Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 8
56 FIMMTUDAGUR'1'6: JtJNÍ 1088. ick'A Af dansandi kroppum DIRTY DANCING Útgefandi: JB myndbönd Leikstjóri: Emile Ardolino. Handrit: Eleanor Bergstein. Aðalhlutverk: Patrick Swayze og Jennlfer Gray. Bandarisk 1987. 100 min. öllum leyfð. Þaö er ekki nema von aö ungling- ar, hvar sem er í heiminum, flyk- kist á þessa mynd. Hún sýnir lag- lega dansandi kroppa í „heitum“ atriöum, inniheldur rómantíska ástarsögu, hvetjandi lög og einfald- an en þokkalega sannfærandi sögu- þráö. Þá er tæknivinna lýtalaus (sem hún auðvitað á alltaf aö vera en það er nú eins og þaö er). Þetta er formúla sem hefur veriö lengi kunn en tekist misjafniega að út- færa. Það eru margar myndir sem fylgja þessari uppskrift en af nýrri myndum má nefna Saturday Night Fever, Grease og Flashdance, allt myndir sefn byggja á sömu arð- bæru formúlunni. Myndin gerist um 1960 og lýsir sumarleyfissiöum bandarískra millistéttarfjölskýldna! Líklega hefur þó danskryddinu verið beitt ærlega en heldur á ég erfitt meö aö trúa aö bandarískir unglingar hafi fiktaö við jafh „heitan“ dans eins og í myndinni sést. í sveitina kemur hugguleg vísi- tölufjölskylda (Bandaríkjamenn voru á undan okkur að finna hana upp) sem inniheldur pabba, mömmu og tvær ungar og ólofaöar systur. Þær eru dálítið ólíkar og önnur ákaflega alvarlega þenkj- andi ung stúlka (Jennifer Grey). Svo fer þó að lokum aö hún fellur fyrir aðalhjartaknúsaranum (Patrick Swayze) og um leiö og ást- arsaga þeirra er rakin fléttast inn í myndina flókin sambönd eins og tíökast í sumarbúðum. Eins og áður segir eru vinsældir myndarinnar meðal imglinga með ólíkindum. Það er ekki endilega vegna þess hve góð eða frumleg hún er. Skýringarinnar er líklega miklu fremur að leita í snjallri markaðssetningu og, eins og áöur sagði, vandaðri vinnu á þekktri smellaformúlu. -SMJ ©] Einstök geimferð INNERSPACE: Úlgefandi: Steinar. Leikstjóri: Joe Dante. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Martin Short og Meg Ryan. Bandarisk, 1987 - sýningartími: 120 min. Innerspace er nokkuð sérkenni- leg ævintýramynd. Myndin segir frá ferðalagi geimskips um manns- líkamann. Það er Steven Spielberg sem stendur að baki þessarar ágætu skemmtimyndar. Að minnka geimskip og áhöfn og senda í leiðangur um mannslíkam- ann er samt ekki ný hugmynd þótt frumleg sé. 1966 var gerð kvikmynd sem hét Fantastic Voyage og fiall- aði einmitt um ferð geimskips inn í mannslíkamann. Þótti sú mynd nokkuð vel heppnuð Það sem Innerspace hefur fram yfir þá mynd er fyrst og fremst nútímatækni kvikmyndanna, sem hefur fleygt mikið fram, og fyndið handrit án þess þó að húmorinn fari út í öfgar. Dennis Quaid leikur tilrauna- flugmann sem á að verða fyrstur manna til að minnka í örveiru- stærð. Á að senda hann í geimskipi inn í kanínu. Vegna óvæntrar uppákomu lendir haim í líkama Martin Short, sem leikur taugavei- klaðan afgreiðslumann sem heldur að hann sé að verða vitlaus þegar hann heyrir rödd sem ávarpar hann... Þaö eru margir sem vilja hafa hendur á hári þeirra félaga og snýst myndin um flótta þeirra og kapp- hlaup við tímann því súrefnis- birgðir Quaid eru af skomum skammti. Innerspace er vel heppnuð ævin- týramynd sem flestir ættu að hafa gaman af. Ekki skemmir góður leikur aöalleikaranna Denis Quaid, Martin Short og Meg Ryan. Eru þau hvert öðru betra. HK. ★★★ Lánlitlir innbrotsþjófar THE POPE OF GREENWICH VILLAGE Útgefandi: Steinar. Leikstjóri: Stuart Rosenberg. Aðalhlutverk: Mickey Rourke, Eric Ro- berts og Daryl Hannah. Bandarísk, 1984 - Sýningartími: 116 min. Mickey Rourke og Eric Roberts sýna snilldartakta í hlutverkum tveggja ítalskættaöra smákrimma í The Pope of Greenwich Village og má sjá þar hvers vegna þeir eru meðal eftirsóttustu kvikmynda- leikara í dag. í byrjun myndarinnar era þeir þjónar á litlum veitingastað, en vegna óheiðarleika annars þeirra eru þeir báðir reknir. Félagarnir, sem eru mjög ólíkir að eðlisfari, eiga þó eitt sameiginlegt. Báðir eru peningalausir og sjá ekki fram á bjarta framtíð í þeim málum. Þegar öðrum þeirra dettur í hug að fremja rán, veröur freistingin því þeim, sem heiðarlegri er, of mikil. Hafa þeir upp úr krafsinu mikla peningaupphæð. Þaö sem aðeins annar þeirra vissi var að peningamir voru í eigu glæpafor- ingja eins, sem ekki sættir sig við að vera rændur. Byrja nú vanda- mál þeirra félaga fyrir alvöru... The Pope of Greenwich VUlage er geysivel gerö kvikmynd, sem er bæði spennandi og dramatísk. Per- sónur eru skarpar og vel gerðar frá hendi höfundar og meö slíka gæða- leikara og Roberts og Rourke eru, þá verður myndin heilsteypt lýsing á lífi tveggja ólíkra félaga sem eru blóðskyldir, ekki alltof gáfaðir en komast þó frá erfiðleikunum í lokin með hálfreist höfuð. HK. frl Á tímamótum THAT’S LIVE Útgefandi: JB myndbönd. Leikstjórl: Blake Edwards. Framleiö- andi: Tony Adams. Handrit: Milton Wrexler og Blake Edwards. Tónlist: Henri Mancini. Aöalhlutverk: Jack Lemmon, Julle Andrews, Saliy Keller- man og Robert Loggla. Bandarlsk 1987.101 min. Bönnuö yngri en 12 ára. Blake Edwards er einn af afkasta- meiri kvikmyndaleiksfiórum og hefur oft náö aö gera ágætismynd- ir. Líklega er hann kunnastur fyrir myndir sínar um Bleika pardusinn þar sem Peter Sellers bjó til eina af fyndnustu persónum kvik- myndasögunnar. Edwards hefur ávallt unnið mikið við handrit mynda sinna og svo er einnig hér. Edwards virðist hggja tölvert á hjarta hér í þessari mynd en alvar- legur tónn hefur verið að færast í síðustu myndir hans. Hann ákveð- ur þó að láta grínið fylgja með og svipar efnistökum hans bara ansi mikið til Woody AUen. Myndir segir frá arkitekt nokkr- um (Lemmon) sem á sextugsaf- mæh en á í dáhtlum erfiðleikum með að sætta sig við þaö. Kona hans (Andrews) óttast að hún sé með krabbamein, bömin koma í heimsókn og hafa einnig sín vanda- mál, þannig að þetta verður að dá- lítilli vandamálamynd. Það jaðrar við dálítið væminn tón í öllu þessu vandamálaharki en Edwards sleppur þó fyrir hom og myndin er því þokkaleg að horfa á. Aðal- leikaramir eiga án efa fiölda aðdá- enda sem ættu varla að verða fyrir vonbrigðum með þá hér. Reyndar hættir þeim dáhtið til að ofgera en það fylgir oft sfiömuhlutverkinu. -SMJ Grettukeppni í sumarbúðum ERNEST GOES TO CAMP Útgefandi: Bergvík Leikstjórl: John R. Cherry. Framleiö- andi: Stacy Williams. Aöalhlutverk: Jim Varney. Bandarisk, 1987. 88 min. Úllum leyfö. Ekki veit ég til hvaða aldurshóps þessi mynd á að höfða en varla getur það verið til neinna vits- munavera. Það er nefnilega eins og einfrumungur hafi skrifað handrit myndarinnar og froskur leikstýrt henni. Hér birtist á skjánum einhvar sá hræðilegasti grettumeistari (Jim Vamey) sem undirritaður hefur séð og er þá Rodney Dangerfield (Back to School) meðtahnn. Þessi herfilega gretta hefur hópað til sín ungum ofleikurum sem ákaflega htið er gert til að halda aftur af. Söguþráður myndarinnar er í stuttu máh sá aö glataöur náungi (Vamey) fær hóp vandræðaungl- inga til sín í sumarbúðir og í sam- einingu sigrast þeir á eigin vanda og annarra. Um leið fá ahir góðu gæjamir umbun en vondu gæjam- ir skell! Já, svona gengur lífið fyrir sig, en líklega verður aö vara fólk við að eyða tíma sínum á þessa mynd og það jafnvel þótt hún sé af Walt Disney fiölskyldunni. -SMJ Lúxus- lifnaður í Las Vegas YOU RUINED MY LIFE Útgefandl: Bergvik. Leikstjóri: David Ashwell. Aóalhlutverk: Soleil Moon Frye, Paul Reiser og Mimi Rogers. Bandarísk 1987 - Sýningartimi: 90 min. Eins og flestar kvikmyndir frá Walt Disney fyrirtækinu er You Ruined My Life gamanmynd og það sem enn meira einkennir leiknar Disney myndir, krakkar eru í aðal- hlutverkum. í þetta skiptið er bamið vand- ræðagemlingurinn Minerva sem býr hjá frænda sínum á lúxus- hóteh hans í Las Vegas. Hún er sérlega ódæll krakki og hefur frændi hennar sent hana í marga skóla en hún send jafnharðan heim aftur vegna óláta. Til Las Vegas flækist ungur kennari sem telur sig hafa fundið óbrigðult ráð til að græða peninga í spilavítum borgarinnar. Þegar það tekst ekki og hann er kominn í stórskuld, fær hann það tilboð að skuldin fymist ef hann getur kennt Minervu bæði bóklegan skólalær- dóm og almenna mannasiði. Hann telur það í fyrstu létt verk en kemst fljótt á aðra skoðun. You Runied My Life hefur marga kosti góðra gamanmynda. Hraöinn er góður og handritið ágætlega skrifaö. Einn stór gahi er þó á gjöf Njarðar. Aðaheikkonan, hin unga SoleU Moon Frye sem leikur Min- ervu, er einfaldlega ekki nógu góð leikkona. Krakkinn bægslast áfram án þess að fá áhorfendur til að brosa að látunum í sér og það dregur úr gæðum annars ágætrar gamanmyndar. HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.