Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 1
<-KJ Iistapopp '88 - tvær erlendar og fimm íslenskar hljómsveitir Breska hljómsveitin The Blow Monkeys er íslensku poppáhugafólki að góðu kunn. Tvær erlendar hljómsveitir sækja okkur íslendinga heim á hstahátíö aö þessu sinni og spila á Listapoppi ’88 sitt kvöldiö hvor. Þetta eru bresku hljómsveitirnar The Blow Monkeys og The Christians. Þær leika á tvennum tónleikum í Laug- ardalshöll. Þeir fyrri veröa í kvöld, fimmtudaginn 16. júní, og hinir síö- ari á morgun, föstudaginn 17. júní. Fimm íslenskar hljómsveitir koma fram meö þessum hljómsveitum. The Christians Hljómsveitin The Christians á ættir sínar að rekja til borgarinnar Liverpool. Hún var upphaflega skipuö þrem bræörum, Garry, Ro- ger og Russel Christian. Árið 1983 komu þeir bræður fyrst fram undir Christiansnafninu í breskum sjón- varpsþætti ásamt hljómsveitinni Frankie Goes to Hollywood. Um svipað leyti kom hljómborðsleikar- inn Henry Priestman til skjalanna. Síðla árs 1986 hófu Christians aö vinna aö sinni fyrstu plötu. Fyrsta smáskífulagið kom út í janúar 1987 og nefndist Forgotten Town. The Christians er nú tríó eftir að bróðirinn Roger hóf sólóferil. Á tónleikunum í Laugardalshöll í kvöld, 16. júní, hefur hljómsveitin nokkra vadinkunna hljóðfæraleik- ara sér til aöstoöar. The Blow Monkeys The Blow Monkeys var stofnuö í London árið 1983 af söngvaranum Robert Howard, ööru nafni dr. Rob- ert. Hann fékk til liðs viö sig blásar- ann Neville Henry, trommuleikar- ann Tony Kiley og Mick Anker sem leikur á bassa. Hljómsveitin vakti þegar mikla athygli og þá aöallega fyrir sérstaka framkomu og söng forsprakkans, dr. Roberts. Fyrstu breiöskífuna, Limping for a Generation, sendi hljómsveitin frá sér áriö 1984. Hljómsveitin jók enn á vinsældir sínar meö annarri og þriðju breiðskífunni. Á þeirri þriöju, She Was only a Grocer’s Daughter, var að finna lagið It Dos- en’t Have to Be This Way sem fór hátt á helstu vinsældalistum í fyrra. Um þessar mundir eru The Blow Monkeys að ljúka viö upptökur á fjórðu breiöskífu sini sem kemur á markað í haust. Tónleikarnir í Laugardalshölhnni á morgun, 17. júní, veröa því fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar um nokkurt skeið. Strax og Síðan skein sól Dúettinn Strax kemur fram á báðum tónleikum Listapopps. Þau Jakob og Ragnhildur munu hafa breska tónlistarmenn sér til aö- stoðár á þessum tónleikum. Hljómsveitin Síðan skein sól leik- ur á fyrri tónleikunum. Sólin hefur nú starfað um nokkurt skeiö. Helgi Bjömsson og piltarnir hafa leikið vítt og breitt um höfuðborgina að undanfórnu. Sveitin á um þessar mundir lagið Bannað á vinsælda- hstum. Kátir piltar með Einstæðar mæður Ein enn íslensk hljómsveit verð- ur í Höllinni í kvöld. Kátir phtar heitir hún og er upprunnin í Hafn- arfirði. í næstu viku kemur út hjá Skífunni fyrsta breiðskífa hinna kátu pUta og hefur hún hlotið nafn- ið Einstæðar mæður. Bjarni og búningarnir Annað kvöld, 17. júní, muni Bjarni Arason og hljómsveit hans, Búningarnir, leika á Listapoppi. Bjarni hefur á undanfórnum mán- uðum unnið við upþtökur á fyrstu breiðskífu sini undir stjórn Jakobs Magnússonar. Nefnist hún Þessi eini þarna. Hunangstungl Geira Sæm. Hljómsveitin Hunangstungl verður einnig á tónleikunum á morgun. Þessi hljómsveit var stofnuð á síðasta ári. Forsprakki hennar er söngvarinn og lagasmið- urinn Geiri Sæm. Tónleikarnir í kvöld verða kl. 21.00-01.00 en annað kvöld hefjast þeir á sama tíma en standa til kl. 3.00. Svæðið opnar kl. 20.30 bæði kvöldin. Strætisvagnaferðir verða frá HöUinni í öll hverfi að loknum tónleikunum. -gh Dagskrá 17. juni - sjá bls. 35 Rósa í Viðey ~ sjá bls. 53 Piano- tónleikar Ash- kenazy - sjá bls. 36 Strax í Lækjar- tungli - sjá bls. 35 Eins kon- ar ást í Háskóla- bioi - sjá bls. 54 íþróttir helgar- innar - sjá bls. 55 Þessi... þessi maður - fmmsýnt á sunnudag Leiksmiðja íslands varð til síðast- hðið haust er nokkur ungmenni hófu að vinna aö leiklist saman. Nú er þessi hópur búinn að æfa leikverk sem frumsýnt verður sunnudaginn 19. júní. Þessi.. .þessi maður nefnist verkið. Höfundur texta er Steingrímur Más- son en um leikgerð og leikstjóm sér Kári Halldór. Leikhópurinn ahur hefur reyndar staðið saman að end- anlegri gerð verksins en leikendur eru átta talsins. Þessi.. .þessi maður er sjónleikur sem fjallar um átta per- sónur er hittast á sama stað og eru að leysa visst verkefni. Verkið geng- ur mikið út á vangaveltur um lífið og guð í víðum skhningi. Það sem er þó einna sérstakast við flutning þessa verks er staðurinn sem það er sýnt á. Hópurinn fékk leigt pakkhús í Vélsmiðjunni Héðni, vestast á Vesturgötunni. Staðurinn býður því upp á ákaflega sérkenni- legt andrúmsloft og má geta þess að engin raflýsing er notuð í sýning- unni, einungis kertaljós. Upplýsing- ar um sýningar em gefnar í síma 14200. -gh Leiksmiðja íslands er hópur ungs fólks með brennandi áhuga á leiklist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.