur ekki að af-
rakstri erfiðis þeirra. Reynum að
vera eins og samlynd fjölskylda og
hætta leiknum í tíma, tryggja
þannig t.d. að sem fæstum sjúkra-
deildum þurfi að loka í sumar og
að átak verði gert í öryggismálum
sjómanna.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
er ljóst að í mikilli velmegun og
í himinklifri raungengis krónunnar
okkar verða menn ekki doktorar í hag-
fræði út á rollubúskap.“
Ný skoðun
„Ég ætla að styðja Sigrúnu Þorsteinsdóttur og ég vil hvetja sem flesta
til að kynna sér framboð hennar betur,“ segir m.a. í greininni.
Fy rst þegar ég frétti af forsetafram-
boði Sigrúnar Þorsteinsdóttur brá
mér dáhtið, ég varð hálfhneyksluð
yfir því að hún ætlaði að bjóða sig
fram á móti frú Vigdísi og fannst
það vera móögun við hana. Nú
gerðist það að ég fór að reyna að
kynna mér framboðið betur í gegn-
um fjölmiðlana en fannst þeir ekki
gefa neina heildarmynd. Eg er víð-
sýn manneskja og hef næga greind
th að velja og hafna sjálf í stað þess
að hlusta eingöngu á einhhða um-
fjöllun fjölmiðla svo aö ég sneri
mér th stuðningsmanna Sigrúnar
Þ. og varð mér úti um eintak af
stjórnarskrá íslands.
Hlutverk forsetans
Eftir að hafa lesið stjórnarskrána
og hlustað á málflutning stuðnings-
manna Sigrúnar leið mér eins og
ég væri að uppgötva eitthvað sem
einhver hefði reynt að halda
leyndu fyrir mér. Ég gat ómögulega
séð neitt sem rökstuddi það að for-
setaembættið ætti eingöngu aö sjá
um opinberar veislur og land-
kynningar eins og kóngafólk er-
lendis. Samkvæmt stjómarskránni
er aðalhlutverk forseta íslands
umfjöhun laga og ahs konar stjórn-
arathafnir og þaö sem mestu máli
skiptir er að forsetinn getur lagt
öll mikilvæg lög, sem hann telur
að brjóti á rétti fólks, fyrir dóm
okkar allra.
í stuttu máli: Ég hef uppgötvað
KjaUarinn
Halldóra Pálsdóttir
húsmóðir í Reykjavik
að æðstu lög þjóðarinnar, stjórnar-
skráin, gera ráð fyrir að við, fólkið
í landinu, höfum síðasta oröið en
ekki stjórnmálamennirnir.
Það sem mér finnst einkennhegt
og hálfógnvænlegt er að hvorki ég
né mínir vinir könnumst við að
hafa verið upplýst um þetta grund-
vaharatriði, ekki í skóla né annars
staðar.
í augum útlendinga
Þaö sem frú Vigdís sagði á dögun-
um um að mótframboðiö kynni aö
hta hla út í augum útlendinga stakk
mig og mér fannst þetta vera yfir-
borðskennt, sérstaklega þar sem
um er að ræða komungt lýðræði
en ekki aldagamalt konungsveldi
gegnsýrt af hefðum. Ég hugsa að
útiendingar hefðu nú frekar eitt-
hvað við það að athuga ef þeir vissu
hve langt frá stjónarskránni for-
setaembættið er komið og ef þeir
vissu aö viö, höfundar sjálfra ís-
lendingasagnanna, þessir baráttu-
menn sjáifstæðis og frelsis, ætlum
ekki að virða þessa lýðræðislegu
stjórnarskrá sem mikhl ávinning-
ur var aö á sínum tíma.
Ég vil virkan forseta
Eg vil virkan forseta sem ég get
treyst th að framkvæma stjómar-
skrána. Ég vh ekki lengur aö
stjórnmálamenn geti ráðskast með
nauðsynleg réttindi fólks eins og
t.d. það að fá að semja um laun
sjálft eða þegar þeir koma aftan að
okkur með lög eins og matarskatt-
inn. Eg vh forseta sem sinnir fólk-
inu og tekur ekki þátt í svona óráð-
um með því að samþykkja slík lög,
forseta sem getur verið fulltrúi
minn th aö afstýra óréttlætinu.
Ég ætla að styðja Sigrúnu Þor-
steinsdóttur og ég vh hvetja sem
flesta til að kynna sér framboð
hennar betur. Sýnum nú að viö
séum ábyrg fyrir þeim völdum sem
stjórnarskráin okkar felur okkur,
kjósum forseta sem er fyrir fólkið.
- Kjósum Sigrúnu.
Halldóra Pálsdóttir
„Eg hugsa aö útlendingar heföu nú
frekar eitthvaö viö þaö að athuga ef
þeir vissu hve langt frá stjórnarskránni
forsetaembættið er komið.“