Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Page 25
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988.
41
Smáauglýsingar
■ BQar tQ sölu
M. Benz árg. ’73, með betri húsbílum
landsins, er nú falur, mjög eigulegur,
mjög vel með farinn, með mikið af
fylgihlutum, svefhpláss fyrir 6, wc,
rennandi vatn o.fl. o.fl. o.fl. Verðh.
750-850.000. S. 9144801 e.kl. 18.
Torfaerukeppni. Torfærukeppnin á
Hellu verður haldin laugard. 11. júní
næstkomandi. Keppt verður í tveimur
flokkum: 1. Flokki sérbúinna torfæru-
bifreiða. 2. Flokki almennra torfæru-
bifreiða. Keppendur skrái sig í síðasta
lagi mánudaginn 6. júní í síma 99-5353
eða 99-5165. Flugbjörgunarsveitin
Hellu.
Ferðamenn, athugið: Ódýrasta ís-
lenska bílaleigan í heiminum í hjarta
Evrópu. Nýir Ford ’88 bílar í lúxusút-
færslu. íslenskt starfsfólk. Sími í Lúx-
emborg 436888, á íslandi: Ford í Fram-
tíð við Skeifúna Rvk, sími 83333.
Toyota Corolla Twin Cam GTi 1600 ’86,
svartur, einn með öllu, verður seldur
í dag, keyrður 39 þús. km, skipti á
ódýrari koma til greina, verð kr. 630
þús. Uppl. í síma 91-74066 eftir kl. 16,
Gummi.
Daihatsu Rocky Wagon '88, bensín 2,0,
5 gíra, ekinn 6 þús. km, vökvastýri,
sóllúga, dráttarkúla, útvarp/segulb., 4
hátalarar. Hafið samband við auglþj.
DV í síma 27022. H-8978.
■ Þjónusta
Vélaleiga Arnars. Tökum að okkur alla
almenna jarðvinnu, gerum föst verð-
tilboð, erum með vörubíl. Uppl. í síma
46419, 985-27674 og 985-27673.
Hröðum akstri fylgin
öryggisleysi, orkusóun
og streita. Ertu sammðla?
lUMFEHDW
Prað
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á fasteigninni Sunnuhvoli, Reyðarfirði, þingl. eig. Þórdís
Pála Reynisdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 10. júní nk. kl.
14.00. Uppboðsþeiðendur eru Sigurður G. Guðjónsson hdl., Innheimta
ríkissjóð, Jón Þóroddsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Árni Halldórsson
hrl„ Tryggvi Agnarsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Byggingar-
sjóður ríkisins.
Sýslumaður Suður-Múlasýslu
REIÐTÚR
Hópferð verður farin frá félagsheimilinu laugardag i
klukkan 18. Veitingar í ferðinni.
Ferðanefnd/Kvennadeild
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtöldum fasteignum
fer fram í skrifstofu embættisins,
Auðbrekku 10 í Kópavogi,
á neðangreindum tíma:
Kastalagerði 3, þingl. eigandi Angan-
týr Vilhjálmsson, mánud. 6. júní ’88
kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru skatt-
heita rflíissjóðs í Kópavogi, Sveinn
H. Valdimarsson hrl., Gjaldheimtan í
Reykjavík, Búnaðarbanki Islands,
Magnús Norðdahl hdl., Gjaldskil sf.,
Bæjarsjóður Kópavogs,_ Ævar Guð-
mundsson hdl., Andri Ámason hdl.,
Iðnlánasjóður, Útvegsbanki íslands,
Borgarsjóður Reykjavíkur og Guðjón
Ármann Jónsson hdl.
Túnbrekka 2, jarðhæð, þingl. eigendur
Bjami Ragnarsson og Sigurveig Haf-
steins, mánud. 6. júni ’88 kl. 10.10.
Uppboðsbeiðandur eru Iðnaðarbanki
íslands hf, Bæjarsjóður Kópavogs,
Eggert B. Ölaísson hdl., Ólafur Axels-
son hrl.. Trveeinsastofhun ríkisins.
skattneimta ruussjoos t Kopavogi,
Ingvar Bjömsson hdl., Friðjón Öm
Friðjónsson hdl., Ásgeir Thoroddsen
hdl., Jón Hjaltason hrl., Jón Eiríksson
hdl., Helgi V. Jónsson hrl., Ævar
Guðmundsson hdl., Valgeir Kristins-
son hrl., Róbert Ámi Hreiðarsson
hdl. og Landsbanki íslands.
•BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI
Menning
Fiðludebut í
Norræna húsinu
Það er alveg greinilega komið
sumar. Það heyrir maður ekki bara
á lóu og þresti, lömbum og lífs-
glöðum strákum með bolta, það er
einnig kominn léttari blær í bam-
ingstón hinna fullorðnu.
Með farfuglunum koma svo
blessaöar stúlkurnar meö fiðlum-
ar sínar frá Ameríku. Þaö er nú
meiri blessuð blíöan.
Bryndís Pálsdóttir fiöluleikari,
sem nýlega lauk meistaraprófi við
Juilliardskólann í New York, lék
sína fyrstu fullorðinstónleika í
Norræna húsinu í gærkvöldi. Je-
anna Lee, sem mun ættuð úr Kína
og fædd í Hong Kong, lék með á
píanó. Efnisskráin samanstóð af
einleikspartítunni í E-dúr eftir
Bach, fiðlu- og pínaósónötu í e-moll
Tónlist
Leifur Þórarinsson
K 304 eftir Mozart, og svo voru res-
itativo og scherzo fyrir einleiks-
fiðlu eftir Kreisler og sónata í D-dúr
eftir Prokofiev eftir hlé. Semsé
ágætlega uppbyggð efnisskrá og
áheyrileg í besta lagi.
Bryndís lék partítuna hreint og
örugglega. Að vísu hefði maður
kosið örlítiö meiri snerpu á köflum,
meiri fyllingu og vorblóma í fras-
ana, en það verður auövitað ekki á
allt kosið. Sömuleiðis var Mozart
kannski einum of þungur á bá-
mnni og ekki með þeim súrsæta
léttleika sem e-mollinn gefur tilefni
til. En það er líka smekksatriði.
En í verki Kreislers sannaði
Bryndís að hún á góða framtíð fyr-
ir sér á fiðlusviðinu, þar var allt í
einu kominn alvöm stíll í spilið,
sem unun var að heyra. Og í són-
ötu Prokofievs fóru þær stöllur á
kostum. Er fyllsta ástæða til að
óska þeim innilega til hamingju.
LÞ
Jarðarfarir
Guðbjörg Kristín Sveinbjarnardóttir,
Sólheimum, Grenivík, lést í Fjórð-
ungsjúkrahúsinu á Akureyri að
kvöldi 25. maí. Jarösett verður frá
Akureyrarkirkju fostudaginn 3. júní
kl. 16.
Þorbjörg Jónsdóttir, fyrrv. hár-
greiðslukona, Njálsgötu 108, lést á
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
12. maí. Bálfor hefur farið fram.
Útfór Vilborgar Guðnadóttur, Firði
7, Seyðisfirði, sem lést 27. maí sl„ fer
fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugar-
daginn 4. júní kl. 14.
Ian McDonald Ramsay Jnr., Port
Antonia, Jamaica, er látinn. Jarðar-
fórin hefur farið fram.
Guðmundur Guðmundsson frá Nýju-
búð í Eyrarsveit verður jarðsunginn
frá Setbergskirkju laugardaginn 4.
júní kl. 14.
Stefán Friðbjörnsson frá Nesjum,
Miðneshreppi, veröur jarðsunginn
frá Hvalsneskirkju laugardaginn 4.
júní kl. 14.
Útfór Guðmundar Péturs Gestssonar
fer fram frá Grindavíkurkirkju laug-
ardaginn 4. júní kl. 11.
Erlingur Björnsson, Greniteig 39,
Keflavík, er lést af slysfomm 30. maí
sl„ verður jarðsunginn frá Keflavík-
urkirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.
Guðmunda Katarínusardóttir lést 26.
maí. Hún var fædd 14. nóvember 1909
að Fremrihúsum í Arnardal viö ísa-
fjarðardjúp. Foreldrar hennar voru
Sólveig Einarsdóttir og Katarínus
Jónsson. Hún giftist Pétri Jónatans-
syni, en hann er látinn. Þau hjónin
eignuðust fjórar dætur og eru þrjár
á lífi. Útfor Guðmundu verður gerð
frá ísatjarðarkapeUu í dag kl. 14.
Ingibergur Sveinsson bílstjóri lést 22.
maí. Hann var fæddur á Skaftárdal
í Vestur-Skaftafellssýslu 21. nóvemb-
er 1908, sonur Sveins Steingrímsson-
ar og konu hans, Margrétar Einars-
dóttur. Ingibergur starfaði lengst af
hjá Strætisvögnum Reykjavíkur en
síðustu árin starfaði hann hjá Vöku
hf. Útfór hans verður gerð frá Foss-
vogskirkju í dag kl. 13.30.
Elín Þórðardóttir lést 20. maí. Hún
var fædd 28. mars 1922, dóttir hjón-
anna Katrínar Pálsdóttur og Þórðar
Þórðarsonar. Eftirlifandi eiginmaö-
ur hennar er Gunnar Helgason. Þau
hjónin eignuðust fimm böm. Útför
Elínar verður gerð frá Langholts-
kirkju í dag kl. 15.
Valdimar Unnar Valdimarsson lést
21. maí sl. Hann var fæddur 29. sept-
ember 1958, sonur hjónanna Öldu
Hönnu Grímólfsdóttur og Valdimars
Guðlaugssonar. Valdimar Unnar
lauk BA-prófi í sagnfræði og stjóm-
málafræði frá Háskóla íslands 1982.
Síöustu árin stundaði hann doktors-
nám í alþjóðasamskiptum við Lon-
don School of Economics, LSE. Útfór
hans verður gerö frá Neskirkju í dag
kl. 13.30.
Andlát
Sigurður Bachmann Árnason, um-
sjónarmaður Sjómannaskólans, lést
á Landakotsspítala aðfaranótt
fimmtudagsins 2. júní.
Hörður Guðmar Jóhannesson,
Skálageröi 13, Reykjavík, andaðist á
Landspítalanum 1. júní.
Guðrún G. Hjaltested, Seljahlíð,
Hjallaseli 55, Reykjavík, andaðist
fimmtudaginn 2. júni í Landakots-
spítala.
Anton ísaksson, Hlíðarvegi 22, Kópa-
vogi, andaðist á heimili sínu mið-
vikudaginn 1. júní.
Eymundur Austmann Friðlaugsson,
Víghólastíg 4, Kópavogi, andaðist á
Hrafnistu 2. júní.
Metúsalem Þórarinsson, Lagarási 2,
Egilsstöðum, lést í sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum 1. júní.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR BACHMANN ARNASON,
fyrrverandi umsjónarmaður í Sjómannaskólanum, lést
fimmtudaginn 2. júní á Landakotsspítala.
Valgerður Þorkelsdóttir
André Bachmann
Jakob S. Bachmann
Siguröur V. Bachmann
Halldóra F. Siguróardóttir
HeiAar Sigurösson
Sigurbjörn F. Sigurósson
Jóhannes Bachmann
Kristin Siguröardottir
Emilía Ásgeirsdóttir
Auóur Friöriksdóttir
Runólfur Sigtryggsson
Kristin Birgisdóttir
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á fasteigninni Skólavegi 74, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Rúnar
Stefánsson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 10. júní nk. kl. 15.30.
Uppþoðsbeiðendur eru Árni Halldórsson hrl., Sigurmar K. Albertsson hdl.,
Viðar Már Matthiasson hdl„ Árni Pálsson hdl„ Innheimta ríkissjóða og
Guðríður Þorsteinsdóttir hdl.
Sýslumaður Suður-Múlasýslu
Tilkyimingar
Ferstikla - Ferstikla
Ég stiklaöi á Ferstiklu og naut þar góðra
veitinga í notalegum veitinga- og sýning-
arsal, innan um dásamleg málverk eftir
sómamanninn Magnús Guðnason frá
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlið. Hann er nú
hættur búskap, fluttur á Akranes, helgar
sig eingöngu list sinni og er í stöðugri
ffamfor. Hann sýnir þama fjölda mál-
verka, bæði fantasíur og landslagsmynd-
ir og sambland að hvoru tveggja. Ég ráð-
legg öllum af feta í mín fótspor og stikla
til Ferstiklu og njóta þess sem ég hefi hér
lýst. - Sýningin stendur til júníleka.
EUert Guömundsson, Hveragerði
Stofnfundur Borgaraflokks-
félags Borgarness
var haldinn í Borgarnesi 19. mai sl. Á
fundinum, sem var mjög fjölsóttur, var
Jón S. Pétursson kjörirm formaður hins
nýja félags. Þórir Lárusson, formaður
kjördæmisfélags Reykjavíkur, var fund-
arstjóri en Guömundur Ágústsson al-
þingismaður geröi grein fyrir samþykkt-
un fyrir hið nýja félag. Þá flutti Ingi Bjöm
Albertsson, alþingismaður Borgara-
flokksins í Vesturlandskjördæmi, ræðu
og formaður flokksins, Albert Guð-
mundsson alþingismaður, ávarpaði sam-
komuna. Á fundinum urðu miklar um-
ræður um stj órnmálaástandið og efna-
hagsráðstafnir ríkisstjórnarinnar. Fjöl-
margir fundargesta létu í ljósi óánægju
sína meö ráðleysi hennar og beindu fyrir-
spumum til þingmanna Borgaraflokks-.
ins, en þeir vom allir, utan einn, mættir’
á fundinum.
Fundir
Aðalfundur
knattspyrnudeildar ÍR
verður haldinn laugardaginn 11. júní kl.
-10.30 í félagsheimilinu v/Skógarsel. Dag-
skrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Tapað fundið
Tóbaksbaukur hefur tapast,
sennilega í vesturbænum, á leið í Sund-
laug vesturbæjar. Fundarlaun. Upplýs-
ingar í sima 24786.
Páfagaukur tapaðist
Grár dísarpáfagaukur með gult framan á
haus og stéli tapaðist úr Holtunum.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma
621609.
LJÓSRITUN - PLASTHÚÐUN
LJÓSPRENTUN TEIKNINGA
SKIPHOLTI 21
2 26 80
íé
r PR. Búöin. hf. Á
Kársnesbraut 106 k6p.
S. 641418 / 41375